Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988. 17 Lesendur Bréfritar! segist kviða því ef ökumönnum verður leyft að gera upp tjón sín ð milli á götum úti eftir umferðaróhapp, án þess að lögreglan komi þar nærri. Nýju umferðariögin: Tjónauppgjör á víða- vangi án lögreglu? S.G. hringdi: Ég er engan veginn ánægður með það fyrirkomulag, sem er samfara nýju umferðarlögunum, að menn geti valið um það hvort þeir láta kalla til lögregluna eða ekki, þegar eitt- hvaö ber út af í umferðinni, og ökumenn megi gera upp tjón sín á milli. Þetta er eitt þeirra atriða sem ég hræðist verulega mikið. Hvemig skyldi ástandið verða? Ekki vildi ég lenda í því að þurfa að sæta skakka- fóllum af völdum ökufants, sem ekur um götumar á 140 km hraða, eins og þess er getið var í frétt nýlega. Ég er viss um að margir vildu ekki þurfa að lenda í þvi að eiga sam- skipti viö svona menn. Ég er orðinn nokkuð við aldur og hef hvorki þrek né þor til að standa i útistöðum við menn á götum úti. Menn munu segja sem svo: Ja, ég er nú ekki með ökuskírteini á mér en skal bara hafa samband við þig seinna... Og eitthvað í þessum dúr munu orðaskipti verða, þegar menn komast upp á lag með að ekki er leng- ur skylda að kalla til lögreglu á staðinn. Ef lögreglan hefur ekki lengur tíma eða mannskap til að sinna hverju útkalli sem orsakast af ákeyrslum er illa komið málum í umferðinni hjá þjóð sem virðir að vettugi hvers kon- ar lög og reglur sem að umferðinni lúta. Eftir því sem lesendasíða DV kemst næst verður ennþá hægt að kalla til lögreglu á vettvang vegna hvers kon- ar óhappa og slysa sem kunna að henda í umferðinni. Það ætti því að vera ástæðulaus kvíðinn hjá bréfrit- ara fyrir því aö eiga ekki innhlaup hjá vörðum laganna hér eftir sem hingað til. Bogglapóstur til íslands: llmvatn hvarf úr pakka Sigr. Þóroddsdóttir hrmgdi: Hinn 13. nóvember sl. fékk ég pakka frá London. í pakkanum var litið snyrtiveski og slæða. Þetta var gjöf frá dóttur minni. Þegar hún spyr mig svo að því síðar hvemig mér hafi líkað ilmvatnið, sem átti að hafa verið í pakkanum, kom það flatt upp á mig því að það hafði ekki verið með. Er ég tók viö pakkanum sá ég aö hann hafði veriö rifinn upp og síð- an límdur aftur. Ég er ekki að gagnrýna það aö pakkinn skuli hafa verið opnaður. Það sem mér sámar mest er að geta ekki treyst því að innihald pakka komist til skila. Ég bar raig upp við fulltrúa hjá Bögglapóststofu, sem mér var vísað á að hafa samband við, en þar gat viökomandi ekki gefið neinar skýringar og hef ég ekki ástæðu til aö rengja þennan aöila eða gagn- rýna svör hans. Það á hins vegar að vera hægt aö treysta því að ekkert hverfi úr pökkum sem sendir eru hingað tii lands jafnvel þótt þeir séu opnaöir og innihald kannaö. Það er afar siæmt þegar viðtakendur þurfa að sætta sig við afgreiðslu sem þessa og það þegar vifni era aö því þegar gengið er frá innihaldi pakka viö sendingu. Vonandi heyrir svona tilfelli til undantekninga og því ætti viökom- andi stofnun að bæta viötakanda óþægindin eða koma til móts viö hann á einhvem þann hátt sem fullnægjandi er talinn. % ' IIÁ ÍSLENSKAR GETRAUNIR V Hl (þróttamiðstððínni v/Sigtún -104 Reykjavlk - Island • Sími 84590 GETRAUNAVINNINGAR! 24. LEIKVIKA - 13. FEBRÚAR 1988 VINNINGSRÖÐ: 1 X2-1 2X-X2X-211 1. VINNINGUR, kr. 661.368,96, flyst yfir á 25. leikviku þar sem engin röð kom fram með 12 rétta. 2. VINNINGUR, 11 RÉTTIR, kr. 283.443. 50394 Kærufrestur er til mánudagsins 7.03.88 kl. 12 á hádegi. SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖÐ 2 mánudagskvöldið 8. febrúar 1988 Vinningar í fyrri umferð þegar spilað var um eina lárétta línu. Spilað var um 10 aukavinninga, hvern að verðmæti kr. 50.000, frá Hljómbæ. 54, 77, 28, 84, 5, 61, 38, 53, 80, 12, 34, 66, 78, 21, 7, 79, 60 Spjöld nr. 20089 Þegar talan 60 kom upp var hætt að spila upp á aukavinningana. Þegar spilað var um bílinn komu eftirfarandi tölur upp. Spilað var um þrjár láréttar línur (eitt spjald). 142,16,89,26,68,1,36,72,45,6,17,88,71, : 67,9,52,20,44,14,63,4,49,33,8,70,41, 82, 10, 35, 46 Spjald nr. 12689 i OGUR STYRKTARFELAG SÍMAR 673560 OG 673561 tV\A) VERUM A VERÐI Neytendasíóan gefur aug- lýsingamálum viðskipta- ráðuneytisins gaum á morgun. Tilefnið er nýstár- legar aðgerðir til að efla verðskyn almennings með auglýsingum á vegum ráðuneytisins þar sem kannanir Verðlagsráðs eru hafðar til hliðsjónar. Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra segist ætla að aug- lýsa á þennan hátt i framtiðinni til að treysta samkeppni og upplýsa neytandann i hverri viku um hægstæðasta vöruverðið hverju sinni. Nánar i Lífsstíl á morgun. Þeir eru margir sem berjast við aukakilóin - en án nokkurs árang- urs. Á morgun veröa birtar f DV nokkrar uppskriftir að girnilegum hrísgrjónaréttum. Einnig verða birtar í DV á morgun athyglisverð- ar niðurstöður úr breskum og bandariskum rannsóknum. Þær þykja sanna að fylgni sé milli hollr- ar fæðu og aukins námsárangurs. Lesið um þetta f Lífsstil á morgun. 'T^j/yywdAÁc/&4i Fyrsti dagur i góu, öðru nafni konudag- ur, er á sunnudaginn ogþá gefaaltirgóöir eiginmenn konum sinum blóm, eða hvað? I Lifsstil á morgun verðurstikl- að á stóru um konudaginn rætt við starfsfólk i blóma- búðum, unnusta og eiginmenn, auk þess sem gerð er lausleg könnun á verði af- skorinna blóma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.