Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988.
25
Fólkífréttum
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdasljóri Verslunarráös,
* hefur verið í fréttum DV vegna
könnunar Verslunarráös og Fé-
lagsvísindastofnunar á skoðun og
lestri á íslenskum tímaritum. Vil-
hjálmur er fæddur 18. desember
1952 á Sauðárkróki og lauk prófi í
viðskiptafræði frá HI 1977. Hann
tók MA próf við Suður-Kalifomíu-
háskólaxm í Los Angeles 1980 og
lauk doktorsprófi þaðan 1982. Vil-
hjálmur var hagfræðingur Vinnu-
veitendasambands íslands
1982^-1987 og hefur verið fram-
kvæmdastjóri Verslimarráðs
íslands frá 1987. Hann var formað-
ur SUS 1985-1987 og hefur verið
varaþingmaður Norðurlandskjör-
dæmis vestra frá 1987. Kona Vil-
hjálms er Ragnhildur Pála
Ofeigsdóttir, f. 17. september 1951,
BA í félagsfræði og skáldkona. For-
Vilhjálmur Egilsson
eldrar hennar eru Ofeigur J. Ofeigs-
son, læknir í Rvík, og Ragnhildur
Ingibjörg Ásgeirsdóttir kennari.
Böm Vilhjálms og Ragnhildar em
Anna Katrín, f. 14. júlí 1975, Bjami
Jóhann, f. 28. nóvember 1978, og-
Ófeigur Páll, f. 19. ágúst 1985.
Systkini Vilhjálms em Ásta, f. 12.
desember 1953, gift Lárasi Sig-
hvatssyni, skólastjóra Tónlistar-
skólans á Akranesi, Bjami, f. 24.
janúar 1955, b. á Hvalnesi, sambýl-
iskona hans er Elín Guðbrands-
dóttir, og Ami, f. 1. september 1959,
sláturhússtjóri á Sauöárkróki,
sambýliskona hans er Þórdís Sif
Þórisdóttir.
Foreldrar Vilhjálms em Egill
Bjamason, ráðunautur á Sauðár-
króki, og kona hans, Alda Vil-
hjálmsdóttir. Faðir Egils var
Bjami, b. á Uppsölum í Skagafirði,
Halldórsson, b. á ípishóli, bróður
Indriða rithöfundar, langafa Katr-
ínar Fjeldsted borgarfulltrúa.
Halldór var sonur Einars, b. á
Krossanesi, Magnússonar, bróður
Ingibjargar, langömmu Magnúsar
Jónssonar ráðherra og Ingibjargar,
móður Sigurgeirs Sigurðssonar,
bæjarstjóra á Seltjamamesi. Móðir
Einars var Sigríður Halldórsdóttir,
systir Benedikts Vídalíns, langafa
Einars Benediktssonar skálds og
Bjargar, langömmu Sigurðar, fóð-
ur Jóhannesar Nordals. Móðir
Halldórs var Efemía Gísladóttir
sagnfræðings Konráðssonar, foður
Konráös Fjölnismanns. Móðir
Bjama var Helga Sölvadóttir, b. í
Hvammkoti á Skaga, Sölvasonar,
systir Salbjargar, ömmu Jakobs
Benediktssonar, fyrrv. orðabókar-
ritstjóra. Móöir Egils var Sigurlaug
Jónasdóttir, b. á Völlum í Vall-
hólmi, Egilssonar og Önnu Jóns-
dóttur, b. í Skinþúfu, Stefánssonar,
bróður Ólafs, afa Andrésar Bjöms-
sonar, fyrrv. útvarpsstjóra, og
Sigurlínu, móður Pálma Jónssonar
í Hagkaupi.
Alda er dóttir Viihjálms, b. á
Hvalnesi á Skaga, bróður Leós, list-
málara í Rvík. Vilhjálmur var
sonur Áma, b. og smiös í Víkum á
Skaga, Guðmundssonar. Móðir
Öldu var Ásta Kristmundsdóttir,
b. á Selá á Skaga, Guðmundssonar.
Móðir Kristmundar var Guðrún,
amma Ingibjargar Benediktsdóttur
skáldkonu, móður Haralds Stein-
þórssonar, fyrrv. framkvæmda-
stjóra BSRB. Guðrún var dóttir
Jóns, b. á Hróarsstöðum, Helgaspn-
ar, b. á Ósi, Helgasonar, b. á Ósi,
Steinssonar, bróður Ingibjargar,
ömmu Amljótar Ólafssonar á Bæg-
isá, langafa Amljótar Björnssonar
prófessors.
Afmæli
Hrafnkell A. Jónsson
Hrafnkell A. Jónsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Árvakurs á
Eskifirði, til heimilis að Fögruhlíð
9, Eskifirði, er fertugur í dag.
Hrafnkell fæddist á Vaðbrekku í
Hrafnkelsdal í Jökuldalshreppi og
ólst þar upp til sjö ára aldurs, en
síðan í Klausturseh á Jökuldal til
1968. Hrafhkell tók við búi foreldra
sinna að Klausturseli 1969 og bjó
þar til 1974 en flutti þá til Eskifjarð-
ar þar sem hann hefur stundað
almenna verkamannavinnu.
Hrafnkell kvæntist 1969 Sigríði
Ingimarsdóttur, f. 14. nóvember
1948. Foreldrar hennar eru Ingimar
Jónsson, b. á Skriðufelli í Jökulsár-
hlíð, og kona hans, Fjóla Kristjáns-
dóttur frá Hnitbjörgum í Jökulsár-
hlíð.
Böm þeirra Hrafnkels og Sigríð-
ar em Bjartmar Tjörvi, f. 16. apríl
1969, og Fjóla Margrét, f. 16. nóv-
ember 1972.
Hálfbróðir Hrafnkels er Sigurður
Jónsson, f. 1947, b. á Víkingsstöðum
á Völlum, kvæntur ínu Gunnlaugs-
dóttur og eiga þau tvö böm.
Alsystkini Hrafnkels: Aðalsteinn
Ingi, f. 1952, b. í Klausturseli,
kvæntur Ólafiu Sigmarsdóttur og
eiga þau tvö böm; Jón Hávarður,
f. 1957, húsasmíðanemi, kvæntur
íris Randversdóttur og eiga þau
einn son en auk þess á Jón stjúp-
son; Rósa, f. 1962, hjúkrunarfræði-
nemi viö HÍ; og Ingibjörg, f. 1964,
kennaranemi, í sambýli meö Degi
Emilssyni.
Foreldrar Hrafnkels em Jón
Jónsson sem lengst af var b. í
Klausturseli á Jökuldal og kona
hans, Guðrún Aðalsteinsdóttir
kennari. Föðursystur Hrafnkels
era Magnea, gift Sigurði Bjöms-
syni, b. Sauðhaga á Völlum, þau
em bæði látin; Margrét, gift Berg-
steini Brynjólfssyni, b. á Ási í
Fellum, þau em bæði látin; Ragn-
heiður, saiunakona á Reyðarfirði,
hún er látin; Vilhelmína, gift Eð-
valdi Siguijónssyni, b. í Bakka-
gerði á Reyðarfirði, þau eru bæði
látin; Sigurlaug, gift Bimi Gunn-
arssyni, b. á Hofi í Fellum. Jón var
sonur Jóns, b. á Setbergi í Fellum,
Péturssonar, b. á Þorgerðarstööum
í Fljótsdal, Sveinssonar, b. á Bessa-
stöðum í Fljótsdal, Pálssonar, b. í
Bessastaðagerði, Þorsteinssonar,
b. á Melum í Fljótsdal, Jónssonar,
forföður Melaættarinnar. Móðir
Jóns var Rósa Hávarðardóttir, b. á
Gmnd í Mjóafirði, Jónssonar, b. í
Steinnesi í Mjóafirði, Torfasonar.
Móðursystkini Hrafnkels eru Jó-
hanna, starfsmaður á Sjúkrahús-
inu á Jlúsavík, gift Helga
Bjamasyni, formanni Verkalýðs-
félagsins á Húsavík; Guðlaug, gift
Ara Bergþórssyni, skipstjóra í Nes-
kaupstað, en hann er látinn; Jón
Hnefill, doktor í þjóðháttafræði,
prestur og háskólakennari, kvænt-
ur Svövu Jakobsdóttur rithöfundi;
Stefán, doktor í búfjárfræði, deild-
arstjóri hjá Rannsóknastofnun
landbúnaðarins á Keldnaholti;
Sigrún, húsvörður hjá íþróttafélag-
inu Þrótti, gift Benedikt Kristjáns-
syni, sjómanni á Akureyri, en hann
er látinn; Ragnhildur, dó fimm ára;
Hákon, húsvörður Menntaskólans
á Egilsstöðum; og Ragnar Ingi,
kennari á Laugum í Dalasýslu.
Ingveldur Jónsdóttir
60 ára
Sigríður Jóhannesdóttir, Lang-
holtsvegi 17, Reykjavík, er sextug í
dag.
Vigfús Ingimundarson, Framnes-
vegi 5, Reykjavík, er sextugur í dag.
Jón Vídalin Karlsson bifvélavirki,
Vesturvallagötu 6, Reykjavík, er
sextugur í dag.
Gunnar Sigtryggsson, Bjarmalandi
12, Miöneshreppi, er sextugur í
dag. Hann verður ekki heima á af-
mælisdaginn.
Ingveldur Jónsdóttir, Fellsmúla
16, Reykjavík, er áttræð í dag. Ing-
veldur fæddist á Hárlaugsstöðum í
Holtahreppi í Rangárvallasýslu og
ólst þar upp í foreldrahúsum. Hún
flutti fil Reykjavíkur ung stúlka og
kynntist þá manni sínum, Guð-
mundi Guðjónssyni, bifreiðastjóra
í Reykjavík, f. 19.10.1903.
Ingveldur og Guðmundur eiga
tvo syni: Gylfi, flugvirki í Reykja-
vík, f. 11.6.1943, kvæntur Svanhildi
Sigurðardóttur húsmóður, en þau
eiga tvær dætur; Sigurður Sverrir,
vélstjóri í Reykjavík, f. 15.5. 1938,
kvæntur Valgerði Jóhannsdóttur,
húsmóður og ritara, en þau eiga
þrjú böm.
Ingveldur átti sjö systkini en á
Guðrún M. Sigurðardóttir, Faxa-
túni 14, Garöabæ, er sextug í dag.
50 ára___________________
Eyrún Jóhannsdóttir, Logalandi 1,
Reykjavík, er fimmtug í dag.
Einar Már Magnússon, Sólheimum
35, Reykjavík, er fimmtugur í dag.
Haukur Hermannsson, Grundar-
gerði 14, Reykjavík, er fimmtugur
í dag.
Svavar Höskuldsson múrarameist-
ari, Grjótaseli 5, Reykjavík, er
fimmtugur í dag.
nú tvo bræður á lífi. Systkini henn-
ar: Guðrún, húsmóðir á Hala í
Þykkvabæ, er látin; Erlendur, b. á
Hárlaugsstöðum, er látinn; Guð-
laugur, b. á Rangárvöllum, er
einnig látinn; Kristinn, b. í Borgar-
holti í Holtahverfi; Runólfur pípu-
lagningameistari, er látinn; Jón, b.
á Herríöarhóli, er látinn; Tómas
pípulagningamaður, býr í Reykja-
vík.
Foreldrar Ingveldar voru Jón, b.
á Hárlaugsstöðum, Runólfsson og
Vilborg Jónsdóttir.
Ingveldur og Guömundur taka á
móti gestum í dag á heimili sínu
aö Fellsmúla 16, Reykjavík, milli
klukkan 18 og 21.
Reynald Jónsson, Blikaseli 7,
Garöabæ, er fimmtugur í dag.
Kjartan S. Kjartansson, Heiðmörk
67, Hveragerði, er fimmtugur í dag.
40 ára
Gunnar Þór Indriðason, Grana-
skjóli 42, Reykjavík, er fertugur í
dag.
Jóhanna Hauksdóttir, Ægisgrund
12, Garðabæ, er fertug í dag.
Áslaug Kristjánsdóttir, Dalsbyggð
2, Garðabæ, er fertug í dag.
Hængur
Þorsteinsson
Þorsteinn Hængur Þorsteinsson
tannlæknir, Ásenda 17, Reykjavík,
er fimmtugur í dag. Hængur fædd-
ist á Gili í Svartárdal í Austur-
Húnavatnssýslu og ólst þar upp til
sjö ára aldurs en flutti þá með fjöl-
skyldu sinni til Blönduóss þar sem
faðir hans var sýsluskrifari og org-
elleikari. Hængur lauk stúdents-
prófi frá MA1958 og embættisprófi
í tannlækningum frá Georg-August
Universitát í Göttingen í Vestur-
Þýskalandi 1963, en tannlæknaleyfi
á íslandi öðlaðist hann 1964. Hæng-
ur hefur verið tannlæknir í Reykja-
vík síðan haustið 1963. Hann var í
ritnefnd Árbókar TFÍ 1965-66, í
stjórn TFÍ 1968-70 og aftur 1982 og
í stjóm Tennis- og badmintonfélags
Reykjavíkur 1969-76.
Hængur kvæntist 1.11. 1963
Hönnu Lám læknaritara, f. 31.7.
1943, dóttur Paul Köhler, verslun-
armanns í Göttingen, og konu
hans, Idu Köhler.
Börn Hængs og Hönnu Láru: Ca-
rola Ida, tannsmiöur í Reykjavík,
gift Jóni Viöari Guðjónssyni, húsa-
smið og tækniskólanema; Þor-
steinn Páll tannlæknanemi; Linda,
sem er við hótelrekstrarnám í
Sviss, og Dagný, hjúkrunarfræði-
nemi við HÍ.
Systir Hængs er Elísabet meina-
tæknir, gift Klaus Holm, arkitekt
og starfsmanni Húsnæöisstofnun-
ar ríkisins, en þau búa í Reykjavík.
Foreldrar Hængs: Þorsteinn
Jónsson, b. á Gili og síðar sýslu-
skrifari og söngstjóri á Blönduósi,
f. 14.8. 1904, d. 16.7. 1958, og Ingi-
björg Stefánsdóttir ljósmóðir, f. 8.5.
1907. Föðurforeldrar Hængs voru
Jón Jónsson, b. á Eyvindarstööum
í Blöndudal í Austur-Húnavatns-
sýslu, og Ósk Gísladóttir húsfreyja.
Móðurforeldrar Hængs voru Stef-
án Sigurðsson, b. og hreppstjóri á
Gili í Svartárdal, og Elisabet Guö-
mundsdóttir húsfreyja.
Egill Sæmundsson
Egill Sæmundsson, Minni-Vog-
um í Vogum í Vatnsleysustrandar-
hreppi, er sjötugur í dag. Egill
fæddist í Minni-Vogum og ólst þar
upp í foreldrahúsum en faðir hans
stundaöi þar búskap og útgerð á
opnum bátum. Egill byrjaði
snemma til sjós með fóöur sínum
en fór svo á vertíðir, ungur maður,
í Keflavik, Hafnarfirði og víðar,
auk þess sem hann var á togurum
frá Reykjavík. Egill stundaöi sjó-
mennsku í u.þ.b. hálfa öld en hann
hefur starfað á Keflavíkurflugvelli
sl. fjögur ár.
Egill kvæntist 1943 Sigríði, dóttur
Jakobs, verkstjóra í Vogum og á
Akranesi en síðar kaupmanns í
Keflavík, Sigurðssonar og Margrét-
ar Kristjánsdóttur frá Forsæti í
Flóa.
Egill og Sigríður bjuggu fyrst að
Sólheimum í Vogum í tíu ár en
fluttu svo að Minni-Vogum 1953 og
hafa búið þar síðan. Egill og Sigríð-
ur eiga fimm böm á lífi. Þau eru:
Sigurður Vilberg, skipasmiður í
Njarðvíkum, f. 1945, kvæntur
Selmu Jónsdóttur, húsmóður og
verslunarstjóra hjá Kaupfélaginu í
Vogum; Sveinbjörn, skipstjóri í
Vogum, f. 1947, en sambýliskona
hans er Svandís Guðmundsdóttir
húsmóðir; Klemens, vélstjóri á
Keflavíkinni, f. 1950, búsettur í
Reykjavík og kvæntur Önnu
Margréti Gunnlaugsdóttur hús-
móöur; Guðrún, húsmóðir í
Vogum, f. 1954, gift Jóni Inga Bald-
vinssyni, kennara í Vogum;
Sæmundur Kristinn rafeindavirki,
f. 1962, býr í foreldrahúsum.
Egill átti sex systkini en tveir
bræður hans dóu ungir. Þau fjögur
systkini hans, sem upp komust, eru
öll á lífi og búa í Vogum.
Foreldrar Egils vom Sæmundur,
útgerðarb. að Minni-Vogum, Klem-
ensson og kona hans, Aðalbjörg
Ingimundardóttir,-fædd í Reykja-
vik og alin upp að Hrísbrú í
MosfeUssveit. Móðir Aðalbjargar
var Margrét Benjamínsdóttir. Föð-
urforeldrar Egils voru Klemens,
útgeröarb. aö Minni-Vogum, Egils-
son og kona hans, Guðrún Þórðar-
dóttir frá Stapakoti í Innri-Njarð-
vík.