Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 29.01.1988, Qupperneq 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir fréttaskotum allan sólarhringinn. Bitst|órr» - Auglýsirtgar ~ Áskrifft ~ Dreiftnci: Sími 27022! FÖSTUDAGUR 29. JANÚAR 1988. Ríkisstjómin: Deilt um * nauðsyn gengis- fellingar Ágreiningur er innan ríkisstjórn- arinnar um nauðsyn á gengisfellingu og breytingar á vextastefnu og er ágreiningurinn á milli framsóknar- manna annars vegar og sjálfstæðis- og alþýðuflokksmanna hins vegar. Telja framsóknarmenn í ríkisstjórn nauðsynlegt að fella gengið og breyta vaxtastefnu en hinir vilja fara sér ^^iægár í því máli. Samkvæmt upplýsingum sem DV hefur aflað sér stafar áhugi fram- sóknarmanna á gengis- og vaxta- breytingum meðal annars af því að staða Sambandsins er erfið um þess- ar mundir og afkoma frystihúsa SÍS verri en annarra húsa. Talið er að útreikningar þess efnis að frystingin sé rekin með 8% tapi séu í lægsta kantinum og hefur DV heimildir fyr- ir því að SIS frystihúsin séu rekin með 14-16% tapi á meðan tap frysti- húsa innan Sölumiðstöðvar hrað- '^írystihúsanna sé nálægt 10%. Nefna má gífurlegan vanda nokkurra SÍS húsa, svo sem á Patreksfirði, Suður- eyri, í Þorlákshöfn og Hraðfrystihúss Suðurnesja. Samkvæmt upplýsingum DV er þó talið að ekki verði komist hjá 4-6% gengislækkun en ekki er búist við slíkum ráðstöfunum fyrr en skýrari línur eru komnar í kjarasamninga. Þá er unniö að því að finna leiðir til að bæta hag fiskvinnslunnar og eru þær leiðir sem til athugunar eru endurgreiðsla söluskatts í ár, skuld- breytingar, niðurfelling launaskatts og gengislækkun. Til að hægt verði að greiöa söluskattinn til baka í ár ^:arf að útvega um 630 milljónir króna og hefur ijármálaráðherra hreyft hugmyndum um að takmörk- uð verði fyrirgreiðsla vegna end- umýjunar fiskiskipa en talið er að meö því verði hægt að minnka við- skiptahallann sem talinn er geta orðið 10 milljarðar í ár. -ój LíftaTggingar ili ALÞJÓÐA LIFTRYGGINGARFÉLAGIÐ HF. I.AGML'LI 5 - RK.YKJ AVIK Simi ítSI<44 LOKI Verður þessi gengisfell- ing þá bara SfS-felling? hHta vinnuveítendur í dag: Fara fram á 10% „Ég myndi segj a að ef ekki slitnar upp úr strax í dag verði reynt til þrautar yfir helgina. En viðræð- urnar gætu þess vegna sprungið í dag og þá fljótlega eftir að þær hefj- ast,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður Verka- mannasambands íslands, er DV ræddi við hann. Samninganefhdir VMSÍ og Vinnuveitendasambands íslands munu mæta til fyrstu viö- ræöna kl. 13.30 í dag. Guömundur var spurður hvaöa kröfur samninganefnd VMSÍ mundi leggja fram i dag en hann kvaöst ekkert vilja tjá sig um það. En samkvæmt áreiðanlegum heim- ildum blaðsins verður farið fram á um það bil 10% hækkun á grunn- töxtum, auk allmargra leiðréttinga. Má þar nefna að taxtar verði aðeins tveir, þ.e. að eftírvinna falli út, og að fólk fái greitt fyrir matartíma í hádegi um helgar. Þessar kröfur miðast viö að samiö verði til skamms tíma, þriggja mánaða eða svo, ella mun samninganefndin leggja fram verulega hærri kröfiu- samkvæmt heimildum blaðsins. Vinnuveitendur hafa sem kunnugt er lagt á þaö áherslu að samið verði til árs. „Viö erum ekki til viðræðu um samning á Vestfjarðanótunum," sagði Guðmundur J. „Hitt er annað að það ber að þakka Vestfiröingum að ryðjast út úr bónuskerfinu og ég ætla ekki aö ganga fram fyrir skjöldu með brigslyröi á hendur Pétri og félögum fyrir vestan. VMSÍ óskaði eftír að félög og sambönd reyndu samninga og það tókst eng- um að semja nema þeim fyrir vestan. En það verður hins vegar ekki samið um bónus á skrifborö- um suður í Reykjavík, það er alveg ijóst. Og slíkur samningur til árs tæki alltaf 2-3 mánuði," sagði Guð- mundur. -JSS ■■I Vigdís Finnbogadóttir og Perez de Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, ræðast við i gær í bækistöðvum Sam- einuðu þjóðanna i New York. Simamynd Reuter Vigdís ræddi við aðalritarann Ólafur Amaison, DV, New York; Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, hitti í gærmorgun Perez de Cuellar, aðalritara Sameinuðu þjóð- anna, í skrifstofu hans á efstu hæð háhýsis Sameinuöu þjóðanna í New York. í fór með Vigdísi voru Hans G. Anderson, sendiherra íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Kornelíus Sigmundsson forsetaritari og Helgi Gíslason, ræðismaður íslands í New York, sem einnig er í fastanefnd ís- lands hjá Sameinuðu þjóðunum. Fundurinn hófst klukkan 11.00 og stóð drykklanga stund. Að honum loknum, klukkan 11.30, sýndi aðstoð- arframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Aly lr Teymour, forseta Islands húsakynni Sameinuðu þjóð- anna og listaverk sem hinar ýmsu þjóðir hafa gefiö samtökunum. Hvöss norð- austanátt Norðaustanátt verður ríkjandi á landinu á morgun, allhvöss á Vestfjörðum en kaldi eða stinn- ingskaldi í öðrum landshlutum. É1 verða á annesjum norðanlands og við austur- og suðaustur- ströndina en viða bjart veður á suðvestan- og vestanverðu landinu. Hitastig verður víðast hvar um frostmark. Hagkaupflyt- ur inn egg „Við höfum heyrt í framleiðendum og þeir hafa látið í ljós óánægju með afstöðu okkar. Við erum því núna að leggja drög að því að flytja inn egg og eigum von á að 10 tonn af eggjum leggi af stað frá Holiandi um miðja næstu viku til okkar,“ sagði Jón Ás- bergsson, forstjóri Hagkaups, í samtali við DV í morgun. Jón sagði að vissulega væri laga- hliöin á þessum eggjainnflutningi ekki á hreinu en þeir Hagkaupsmenn væru tilbúnir að láta reyna á það. Bggjainnflutningur hefur ekki átt.sgr stað hér á landi áður og ekki er ljóst hvað innfluttu æggin kpsta en þau verða verulega ódýrari en íSlensk að sögn Jóns. „Ef ekki er hægt að framleiða egg á sanngjörnu verði hér á landi á ekki að framleiða þau hér,“ sagði Jón. Hann sagði ennfremur að viðræöur hefðu farið fram við framleiðendur og þar hefðu Hagkaupsmenn borið fyrir sig verðútreikninga Neytenda- samtakanna sem þeir teldu nærri lagi. Á það hefðu framleiðendur ekki viljað fallast og þvi væru þeir famir að huga að innflutningi. -SMJ Brauðstriðið: Gamla verðið fram yflr helgi Verðlagsráð tók þá ákvörðun á fundi í gær að beina þeim tilmælum til bakara að hækka ekki verð á brauði næstu tvo mánuði nema sem svarar til þeirra verðbreytinga sem áttu sér stað um áramótin. Landssamband bakarameistara hefur bakkað með fyrri yfirlýsingar um aö brauð verði ekki lækkað og mun landssambandið táka undir ósk Verðlagsráðs og beina því tíl félags- manna sinna að lækka verð. Nýja verðið mun hins vegar ekki taka gildi fyrr en á mánudag og mun þvi gamla verðið gilda fram yfir helgi. -StB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.