Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 1988 Full af boðum og bónnum Spumingin Lesendur Nýju umferdarlögin: Alítur þú rétt að gera skammtíma kjarasamn- inga fremur en t.d. ti áramóta? Bogi Eggertsson: Hef ekki hugmynd um það og pæli ekkert í því. skulu „önnur farartæki" (hver svo sem þau kunna nú að vera) EKKI skylduð til að hafa ljós nema „í rökkri, myrkri eða ljósaskiptum og þegar birta er ófullnægjandi.. eins og segir í hinum nýju lögum! Ef þaö gengur eftir að ökumenn verða skikkaðir til að nota ökuljós aUan sólarhringinn errnn við eina landið í veröldinni sem skikkar ökumenn til þess arna (nema ef vera kynni Svíþjóð) og þar með valda ómældum erflðleikum hjá fólki, sem mun án efa gleyma að slökkva ljósin þegar bjart er, um leiö og bifreið er yfirgefin. Þetta verður eflaust leyst með því að benda ökumönnum á að kaupa sér þá bara lítið tæki sem setja má í bifreiðina og slekkur sjálfkrafa á ljósum, er bifreið er yfirgefin eða gefijr til kynna með hljóðmerki að Ijós hafi ekki verið slökkt. Það vantar aldrei hugkvæmnina þegar ná á fjármunum út úr bifreiöaeig- endum. - Og þessar nýju reglur um ökuljós bifreiða allan sólarhring- inn eiga sannarlega eftir að koma við pyngju bifreiðaeigenda, bæði hvað varðar skemmri endingu raf- geyma og kostnaö við að koma rafmagnslausum bifreiðum í gang. En hver skyldu svo þessi „önn- ur“ ökutæki vera, sem ekki eru skylduð til að hafa lögboðin Ijós tendruð allan sólarhringinn? Og enn spyr ég: Er nú ekki nóg að ætla sér að koma „böndum" á öku- menn (sætisólum) og sjá hvernig því máh reiðir af í framkvæmd áður en þeir verða skikkaðir til að aka með ljósum um hábjartan sum- ardaginn eða öllu heldur sitja í óökufærum bílum sínum hér og þar vegna þess'að ljósin voru búin aö eyða öllu rafmagninu? ökumaður skrifar: í umferöarlögunum nýju, sem samþykkt voru á Alþingi 19. mars í fyrra og eiga að taka gildi hinn 1. mars. nk„ er að finna svo mikið af bábiljum, boðum og bönnum að það sannar, eina ferðin enn, hve við íslendingar erum orðnir miklir orðhengilsmenn í öllu er lýtur aö lagasetningu og reglugerðum. Við erum eins konar stranda- glópar í samfélagi þjóða. Þegar alls staðar er verið aö afnema höft og reglugerðir, að eins miklu leyti og það er annars hægt, án þess að fé- lagsleg hætta fylgi eða upplausn, sitjum við streitt og semjum nýjar og nýjar reglugerðir til að gera lifið og tilveruna mun verri en annars þyrfti að vera. í þessum nýju umferðarlögum, sem ég minntist á í upphafi, er margt sem ég vildi gera athuga- semdir við en læt nægja að minnast á það sem mér óar þó sérstaklega að þurfa að búa viö í framtíðinni. Þetta er grein nr. 32 og hefur yfir- skriftina Ljósanotkun. Þar segir m.a.: „Við akstur bif- reiðar og bifhjóls skulu lögboðin ökuljós jafnan vera tendruð. Við akstur annarra ökutækja skulu lögboöin ökuljós vera tendruð í rökkri, myrkri eða ljósaskiptum og þegar birta er ófullnægjandi vegna veðurs eða af öðrum ástæðum, hvort heldur er til að ökumaður sjái nægilega vel fram á veginn eða til að aðrir vegfarendur sjái öku- tækiö.“ Þetta þýðir einfaldlega aö eftir 1. mars nk. skal maður skyldur til að hafa full ljós á bifreiö sinni hvort sem ekið er að nóttu eða degi. Jafn- vel um hábjartan sumardaginn skulu ljósin notuð! Hins vegar Leifur Þorsteinsson: Hef ekki nokk- urt álit á þessu og þeir mega semja eins og best hentar, án þess þó að komi til verkfalla. Ríkharð Jónsson: Vil helst samninga til lengri tíma. . * ** 11 Ökuljós allan sólarhringinn? Reglugerð sem á eftir að verða bifreiðaeig- endum kostnaðarsöm, aö mati bréfritara. Guðríður Ólafsdóttir: Til skemmri tíma, til þess að binda launin ekki, án tillits til verðbólgunnar. Anna Hermannsdóttir: Tvímæla- laust skammtíma-samninga. Hanna Helgadóttir: Ég álít að það sé hentugra að gera skammtíma-samn- inga ef hægt er, með tilliti til endur- skoðunar síðar. „Ræfillinn frá Bayeux!“ Guðmundur skrifar: Alltaf fer þeim fram, hinum „þjóð- ernissinnuðu" menningarfrömuöum okkar sem vilja gera allt til að auka vinsældimar hjá þeim sem af mis- skilningi eru.að stritast við að finna íslensk nöfn á hvað eina sem ber erlend heiti. í Lesbók Morgunblaösins, sem oft- ar en ekki birtir þó margbreytilegan fróðleik, var grein undir heitinu: Hin banvæna leit að bezta vopn- inu.“ Prýðileg grein og var þar komið víða við. Ég rakst á undarlegan texta undir mynd af hinum fræga refli, sem kenndur er viö Bayeux. - Þar stóð: „Aftur á móti urðu hestar það í ríkum mæli eins og sést á Bayeux- ræflinum, þar sem lýst er orrustunni við Hastings 1066.“ Þetta orð „Bayeux-„ræflinum““ var ég ekki sáttur viö þvi ég veit ekki betur en oftast sé þessi merki fundur, sem fannst í Bayeux á sínum tíma, nefndur „Refillinn frá Baye- ux.“ - Orðið refill beygist þá eins og „ferill" og „trefill“, en ekki er sagt t.d. „færli“ eða „træfli“. Orðið refill þýðir einfaldlega dúkur eða teppi, jafnvel borði. Orðið ræfill getur auðvitaö þýtt tuska eða rifrildi af einhveiju, jafnvel tætlur. En nefndur refill er nú ekki oft nefndur tuska. Ég man ekki betur en t.d. Bjöm Th. Björnsson listfræðingur hafi á sínum tíma flutt erindi í út- varp, endur fyrir löngu, sem hann nefndi: Refillinn mikli frá Bayeux (eöa hvort það var í sjónvarpi, sem líka getur verið). En sem sé: Refillinn mikh er orðinn að ræfli og mega kannski margir vel við una hér á landi, á tímum ræfils- háttar í málfari, stafsetningu, efna- hagsmálum og á fleiri sviðum, sem við tileinkum okkur, umfram aðrar þjóðir. Á ensku hefur Refillinn mikli verið nefndur The Bayeux Tapestry, en orðið „tapestry" þýðir einfaldlega: dúkur eða glitvefnaður og ekkert umfram það. En í Lesbók Morgun- blaðsins þennan sama dag (laugar- Refillinn frá Bayeux. - Ein af mörgum myndum hans. daginn 30. jan. sl.) mátti einnig lesa þijár útgáfur á nafni fransks skíða- þorps. Þær voru: Avoriz, Avoriaz og svo í auglýsingunni frá ferðaskrif- stofunni sem selur ferðir þangað: Avoiraz. Nú skulu menn bara leita á landabréfi (frönsku landabréfi, vel að merkja) th að finna hina réttu staf- setingu á þorpinu. En áráttan, að íslenska heiti flestra sérnafna erlendra, er gengin svo út í öfgar að engu tali tekur, að mínu mati. í Ríkissjónvarpinu var t.d. hnykkt á þessari áráttu í fréttatíma, þar sem talað var um landið Costa Rica í þágufalh og sagt: Kostu Ríku! Já, er ekki máhð okkar fiölbreyti- legt? Og íslenskumenn mæla þessu bót, hver um annan þveran, og fialla aldr- ei nema um einföld og auðbeygjanleg orö þá sjaldan þeir ræða þessa heimskulegu áráttu eða stefnu, sem lýsir þó engú öðru en smáborgara- eða kotungshætti í bland við minni- máttarkennd. En þurfum við að sýna hana svona berlega? Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það aö vera smáþjóð, en við þurfum að skammast okkar fyrir aö falla fyrir meðalmennsku og einfeldnings- hætti. Þarfnast frekari útskýringa Ágúst Hróbjartsson skrifar: Mánudaginn síðsta (25. jan.) höfðu selst, að mér skilst, eftir sara- tal viö skrifstofumann Vogs, 18.000 af 20.000 bíngóspjöldum, þannig að 2000 spjöld voru þá óseld. Gengu út 8 aukavinningar af 10 möguleg- um og sennilega ekki bifreiðin sem þýðir að vinningar þessir hafa komiö á óseld spjöld sem þá eru eign Vogs. Varla er hægt að kalla þetta „bingó“ en í venjulegu bingói er spilað þar til allir vimúngar ganga út en ekki takmarkað viö ákveðinn tölufiölda. Stjórnendum bingósins hefur láðst að útskýra fyrir þátttakend- um hvað verður um vinninga sem ekki ganga út, t.<L hvort spilaö verður um þá aftur og þá hvenær, eða hvort þeir renna til Vogs. Sé spilaö um óútgengna vinnínga síðar þurfa þátttakendur að kaupa önnur bingóspjöld og má þá segja aö Vogur sé búinn aö fá bíhnn greiddan tvisvar sinnum. - Von- andi verður þetta ekki svo klúöurs- legt að sjónvarpsbingóið kaini í fæðingunni. Rétt væri að þessi atriði væru útskýrð frekar svo aö fólk viti að hvetju það gengur þegar þaö kaup- ir blngóspjöldin. Margir sem ég hefi taiaö við vita alls ekkert hvern- ig máhn ganga fýrir slg ef vinning- ar ganga ekki út.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.