Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Page 4
4
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988.
Fréttir
Kaupmenn rukkaðir um
skuldir landbúnaðarins
Bankaveð fylgir framleiðslunni allt ofan í maga neytenda
„Þaö stóð til að hafa þann mögu-
leika opinn að innheimta veðskuld-
ir framleiðenda hjá þeim
kaupmönnum er keyptu fram-
leiðslu þeirra. En ég tel að það sé
90 prósent öruggt að svo verði ekki
gert,“ sagði Þorvaldur G. Einars-
son, lögfræðingur Búnaðarbank-
ans, í samtali við DV þegar hann
var inntur eftir því hvort bankinn
ætlaði að gera alvöru úr þeirri hót-
un sinni að rukka kaupmenn um
andvirði skulda þeirra framleið-
enda sem þeir keyptu landbúnað-
arafurðir af.
í bréfi, sem bankinn sendi kaup-
mönnum í lok síöasta árs, er stuðst
við ákvæði í veðlögum frá 1960 þar
sem segir að veðréttur haldist þótt
framleiðandi hafi selt vöruna. Sam-
kvæmt þessum lögum helst veð
fyrir afurðalánum allt þar til neyt-
andinn borðar það ef skuldin er
ekki gerð upp við bankann.
Kaupmannasamtökin brugðust
hart við þessum bréfum bankans
og skilaði Sveinn Snorrason hæsta-
réttarlögmaður áhtsgerð um máhö.
Þar segir að mjög hæpið sé að rétt-
ur bankans verði viðurkenndur af
dómstólum ef hann láti verða af
hótun sinni.
„Segja má að ástæðan fyrir því
að þetta bréf var sent út hafi bæði
veriö aö ýta við þeim framleiðend-
um sem eru í vanskilum viö
bankann og eins að benda mönnum
á þetta ákvæði í lögunum,“ sagði
Þorvaldur G. Einarsson. „Það er
mjög óeðlilegt að veðsetning hald-
ist þótt framleiðandi selji vöruna
eins og lögin kveða á um.“
-gse
Nýju umferðariögin:
Lögreglan kemur ef
hennar er óskað
issaksóknara hefur nú til ákvörðun-
ar hversu háar sektir verði viö
brotum þessum.
Annað atriði sem breytist er að við
minni umferðaróhöpp, þar sem ekki
verða slys á fólki, er ætlast til þess
að þeir ökumenn sem lenda í tjóninu
geri sjálfir upp tjónið, án afskipta
lögreglu. Þaö eru margir sem óttast
þessa breytingu. Samkvæmt upplýs-
ingum lögreglu er óttinn ástæðulaus.
Lögreglan mun ekki hætta að koma
á árekstrarstað, sé aðstoðar hennar
óskaö.
í hveijum bíl eiga að verða skýrslu-
form sem ökumenn eiga að geta
útfyllt sjálfir. í þeim löndum sem
þessi regla gildir hefur raunin orðið
sú að flestir ökumenn sem lenda í
slysalausum umferðaróhöppum gera
upp tjónin án þess að kalla tíl lög-
reglu. Lögreglan í Reykjavík á von á
að töluverður tími hði þar til fólk fer
almennt að gera upp tjón án afskipta
lögreglu. -sme
Liklegt má telja að þessir ökumenn hefðu getaö gert upp tjónið án af-
skipta lögreglu. DV-mynd GVA
Þegar nýju umferðarlögin taka gildi
hinn 1. mars næstkomandi verða
ýmsar breytingar frá núgildandi
umferðarlögum. Meðal annars verða
tekin upp sektarákvæði varðandi bíl-
beltanotkun og ökumönnum verður
gert skylt að aka með ökúljós allan
sólarhringinn, allt áriö. Embætti rík-
Ef tíllögur Jóns Sigurðsonar viö- af þóknun greiöslukortafyrirtækj-
skiptaráðherra um að eigendur anna, fjármagnskostnaöi og tapi
greiðslukorta beri- sjálfir kostnaö- vegna þess aö staðgreiðsluafsláttur
inn sem hlýst af þessum viöskipt- heildsala nýtist ekki. Að sögn
um, ná fram að ganga, má búast Bjöms Friðfmnssonar, aðstoðar-
viö því að mismunur þess að greiða manns viðskiptaráóherra, má ætla
með korti eða peningum verði um aö þessi kostnaðarauki nemi um
8,3 prósent. Þetta þýðir aö þeir sem 2-3 prósentum af sraásölunni.
greiða með peningum borguðu í samtali við DV sagði Bjöm að
97,50 krónur fyrir vöru sem kostar enginn ákvörðun heföi verið tekin
100 krónur nú. Korthafar. þyrftu um hvort tvöfóld verðlagning yrði
hins vegar að greiða 105,70 krónur tekin upp í verslunum. Alit eins
fyrir sömu vöru. væri líklegt aö greiöslukortafyrir-
Sveinn Björasson, fuiltrúi við- tækin yrðu sjálf að innheimta
skiptaráðherra í Verðlagsráöi, þennan kostnað og þyrftu þá hand-
lagöi fram tillögu ráðherra um að halar kcitanna að standa skil á
verslanir veittu þeim sem borguðu honum um leið og mánaðarlegu
með peningum 5 prósent afslátt. uppgjöri. Þessi leiö kynni að valda
Þetta var fellt enda þyrftu verslan- lækkun á almennu vöruverði sem
ir þá aö bera kostnaðinn án þess nemur kostnaði verslunarinnar
að eigendur kortanna bæru byrð- vegna greiðslukortanna, eða 2-3
arnar. Þessi ráðstöfun myndi því prósentum. Handhafar kortanna
leiöa til hækkunar á vöruverði. þyrftu hins vegar að greiða um 8
Tahð er að greitt sé fyrir um 30 prósent kostnað af sínum viöskipt-
prósent af smásöluversluninni með um ef miðað er við núverandi hlut
greiöslukortum. Kostnaður versl- kortanna í smásölunni.
ana vegna þessara viöskipta hlýst .gSe
í dag mælir Dagfari
Flugstöðin enn
Þeir eru enn famir að deila um
flugstöðina á Alþingi. Það er aö
segja, menn eru að rífast um það
hvað byggingarkostnaðurinn fór
langt fram úr áætlun og hvers
vegna. Dagfari hélt nú raunar að
þetta mál væri löngu útrætt. Það
hefur komið fram áður að bygging-
amefnd flugstöðvarinnar er algjör-
lega saklaus af hækkun kostnaðar.
Gerð var áætlun áður en verkið
hófst og ef tekið er tilht til verð-
hækkana á byggingartíma, breyt-
inga á stöðu dollars, breytinga á
hönnun, breytinga á reikningsupp-
hæðum og breytinga á viðhorfum
manna yfirleitt um hvað sé dýrt og
hvaö sé ekki dýrt þá voru ráða-
menn sammála um að þama hefði
bara gerst þaö sem alltaf væri að
gerast og ekkert við því aö gera.
Að visu heföi kostnaður farið millj-
arð fram úr áætlun en það var bara
vegna þess hve vel var að verkinu
staðið. Auk þess kom í ljós að menn
höfðu bara ekki verið nógu víðsýn-
ir í upphafi þegar þeir smíðuðu
þessa áætlun. Húsameistarar, ráð-
herrar og byggingamefndarmenn
hölluðu sér því aftur á hitt eyrað
þegar umræðum lauk um þetta mál
á Alþingi síðasthðið haust.
En nú skeður sá fjandi að
kvennalistakonur fara aftur aö
þenja sig út af kostnaði við flug-
stöðina. Það var nú ljóta sendingin
að fá þessar kellur inn fyrir veggi
þinghússins. Geta aldrei verið th
friðs og skhja greinilega ekki um
hvað póhtík snýst. í stað þess að
halda sig viö umræður er varða
barnaheimhismál, jafnréttiskjaft-
æði og þar fram eftir götunum æsa
þær enn til ófriðar út af einni lítilh
flugstöð og ekki stóð á Steingrími
J. Sigfússyni að grípa tækifærið
feginshendi og lýsa því enn einu
sinni hvað þetta væri vond flug-
stöð.
Kehurnar eru búnar að hggja yfir
skýslu Steingríms'Hemiannssonar'
um byggingarkostnaðinn sem og
skýrslu Ríkisendurskoðunar um
sama efni. Þessar konur hafa auð-
vitað ekkert annað að gera en hggja
yfir svona langlokum því ekki
þurfa þær að stjóma landinu sem
er ákaflega erfitt og tímafrekt verk
eins og staöan er í dag. Eftir að
hafa rýnt í þessi plögg í langan tíma
þurftu þær endilega að reka nefið
í smáósamræmi. Steingrímur sagði
nefnilega í sinni skýrslu af flug-
stööin kostaði tvo og hálfan mihj-
arö en þeir hjá Ríkisendurskoðun
segja kostnaðinn vera nær þrem
milljörðum. Og út af þessum tittl-
ingaskít ætla kellurnar að ærast
og hafa uppi stóryrði. Segja meira
að segja að það verði aö draga ein-
hvern th ábyrgðar í þessu máli.
Nú er það auðvitað út í hött að
vera að rífast um nokkrar krónur
svona eftirá. Eytt er eytt og vita
vonlaust að ná því til baka. En það
tekur út yfir ahan þjófabálk ef þaö
á að fara að elta uppi menn út af
litlum fimm hundmð milljónum.
Fyrr má nú aldeibs fyrrvera, eins
og þjóðskáldið sagði. En Steingrím-
ur Hermannsson er ekki vinsælasti
stjórnmálamaður þjóðarinnar fyr-
ir ekki neitt. Hann viðurkenndi aö
vísu að margt hefði farið úrskeiöis
við hönnun byggingarinnar enda
kom þar enginn framsóknarmaður
við sögu, heldur Ameríkumenn og
íslenskir sjálfstæðismenn. Stein-
grímur benti líka á í umræðunum
á Alþingi að þaö mætti nú ekki taka
allt í skýrslu Ríkisendurskoðunar
of alvarlega. Þetta er hárrétt hjá
utanríkisráðherra. Þessir endur-
skoðendur em upp til hópa
smámunasámir menn, taka tölur
ahtof bókstaflega og standa í þeirri
meiningu að ekki sé hægt að
stemma af bókhald nema sam-
kvæmt ákveðnum formúlum
stærðfræðinnar. Stjórnmálamenn
nota hins vegar aðrar reikningsað-
ferðir og það ættu þeir hjá Ríkis-
endurskoðun að vera búnir að fatta
fyrir löngu. Þá komst Steingrímur
að þeirri bráðsnjöllu niðurstöðu að
það munaði sko alls ekki hálfum
milljarði á sínum tölum og þeirra
hjá Ríkisendurskoðun. Þegar búið
væri að hta allar tölur velvildar-
augum þá kæmi í ljós að það
munaði ekki nema svona 88 mihj-
ónum króna á sínum tölum og
tölum endurskoðendanna. En það
kom líka fram hjá ráðherranum að
ýmislegt væri enn ógert við flug-
stöðina, til dæmis ætti eftir að
koma fyrir hitaveitu og reisa hsta-
verk þar fyrir utan. Því kann svo
að fara fyrir rest að lokatölur Stein-
gríms verði þær sömu og Ríkisend-
urskoðunar og þá ættu allir aö vera
ánægðir.
Dagfari