Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Side 33
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988.
33
kr. sem er heildsöluverð. Útsöluverð
lopa er 872 kr.
Kona, sem hefur með höndum inn-
kaup hjá Hildu hf., sagði aö konur
kæmu með 2-5 peysur á viku hverri,
en flestar aíköstuðu þó þremur peys-
um á viku. Hún vildi þó meö engu
móti gefa upp innkaupsverð peys-
anna.
Hjá Rammagerðinni fengust þær
upplýsingar aö þar stæðu nú yfir
breytingar og því væri ekki hægt að
taka við ullarpeysum fyrr en í mars.
Gert er ráð fyrir að borgað verði frá
1.600-2.075 kr. fyrir hverja peysu, aUt
eftir stærð og gerð. Útsöluverð til
ferðamanna er hins vegar um helm-
ingi hærra, 3.200-4.200 kr., inni í því
verði er auðvitað söluskattur og mis-
munurinn er því álagning.
Steinar Jónasson, verslunarstjóri
verslunar Álafoss á Vesturgötu 2,
sagði að þær vörur, sem versluninni
bærust, færu í strangt gæðaeftirlit.
Þeir taka við peysum og borga fyrir
sama verð og Rammagerðin. Þar eru
stórar og hnepptar herrapeysur
keyptar á hæsta verðinu eða 2.075
kr. Álagning þar er svipuð og í
Rammagerðinni eða um 95% sé sölu-
skattur reiknaður meö.
íslenskur heimilisiðnaður hefur
einnig tekiö við lopapeysum frá
prjónakonum. Verðið þar er það
sama og Rammagerðin og Álafoss
greiða sínum umbjóðendum. Á þess-
um þremur stöðum er prjónakonum
gefinn kostur á að kaupa lopann á
útsöluverði eða 600 kr. fyrir kg.
Á þessum stöðum, sem leitað var
til, var almennt áht fólks að magn
lopa í peysur væri yfirleitt á bilinu
6-800 g, allt eftir stærð að sjálfsögðu.
Því má segja að kostnaður við hverja
peysu sé um 350-500 kr. en afrakstur-
inn um 1.250-1.500 kr.
Það er því deginum ljósara að eng-
inn verður veraldlega ríkur af því
að selja lopapeysur. Hins vegar er
þörf hjá öllum að finna að einhvers
staðar séu not fyrir sig. Allir verða
að gera gagn einhvers staðar. Heim-
ilisiðnaður af þessu tæi veitir því t.d.
þeim atvinnutækifæri sem ekki eru
færir um að komast út á hinn al-
menna vinnumarkað eða eftirlauna-
fólki sem vill hafa eitthvað fyrir
stafni. -ÓTT
Maður verður nú að fá einhverja aura fyrir það sem maður hefur á
prjónunum.
Lífsstm
Hótelíbúðir
Nýtt fyrirkomulag á
íbúðamarkaðnum
Fyrirtækið Dögun hf. keypti á dög-
unum lóð þá þar sem áður var
Timburverslun Ama Jónssonar. Hér
er um að ræða um 4.000 fermetra
svæði sem nýbúið er að bjóða út til
sölu. Ætlunin er að hrinda í fram-
kvæmd á þessari lóð algerri nýjung
í húsnæðismálum hér á landi. Þeir
sem standa að þessum framkvæmd-
um kalla fyrirbærið hótehbúðir.
Gert er ráð fyrir aö stórt og mikiö
hús verði reist og í því munu veröa
um 70-90 íbúðir. Húsiö mun samtals
verða- um 2.000 fermetrar fyrir bha-
geymslu, 580 fermetra atvinnuhús-
næði og 5.200 fermetrar verða ætlaðir
sem íbúðarhúsnæði. Mest verður af
2ja herbergja íbúðum og eitthvað
verður af 3ja herbergja íbúðum. Þótt
hér sé talað um hótehbúðir er vert
að geta þess að ahar íbúðirnar verða
þinglýstar séreignir hvers eiganda.
Ibúðirnar verða allar afhentar fuh-
búnar meö húsgögnum, sjónvarpi,
sængurfatnaði, ísskáp og eldhúsá-
höldum.
Hugsunin á bak við þessar hóteh-
búðir má segja að sé eitthvað sem
kahast gæti mihivegur mihi hótel-
herbergis og leiguíbúðar. Hentugt er
t.d. fyrir fyrirtæki, sveitarfélög, að-
standendur sjúkhnga, sem koma frá
landsbyggðinni, og þá sem stoppa
stutt við í höfuðborginni á ári hverju
að eiga svona íbúðir. Eigendur geta
leigt öðrum húsnæði sitt þegar þeim
hentar ekki að nota íbúðir sínar sjálf-
ir.
Við aðalinngang hússins verður
móttaka fyrir eigendur eða gesti
íbúöanna svipað og á venjulegu hót-
eh. Rekstur hússins verður með þeim
hætti að eigendur mynda húsfélag
eöa stjóm sem síðan ræður íbúðahót-
elstjóra. Hann mun síðan sjá til þess
að fá fólk til starfa til bókana, að
skipta á rúmum vikulega og við
þrifnað. Á jarðhæð þessa stóra húss,
Laugavegsmegin, verður matvöru-
verslun, fatahreinsun eða þvottahús,
bakarí og fleiri þjónustufyrirtæki
fyrir íbúa hússins. Þau fyrirtæki
verða öll með einkarekstur. Á vegum
hótelstjómar verður hins vegar veit-
ingastaður, þvottahús, videokerfi,
símarekstur og fleira.
Ibúðaverð verður hærra en á hin-
um almenna fasteignamarkaöi eins
og gefur aö skilja. Kaupverö verður
á bihnu 4-5 milljónir á íbúð og er það
með hlutdehd í bhskýh. Búið er að
leggja drög að leiguverði á hverja
íbúð og má gera ráð fyrir aö 2ja her-
bergja íbúð, sem rúmað getur fjórar
þegar hann gerði sér grein fyrir að á
algengum ferðamannastöðum, eins
og á Costa del Sol á Spáni, væri al-
gengt að íbúðir væm leigðar svona
út. E1 Remo er t.d. hótelbygging á
sama stað, sem margir íslendingar
kannast við, og er rekin af fyrirtækj-
um eða félögum eða með svipuðu
manneskjur, múni verða leigð á
sama verði og 2ja manna herbergi á
hóteh yfir sumarið. Því má fastlega
gera ráð fyrir að verðið verði á bilinu
4-5.000 kr. á nóttina yfir sumarmán-
uðina. Að vetri er fyrirhugað að
Heimilið
íbúðirnar verði leigðar á 25-35.000
kr. á mánuði. íbúðirnar ættu því að
geta nýst þeim sem aðeins eiga stutta
viðdvöl í bænum verulega.
Hugmyndina að þessu íbúðafyrir-
komulagi átti Hjörtur Aðalsteinsson,
framkvæmdastjóri Döguhar hf.
Hann segist fyrst hafa farið að velta
vöngum yfir slíkum framkvæmdum
sniði og fyrirhugað er með Lauga-
vegshúsiö. Hjörtur segir það einnig
hggja í augum uppi að margir sumar-
bústaöir hér á landi, eins og þeir sem
eru í eigu félagasamtaka, eru reknir
á þennan hátt. „Hvers vegna ætti þá
ekki að vera hægt að reka íbúðar-
húsnæði í þéttbýli með svipuðu
sniði?“ sagði Hjörtur.
Óhætt er að segja að þarna sé nýj-
ung á ferð í íslenskum húsnæðismáí-
um. Ætlunin er a.m.k. að hús þetta
muni hýsa ólíka hópa fólks, allt frá
námsfólki th erlendra ferðamanna.
Þessi hugmynd býður því upp á
marga möguleika í húsnæðismálum
sem aldrei hafa áður skotiö upp koll-
inum. Hinn þröngi leigumarkaður
hér á landi ætti a.m.k. ekki að versna
með tilkomu þessa húss.
Svo er bara að bíða og sjá hvort ein-
hverjum lánum úr Húsnæðisstofnun
verður úthlutað th kaupa á þessum
íbúöum.
-ÓTT
Urval
Tímarit fyrir alla
HENTAR ÖLLUM ALLS STAÐAR - Á FERÐALAGINU JAFNT SEM HEIMA
MEÐAL EFNIS:
Skop 2 • Ógnvænlegt valdatafl á Persaflóa 3 • Síamstvíburarnir í Brasilíu 10 • Maðurinn sem varði
heiður sinn 15 • Ekki eyðileggja fortíðina 19 • Fulltrúi syndarinnar á þingi 23 • Sköpunargáfa og
þunglyndi 31 • Hve vel þekkir þú maka þinn? 35 • Til Meg sem er að verða þrettán 39 • Röð af
tilviljunum 41 • Hugsun í orðum 47 • Saga af svikum: Toshibahneykslið 48 • Nýtt lyf gegn kólesteróli
55 • Diplómat eftir dauðann 60 •Kuklarakreddur og læknisdómar 75 • Hvaða vikudag fæddist þú?
81 • Er farið að halla undan fæti fyrir þér? 86 • Völundarhúsið 96 •