Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Síða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. Fréttir Verður refabændum greitt fyrir að hætta búskap? Stjórnarflokkamir hafa skipað nefnd til að fjalla um vanda refa- bænda og benda á leiðir til úrbóta. í nefndinni sitja Árni Gunnarsson, Alþýðuflokki, Stefán Guðmundsson, Framsóknarflokki, og Halldór - sem þeim var greitt fyrir að hefja Blöndal, Sjálfstæðisflokki. Að sögn Áma Gunnarssonar, hafa nefhdar- menn hugsað sér að skila hugmynd- um sínum fyrir næstu helgi. Það er ljóst að mikillvandi blasir við refabændum en einnig er staða fóðurstöðva slæm - svo slæm að helmingi þeirra er vart hugað líf. Meðal hugmynda, sem uppi em, er að endurgreiða söluskatt ásamt bein- um styrkveitingum. Staða sumra refabænda er hins vegar svo slæm að taliö er vænlegast aö aðstoða þá til að hætta starfsemi, sem skýtur vissulega skökku við, því í upphafi var þeim greitt fyrir að hefja þennan búskap. Er ekki annað að sjá en stefna stjómvalda hafl beðið skipbrot í loðdýrabúskapnum. Þrátt fyrir aö margt jákvætt megi finna í minkabú- skapnum þá hefur kollsteypan undanfarin ár stefnt öllum loðdýra- búskap í voða eins og glögglega má sjá hjá fóðurstöðvunum. -SMJ Akureyringar hafa lengst af verið duglegastir að halda við íshokkíiþróttinni hér á landi en eitthvað virðist áhugi Reykvíkinga vera að glæðast. I gær var haldin bekkjakeppni Menntaskólans í Reykjavík á Tjörninni og voru bæði strákar og stelpur í íshokkíliðunum. DV-mynd BG Fjámiálaráðuneytið: Frjáls innflutningur á frönskum kartöflum ffKemur mér alveg á óvart,“ segir Jón Helgason Bjármálaráðuneytiö hefur sent ríkistollstjóra túmæli um að af- greiöa franskar kartöflur eins og aðra iðnaðarvöru. Innflutningur á þeim er því ekki lengur háöur leyfi frá landbúnaöarráðuneytinu. „Þetta kemur mér alveg á óvart,“ sagði Jón Helgason landbúnaðar- ráðherra í samtali við DV f gær. „Að mati okkar í ráöuneytinu falla franskar kartöflur undir búvöra- lög, eins og kartöflur og unnin vara úr þeim. Bréf fiármálaráöuneytis- ins var að berast hingað og engin afstaöa hefur veriö tekin tíl efhis þess.“ Aðspurður um hvort jöfnunar- gjald á frönskum kartöflum yrði hækkaö í kjölfar þessa sagöi JÓn að það hefði legið Ijóst fyrir að end- urskoða þyrfti jöfiiunargjaldið í kjölfar tollabreytinganna um ára- mótin þegar tollar á kartöflunum lækkuöu. Jón vildi ekki segja hvort gjaldiö yröi hækkað upp í 200 pró- sent. Ekki náöist í Jón Baldvin Hanni- balsson fjármálaráðherra sem er erlendis. gse Tapaði 300 þúsund krónum vegna innflutnSngsbannsins: Sjö ráðherrar ekki namsóknarmenn - segir Haukur Hjaltason, kartöfluinnflytjandl „Það era einir sjö ráöherrar í ríkis- heföi ekki leiörétt þaö.“ nemur því hátt í 300 þús. krónur. sfjóminni sem ekki era framsókn- Haukur hefur þurft aö geyma um „Mér kæmi ekki á óvart að ráö- armenn. Eg fiafði því aldrei trú á þvi að landbúnaðarráöherra kæm- ist upp meö þetta gerræöi," sagði Haukur Hjaltason, einn af fjórum innflytjendum franskra kartaflna, í samtali við DV. „Þaö er ekkert fordæmi um aö vara sem búin er að vera á frílista í 25 ár sé allt í einu bönnuö. Ég er sannfærður um aö ég heföi unniö máliö fyrir Hæstaréttí ef fjármálaráðherra 5 tonn af frönskum kartöflum á hafnarbakkanum í Reykjavík frá þvi í byijun janúar þar sem inn- flutningsleyfi hefur ekki fengist frá landbúnaðarráöuneytinu. I stað þess aö flytja kartöflumar í vöru- geymslur fýrirtækisins hefur hann þurft aö borga 185 dollara á dag í leigu á gámum. Beint tap hans vegna hringlanda ríkissljómarinn- ar varðandi frönsku kartöflumar herra setti nú á okkur 200 prósent jöfnunargjald og rökstyddi þaö með þvi að franskar kartöflur væru niö- urgreiddar erlendis. Það er hins vegar fjarri sanni. Ég hef skeýti, bæöi frá Bandaríkjunum og Holl- andi, því til sönnunar. Þar segir aö kartöflumar séu ekki niöurgreidd- ar undir nokkrum kringumstæð- um,“ sagöi Haukur Hjaltason. -gsc „Eignumst stöð á heimsmælikvavða" 100 milljón kr. fóðurstöð reist á Sauðárkróki „Við erum aö byggja hérna alvöru fóöurstöð, stöð á heimsmælikvarða," sagöi Ragnar Barðdal, einn eigenda fóðurstöðvarinnar Melrakka á Sauð- árkróki. Stööin verður væntanlega tekin í notkun í vor en enn er eftir að setja eitthvaö af vélum upp í stöö- inni. Fjárfesting í fóöurstöðvum í loðdýrabúskap hefur verið gagnrýnd og stöðvarnar sagðar allt of stórar miöað við þörf þeirra í dag. Ragnar var spurður um réttmæti þessarar gagnrýni. Hann sagði að vissulega væri þessi stöö höfð stór og væri þá verið að hugsa fyrir þörflnni sem ætti eftir að skapast. Stöðin á Sauðárkróki kostar 100 milljónir kr. og er alger- lega byggð fyrir lánsfé. „Ég er ekki í nokkrum vafa um að stöðin getur staöiö undir þessari upphæð. Hún kemur til með að framleiða um 15.000 tonn af fóðri á ári sem dugar fyrir 60.000 læöur sem gefa af sér 300.000 skinn. Hér er því um að ræða gjald- eyristekjur upp á 450 milljónir kr. á ári.“ Ragnar bætti því við að í kring- um verksmiðjuna yrðu fóst störf fyrir 80 bændur og þar að auki 40 til 60 önnur ársverk. Mikil dreifingarkostnaður á fóðri hefur verið talinn eiga hlut að þeim vanda sem við er að glíma í loödýra- búskap. Því er ekki nema von að menn velti fyrir sér hvort þessi stóra fóðurstöö á Sauðárkróki leiði til þess að búin þjappi sér í kringum stöðina. Væri það í samræmi við hugmyndir sem hafa komið frá Danmörku en þar eru loðdýrahverfi sem hafa stuðlað að mun betri rekstri. -SMJ Mök við sfjúpdóttur: Hæstiréttur létti dóminn um eitt ár Hæstiréttur hefur dæmt í máli ákæruvaldsins gegn Kristni Ingi- bergssyni. Hæstiréttur dæmdi Krist- in í tveggja og háifs árs fangelsi. í Sakadómi Hafnarfiarðar var Krist- inn dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi. Meirihluti Hæstaréttar telur sann- að að Kristinn hafi haft kynferðis- mök viö þáverandi stjúpdóttur sína. Verknaðurinn á að hafa farið fram á heimili Kristins og fyrrvemdi sam- býliskonu hans og móður stúlkunnar að morgni laugardagsins 14. júlí 1984. Meirililuta Hæstaréttar skipuðu; Magnús Thoroddsen, Guðmundur Jónsson, Hrafn Bragason og Sigurð- ur Líndal prófessor. Kristinn hefur aldrei játað verkn- aðinn. Guðmundur Skaftason hæstaréttardómari skilaöi sérat- kvæði. í sératkvæði hans segir meðal annars: „Atvik málsins benda með vissum hætti til þess, að ákæröi sé sekur um kynrænt ofbeldi gagnvart stúlkubaminu, og þá einkum það, að öðrum karlmanni er ekki til aö dreifa.“ Guðmundur segir enn- fremur að þar sem ekki sé komin fram fullnægjandi sönnun 'jm sekt ákærða beri að sýkna hann. Hæstiréttur átelur héraösdómar- ann fyrir drátt sem var á málinu í héraöi. Hæstiréttur segir að ekki veröi séö að neitt hafi verið aöhafst í málinu á tímabilinu frá 11. júní 1985 til 2. desember 1986. -sme Hjartaþeginn á góðum batavegi: Var á röltinu fyrir utan sjúkrahúsið í gær „HaUdór fór út í gærdag og var töluvert á röltinu fyrir utan sjúkra- húsið en hann fór fyrst út úr húsi á sunnudaginn,“ sagöi Gróa Halldórs- dóttir, systir Halldórs Halldórssonar, en í gær var liðinn hálfur mánuður frá því skipt var um hjarta og lungu í honum. Gróa og maður hennar, Þorkell Sigurðsson, hafa dvalið í London frá því Halldór fór í aðgerðina. Gróa sagði að Halldóri liði ágætlega nema hvað lyfin færa ekki nógu vel í hann. „Halldór fékk smáhitavott í gær- kvöldi en var hitalaus í morgun. Hann er aUtaf í æfingum og fær aö- stoð sjúkraþjáifara á hveijum degi enda er hreyfing snar þáttur í endur- hæfingunni. Eftir að HaUdór fór aö geta farið út úr sjúkrahúsinu getur hann varla beðið eftir því að fá að koma í heim- sókn til foreldra sinna en þeir búa rétt hjá spítalanum. Það ætti ekki að vera svo langt þangað til það verður hægt,“ sagði Gróa HaUdórsdóttir. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.