Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1988, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRUAR 1988. Jarðarfarir Halldór Kr. Kristjánsson, Kársnes- braut 74, Kópavogi, sem lést 1 Borgarspítalanum 25. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Útför Guðrúnar Árnadóttur frá Vogi fer fram frá Kópavogskirkju föstu- daginn 5. febrúar kl. 15. Guðrún Arnfríður Tryggvadóttir, Hróarsholti, Flóa, verður jarðsungin frá Hraungerðiskirkju föstudaginn 5. febrúar kl. 14. Bílferð verður frá Hópferðamiðstöðinni, Bíldshöföa 2a, Reykjavík, kl. 12.30. Helga Sigurðardóttir, áður til heim- ilis á Laugavegi 140, verður jarðsung- in frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Ingibjörg Arnórsdóttir, Freyjugötu 6, verður jarðsungin frá Hallgríms- kirkju fimmtudaginn 4. febrúar kl. 13.30. Gestur Ólafsson lést 23. janúar sl. Hann fæddist í Dalbæ í Gaulveija- bæjarhreppi 30. júlí 1922 en fluttist árið 1931 að Efri-Brúnavollum á Skeiðum. Þar átti hann heima til dauðadags. Foreldrar hans voru þau Ólafur Gestsson og Sigríður Jóns- dóttir. Útför Gests verður gerð frá Ólafsvallakirkju í dag kl. 14. Andlát Jóhanna Gunnarsdóttir frá Miðfjarð- arnesi andaðist 29. janúar á Elliheim- ihnu Grund. Jón Sæmundsson, Hátúni 4, Reykja- vík, andaðist í hjúkrunarheimilinu Sunnuhhö 1. febrúar. Ragnheiður Eygló Eyjólfsdóttir, Álfaskeiði 59, Hafnarfirði, lést að morgni 1. febrúar í Vífilsstaðaspítala. Jónmundur Guðmundsson.ReynÍ- mel 58, andaðist að heimili sínu að kvöldi 29. janúar. Kristján S. Hermannsson, Tómas- arhaga 32, lést í Borgarspítalanum 31. janúar. Ingigerður Loftsdóttir lést laugar- daginn 30. janúar á Droplaugarstöð- um. Björg Helgadóttir, Baldursgötu 32, lést í öldrunardeild Borgarspítalans aðfaranótt 31. janúar. Benedikt Jónsson, Aöalbóli, lést á sjúkrahúsi Akraness 30. janúar. Jón Guðmundsson frá Molastöðum, Háuhlíð 6, Sauðárkróki, andaðist í Sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardag- inn 30. janúar. Jónína Albertsdóttir frá ísafirði andaðist í Landspítalanum föstudag- inn 29. janúar. Þorsteinn ívarsson, Hryggjarseh 3, Reykjavík, lést af slysförum sunnu- daginn 31. janúar. Fundir Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur fund í safnaðarheimili kirkjunnar fimmtudaginn 4. febrúar kl. 20.30. Sr. Pétur Ingjaldsson flytur erindi og sýndar verða litskyggnur frá ferð aldraðra í Hallgrímssókn til Danmerkur sl. sumar. Kaffi og að lokum hugvekja sem sr. Karl Sigurbjömsson flytur. Eldri konur, sem þurfa á bíl að halda, hringi í Dómhildi safnaðarsystur í sima 39965 sama dag. Aðalfundur Suomi-félagsins verður haldinn í Norræna húsinu fóstu- daginn 5. febrúar 1988 kl. 20 stundvíslega. Dagskrá: venjuleg aðalfundarstörf. Að aðalfundinum loknum, um kl. 20.30, hefst samkoma félagsins í tilefni af Runebergs- deginum. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér gesti. Tapað - Fundið Fressköttur í óskilum Hálfstálpaður fressköttur, gr ár með hvítt undlr hálsi og hvitar hosur, er í óskilum á Baldursgötu 12, simi 25859. Tónleikar Tónleikar helgaðir byggingu tónlistarhúss Fyrstu tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands á síðara misseri verða nk. fimmtudag í Háskólabíói. Stjómandi verður Bandaríkjamaðurinn George Cleve og einleikari verður píanóleikarinn Randall Hodgkinson, en hann er einnig Bandarikjamaður. Tónleikamir era helgaðir byggingu tónlistarhúss. Ýmislegt Félagsmiðstöð Geðhjálpar að Veltusundi 3b er opin á fimmtudögum kl. 20-22.30 og á laugardögum og suimu- dögum kl. 14-18. Einnig hefur Geðhjálp- opna skrifstofu alla virka daga kl. 10-14 þar sem seld era minningarkort félagsins og veittar upplýsingar urn starfsemina. Sími 25990. íslenska óperan Af óviðráðanlegum orsökum falla niður sýningar íslensku óperannar á Litla sót- aranum sem vera áttu í dag, 3. febrúar, og fimmtudaginn 4. febrúar. Þeir sem búnir vora að kaupa miða á þessar sýn- ingar, vinsamlegast snúi sér til miðasölu íslensku öperunnar milh kl. 15 og 19 í dag og á morgun. Síminn er 11475. Kvenfélag Laugarnessóknar verður með árlega kaffisölu sina í safnað- arheimili kirkjunnar sunnudaginn 7. febrúar kl. 15. Komið og styrkið gott málefni. Tekið á móti kökum kl. 11-12 sama dag. Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu 27. jan. sl. með heimsóknum, gjöfum og skeytum og gerðu mér daginn eftir- minnilegan. Guð blessi ykkur öll. Guðbjartur Betúelsson OG SHINAN0 MIKIÐ ÚRVAL AF LOFTVERKFÆRUM Hermes sllplbönd fyrlr málm pfl tré I fjölbreyttu úrvall. SÉRVERSLUN MEÐ SLÍPIVÖRUB 0GL0FTVERKFÆRI %R0T BlLDSHÖFÐA 18, SlMI 672240 SAMCO SAMBYGGÐAR TRÉSMÍÐAVÉLAR ★ 3 MÚT0RAR HALLANLEGT BLAÐ 3 HNÍFAR í HEFILVALSI STÓR SLEÐI FÍNSTILLILAND Á FRÆSARA TÆKJABÚÐIN HF. Smiðjuvegur 28, 200 Kópavogur Simi 75015 Fréttir Vandi í refabúskap að nokkru vegna byggðasjónarmiða? Dreifingarkostnaður á fóðrinu alK of mikill „Það er ekkert nýtt í refabúskap að lægðir komi í hann. Það ætti ekki að koma neinum á óvart,“ sagði Reynir Barðdal, loðdýrabóndi á Sauðár- króki. Reynir er formaður samtaka fóðurstöðva og hefur hann aö öllum líkindum verið lengst allra með loð- dýrabú eða frá 1969. Hann sagðist vera hættur með refinn og einbeitti sér í þess stað að minkaræktinni; Reynir er með 2000 minkalæður en hann var með 150 refalæður og hjá honum starfa fimm manns. „Ég byrja ekki aftur með refabú- skap en ég er alls ekki svartsýnn fyrir hönd refabænda. Ég harma að þeir skuli vera að gefast upp núna því ég er sannfærður um að refurinn kemur upp aftur.“ Reynir sagði að þróunin í refabúskapnum heföi verið neikvæð síðustu þrjú árin en þannig væri nú refabúskapurinn, hann væri mun sveiflukenndari en minkurinn enda markaðurinn minni og óstöð- ugri. Á meðan ársframleiðslan af refaskinnum í heiminum væri milii fjórar og fimm milljónir skinna væru framleiddar 35 milljónir skinna af mink enda væri hann mun vinsælli vara. í upphafi voru reyndar íslendingar varaðir við því að refabúskapur væri mun ótraustari og ráðlagt að stefna ekki út í hann. í kringum 1980 virtist refamarkaðurinn hins vegar arð- vænlegur og þvi hófst þar mikil uppbygging sem nú virðist hins veg- ar vera að hrynja. Eiga byggðasjónarmið að ráða? Reynir sagði aö 11 fóðurstöðvar væru nú hér á landi en hann taldi loðdýraframleiðsluna of dreiföa um landið. Því væri verið að flytja fóðrið of langar vegalengdir. Þama heföu ráðið byggðasjónarmið og út frá þeim yrði að meta hvort mönnum yrði komið til hjálpar nú. „Mér finnst persónulega að það eigi ekki að hafa nein áfskipti af þessum hiutum - hvort sem gengur vel eða illa - eins og á við um aðrar atvinnu- greinar. En ef hins vegar eiga að koma einhver hyggðasjónarmið inn í þá er eðlilegt að aðstoða menn. Vegna búháttabreytinga þarf aðhlúa að bændum. Þeir fóru af stað á öðr- um forsendum en reyndin hefur orðið, var nánast ýtt af stað, og því þurfa þeir að fá aðstoð núna.“ Taldi Reynir að sú aðstoð myndi.skila sér best ef hún tryggði lágt fóðurverð. Reynir sagði að fóðurverð heföi orðið hærra en menn hefðu áætlað í upphafi: „Við eigum ódýrt hráefni hér á landi en dreifingarkostnaður á fóðrinu er býsna hár. Það hefur verið ákvörðim stjóm- valda að planta loðdýrabúum um allt land sem leiðir af sér hátt fóðurverð. Það em mistök að dreifa loðdýrabú- um um allt land.“ Kostar sjálfur breytingar Reynir er sem áður sagði að gera nokkuð róttækar breytingar hjá sér og sagði hann að það væri allt á eig- in kostnað. Hann sagðist fá betri nýtingu út úr sínu búi með því að vera eingöngu með mink. Reynir sagði að það háði minka- bændum að mega ekki koma upp sérstökum sóttvamarbúum til kyn- bóta og koma þannig nýju blóði inn í stofninn. Það væri i raun forsenda framfara í ræktinni. 17 bændur hafa hætt 17 refabændur hafa hætt nú að undanfömu og er hluti þess vanda sem þeir skilja efdr hjá fóðurstöðv- unum í ógreiddum fóðurreikningum. Þetta skiptir mfiljónum og vita fóður- stöðvamar lítið hvemig þær eiga að ná þessumpeningum. Óráðlegt þykir að velta þessum kostnaði út í verðið og láta þá loðdýrabændur sem eftir em greiða þetta. Fjárfesting í loödýrabúskap er talin vera um 1,4 milljarðar króna en á síðasta ári voru flutt út skinn fyrir um 350 milljónir kr. -SMJ Fulltrúar loödýrabænda funda hér með landbúnaðarráðherra en bændur biða nú eftir viðbrögðum ráðherra við umleitunum sínum. Má jafnvel bú- ast vjð svörum í dag. DV-mynd GVA Tillaga um innflutning loðdýra til kynbóta Þær Valgerður Sverrisdóttir og Elín R. Líndal, Framsóknarflokki, hafa lagt fram á þingi þingsályktun um innflutning á loðdýrum til kyn- bóta. í greinargerð með frumvarpinu er bent á að gæði íslenskra skinna séu Stjórn Áburðarverksmiðjunnar hefur ákveðið að láta byggja nýjan ammoníaksgeymir við verksmiðj- unna en sem kunnugt er uppfyllir núverandi geymir engan veginn ör- yggiskröfur. Nýi geymirinn veröur tvöfaldur 1000 tonna kældur stálgeymir með jarðvegsþró. Hann mun kosta 47 milljónir kr. Fyrst í stað var talið að ódýrasti kosturinn væri að endur- Innbrot var framið 1 Fjölbrauta- skóla Suðurnesja aðfaranótt þriðju- dagsins. Þjófarnir unnu toluverðar skemmdir á skólahúsnæðinu, spörk- uðu upp hurðum, réðust aö peninga- skáp og sprengdu upp smokkasjálf- saia. mun minni en t.d. danskra skinna og því sé nauðsynlegt að koma upp tveim sóttvamarbúum hér á landi. Búin ættu að geta tekið við 200-300 minkalæöum til kynbóta á ári þegar jafnvægi verður komið á stofninn. Fleiri þurfi tii í upphafi. bæta núverandi geymi en við nánari rannsókn kom í ljós að það myndi kosta 54 miHjónir kr. Reyndar hefur verið bent á enn ódýrari kost - sem- sagt að hætta einfaldlega geymslu ammoníaks við Áburðarverksmiðj- unna enda óvíst að framleiðsla verksmiðjunnar geri kröfur til að geyma svo mikið magn þar. -SMJ Þjofamir toku um fjögur þúsund krónur úr peningaskápnum. Úr smokkasjálfsalanum tóku þeir eitt- hvað af peningum og tuttugu pakka af smokkum. Málið er óupplýst og vinnur Rannsóknarlögreglan í Kefla- vik að rannsókn þess. -sme I greinargerðinni kemur fram að í ársbyrjun 1987 hafi verið um 220 loð- dýrabú hér á landi en þeim síðan fjölgað um 60 á síðasta ári. Fjárfest- ing í loðdýrarækt sé orðin 1,3-1,4 milljarðar kr. og um 300 ársverk séu bundin í þessari starfsemi. -SMJ Ríkisendur- skoðunar Fógetaréttur hefúr hafnað kröfu Ríkisendurskoöunar um aðgang að gögnum Heilsugæslu- stöðvarinnar í Árbæ. Valtýr Sigurðsson hjá embætti borgar- fógeta kvaö upp úrskurðinn. í honum segir að Ríkisendurskoð- un skorti lagaheimild til að krefjast gagnanna. Læknar við Heilsugæsiustöð- ina höfðu sagt að þeir ryfu þagnarskyldu með því að leggja gögnin fram. í fógetarétti var ekki skorið úr um hvort læknar þyrftu að rjúfa þagnarskyldu. Þar sem mat fógetaréttar var aö lagaá- kvæöi skorti. -sme Áburðarverksmiðjan: Nýr geymir á 47 milljónir Fjölbrautaskóli Suðumesja: Aurum og 20 pökkum af smokkum stolið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.