Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. 15 Um lesendakönnun: „Því nœr enginn“ skrífar Vilhjálmi Egilssyni i UMhl lelðara DV: Verslunarráðið vill vand- aðar lesendakannanir un VenluiwráAtlns o* ' d. t«r Mm 4( vU Actanun MkUlokU h)» JAnasl Krtetján* Annst mírrtttnS kom* «fi nokkr Virfiindt (afi etrtfit *fi Itetri •> ..................i Vtnluntr rtfia þ* ikil þ«A tektfi fnm *fi ■JðndeUdirhrtncurtnn hli m*r. þefir H hillyrtl þetti. vir þetr i4U- •r eem I hlul rt(i. 1« • þátttik endur <« íikrt/endur RluOðri DV vir ekkl t þeuum hfipL Ufi ver Uki hntn rflrvtfin ifi drs(i ekkl itr fuUrrfitntunnt tll firmls ot MtJi ifi „f "• Kjallaiinii Vllh|álmur EgilMon „Varla hefur fVrr veriö gerö Jafnvönd- I *«»" uö og viöamikíl könnun á lestri tíma- . I rlta nérlendis." ■•-SSLSí íuflt^líb^fif ir hfi thrta I Jinun. Kjallaragrein í DV hinn 3. febrúar sl. er reyndar tilefni þessara skrifa. Mönnum er mjög misjafnlega lagiö að leysa verk sín vel af hendi, það er alkunna. Þú, Vilhjálmur Egils- son, virðist af mörgum dæmum vera einn þeirra óheppnu sem vel meint verk snúast svo í höndunum á að betur væru ógerð. Þannig var um nýgerða könnun á lestri tíma- rita undir þinni stjórn og sama er að segja um kjallaragrein eftir þig í DV 3. febrúar sl. sem reyndar er tilefni þessara skrifa minna. Vandmeðfarið mat Þessa umræddu grein þína byijar þú á nokkurri úttekt á okkur rit- stjórunum, Jónasi Kristjánssyni, Herdísi Þorgeirsdóttur og undirrit- uðum. í tilefni af því er ef til vill rétt að benda þér á - ef vera kynni að þú hafir ekki vitaö það fyrir - að löngum hefur mat á öðru fólki verið talið afar vandmeðfarið, þar sem slík matsgerð hefur tilhneig- ingu til að segja meira um þann sem hana setur fram heldur en þann sem meta átti. Hlutur Herdís- ar er mestur í greinargerö þinni og skal það mat þitt ekki vefengt hér, það hefur þú vafalaust sett fram af þekkingu og vandaðri um- hugsun. Ég verð þó að játa að það kom mér óþægilega á óvart að vera metinn sem „því nær enginn". Ég vissi þó ekki betur en að ég væri íslenskur þjóðfélagsþegn af konu fæddur, rétt eins og þú sjálfur, Vil- hjálmur. Ég er líka alveg viss um að þjóðin mundi hafna minni for- sjá, meira að segja tvisvar í sama tilboðinu, ef hún ætti þess kost, rétt eins og þinni. Við erum þá kannski svipuð núll, báðir tveir. Og þá er kannski einskis misst að við skulum aldrei hafa hist né talað saman og mat okkar hvors á öðrum því jafnlítils virði og við sjálfir. í lok úttektar þinnar á okkur þrem setur þú fram opinskáar dylgjur um mig sem ósanninda- mann í frásögn minni um sam- skipti mín viö Verslunarráð í ................................. Kjallariim Sigurjón Valdimarsson ritstjóri Sjómanna- blaðsins Vikings sambandi við margumrædda les- endakönnun. Undir þeim þykir mér illt að liggja. Mér er að vísu jafnljóst og þér að engar sönnur verða færðar á þau samskipti, þar sem þau fóru öli fram í síma, en eigi að síöur þykir mér æði lítil- mannlegt aö slengja fram slíkum dylgjum þegar rök er ekki fyrir hendi. Ásakanirnar Viö skulum nú líta ögn á sjálfa lesendakönnunina sem er upphaf mikillar umræðu og gleymist trú- lega seint. Ásakanir mínar í þinn garð vegna framkvæmdar könnun- arinnar eru einkum tvær og voru settar fram í greinarkomi í Morg- unblaðinu 29. janúar sl„ eins og þér er greinilega vel kunnugt um. Önn- ur er sú að þú hafir gefið sumum útgefendum mikið forskot fram yfir aðra við undirbúninginn, ann- ars vegar með því að láta þá vita um könnunina mörgum mánuðum fyrr en hina og gafst þeim þannig kost á að undirbúa stórfellda kynn- ingu á tímritum sínum á hentugum tíma fyrir könnunina - kostur sem sannanlega var nýttur - og hins vegar með því að hafa þá útvöldu með þér í undirbúningi könnunar- innar og gefa þeim þannig mögu- leika á að hafa áhrif á framkvæmd- ina. Ég veit ekki hvort eða hvemig þeir nýttu þann möguleika en sýn- ist augljóst að svo hljóti að hafa verið, því hver gat tilgangur þeirra verið annar með setu í nefndinni? Ég hef ekki orðið þess var að þú hafir mótmælt sannleika þessarar ásökunar né borið hana af þér nema með dylgjunum sem ég nefndi hér að framan. Hin ásökunin var oröuð svona í grein minni: „Ekki veröur annað séð en að í þessu dæmi hafi útkom- an verið ákveðin fyrst og síðan reiknað til að styðja þá útkomu." Með öllu marklaus Ekki veit ég hvort þú hefur haft þessa ásökun mína í huga þegar þú skrifaðir: „Það sem skiptir mestu máli er að niðurstöður könnunarinnar gefa ekki vísbend- ingu um að eitthvað óeðlilegt sé á ferðinni. Þvert á móti má segja að niðurstöðumar séu einum of eðli- legar ef eitthvað er,“ og viljað staðfesta að þar fór ég með rétt mál. Þannig htur það að minnsta kosti út og ég er þér þakklátur fyr- ir að vera ekkert að lúra á því að þú vissir fyrirfram hver útkoman átti að vera og þér tókst að fá ein- mitt þá útkomu, jafnvel einum of nákvæmlega. Og svo örlítið um eftirfarandi fullyrðingu þína: „Varla hefur fyrr verið gerð jafnvönduð og viðamikil könnun á lestri tímarita hérlend- is.“ Þar kvaðst þú upp harðan dóm yfir þeim sem slíkt hafa reynt á undan þér því með rökum, sem koma fram hér að framan, tel ég þessa könnun með öllu marklauáít og til einskis nýta nema auðvitað sem auglýsingaplagg fyrir þá útgef- endur sem forgangs nutu við gerð hennar. Siguijón Valdimarsson „Ég veit ekki hvort eða hvernig þeir nýttu þann möguleika en sýnist aug- ljóst að svo hljóti að hafa verið, því hver gat tilgangur þeirra verið annar með set-u í nefndinni?“ Listin og náttúran í námsefni Börn og myndlist. - Umhverfisfræðsla og listir eru hvort tveggja dæmi um svið eða viðfangsefni i skólastarfi þar sem unnt er að upplifa og njóta i stað þess að vera mataður á skoðunum ... segir m.a. í greininni. Á miðvikudaginn var ræddi ég hér í blaðinu um mismun „mjúkra“ gilda og „harðra“ í skólastarfi og hélt því fram aö hörðu gildin réðu að meira eða minna leyti yfir skól- unum. Jafnframt hélt ég því fram að við kennarar yrðum að halda vöku okkar og beriast, í mýkt og meö hörku, fyrir nýjum áherslum í skólastarfi. Hvar á að berjast? Þótt ég trúi því að það sé and- rúmsloft skóla sem mestu ræður um hvaða áhrifum börn (og kenn- arar) verða fyrir er samt ljóst að andrúmsloft verður ekki til úr engu. Það verður heldur ekki til úr hefðinni einberri. Annars yrðu aldrei neinar breytingar. Vegna þess að vitsmuna- og tækmhyggja Vesturlanda hefur hertekið karlmenn á alvarlegri hátt en konur er það kostur í þess- um skilningi að meirihluti kennara er konur. Þótt konur eigi ekki einkarétt á „mjúku“ gildunum svo- kölluðu hafa þær verið í farar- broddi við að segja „hörðu“ gildunum stríð á hendur og leggja áherslu á nýja starfshætti í félags- málum. í skólastarfi táknar þetta að það er nauðsynlegt að hætta að láta tæknihyggju ráða feröinni. Margt bendir t.d. til þess að öllum þeim tíma sem kennarar þurfa að eyða í að skoða hvort tiltekin tölvuforrit eru nothæf sé sérlega illa varið. Lífið er ekki bara tækni: það er lif- andi og það er byggt á tilfinningum og mannlegum samskiptum. •Það er flókið og það er ekki auövelt að skipta því upp í einingar. Heili í mannveru er flóknari er milljón tölvur. Starfsemi hjartans í tilfmn- ingalegum skilningi er mörg hundruð þúsund sinnum flóknari en hin líffræðilega starfsemi þess. Samt sem áður er litlum tíma varið í skólum okkar til að skilja þá hlið meðan miklum tíma er eytt í ein- falda tækni sem er orðin úrelt á morgun. Og í stað þess að fjalla um Kjallarinn Ingólfur Á. Jóhannesson sagnfræðingur og nemi í Wisc- onsinháskóla i Bandaríkjunum ást og vináttu milli einstaklinga er umfjöllun um samskipti karla og kvenna að mestu bundin við eggja- stokka og sáðfrumur (ekki beinlín- is rómantískt viðfangsefni!). Mismunandi aðferðir við að öðlast þekkingu í andrúmslofti, þar sem beöið er um einfaldar niðurstöður (sem oft- ast eru reyndar rangar) er við ramman reip að draga. Við getum þó barist fyrir og rökstutt aðrar áherslur, t.d. fyrir bókmenntum, listum og annars konar viðhorfum gagnvart tilfinningum og um- hverfi. Mig langar að stela hér stuttri tilvitnun og þýða lauslega úr 20 ára gamalli bók eftir vísindamann, Bronowski að nafni, sem óttaðist afleiðingar af herleiðingu vísind- anna, t.d. eins og þau hafa verið notuð í skólastarfi. í þess háttar vísindum er þekking.sett fram í einfóldum, skilgreindum niöur- stöðum. í meðvitund okkar eru þannig mörkuð skil á milli um- hverfisins og okkar sjálfra. Bókmenntir, aftur á móti, opna leið til annars konar þekkingaröflunar. Við getum útvíkkað og skerpt til- fmningar okkar og samúð. Við skiljum betur hvernig er að vera hædd, svívirt, ástfangin, áköf. Allt þetta á upphaf í meðvitund um að við séum lifandi. Við getum sett okkur í spor fólks og skilið hvermg er að vera þreytt/ur. Á hinn bóginn getum við ekki sett okkur í spor málms sem er bræddur. Þetta er voldugur og kraftmikill rökstuöningur fyrir því að við verðum að leggja rækt við allt það námsefni sem getur hjálpað nem- endum okkar (og okkur sjálfum) að rækta og styrkja eigin tilfinning- ar. Ef tilfmningarnar eru veikar er baráttan í hinum harða heimi von- laus. Að eyðileggja ... Hæfileikar margra til að iðka hst- ir liggja ónotaðir Qg margir kunna hvorki að njóta fagurra lista né náttúrunnar. Það er „þroskahöml- un“. Með hörðu gildunum eyði- leggur skólinn þessa hæfúeika. Með mjúku gildunum setjum við þess háttar starf í öndvegi. Þettá er ekki bara spuming um námsefni. Þetta er spurmng um viðhorf og aðferðir. Bókmenntir hafa löngum verið kenndar með hættinum Hvað var Egill gamail þegar hann orti Höfuðlausn? og landafræöi með aðferðinm Hvað rennur Dóná gegnum mörg lönd? Utanbókarlærdómur ljóða eftir Jónas Hallgrímsson og Einar Bene- diktsson hefur eyðilagt það sem önnur ljóð hafa fram_ að færa, kannski fyrir lífstíð. Úpptalning fjarðanna á Austijörðum eða ánna í Rússlandi segir okkur ekkert um fólkið þar eða hvernig því hður þar í leik og starfi, að sumri og vetri. .. .eða byggja upp? Það er þýðingarmikið að líta á hlutina í samhengi. Barn verður ekki skihð nema sem hluti af fé- lagslegu, menmngarlegu og náttúr- legu umhverfi sínu. Viðfangsefm í skólastarfi, frekar en að skýra það sem eina nýja námsgrein til við- bótar, þar sem barniö fæst við umhverfi sitt eru mikilvæg. Við getum kallað þetta umhverfis- fræðslu, og þá meina ég í víðu samhengi en ekki bara dulnefni á náttúrufræði eöa landafræði. Umhverfisfræðsla og listir eru hvort tveggja dæmi um sviö eða viðfangsefm í skólastarfi þar sem unnt er að upplifa og njóta í stað þess að vera mataður eða mötuð á skoðunum og staðreyndum. Þar er rúm fyrir ástina og kærleikann og þar er rúm samvinnu á grundvelh jafnréttis og virðingar milli nem- enda og milli nemenda og kennara. Ingólfur Á. Jóhannesson „Starfsemi hjartans í tilfmningalegum skilningi er mörg hundruð þúsund sinnum flóknari en hin líffræðilega starfsemi þess.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.