Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 4
4
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988.
Fréttir
Skoðanakönnun DV:
Meirihlutinn vill byggja á
Vestfjarðasamningunum
Meirihluti landsmanna vill leggja
svonefnda Vestfjaröasamninga til
grundvallar væntanlegum kjara-
samningum. Þetta kom í ljós í
skoðanakönnun DV um síðustu
helgi.
í könnuninni var spurt: Ertu fylgj-
andi eða andvígur því, aö Vestfjarða-
samningarnir verði lagðir til
grundvallar fyrr væntanlega kjara-
samninga?
Af öllu úrtakinu sögðust 37,7 pró-
sent vera fylgjandi því að Vestfjarða-
samningarnir yrðu lagðir til
grundvallar. 28,8 prósent voru þessu
andvíg. 30,3 prósent voru óákveðin
og 3,2 prósent vildu ekki svara.
Þetta þýöir að 56,6 prósent þeirra
sem tóku afstöðu vill leggja samning-
ana á Vestfjörðum til grundvallar.
43,4 prósent eru því andvíg. Hlut-
follin voru svipuð meðal kvenna og
karla.
Úrtakið í könnuninni var 600
manns. Jafnt var skipt mili kynja og
jafnt milli höfuðborgarsvæðisins og
landsbyggðarinnar. -HH
Undirritun Vestfjarðasamninganna.
Ummæli fölks í kö nnuninni
KarJ úti á landi sagði, aö fýrst andi, því að liann styddi hóflegar ágætir samningar þarna fyrir vest-
og frerast þyrfti að draga úr verð- kaupkröfur. Annar sagöi ekki an. Karl á Reykjavikursvæðinu
bólgunni. Kona í Reykjavík sagði, að Vestfjarðasamningamir pöss- treystandi, aö staðiö yrði við svona samninga.. Þeir þyrftu að vera sagöi þessa samninga ekki eiga að • veröa grundvöh annarra.
uðu ekki annars staðar. Karl á ákveönari. Kona á höfuðborgar- -HH
Reykjavikursvæðinu kvaðst fýlgj- svæöinu sagði, aö þetta hefðu verið
Kakan sýnir hlutföilin milli þeirra sem vilja leggja Vestfjarðasamningana
til grundvallar og andstæöinga þess.
Niðurstöður skoðanakönnunarinnar urðu
þessar:
Fylgjandi því að Vestfjarða- samningarnir verði lagðir til grundvallar. 226 eða 37,7%
Andvígir 173 eða 28,8%
Óákveðnir 182 eða 30,3%
Svara ekki 19 eða 3,2%
Ef aðeins eru teknir þeir sem tóku afstöðu verða niðurstöðurnar þessar:
Fylgjandi 56,6%
Andvígir 43,4%
í dag mælir Dagfari
Kvenfólkið í sókn
Skoðanakannanir sýna að kven-
fólkið er í sókn. Kvennahstinn er
kominn með yfir tuttugu prósent
fylgi og helmingi meira en Al-
þýðuflokkurinn fær og jafnmikið
og Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag til samans. Einhvem tímann
hefði það þótt saga til næsta bæjar.
Hin hagsýna húsmóðir er greinlega
farin að láta að sér kveða enda er
það hún sem greiðir matarskattinn
yfir búðarborðið dag hvern. Póht-
íkin stjómast nefnilega af því
hvernig fólkið hefur það í budd-
unni og skattamir kosta atkvæði í
staðinn.
Andstæðingar Kvennalistans
halda því fram aö fylgi Kvennahst-
ans stafi af því að kverifólkið sé
ekki í póhtík heldur spih stikkfrí.
Nú getur það vel verið að sumum
finnist að kvennahstakonur séu
ekki í póhtík en meðan hún skilar
þeim atkvæðum verður ekki sagt
að sú póhtík sé verri heldur en hin
- nema þá að gömlu flokkarnir séu
hættir að aðhyhast þá póhtík sem
fólkið fylgir en vilji stunda pólitík
sem fælir fólkiö frá. Það er þá auð-
vitað vegna þess að gamhr flokkar
eru orðnir svo gamhr að þeir eru
búnir að gleyma hvers vegna þeir
eru til. Því færra fólk því betra.
Nú er því ekki að neita að þetta
virðist vera raunin. Alþýöubanda-
lagið hefur stundað svoleiöis pólit-
ík undanfarin ár og hefur tekið
öllum öðrum fram um það að níða
sinn eigin flokk og forystu niður,
sem mest má vera. Alþingismenn
allaballanna keppast við að lýsa
flokkinn staðnaðan og leiðinlegan
og rífast á landsfundum svo undir
tekur í íjöllunum.
Alþýðuflokkurinn hefur gengið
fram fyrir skjöldu í að veija og rétt-
læta matarskattinn enda hefur
formaðurinn lýst því svo að matar-
skatturinn sé besta mál sem flokk-
urinn hafi nokkurn tíma sett fram.
Þessi sjálfseyðingarhvöt kratanna
hlýtur að vera th þess gerð að fæla
fylgi frá ogTfullu samræmi við þá
póhtík að gera allt öfugt við það
sem kjósendur vilja.
Framsóknarflokkurinn hefur
gætt þess að segja aldrei orð um
það sem iht er gert með þeim afleið-
ingum að flokkurinn stóijók við sig
fylgi. Þetta hefur framsóknarforys-
tunni greinhega mislíkað og hún
tók sig th og fór að taka undir lof-
sönginn um matarskattinn . og
árangurinn lætur ekki á sér standa
í dalandi fylgi. Fylgi Framsóknar
er þó enn furðuhátt svo betur má
ef duga skal.
Sjálfstæðisflokkurinn naut þess í
nokkra áratugi að verá langstærsti
flokkur þjóðarinnar með um og
yfir fjörutíu prósent fylgis. Þessi
langvarandi staða olh miklum
áhyggjum í æðstu stöðum flokks-
ins. Ný stefna var tekin upp
samkvæmt nýjustu viöhorfum
stjómmálanna, að of mikið fylgi
væri af hinu slæma. Forystan rak
í burtu nokkra góða fylgismenn,
stuðlaði að stofnun Borgaraflokks-
ins og barðist ötuhega gegn auknu
fylgi. Segja má að Sjálfstæðisflokk-
urinn hafi náð lengst með sinni
pólitík vegna þess að þriðjungur
fyrra fylgis hvarf frá Sjálfstæðis-
flokknum í síðustu kosningum og
hefur ekki sést síðan. Forystan
virðist staðráðin í að viðhalda
þessu ástandi svo það er henni
áreiðanlega mikið fagnaðarefni
þegar skoöanakanhanir sýna að
fylgið er enn í lægð.
Sameiginlega hafa allir þessir
fjórir gömlu flokkar lagst á eitt að
halda uppi þannig málflutningi að
ekki nokkrum manni detti í hug
að kjósa þá, enda hafa þeir bæði
ímugust og óbeit á póhtík sem hef-
ur þá hættu í fór með sér að fylgiö
aukist. Mest foragta þeir Kvenna-
hstann fyrir að leyfa sér þá pólitík
að neita að taka þátt í atlögum að
kjósendum með matarsköttum og
annarri skemmdarstarfsemi. Það
nær ekki nokkurri átt.
Skoðanakannanir eru vísbending
um að pólitík gömlu flokkanna er
að skila árangri. Það á ekki að láta
fólk hafa áhrif á sig, ekki að hlusta
á kjósendur, það á aldrei að taka
mark á þeim. Pólitík gömlu flok-
kanna er staðfastlega sú að hafa
vit fyrir fólkinu og gera allt öfugt
við það sem fólkið vill. Þess vegna
kemur þeim ekki á óvart þótt fylgið
minnki og þess vegna leggja þeir
matarskatt á hina hagsýnu hús-
móður tfl að beija hana til hlýöni.
Ekki láta deigan síga. Ekki hlusta
á einn eða neinn. Verði Kvennahst-
anum að góðu.
Dagfari
t