Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Side 29
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. 41 Friðrik Ólafsson Friörik Ólafsson, stórmeistari og fyrrv. formaður FIDE, hefur veriö í fréttum en hann er fréttafulltrúi og aöstoðarmaður Jóhanns Hjart- arsonar. Friörik er fæddur 26. janúar 1935 í Rvík og lauk lögfræði- prófi frá HÍ1968. Hann var fulltrúi í dóms- og kirkjumálaráðuneytinu 1968-1974 og atvinnuskákmaður 1974-1978. Friðrik var forseti Al- þjóöa skáksambandsins (FIDE) 1978-1982 og ritstjóri Lagasafns ís- lands 1983-1984 og hefur verið skrifstofustjóri Alþingis frá 1. sept- ember 1984. Friðrik varð fimm Sinnum íslandsmeistari í skák, fyrst 1952, og Norðurlandameistari í skák 1953. Hann varð alþjóðlegur skákmeistari 1956 og stórmeistari í skák 1958. Friðrik var sigurvegari í skákmótinu í Hastings 1955-1956, í Beverwijk í Hollandi 1959, í Mar- ianske Lasne í Tékkóslóvakíu 1961, á alþjóðlegum skákmótum í Rvík 1966,1972 og 1976 og á Wijk an Zee í Hollandi 1975. Hann stofnaði Skákskóla Friðriks Ólafssonar 1983 og hefur samiö bækumar Lærið að tefla, 1958, Fischer gegn Spass- ky, 1973 og Við skákborðið í aldar- fjórðung, 1976. Kona Friöriks er Auður Júlíus- dóttir, f. 4. mars 1941, ritari for- stjóra ríkisspítalanna. Foreldrar hennar eru Júlíus Sigurjónsson, prófessor í Rvík, og kona hans, Bergljót Jóhannesdóttir. Börn Friðriks og Auðar eru Bergljót, f. 24. ágúst 1962, nemi, gift Friðriki S. Halldórssyni, skrifstofustjóra hjá Iðntæknistofnun, og eiga þau eina dóttur, og Áslaug, f. 17. ágúst 1969, nemi. Systur Friöriks eru Margrét, f. 28. nóvember 1930, kaupmaður í Rvík, gift Orra Gunn- arssyni, fulltrúa hjá Hörpu, og Ásta, f. 26. janúar 1932, fulltrúi hjá Tryggingastofnun ríkisins. Foreldrar Friöriks eru Ólafur Friðriksson, verslunarmaður í Rvík, og kona hans, Sigríður Sím- onardóttir. Föðurbróðir Friðriks samfeðra er Friðrik prófastur á Húsavík, faðir Arnar, prófasts á Skútustöðum. Ólafur var sonur Friðriks, húsvaröar í íslands- banka, Ólafssonar, b. í Vestra- Súlunesi í Leirársveit, Ólafssonar. Móðir Ólafs var Valgerður Magn- úsdóttir, b. í Litladal í Skagafirði, Jónssonar og konu hans, Sigur- rósar Sigurðardóttur. Móðurbræður Friðriks samfeðra eru þeir Hallur blaðamaöur og Símon Símonarsynir, margfaldir íslandsmeistarar í bridge. Sigríður er dóttir Símonar, skipstjóra í Rvík, Sveinbjamarsonar, formanns á Kalastöðum, Þorvarðssonar, b. og hreppstjóra á Kalastöðum, Ólafs- sonar, langafa Þórarins, fóður Guðmundar alþingismanns. Móðir Þorvarðar var Margrét Svein- bjamardóttir, prests á Staðar- hrauni, Sveinbjamarsonar, bróður Þórðar dómstjóra. Móðir Margrét- ar var Rannveig Vigfúsdóttir, sýslumanns á Hlíðarenda í Fljóts- hlíð, Þórarinssonar og konu hans, Steinunnar Bjarnadóttur land- læknis Pálssonar. Móðir Steinunn- ar var Rannveig Skúladóttir landfógeta Magnússonar. Móöir Símonar var Margrét, systir Sig- urðar, langafa Páls, föður Tryggva hagfræðings. Bróðir Margrétar var Bjami, faðir Markúsar, fyrsta skólastjóra Stýrimannaskólans, afa Rögnvalds Siguijónssonar píanóleikara. Margrét var dóttir Kristjáns, skipstjóra á Akranesi, Símonarsonar og konu hans, Þóm Jónsdóttur, b. á Kópsvatni, Einars- sonar. Móðir Þóru var Katrín Jónsdóttir, b. í Reykjardal, Eiríks- sonar, b. í Bolholti Jónssonar, forföður Bolholtsættarinnar. Móð- ir Sigríðar var Sigríður Jónsdóttir, koparsmiðs í Rvík, Þórarinssonar, b. á Rauöamel, Árnasonar og konu hans, Gróu Jónsdóttur, b. á Þór- ólfsstöðum, Andréssonar. Móöir Gróu var Guðbjörg Magnúsdóttir, prests á Kvennabrekku, Einars- sonar og konu hans, Gróu Sigurð- ardóttur, systur Egils, langafa Ólafs, afa Jóns Baldvins Hanni- balssonar. Móðir Sigríöar var Fólk í fréttum Fridrik Ólafsson. Ágústa Sighvatsdóttir í Keflavik Einarssonar, bróður Sveins, lang- afa Sjafnar, móður Magnúsar Jóhannessonar siglingamálastjóra. Móðir Ágústu var Sigríður Gísla- dóttir, b. á Stokkhólma, Þórarins- sonar og konu hans, Þóru Sæmundsdóttur, systur Einars, langafa Amþórs, föður Vals, stjórnarformanns SÍS. Afmæli Andlát Guðmundur Eggertsson Guðmundur Eggertsson, Tungu, Gaulverjabæjarhreppi, er sextugur í dag. Guömundur fæddist að Sæ- bóli í Haukadal í Dýrafirði og ólst þar upp hjá foreldrum sínum til fullorðinsára. Guðmundur tók vél- skólapróf hið minna á Þingeyri 1951 og fiskimannapróf hið meira frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík 1957. Hann var lögreglumaður í Reykjavík frá 1956-62, verkstjóri hjá Slippfélaginu í Reykjavík frá 1964-72 og síðan bóndi og sjómað- ur. Guðmundur hefur verið lög- reglumaður í Árnessýslu frá 1979. Guðmundur kvæntist á gamlárs- dag 1955 Idu Elvíru Olsó hár- greiðslumeistara, f. í Kaupmanna- höfn 4.7. 1932, dóttur Óskars Vilhelms Henrí Olsó, skrifstofu- stjóra hjá Tuborg í Kaupmanna- höfn, og konu hans, Elvíru Henríettu Olsó, en þau eru bæði látin. Guðmundur og ída eignuðust sex börn: Óskar Vilhelm lést af slys- förum 1986, hann var kvæntur Önnu Kjartansdóttur og eignuðust þau tvo syni, Birgi Vilhelm og Auð- berg; Eggert, kvæntur Lilju Guðmundsdóttur, þau eiga þrjú börn, Kolbrúnu Dögg, Sólrúnu Tinnu og Guðmund; Guðmundur Pétur, kvæntur Elísabetu Pálma- dóttur, þau eiga tvö börn, Karenu Ósk og Pálma; Andrés; Rafn Hilm- ar og Guðrún Elvíra eru enn í foreldrahúsum. Systkini Guðmundar: Jón Þor- berg, fv. skólastjóri á Patreksfirði, nú kennari í Reykjavík, kvæntur Rósú Kemp Þórlindsdóttur, þau eiga fimm börn; Andrés Magnús, fv. skipstjóri, kvæntur Hannesínu Tyrfmgsdóttur, þau eiga fimm börn; Sigurbjörg Herdís húsmóðir, gift Magnúsi Helgasyni, þau eiga þrjú börn. Foreldrar Guðmundar: Eggert Guömundsson, f. 10.1.1883, d. 15.5. 1966, og kona hans, Guðríður Gestsdóttir, f. 11.9.1897, hún dvelur nú á Hrafnistu í Reykjavík. Fööur- foreldrar Guðmundar voru Guðmundur, b. í Höll í Haukadal, Eggertsson, og kona hans, Elínborg Guðmundur Eggertsson. Jónsdóttir, Hákonarsonar, b. á Sveinseyri í Dýrafirði, Jónssonar, prests að Eyri við Skutulsfjörö, Þorvaldssonar, hreppstjóra og drbm. í Deildartungu. Guðmundur og Elínborg áttu tíu börn. Foreldr- ar Guðmundar í Höll voru Eggert, b. í Höll, Magnússon og kona hans, Björg Jónsdóttir. Foreldrar Guð- ríðar voru Gestur Jónsson og Ingibjörg Einarsdóttir, bæði breið- firskrar ættar. Baldur Guðmundsson Baldur Guðmundsson trésmíða- meistari, Brúarholti 8, Ólafsvík, er fimmtugur í dag. Baldur fæddist í Reykjavík og ólst upp í foreldra- húsum, fyrstu fimm árin að Staða- stað í Staðarsveit og síöan á Neskaupstað en faðir hans var þjónandi prestur á báðum stöðun- um. Baldur var nýfermdur þegar hann missti föður sinn. Baldur hafði farið ungur til sjós og hann flutti nú til Reykjavíkur þar sem hann var á togurum og bátum í nokkur ár. Hann hóf nám í tré- smíði við Iðnskólann í Reykjavík en hann lauk sveinsprófi 1971. Þau hjónin fluttu til Bolungarvíkur 1960 og voru þar í þrjú ár, en í Reykjavík frá 1963-73, og starfaði Baldur við smíöar þann tíma. Þau fluttu svo norður á Kópasker og bjuggu þar í tólf ár, en þar vann Baldur við smíðar auk þess sem hann var skipstjóri þar á rækju- bát. Fyrir tveimur árum fluttu þau svo til Ólafsvíkur og hafa búið þar síðan en þar rekur Baldur tré- smíöaverkstæði. Kona Baldurs er Alda, f. 1942, dóttir Vilhjálms b. á Stóru-Heiði í Mýrdal, Magnússonar og konu hans, Arndísar Kristjánsdóttur, en þau eru bæði látin. Baldur og Alda eiga fimm böm: Guðmundur, sjómaður á Kópa- skeri, f. 1960, er kvæntur Kristínu Friðriksdóttur, verslunarstjóra Kaupfélagsins, en þau eiga tvö böm; Amdís, starfsstúlka Landsbankans í Ólafsvík, f. 1965, býr í foreldrahús- um; Vilhjálmur, starfar hjá föður sínum, f. 1971; Þórhalla Huldá, f. 1974; og Grétar Freyr, f. 1977. Baldur á þrjú systkini: Helgi, for- maður Menningar- og fræðslusam- bands alþýðu, kvæntur Ragnheiði Benediktsdóttur meinatækni, en þau eiga tvö börn; Gylfi, skólastjóri í Njarðvík, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur kennara, en þau eign- uöust þrjú börn og eiga tvö á lífi; Kristín, skrifstofumaður á Sól- vangi í Hafnarfirði, gift Bjarna Haukssyni húsasmið, en þau eiga Ijögur börn. Foreldrar Baldurs eru bæði látin, en þau voru séra Guðmundur Helgason, f. 6.1. 1909, d. 6.7. 1952, og kona hans Þorvalda Hulda Sveinsdóttir, f. 18.2. 1916, d. 1984. Föðurforeldrar Baldurs voru Helgi, útvegsbóndi í Melshúsum í Hafnar- firði, Guðmundsson, sjómanns á Hellu í Hafnarfirði, Guðmundsson- ar og kona Helga, Guðrún Þórar- insdóttir, b. og smiðs í Fornaseli á Mýrum, Þórarinssonar. Móðurfor- eldrar Baldurs vom Sveinn, skóla- stjóri í Bolungarvík og Garði og bæjargjaldkeri í Kópavogi, Hall- dórsson, og kona hans, Guðrún Pálmadóttir. 75 ára Þórhildur Kristinsdóttir, Bólstað- arhlíö 14, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Hún verður að heiman á afmælisdaginn. Gunnar Þorsteinsson, Mói, Dalvík, er sjötíu og fimm ára í dag. 60 ára Halldór Sigurðsson, Ljósheimum 20, Reykjavík, er sextugur í dag. Herdís Tryggvadóttir, Laugarás- vegi 17A, Reykjavík, er sextug í dag. Páll Andrésson, Múla, Reykhóla- hreppi, er sextugur í dag. 50 ára_______________________ Eirikur Þorkelsson, Vesturbergi 63, Reykjavík, er fimnitugur í dag. Ingigerður Guðmundsdóttir, Bakkahlíö 29, Akureyri, er fimm- tug í dag. 40 ára Ólafía Sigriður Hansdóttir, Ála- kvísl 23, Reykjavík, er fertug í dag. Guðlaug Magnúsdóttir, Freyjugötu 34, Reykjavík, er fertug í dag. Margrét Sigurmonsdóttir, Njarðar- holti 8, Mosfellsbæ, er fertug í dag. Stefán Lárusson, Byggðavegi 92, Akureyri, er fertugur í dag. Lovísa Halldórsdóttir Lovísa Halldórsdóttir, Berg- staðastræti 71, Reykjavík, lést 22. janúar sl. Lovísa var fædd 13. nóv- ember 1908 í Reykjavík og ólst þar upp. Hún giftist 16. október 1928 Þórði Georg Hjörleifssyni, f. 14. september 1903, skipstjóra, síðar stöðvarstjóra hjá ESSO. Foreldrar hans vora Hjörleifur Þórðarson, trésmiður í Rvík, og kona hans, Sigríður Rafnsdóttir. Böm þeirra eru: Hrafnhildur, f. 30. apríl 1931, bókavörður í Rvík, gift Lárasi Hall- bjömssyni, f. 26. ágúst 1929, vél- stjóra. Foreldrar hans vora Hallbjörn Þórarinsson, trésmiður í Rvík, og kona hans, Halldóra Sig- urjónsdóttir. Hrafnhildur og Lárus eiga þrjú börn: Hjördís Sigríður, f. 7. febrúar 1933, ritari í Rvík, gift Guðmundi Rósberg Karlssyni, f. 3. febrúar 1930. Foreldrar hans voru Karl' Nilsson Jónsson, verkstjóri í Rvík, og Steinunn Unnur Guð- mundsdóttir. Hjördís og Guðmund- ur eiga tvö börn. Andrea, f. 16. desember 1936, skrifstofumaöur í Hafnarfirði, gift ísleifi Bergsteins- syni, eftirhtsmanni við hálofta- rannsóknir á Keílavíkurflugvelli. Foreldrar hans eru Bergsteinn Hjörleifsson, múrari í Rvík, og kona hans, Guörún ísleifsdóttir. Andrea og ísleifur eiga þrjú börn á lífi. Hjörleifur, f. 5. maí 1938, raf- verktaki í Rvík, kvæntur Jensínu Guðrúnu Magnúsdóttur, f. 7. jan- úar 1942. Foreldrar hennar voru Magnús Guðmundsson, sjómaður í Rvík, og kona hans, Þórdís Árna- dóttir. Hjörleifur og Jensína eiga tvö börn. Ásdís, f. 17. júní 1939, gift Valdimar Hrafnssyni, f. 24. nóv- ember 1936, bifvélavirkja sem rekur eigið skrúögarðafyrirtæki í Los Angeles í Kaliforníu. Foreldrar hans eru Hrafn Jónsson, forstjóri í Rvík, sem nú er nýlátinn, og Svava Valdimarsdóttir. Ásdís og Valdimar eiga þrjú börn. Systkini Lovísu: Guðmundur Kristinn, f. 23. júlí 1895, d. 2. des- ember sama ár. Högni, b. og verkstjóri í Rvík, kvæntur Fann- Lovisa Haildórsdóttir. eyju Jónsdóttur Egilsson. Sigríður Kristín, f. 7. janúar 1898, d. 7. apríl 1964, gift Oddi Björnssyni, af- greiðslumanni á Akranesi.- Guðmundur, f. 9. ágúst 1900, d. 13. febrúar 1986, útsölustjóri hjá ÁTVR í Rvík, kvæntur Ágústu Jóhanns- dóttur. Guðmundur Valdimar, f. 31. mars 1903, d. 18. október 1904. Sig- ríður, f. 20. júní 1907, gift Stefáni Þórðarsyni, sjómanni í Rvík. Sig- urður, f. 7. maí 1910, d. 24. septemb- er 1982, kaupmaður í Rvík, kvæntur Kristínu Þorláksdóttur. Guðríður, f. 4. nóvember 1911, gift Lúðvík Thorberg Þorgeirssyni, kaupmanni í Rvík. Ólafur Guð- mundur, f. 21. október 1913, skrif- stofustjóri í Rvík, kvæntur Guðrúnu Hildi Halldórsson Niel- sen. Foreldrar Lovísu voru Halldór Högnason, b. í Skálmholtshrauni, síðar verslunarmaður í Rvík, og kona hans, Andrea Katrín Guð- mundsdóttir. Faðir Halldórs var Högni, b. í Skálmholtshrauni í Flóa, Jakobsson. Andrea var dóttir Andreu Katrínar Guðmundsdótt- ur, b. á Urriðafossi, Ámundasonar og konu hans, Katrínar Andrés- dóttur, b. og hreppstjóra í Syöra- Langholti, Magnússonar, alþingis- manns í Syðra-Langholti, Andréssonar. Móðir Andrésar var Katrín Eiríksdóttir, b. og dbrm. á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, forföður Reykjaættarinnar. Guðrún Arnfríður Tryggvadóttir, Hróarsholti, Flóa, lést í sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 26. jan- úar. Daisy Saga Jósepsson lést á Borg- arspítalanum mánudaginn 25. janúar. Anna Magnúsdóttir frá Villinga- vatni andaðist á Sólvangi í Hafnar- firði 27. janúar. Margrét Jónsdóttir lést á Drop- laugarstöðum að morgni 28. jan- úar. Guðmundur Árnason frá Ásgarði í Vestmannaeyjum, Hólmagarði 58, Reykjavík, lést 27. janúar á Hrafn- istu í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.