Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Qupperneq 19
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988.
31
Iþróttir
Jóhann Ingi Gunnarsson um brottreksturinn frá Tusem Essen:
„Rak Fraatz, fósturson
forsetans, af æfingu!“
- Jóhann Ingi með tilboð frá Basel og Dankersen og möig íslensk lið í sambandi við hann
„Ég er ekki í vafa um aö eitt atvik öðrum fremur leiddi til þess að mér var
sagt upp starfmu. Fyrir skömmu rak ég Jochen Fraatz, einhvern besta homa-
mann heims, af æfrngu hjá Essen vegna þess að mér fannst hann ekki taka
nægilega mikið á og ekki sýna æfingunni áhuga. Stjörnur eins og hann þola
ekki slíkt og að auki er Fraatz hálfgerður fóstursonur forseta félagsins. Hann
er líka eini leikmaður Essen sem þýsku blöðin hafa vitnað beint í um brott-
rekstur minn síðustu dagana og hann var einn þeirra sem hæst létu um að
ég væri ekki starfi mínu vaxinn,“ sagði Jóhann Ingi Gunnarsson hand-
knattleiksþjálfari í samtali við DV í gærkvöldi.
„Atburðir síðustu daga hafa verið
mikil lífsreynsla fyrir mig,“ sagði
Jóhann Ingi. „Ég mun aldrei aftur
ráða mig til félags þar sem forráða-
menn og allt umhverfi og aðstæður
eru eins og hjá Essen - ég er tilbúinn
að þjálfa þar sem áhugi er til staðar
og réttur stuðningur á bak viö liðið
og þar sem starfa menn sem hafa vit
á handbolta. Ivanescu, landsliðs-
þjálfari Vestur-Þjóðverja, sem var
látinn hætta með Essen fyrir tveimur
árum eftir að hafa stýrt hðinu til sig-
urs í úrvalsdeildinni, hringdi í mig í
gær. Hann bað mig afsökunar á að
vera að segja mér nú hluti sem hann
hefði átt aö fræða mig um þegar ég
tók við af honum fyrir tveimur árum,
um hvers konar félag Essen væri og
hvernig því væri stjórnaö. En ég
hefði sennilega aldrei trúað honum
þá. Hann sagði líka að sá þjálfari, sem
gæti stjórnað Tusem Essen, væri enn
ekki fæddur.
Ég bendi á aö Ivanescu var látinn
hætta hjá Essen vegna þess að 8 eða
9 leikmenn sögðu að hann væri of
harður við þá og Fraatz lét hæst. Nú
er Ivanescu landsliðsþjálfari - og fyr-
ir skömmu sagði Fraatz í blaöaviðtali
að hann væri besti þjálfari sem hann
hefði kynnst! Þetta kallar maður að
haga seglum eftir vindi.“
Ég gat ekki hafnað
tilboðinu frá Essen
í gær birti DV frásögn úr blaðinu
Die Welt semfjallaði um brottrekstur
Jóhanns Inga. Þar var sagt að hann
hefði haft 4,5 milljónir íslenskra
króna í árslaun hjá Essen. Um það
sagði Jóhann Ingi við DV: „Það er
nú svo að maður segir aldrei frá
launum sínum frekar en atvinnu-
knattspymumennirnir. Ég veit ekki
hvaðan Die Welt hefur þessar tölur
en það hefur verið tahð að við Iva-
nescu séum launahæstu þjálfarar í
Vestur-Þýskalandi og þetta er
kannski ekki fjarri lagi. Hins vegar
þarf ég að borga mína skatta eins og
aðrir. Ég viðurkenni fúslega að
samningstilboð Essen var svo gott
að ég gat einfaldlega ekki sagt nei.
Nú myndi ég samt hugsa mig um
tvisvar í slíkri aðstööu."
Jóhann Ingi vildi gera athuga-
semdir við grein Die Welt. „Það er
mikið gert úr sálfræðinni hjá mér
enda mega fæstir heyra þá grein
nefnda án þess að tryllast og fara að
tala um töfralækningar og fleira í
þeim dúr. Þessi tvö dæmi, sem tekin
eru, um vekjaraklukkuna og teikni-
myndimar, áttu sér ekki stað hjá
Essen - þau eru frá dögum mínum
hjá Kiel. Ég hef aldrei beitt neinum
sálfræðihernaði á mín hð, hins vegar
reyni ég að styrkja sjálfstraust leik-
manna með ýmsu móti og kenni þeim
slökunaræfingar. Það er nú allt og
sumt.“
Ég ætla ekki að detta
niður dauður á bekknum!
Jóhann Ingi sagði að hann ætlaði
aö gefa sér góðan tíma til að ákveða
framtíð sína. „Mjög mörg íslensk 1.
deildarlið hafa haft samband við mig
og óskað eftir viöræöum um þjálfun.
Það er gífurlegur áhugi fyrir hand-
bolta heima á íslandi og krafturinn
í félögunum er ótrúlegur. Ég tek ofan
fyrir þori þeirra og bjartsýni! Hugur
minn snýr heim enda er ég aðeins
33ja ára og get alltaf farið út aftur
ef málin þróast á þann veg. Ég ætla
að koma til íslands eftir svo sem
mánuð og ræða við þau félög sem
hafa sýnt mér áhuga. Þar spilar líka
inn í að ég rek fyrirtæki heima í sam-
vinnu við bróður minn og það er á
vissum tímamótum. Ég hef menntað
mig i ráðgjöf til fyrirtækja og langar
til aö spreyta mig á því sviði, til hlið-
ar við þjálfunina. Handboltinn er
ekki aht, ég ætla ekki aö vera í hon-
um th ehífðar og detta niöur dauður
úr hjartaslagi á varamannabekkn-
um. Síðan langar mig til að koma til
skha einhverju af því sem ég hef
lært varðandi þjálfun hér úti og er
einmitt núna að vinna að verkefni
fyrir Handknattleikssamband ís-
lands sem er á þeim nótum.
En ég hef fengið tvö freistandi til-
boð hér úti, fyrst frá Dankersen, sem
er fomfrægt félag og byggir á göml-
um hefðum en er sem stendur í 2.
deild. Þangað er komin júgóslav-
neska stórskyttan Cvetkovic og ég
þekki vel framkvæmdastjórann sem
hefur lofað mér því að stjórn félags-
ins standi við bakið á mér, hvernig
sem gengur inni á vellinum. Síðan
fékk ég hringingu frá Basel sem er í
3. sæti svissnesku 1. dehdarinnar og
þeir vilja ganga strax frá 2-3ja ára
samningi. Ég verð að skoða allt mjög
vel áöur en ég tek ákvörðun, enda
hef ég nægan tíma í augnablikinu!“
sagði Jóhann Ingi Gunnarsson. -VS
>órður Davíðsson. úr Breiðabliki sleppur inn úr
orninu og skorar fram hjá Sigmari Þresti, markverði Stjörnunnar. Þórður skoraði
rjú mörk úr horninu þegar Breiðablik sigraði Stjörnuna, 28-26, í Digranesi í gærkvöldi.
DV-mynd G.Bender
1. deild karia:
Blikar sterkari
á lokasprettinum
Breiðablik sigraði Stjömuna, 28-26, eftir spennandi lokamínútur
„Lokamínúturnar voru það spenn-
andi að sigurinn gat hafnað beggja
vegna. Við spiluðum breytilegan
varnarleik í seinni hálfleik og Stjarn-
an fann ekkert svar við því. Þessi
langa pása sem gerð var á mótinu
kom illa niður á okkur. Um fram-
haldið vil ég sem minnst spá.
Reynslan mín með Breiðablik segir
aö best er að taka einn leik fyrir í
einu,“ sagði Geir Hallsteinsson,
þjálfari Breiöabhks, í samtali við DV
en Breiðablik sigraði Stjörnuna,
28-26, á íslandsmótinu í handknatt-
leik í Digranesi í gærkvöldi. Breiða-
blik hafði forystu í hálfleik, 14-12.
• Leikurinn var hníljafn ef undan
eru skildar fyrstu tíu mínúturnar en
þá komst Stjarnan í 4-1. Breiðabliks-
menn voru seinir í gang en smám
saman áttuðu þeir sig á hlutunum.
Um miðjan fyrri hálfleikinn voru
þeir búnir að jafna metin, 5-5.
Breiðablik komst í fyrsta sinn yfir
9-8 með marki frá Jóni Þóri úr horn-
inu og það forskot létu þeir ekki af
hendi fram að leikhléi.
• Stjarnan náði forystu, 17-16, á
nýjan leik en síöan var jafnt á öllum
tölum til leiksloka. Breiðablik tók th
bragðs að taka Gylfa og Einar úr
umferð en við losnaði um Skúla á
línunni. Samt sem áður reyndust
Breiðabliksmenn sterkari á lokamín-
útunum sém voru æsispennandi.
Þegar 45 sekúndur vorutil leiksloka
varði Sigmar Þröstur glæshega frá
Jóni Þóri í stöðunni 27-26 þannig að
Stjarnan átti fuha möguleika á að
jafna en sóknin rann út í sandinn.
Blikar brunuðu aftur í sókn og bættu
við marki áður em tíminn fjaraði út.
• Bræðurnir, Bjöm og Aðalsteinn
Jónssynir voru bestir menn Breiða-
bliks. Guðmundur markvörður
hefur oft varið betur. Gylfi Birgisson
og Sigmar Þröstur markvörður voru
hins vegar bestir Stjörnumanna.
Varnarleikurinn varð Stjörnunni að
falli í leiknum.
• Mörk UBK: Jón Þórir 7/5, Aðal-
steinn 5, Björn 5, Kristján 3, Þórður
3, Hans 3, Svafar 1, Magnús 1.
• Mörk Stjarnan: Gylfi 6, Skúh 5,
Einar 5, Sigurður 5/3, Sigurjón 3,
Hafsteinn 2.
• Dómarar vom Sigurður Bald-
ursson og Björn Jóhannesson og
dæmdu þokkalega.
-JKS
Staðan
Staðan í 1. dehd karla í handknatt-
leik eftir sigur UBK á Stjörnunni:
FH.........10 8 2 0 280-216 18
Valur......10 8 2 0 214-161 18
UBK........11 7 0 4 236-237 14
Víkingur...10 6 0 4 253-227 12
Stjaman....11 5 1 5 251-267 11
KR.........10 4 1 5 211-223 9
ÍR.........10 3 2 5 213-234 8
KA.........10 2 3 5 197-212 7
Fram.........10 2 1 7 223-246 5
Þór..........10 0 0 10 198-253 0
Fýrsta bikarmótið
Gyffi Kristjánæon, DV, Akmeyri:
Allir bestu alpagreinamenn landsins veröa á meðal keppenda á
fyrsta Visa-bikarmóti Skíðasambands íslands á vetrinum, en þaö er
Hermannsmótið sem fram fer í Hlíöarfjalli við Akureyri á morgun
og sunnudag.
Meðal keppenda í mótinu verða ólympiufarar íslands, þau Guörún
H. Kristjánsdóttir og Daníel Hhmarsson, en þau hafa æft í Hllöar-
Qaih undanfarna daga ásamt öðra landsliðsfólki í alpagreinum.
Á morgun verður keppt í stórsvigi karla og svigi kvenna og hefst
keppnin kl. 11.30. Á sunnudag hefst keppni á sama tíma og keppa
karlar þá f svigi og konur í stórsvigL Nægur snjór er nú í Hliöarfialh
og skíðafæri gott.