Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Síða 32
44
FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988.
Sviðsljós
V '' ■I: rTBP'" 1 'r r!"' nHHHW
■ m 1
É msx- ífe ;
■ ** K ; giy
VÍVÍ&í-.; m ■ k M. / J
!
í ■ sj
?.
Í' ^ '
Þau fylgdust grannt með öllum á reiðkennaranámskeiðinu, Ingunn Reynis-
dóttir ritari, og kennararnir og dómararnir Reynir Aðalsteinsson og Eyjólfur
ísleifsson.
^Tilþrifin voru oft glæsileg og nemendurnir fylgdust vel með því hvort allt
færi nú rétt fram. DV-myndir S
Reiðkermaranáinskeið í
fyrsta siim hér á landi
I Reiðhöllinni í Víðidal hefur síð-
ustu daga farið fram Reiðkennara-
námskeið í fyrsta sinn hér á landi.
Það er Félag tamningamanna sem
stendur fyrir þessum námskeiðum,
og eru tveir af færustu tamninga-
mönnum íslendinga kennarar á
þessum námskeiðum. Hugsanlega
verður þetta námskeið upphaf að
stofnun Reiðskóla íslands.
Markmiðið með þessum námskeið-
um er að samhæfa reiðkennara en
kennarar á námskeiðum segja þó að
þessi námskeið séu allt of stutt og
taka þurfi lengri tíma til þess að út-
skrifa reiökennara. Þau námskeið,
sem nú eru kennd, taka eina viku
og síðan þurfa nemendur á nám-
skeiðunum að þreyta erfitt próf.
Ætlast er til aö þeir sem fara í þessi
námskeið séu einnig færir hesta-
menn.
Opið í kvöld frá kl. 18.00-02.00
Hlynur og Daddi sjá um TONLIST TUNGLSINS
Látbragós- og jazzdansarinn
Crlstian Polos tekur listrœnt sóló
úr "MOVING MEN"
GULLINN VEITINGASTAÐUR
þar sem áhersla er lögð á gæði og þjónustu
r
Grmistinn "DIDDI" kemur fram
síðla kvölds og skemmtir matargestum
með léttum gamansögum um lífið og
tilveruna
TfM; -mH
UxktogMu: S.621635
fíf§§i -v /KvotinnL
__—* Utuíít LakjartungH LakjarpötuZ
Borðpantanir í símum 621625 og 11340. Snyrtilegur klæðnaður.
Snyrtllegur klœónaóur. 20 óra aldurstakmark, Mióaveró 600,
út í kuldann
Loks kom að því, sem margir
biðu eftir, aö upp úr slitnaði í sam-
bandi Stefaníu prinsessu og
glaumgosans Mario Jutaro. Ste-
fanía prinsessa er konjin aftur
heim til foðurhúsanna í Mónakó
og hefur tilkynnt að sambandinu
sé lokið.
Mario Jutaro, sem er veitinga-
húsaeigandi, er einn frægasti
glaumgosi veraldar og fáir höfðu
trú á því'að samband hans við Stef-
aníu entist. Hann var áður þekktur
fyrir að skipta oftar um kærustur
en nærfót en tókst lengi vel að
halda sér á mottunni. Margir voru
jafnvel famir að halda að það yrði
eitthvað úr þessu sambandi.
Stefanía sjálf hafði ekki tekið
neitt mark á sögusögnum um
ótrygglyndi Marios og treysti hon-
um til þess að verða sér trúr. En
síðan varð hún óvænt vitni að því
þegar hann var að bera víurnar í
annað kvenfólk og þá var það búið
með það sama. Mario greyið er víst
ákaflega leiður yflr þessu öllu sam-
an og grenjar í henni að fyrirgefa
sér. En hún er harðákveðin og læt-
ur ekkert bifa sér.
Rainier fursti hafði aldrei sætt sig
við samband Stefaníu og Marios og
hafði bannað glaumgosanum að
stíga fæti sínum inn í furstadæmið.
Hann haföi jafnvel hótað Stefaníu
því að gera hana arf- og titillausa
ef hún giftist Mario. En fortölur
Rainiers bitu engan vegin á Stef-
aníu sem ávallt hefur gert það sem
henni sýnist. Það var algerlega
hennar eigin ákvörðun að shta
sambandinu. Rainier er víst mjög
kátur yfir þpssu öllu saman en er
þó logandi hræddur um að Stefanía
taki Mario í sátt og reynir því að
halda henni upptekinni við annað.
Eftir þónokkuð langt samband við glaumgosann Mario Jutare er Stef-
anía prinsessa loks ein á ný og frjáls eins og fuglinn, ef einhver skyldi
hafa áhuga.