Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. 3 Fréttir Halldór útskrifaður: Hefiir þyngst um þrjú kíló og líður vel „Það er skrýtin en um leið stórkost- leg tilfinning að vera aftur kominn heim til fjölskyldunnar eftir árs legu á sjúkrahúsi," sagði Halldór Hall- dórsson, hjarta- og lungnaþegi, en hann útskrifaðist af Harefield sjúkrahúsinu á fostudag. „Nú er ég á eins konar göngudeild og þarf að fara í rannsókn tvisvar í viku. Mér finnst frábært að þurfa ekki að mæta oftar en þetta á sjúkra- húsið þar sem ekki eru liðnar nema fjórar vikur frá aðgerðinni," sagði Halldór. Halldór sagði að þaö væri smám saman verið að draga úr lyfjagjöf hjá sér. Nú væri hann kominn á þau lyf sem hann þarf að taka inn reglulega í framtíðinni, það er lyf sem koma í veg fyrir að líkaminn hafni nýju líf- færunum. „Ég hef alltaf verið bjartsýnn og hjá mér var planiö aö dæmið gengi svona hratt og vel upp. En ég vissi þó að allt gat farið á annan veg. Og ég er ekki alveg sloppinn, enn geta komið bakslög en líkurnar á þeim minnka eftir því sem lengra líður frá aðgerðinni," sagði Halldór. Hann sagðist vera að íhuga þann möguleika að komast á „völlinn” en HaUdór er mikill knattspyrnuáhuga- maður. Hann vill þó enga áhættu taka og mun þvi bíða þar til hlýnar í veðri. „Og ef allt gengur að óskum, eins og það hefur gert hingað til, kemst ég heim til íslands í maí,“ sagði Halldór Halldórsson í samtali við DV. -ATA Gljáandi HARKA með Kópal Geisla Veldu Kópal með gljáa við hæfi. * ■ 1 J 1 \ T f Æ x \ f \ ys|/\\ o J Milljónir á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111 < in c ro n c o Q.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.