Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Side 5
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. 5 -■________________________Fréttir Menningaiverðlaun og verðlaunahafar í tíu ár Undirbúningur Menningarverö- launa DV er nú á lokastigi, flestar dómnefndir hafa skilaö áliti sínu, verðlaunagripirnir eru í vinnslu og listakokkar Hótel Holts eru að leggja síðustu hpnd á óvenjulega og há- menningarlega rétti. í hádeginu þann 25. febrúar nk. munu tilvonandi verðlaunahafar, dómnefndir, fulltrúar listamanna- samtaka, hönnuðir verðlaunagripa og fulltrúar DV hittast í Þingholti og eiga saman góða stund. I tilefni af tíu ára afmæh Menning- arverðlauna DV hefur blaðið ákveðið að veita framvegis einnig viðurkenn- ingar fyrir Usthönnun, auk þess sem Pétur Jónasson, sem talinn er meðal efnilegustu gítarleikara í Vesturálfu um þessar mundir, mun leika fyrir viðstadda. Á þessum tímamótum í sögu Menn- ingarverðlaunanna er einnig vel við hæfi að Uta til baka, skoða hvaða Ustamenn hafa fengið Menningar- verðlaun DV frá upphafi. Einkamál og önnur mál Ef við Utum fyrst til bókmenntanna þá Utur Ustinn svona út: Ása Sólveig fyrir skáldsöguna „Einkamál Stefaníu" (1979), Sigurð- ur A. Magnússon fyrir sögu sína „Undir kalstjömu" (1980), Þorsteinn frá Hamri fyrir söguna „Haust í Skír- isskógi" (1981), Vilborg Dagbjarts- dóttir fyrir safn ljóða sinna (1982), Guðbergur Bergsson fyrir skáldsög- una „Hjartað býr enn í helli sínum" (1983), Thor Vilhjálmsson fyrir þýð* ingu sína á „Hlutskipti rnanns" eftir André Malraux (1984), Álfrún Gunn- laugsdóttir fyrir skáldsöguna „Þel“ (1985), Einar Kárason fyrir skáldsög- una „Gulleyjan“ (1986) og loks Thor Rúna - Veggskjöldur (leir), 1982. Ófeigur Björnsson - Fjörudjásn (steinn, kopar), 1983. Sigrún Ó. Einarsdóttir & Sören Lar- sen - Listagler (blásið gler), 1985. Jón Snorri Sigurðsson - Skúlptúr (fægöur kopar, silfur o.fl.), 1986. Vilhjálmsson aftur fyrir skáldsögu sína „Grámosinn glóir" (1987). TónUstargeirinn Utur svona út: Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri (1979), Helga Ingólfsdóttir sembal- leikari og Manuela Wiesler flautu- leikcui (1980), Jón Ásgeirsson tónskáld (1981), Ámi Kristjánsson píanóleikari (1982), Guðmundur Jónsson óperusöngvari (1983), Jón Nordal tónskáld (1984), Einar Jó- hannesson klarínettleikari (1985), HafUði HaUgrímsson tónskáld (1986) og Rut L. Magnússon söngkona (1987). Leikarar og leikstjórar Þá er það leikUstin. Þar hafa eftir- farandi aðUar hlotið viðurkenningu DV: Stefán Baldursson leikstjóri (1979), Kjartan Ragnarsson, leikritahöfund-' ur og leikstjóri (1980), Oddur Bjöms- son leikstjóri (1981), Hjalti Rögnvaldsson leikari (1902), Bríet Héðinsdóttir leikstjóri (1983), Stúd- entaleikhúsiö (1984), Alþýðuleik- húsið (1985), Guörún Gísladóttir leikkona (1986), íslenski dansflokk- urinn (1987). í myndUst hafa eftirtaldir aðUar verið verðlaunaðir: Gallerí Suðurgata 7 (1979), Rík- harður Valtingojer myndlistarfröm- uður (1980), Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari (1981), Ásgerður Búa- dóttir veflistakona (1982), Helgi Jens Guðjónsson - Skúlptúrar (fægt stál & steinn), 1984. Stefán B. Stefánsson - Verðlauna- gripur (járn & messing), 1987. ÞorgUs Friðjónsson Ustmálari (1983), Jóhann Briem Ustmálari (1984), Jón Gunnar Ámason myndsmiður (1985), Magnús Kjartansson mynd- listarmaður (1986) og Gunnar Öm Gunnarsson Ustmálari (1987). Verðlaun fyrir byggingarUst hafa faUið í skaut eftirtaldra aðUa: Gunnars Hanssonar fyrir biðskýU á Hlemmi (1979), Manfreðs VU- hjálmsson og Þorvalds S. Þorvalds- sonar fyrir útfararkapeUu í Hafnarfirði (1980), Gunnars Guðna- sonar og Hákons Hertevig fyrir Osta- og smjörsöluna á Krókhálsi (1981), Birnu Bjömsdóttur fyrir strætis- vagnaskýU (1982), Péturs Ingólfsson- ar fyrir brú í Svarfaðardal (1983), Valdimars Harðarsonar fyrir stól sinn, „Sóleyju", (1984), Stefáns Amar Stefánssonar, Grétars Markússonar og Einars Sæmundsen fyrir bygg- ingu og frágang lóöar við „Bakara- Jónina Guðnadóttir - Veggskjöldur (leir), 1979. brekku“ (1985), Hjörleifs Stefánsson- ar og Finns Birgissonar fyrir skipulag Akureyrarbæjar (1986) og loks Hróbjarts Hróbjartssonar og Sigurðar Björgúlfssonar vegna hús- næðis fyrir aldraða, Seljahlíð (1987). Kvikmyndir og listhönnun Byijað var að veita.viðurkenningar fyrir kvikmyndagerð árið 1981 og lít- ur Usti yfir verðlaunahafa svona út: Siguröur Sverrir Pálsson kvik- myndatökumaður (1981), kvikmynd- in „Útlaginn“ (1982), Erlendur Sveinsson fyrir uppbyggingu Kvik- myndasafnsins (1983), Saga-FUm fyrir kvikmyndina „Húsið“ (1984), Film hf. fyrir „Hrafninn ílýgur" (1985), Karl Óskarsson kvikmynda- tökumaður (1986) og Óskar Gíslason, brautryðjandi í íslenskri kvik- myndagerð (1987). Haukur Dór & Ófeigur Björnsson - Hjálmur/skjöldur (leir, kopar), 1980. Eins og áður er sagt, verða viður- kenningar fyrir framlag til íslenskr- ar listhönnunar veittar í fyrsta sinn í ár. Það hefur ævinlega verið stefna DV að fá listamenn til að leggja sitt af mörkum til sjálfrar verðlaunaveit- ingarinnar með því að hanna fyrir blaðið verðlaunagripina. Þar hafa lagt hönd á plóginn leirhstamenn, guUsmiðir, glerlistamenn og mynd- höggvarar, eins og sést á þeim myndum sem hér eru birtar. í ár hefur ungur og efnilegur leir- Ustamaður, Margrét Jónsdóttir, sem býr á Akureyri, tekið að sér að hanna gripina og munum við birta ljós- myndir af þeim á næstu dögum. -ai Kolbrún Björgólfsdóttir - Riddara- kross (postulin), 1981. ASEA Cylinda þvcttavélar ★sænskar og sérstakar Fá frábæra dóma í neytendaprófunum fyrir þvott, skolun, vindingu (fjölhraða lotuvind- ing upp í 1200 snúninga), taumeðferð, sápu- og orkusparnað. Efnisgæði og öryggi ein- kenna ASEA. Gerðar til að endast. Í3ár /rOniX Hátúni 6A SÍMI (91)24420 /FQniX ábyrgð VANTAR ÞIG BÍLASTÆÐI? Rafdrifið hlið fyrir fyrirtæki, stofnanir bæjarfélög. ’ ASTRA Austurströnd 8, sími 612244.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.