Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. Sandkom Hop-hop-hopS Vetrarólyrapíuleikamir í Calgary í Kanada hafa aö sjálfsögöu verið íyr- irferöarmiklir í Qölmiðlunum síðustu daga. Sérlega hefur Sjónvarpið verið duglegt aö sýna beint frá leikunum og á þaö heiöur skilinn fyrir það því hér á landi er töluverður áhugi á skíðaiðkun. Reyndar hefur undirrit- aður aldrei skilið ánægjuna af því að horfa á firamtíu og tvo karla renna sér tvær umferðir niður sömu brekk- una á nánast nákværalega sama hátt. Hundrað og órar salíbunur niður þreytta brekku með „hop - hop - hop“ hljóö áhorfenda í eyrunum geta orðið leiðigjamar, sérstaklega þegar ekki munar nema nokkrum sek- úndubrotum eða í besta falli sekúnd- ura á fyrsta og flmmtugasta og öðrum manni. Það eina sem gleður augað þegar á keppnina líður er ef einhver skíðagarpurinn er svo almennilegur aödetta myndarlega. Samúel Örn, elns og reyndar slór hluti þjóðar- Innar, blður eltlr þvl að ejá hvort Zurbrlggen verður eleglnn nlöur. Sleginn niður? Eina slíka keppni sýndi Sjónvarpið á mánudagskvöldið. Þegar langt var liöið á keppnina var Svisslendingur- inn Pirmin Zurbriggen komiim meö afgerandi forystu (nokkur sekúndu- brot skildu hann og'næsta keppanda) og sýnt þótti að Pirmin myndi sigra. Samúel Öm Erlingsson, iþrótta- fréttamaöur Ríldsútvarpsins, lýsti þessum bráöskemmtilegurennslum og þegar hér var komið sagði hann: „Ognú er baraaösjá hvorteinhver þeirra keppenda sem eftir eru ná að slá Zurbriggen niöur!“ Við þetta vöknuöu margir sjónvarpsáhorfend- ur og vonuöu að eitthvað skemmti- legt færi að gerast, eins og til dæmis slagsmál í skiöabrekkunni. En í sömu andrá var útsending fi*á brunkeppn- inni rofln þar sem ísknattleikur var að hefjast. Áiiorfendur fengu því aldrei aö vita h vort Zurbriggen var sleginn niöur eða hreinlega sleginn af. AUa vega voru margir slegnir yfir þessu. Nyjuátu tráttír herma aó Pirmin Zurbriggen hafi komlst helll og óbarlnn útúr brunkeppn- Innl en hvað garðlst þegar Plrmln og koppí- nautar hans hlttust á hótelbarnum um kvöldló tll að raeóa úrsllHn hetur enn okkl komlet á aiður dagblaóanna. Skíðin á Hawaii? Svo við höldum okkur viö skíöa- brekkurnar. Einn islenskuþátttak- endanna í Calgary er Daniel Hilmarsson. Hann ætlaði meðal ann- ars aö taka þátt í tvíkeppni á ólymp- iuieikunum en varö að hætta við þar sem hann og skiðin uröu viðskila. Daníel gat því ekki farið í æfingar- ferðir i brunbrautinni, skiöalaus raaðurinn. Þetta vekur mann til ura- hugsunar. I fjögur ár hafa islenskir skiöamenn verið aö búa sig undir ólympíuleikana og lagt hart að sér. Skíöasambandið oghið opinbera hafa lagt fram fé til þess að okkar menn geti staðið sig meö sóma. Eftir allan undirbúninginn er s vo ákveðiö að taka síöustu Flugieiðavél fyrir keppnina til Vesturheims. Nokkurra klukkutíma seinkun hefði getað þýtt að okkar menn hcföu misst af Ieikun- um. Og ekki bætti úr skák að skiðin voru skiiin einh vers staöar eftir eða send annaö. Með slikum vinnubrögð- um ervarthægtað búastvið góðum árangri. Umsjón; Axet Ammendrup Fréttir Mannhæð er upp í suma glugga í Seljaskóla. í þessari stofu fer fram kennsla 7 ára barna en foreldrafélagið bendir á að þau komast varla út um gluggann ef kviknar í. Hins vegar segir Eldvarnaeftirlitiö gluggana samkvæmt reglugerð. DV-mynd BG Seljaskóli: Foreldrar báðu um úttekt á eldvömum Stjórn foreldrafélags Seljaskóla fór nýlega þess á leit við Eldvamaeftirlit ríkisins að gerð yrði allsherjar úttekt á brunavörnum í Seljaskóla og kom- ið yrði meö tillögur um úrbætur þar sem þess væri þörf. Eldvarnaeftirlit- ið brást strax við þessari beiðni og skoðaði skólann. Bentu foreldrar á að enginn reykskynjari er í skólan- um sem er íjölmennasti grunnskóli landsins. Þá er mannhæð upp í glugga í 6 aukastofum sem komiö hefur veriö fyrir í kringum skóla- bygginguna en litlum bömum er kennt í þessum stofum og er næstum ómögulegt fyrir þau aö komast þar út. Auk þess er flestum gluggum skólans lokað með svokölluðum assajámum sem gera það að verkum að þeir eru ekki manngengir. Ekkert kallkerfl er í skólanum ef koma þyrfti boöum til kennara og barna um að rýma skólann en þijú til fjög- ur hundruð metrar em milli skrif- stofu og sumra skólastofanna. Þá sagði Siguijón Einarsson, formaður foreldrafélags skólans, að aldrei hefði verið haldin brunaæfmg í skól- anum. „En margt í eldvömum skólans er með ágætum og get ég t.d. nefnt að nóg er af slökkvitækjum og allar útidyr era opnanlegar innan frá þótt þær séu læstar. Ég býst við aö ástand brunavarna í Seljaskóla sé svipað og í öðrum skólum en reyndar finnst mér þaö ekki hlutverk for- eldrafélags aö standa í stappi við yfirvöld. En þar sem skólinn er geysi- lega afskiptur og lítiö kostað til hans verður foreldrafélagið að standa í þessu núna,“ sagði Siguijón. -JBj Gasgeymsla í skólum stórhættuleg - segir Ásmundur Jóhannsson, verkefnastjóri Eldvamareftirirts Eldvarnareftirlit Reykjavíkur hef- ur nú gert úttekt á brunavömum í Seljaskóla og skilað skýrslu þar um. Ásmundur Jóhannsson, verkefna- stjóri Eldvamareftirlitsins, telur skólahúsið falla vel að markmiöi og ákvæöum reglugerðar um bruna- varnir þar sem húsið er allt gert úr steini og tregbrennanlegum efnum. Segir Ásmundur eldvamir í skólan- um góöar og mjög svipaðar eldvörn- um í flestum skólum á Reykjavíkur- svæðinu. Þó skera skólahús, gerð úr timbri, sig úr og með þeim er vand- lega fylgst. T.d. má nefna Vesturbæj- arskólann en þar segir Ásmundur að gerðar séu 2 brunaæfingar á vetri með nemendum. Hann segir litla þörf á slíkum æfingum í Seljaskóla. í skýrslu Eldvamareftirlitsins er bent á 7 atriði sem betur mættu fara í Seljaskóla. Alvarlegasta atriöið er að í smíðastofum em geymd um 40 kg af gasi en samkvæmt reglum á Norðurlöndum er leyfilegur há- marksþungi 11 kg. Ásmundur segir gasgeymslu innanhúss stórhættu- lega en engar íslenskar reglur eru til um meðferð á gasi en stuðst er við reglur frá Norðurlöndum. Segir í skýrslunni að engin geymsla á gasi skuli vera innan veggja hússins. Ef nota þarf gas við kennslu skal leggja eirlagnir frá geymslustað utan dyra að notkunarstað. Þá segir í skýrslunni að ganga þurfi endanlega frá kallkerfi í skólanum en allar lagnir em þegar til staðar. Þá skal ekkert sorp vera geynt inn- andyra í skólanum en einhver brögð eru að því í húsinu. Á teikningum er gert ráð fyrir eld- varnarhuröum en þær hafa aldrei verið settar upp og vill Eldvarnareft- irlitið að þaö verði lagfært. Öll stormjám á gluggum skulu vera þannig gerð að þau hindri ekki að fólk komist út en eins og foreldrar bentu á em ekki allir gluggar mann- gengir. Þá er nefnt í skýrslunni að dyr aö lokuðum húsagörðum skuli vera auðopnanlegar án lykla og brunavið- vörunarkerfi verði fullgert. -JBj Seljaskóli gleymdist í ár- legri úttekt á eldvömum Á hveiju hausti fara menn frá Eld- sögn Ásmundar Jóhannssonar, Ásmundur sagði beiðni foreldrafé- varnareftirliti Reykjavíkur í alla verkefnastjóra hjá Eldvamareftirliti lagsins þó ekkert koma þessu við því skóla í borginni og kanna eldvamir Reykjavíkur. Stafaði þetta af skorti foreldrarnir vissu ekki af mistökun- á hverjum stað. En í haust gleymdist á starfsmönnum vegna veikinda og um. að kaima eldvarnir í Seljaskóla aö slysa sem komu upp á þessum tíma. -JBj Viðtalid dv Sigurbjörn Þorleifsson, bóndi og bjarndýrsbani, hefur hesta og hestamennsku að sínu aðal- áhugamáli. DV-mynd Friðþjófur Helgason Hesta- mennskan heillar mest Sigurbjörn Þorleifsson, bóndi í Langhúsum í Fljótum í Skaga- firði, komst í fréttimar nú um helgina eftir að hann felldi bjarn- dýr er gekk á land í Haganesvík. Sigurbjöm hefur fengist við grenjavinnslu um árabil, auk þess sem hann fer stundum á gæsaveiðar og er hann því vel vanur með byssuna. Þegar vart varð við bjamdýrið var hringt til hans og kom hann fyrstur á stað- inn. „Mér fmnst það ekki til aö stæra sig af að hafa fellt þennan bjamdýrshún. Bæði var þetta lít- iö dýr og auk þess finnst mér það að aflífa dýr einungis verk sem þarf að vinna en maöur gengur ekki til þess með neinni sérstakri gleði. Þegar ég þarf að aflífa dýr reyni ég að gera það á þann hátt að það taki fljótt af. Það er mitt prinsipp að taka enga sénsa í þessu sambandi og hefur það komið fyrir að ég hef frekar misst af tófu heldur en aö missa hana særða frá mér. Mér fannst ekkert öðmvísi að skjóta bjarndýrið en önnur dýr. Allri veiöi fylgir spennutilfinnig sem erfitt er að lýsa. Sama tilfinningin greip mig og þegar maður hggur á greni og sér tófuna birtast óvænt,“ segir Sigurbjöm. Sigurbjöm er fæddur árið 1944 í Langhúsum og þar hefur hann búið mestan hluta ævinnar. For- eldrar hans, Ríkey Sigurbjörns- dóttir og Þorleifur Þorláksson, em nú hætt búskap en búa enn í Langhúsum hjá syni sínum og fjölskyldu hans. Kona Sigubjöms heitir Bryndís Alfreðsdóttir og er hún frá Reykjarhóli í Austur- Fljótum. Þau eiga fiögur börn, Ríkeyju, Guöbjörgu, Bimu Magneu og Þorlák Magnús. Þau hjónin eru aðallega með mjólkur- framleiðslu og hafa þau nú 34 mjólkandi kýr. „Búskapurinn hefur gengið þokkalega undan- farið. Þetta hefur náttúrlega dregist svolítið saman undanfar- ið og heíði maður ekkert á móti því að fá að framleiöa meira. Þeg- ar flest var hafði ég 40 kýr. En maður verður bara aö sætta sig við ástandið eins og það er.“ - En hver era áhugamálin? „Helsta áhugamál mitt fyrir utan fiölskylduna eru hestar og hestamennska. í þaö fer allur sá frítími sem ég hef aflögu. Ég er í Hestamannafélaginu Svaöa á Hofsósi og hef verið að keppa með þeim. Ég á nokkur stykki af hest- um og auk þess fæst ég við tamningar bæöi fyrir sjálfan mig og aðra. Aftur á móti er ég ekkert í ræktun þar sem aðstæður hér um slóöir bjóða ekki upp á að vera með stóð.“ -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.