Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1988, Blaðsíða 34
34
MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1988.
LífsstQl
Neytendur þurfa að vera vel á verði:
Meira en sjöfaldur munur
á uppsetningu loftneta
Neytendur þurfa sífellt að vera á
verði til að þeir séu ekki hlunnfarn-
ir. Fyrir rúmu án létu íbúar fjöl-
býlishússins að Álftamýri 24-30 í
Reykjavík setja upp sjónvarpsloft-
net sem gæti tekið við sendingum
Sjónvarpsins og Stöðvar 2. Sjón-
varpsþjónustan sf. áð Síðumúla 2
setti upp loftnet og magnara sem
náði báðum stöðvunum auk send-
inga frá kapalkerfi sem í gangi er
í hverfínu. Reikningur Sjónvarps-
þjónustunnar hijóðaði upp á rúmar
níu þúsund krónur.
í nóvember síðastliönum rofnaði
sendingin og ljóst var að loftnetið
eða magnarinn hafði bilað. Þetta
gerðist um helgi og íbúar fjölbýlis-
hússins urðu að sjálfsögðu felmtri
slegnir þar sem þeir sáu fram á
sjónvarpslausa helgi. Við svo búið
mátti ekki standa og hringt var út
og suður en engin viðgerðarþjón-
usta svaraði kallinu fyrr en náðist
í mann nokkurn sem rekur sjón-
varpsloftnetaþjónustu í frístund-
um. Hann kom á staðinn og sagði
eftir stutta skoðun að fyrri upp-
setning hefði verið „fúsk“. Hann
tók að sér verkið, lauk því og sendi
inn reikning upp á rúmar 76 þús-
und krónur. í verðinu voru inni-
faldir þrír magnarar, hver upp á
tæpar nítján þúsund krónur, og
eitt stykki „power supply“ eða
straumgjafi upp á tæp tólf þús-
und.
Neytendur þurfa að gæta sín á kostnaðinum við að setja upp sjónvarpsloftnet eins og á öllum öðrum svið-
um. Það sanna dæmin.
Þegar viðgerðarmaöurinn hafði
lokið sínu verki kom í ljós að Sjón-
varp og Stöð 2 sáust prýðilega en
kapalkerfið var dottið út. Sagðist
viðgerðarmaðurinn geta bætt við
enn einum magnaranum til að ná
þeirri sendingu en magnarinn
kostaði tæp 19 þúsund. Var þá
heildarverðið komið upp í tæp
hundrað þúsund krónur!
íbúar íjölbýlishússins voru ekki
sérlega hrifnir af reikningnum og
báru hann undir sérfræðinga sem
töldu magnarana allt of sterka og
að þeir myndu nánast duga sæmi-
lega stóru byggðarlagi. Starfsmenn
Sjónvarpsþjónustunnar kváðu
sýnt aö magnarinn sem þeir settu
upp hefði bilað og hann væri enn
í ábyrgð og því hefði ekkert kostað
húsfélagið aö skipta um magnara
sem fyllilega hefði dugað fiölbýhs-
húsinu.
Nú var farið fram á það að við-
gerðarmaðurinn góði tæki niður
magnara sína, endurgreiddi þá en
eftirhéldi vinnulaunum sínum,
tækjaleigu og bílakostnaði. Þessu
neitaði hann. Það fór því svo að
Sjónvarpsþjónustan sf. tók niður
kerfið sem viðgerðarmaðurinn
hafði sett upp og kom fyrir magn-
ara eins og þeim sem fyrir hafði
verið. Verslun Georgs Ámunda-
sonar & Co, sem selt hafði viðgerð-
armanninum magnarana alla, tók
við þeim af húsfélaginu og ætlar
að annast sölu á þeim fyrir íbúa
fiölbýlishússins.
Sú staðreynd stendur sem sé eftir
að til eru iðnaðarmenn hér í bæ
sem pranga inn á fólk meira en sjö-
falt kostnaðarsamari þjónustu en
nauðsynlegt er og rétt er fyrir fólk
að kynna sér vel állar hliðar mál-
anna áður en það gengur til
samninga.
-ATA
i
BLAÐ
BURDARFÓLK
t 1?
1?
i
i
i
Samtún
*************************
Borgartún 22-34
*************************
Hverafold
Funafold
*************************
Miðtún
*************************
Vesturás
Klapparás
Kleifarás
Lækjarás
Malarás
*************************
t
111
ÞVERHOLTI 11
AFGREIÐSLA
t 111
SÍMI 27022
Manðr fúskarar
■ faginu
„Ég held að ekki séu mörg dæmi um svona mál því samkeppnin er hörö
á þessu sviöi. En þetta sýnir kannski vel aö fólk á að leita tilboða í verk
eins og þetta. Þá fær það bestu vöruna á lægsta verðinu,“ sagði Georg
Ámundason en fyrirtæki hans seldi viðgerðarmanninum magnara og
önnur tæki fyrir fiölbýlishúsið í ÁiftamýrinnL
„Það er fúllt af fuskurum í faginu og fólk ætti því aö leita til fyrirtækja
sem sérhæfa sig í iöninni því annars getur farið illa eins og dæmin sanna.
Viö höfum tekið að okkur aö selja tækin sem sett voru upp fýrir fiölbýl-
ishúsið í Álftamýrinni en þess skal getið að í millitíöinni hefur komið
tollalækkun á þessar vörur sem að sjálfsögöu lækkar verömæti þeirra.
Við höfum reynt að koma til móts við íbúa hússins eins og við getum en
samt verður þaö óneitanlega fyrir töluveröum kostnaði vegna vanþekk-
ingar viðgerðarmannsins,“ sagöi Georg. -ATA
Þekkingarieysi eða
bara hreinn stuldur
- segir Gunnar HJá Sjónvarpsþjónustunni
„Það er óalgengt að fólk lendi í svona slæmum málum í þessari grein.
Eg er að vona að hér hafi þekkingarleysi viðgerðarmannsins verið inn
að kenna. Ef ekki þá er þetta hreinn stuldur,“ sagði Gunnar HUmarsson
þjá Sjónvarpsþjónustunni sf„ Síðumúla 2.
„Þama var um að ræða stærsta magnarakerfi sem til er fyrir fiölbýlis-
hús og er svipað kerfi og við settum upp á Grandanum nýlega fyrir
nokkur hundruð íbúöir.
Að setja svona kerfi í venjulegt Qölbýlishús er svipað og ef fimm manna
fiolskylda seldi fólksbíliim siim og keypti sér rútu,“ sagði Gunnar.
Hann benti jafnframt á að fólk ætti að snúa sér til fyrirtækja sem ynnu
að slíkum málum dags daglega, ekki einhverra manna sem væru að vinna
að þessu í frístundum, vinnu sem hvergi væri gefin upp og því væri er-
fitt að sækja menn til ábyrgðar.
-ATA