Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. 11 Utlönd MyndafFranco veldur deilum Loksins snjór í Pýreneafjöllum Bjami Mnriksson, DV, Bordeaux: Þaö. er fyrst núna um miðjan febrúar sem snjór lætur sjá sig að einhveóju marki í Pýreneaíjöllum. Veturinn hefur verið óvenjumildur og forráðamenn skíðalanda hafa orðið fjTÍr talsverðum áfollum af þeim sökum. Núna fara í hönd fehr- úarfrí í skólum í Frakklandi og er líklegt að skíðastaöirnir fyllist loksins af fólki á fleygiferð líkt og þegar hefði átt að gerast um mán- aðamótin nóvember-desember. Bæði í Ölpunum og Pýreneafjöll- unum hafa franskir skíðastaðir átt í miklum erfiðleikum. Hin fjöl- mörgu slys í fyrra og hittifyrra sýndu að öryggismál voru í ólestri og margar skíðalyftur úreltar. Eft- irht var hert og varla til sú skíða- lyfta sem ekki var gerð athugasemd við. Mikill kostnaður við endur- hyggingu og viðhald ásamt snjólitl- um vetri hefur gert það að verkum að þessi vetur verður rauður í bók- haldinu. Sérstaklega á þetta við í Pýreneafjöllunum þar sem ferða- menn eru færri en í Ölpunum og aðstæður til skíðaiðkana erfiðari. Fjölmargir bæir og einkaaðilar, sem sjá um rekstur skíðalandanna, reyna nú að fresta endurborgunum lána sem þeir urðu að taka til end- urnýjunar á tækjum. Að stunda skíði í Pýreneafjöllun- um er erfiðara en í Ölpunum. Kemur þar til að brekkur eru styttri og erfiðari og lítið um flöt svæði. Fjallgarðurinn er sundur- skorinn af þröngum dölum og fjallstindar óteljandi, samtenging mismunandi skíðalanda erfið og snjórinn getur tekið miklum breyt- ingum yfir daginn vegna hafgol- unnar sem kemur yfir fjöllin, bæði úr austri og vestri. Þannig má segja að skíðaástundunin sé háð meiri < tækni og betri útbúnaði en víðast annars staðar. Sameiginlegt átak Spánveija og Frakka, sérstaklega eftir inngöngu þeirra fyrrnefndu í Evrópubanda- lagið og væntanlegar breytingar á tollamálum Evrópu 1992, er líklegt til að auka mikilvægi Pýreneafiall- anna sem ferðamannastaöar og athafnasvæðis. BrynMdur Ólafadóttir, DV, Spáni: Nokkrir bæjarráðsmeðlimir smá- bæjarins Chinchón á Spáni hafa kært bæjarstjóra sinn fyrir að hafa ekki spænska fánann uppi í forsal bæjarskrifstofunnar í stað myndar af Francisco Franco, fyrrum einræð- isherra, sem þar er í heiðurssessi. Auk myndarinnar er einkennis- merki falangista, stuðningsmanna Francos, uppi við í forsalnum. Bæjarráösmeðlimimir, sem standa á bak viö kæruna, koma úr röðum sósíalistaflokks Spánar. Byggja þeir kæruna á nýlegu samkomulagi í bæjarráðinu þess efnis að setja beri hinn löglega fána Spánar upp í for- salnum og taka niður merki einræð- istímabilsins. Bæjarstjórinn, sem er fulltrúi hægri flokksins AP, hefur aftur á móti lýst því yfir að myndin af Franco sé ekki merki þess að hann sé endilega í heiðri hafður á skrifstof- unni heldur sé einungis um að ræða mynd af göfugum syni þjóðarinnar sem vel eigi skilið að hanga í heiðurs- sessi í þessum margumdeilda forsal. Alþyðulögregla í Noregi? Páll Vflhjálmsson, DV, Osló: í Noregi aukast glæpir jafnt og þétt og stöðugt fækkar þeim málum sem lögreglan nær að rannsaka og komast til botns í. Af þessum sökum eru komnar fram hugmyndir um að almennir borgarar stofni með sér samtök sem hefðu það að markmiði að veijast glæpum. Þeir sem eru fylgjandi slíkum hugmyndum segja það rétt og skyldu borgaranna að veija eigur sínar, líf og hmi. Og þeg- ar lögreglan stemmi ekki stigu við auknum glæpum sé eina úrræðið að stofna sveitir venjulegra borgara sem taki að sér þau störf sem lögregl- an fái ekki sinnt. Andstæðingar þessara hugmynda segja aftur á móti aö slíkar sveitir grafi undan réttarríkinu. Ef leyfa á samtökum borgara að ganga í störf lögreglunnar sé hætta á að mönnum verði refsað án dóms og laga. í umræðuþætti í norska sjónvarp- inu í síöustu viku hafnaði dómsmála- ráðherra Noregs, Helen Bösterud, hugmyndum um sjálfskipaðar lög- reglusveitir almennings. í sama þætti sagði formaður Framfara- flokksins, Carl I. Hagen, að sjálfsagt væri að taka í lurginn á glæpalýðn- um og studdi hugmyndina um að almenningi yrði leyft að stofna gæslusveitir. Framleiðsla franskra læknistækja í hættu Bjami Hinriksson, DV, Bordeaux: Frönsk sjúkrahús kaupa sífellt meira af tækjakosti sínum erlendis frá og í nýlegri skýrslu kemur fram að bráðlega geti komið upp sú staða að franskur iðnaöur hætti nær alveg aö framleiða þessi tæki. Síðustu ár hefur stefna stjórnvalda verið sú að draga úr kostnaði í heil- brigöisþjónustunni og hefur það einkum komið niður á tækjakosti. Frönsk fyrirtæki hafa ávallt þurft að flytja út vörur sínar því markaður- inn heima fyrir er einfaldlega of lítill. Þegar frönsk yfirvöld draga úr tækjakaupum kippir það fótunum undan rannsóknum og þróun nýrra tækja innanlands sem aftur verður til þess að samkeppnishæfnin við erlend fyrirtæki minnkar. Þannig tapast markaðir bæði heima fyrir og erlendis. í bih er erfitt að segja fyrir hvaða aðgerða yfirvöld grípa th því ríkis- stjórnin telur þennan geira iðnaðar- ins ekki hafa forgang og vih sem minnst greiða niður eða aðstoða beint. Afsökunarbréf til ritstjórans Páll Vilhjálmsson, DV, Osló: Eigandi norska blaðsins Morgen- bladet hefur nú beðið ritstjóra sinn opinberlega afsökunar á þvi að hafa tekið fram fyrir hendur hans og breytt forsíðu sunnudagsútgáfunn- ar. Eigandinn, sem einnig er vara- formaður Framfaraflokksins, tók sig th á laugardagskvöldið eftir að rit- stjómin var farin heim og skrifaði frétt sem hann lét setja inn á forsíðu. Eigandinn kallaði yifir sig reiði og vanþóknun ritstjórans og blaða- manna sem nutu víðtæks stuönings samtaka ritstjóra og blaðamannafé- lagsins hér í Noregi. Ritstjórinn krafðist þess að eigand- inn krefðist opinberlega afsökuhar á framferði sínu og tryggði að atvikið endurtæki sig ekki. Ritstjórinn kvaðst líta á það sem uppsögn ef af- sökunarbeiðni lægi ekki á skrifborði hans fyrir tiltekinn tíma. Eigandi Morgenbladets lét sig hafa það að skrifa afsökunarbréf til ritstjóra síns. Ekki er víst að deilunum hnni því ritstjórinn htur á afskiptasemi eig- andans sem lið í áætlun um aö breyta ritsfiórnarstefnu blaðsins. Ritstjór- inn vhl halda blaöinu óháðu stjórn- málaflokkum en eigandinn vhl að stefnan verði hliðhohari Framfara- flokknum. HARÐVIÐARVAL HARÐVIÐARVAL HF KRQKUÁL£L4 - SÍMI 671010 Mest selda parketid hér á landi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.