Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 7
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. 7 Viðskipti Skýrsla matsnefhdar Utvegsbankans á leiðinni 200 milljónir töpuðust vegna gjaldþrots Nesco Gjaldþrot Nesco Manufacturing hf. lendir af miklum þunga á rikissjóð vegna gamla Útvegsbankans. Það sem gerir málið flókið er það að Nesco fyrirtæk- in eru sex, þar af þrjú stofnuð á liðnu ári. DV-kort Samúel Matsnefnd Útvegsbankans mun nú fara að skila skýrslu sinni til fjár- málaráðherra en í skýrsluni munu koma fram heildarskuldir þær sem ríkissjóður mun þurfa að taka yfir vegna hruns bankans. Væntanlega mun margt koma í ljós við lestur skýrslunnar. Einn af stærri útgjaldaliðum vegna bankans er án efa vegna gjaldþrots Nesco Manufacturing hf. sem átti sér stað um áramótin síðustu. Útvegs- bankinn var helsti viðskiptabanki fyrirtækisins sem átti í mjög um- fangsmiklum viðskiptum hér og erlendis. Erfitt hefur reynst að afla nákvæmra upplýsinga um hve mikil skuld fyrirtækisins var við Útvegs- bankann. í samtölum við Óla Anton Bieltvedt, sem var forstjóri og aðal- eigandi Nesco Manufacturing, kemur fram aö gjaldþrotið er upp á rúmar 300 milljónir kr. Vafasamt er hins vegar hve miklar eignir koma þar á móti. Samkvæmt heimildum DV þykir ljóst aö allavega 200 millj- ónir kr. falla á ríkissjóð vegna Nesco Manufacturing hf. Sex Nesco fyrirtæki Það sem gerir málið flóknara en ella er aö Nesco fyrirtækin eru sex að tölu og innbyrðistengsl þeirra hafa orðið tilefni rannsóknar hjá bústjóra, Gesti Jónssyni lögfræðingi. Þrjú þeirra voru stofnuð á síðasta ári, Nesco Laugavegi, Nesco Kringl- unni og Nesco Xenon. Að sögn Óla Antons Bieltvedt var nauðsynlegt að stofna þessi fyrirtæki til að fá nauð- synlega bankaþjónustu. Taldi hann aö með stofnun þessara fyrirtækja hefði verið hægt að milda mjög áhrif gjaldþrots Nesco Manufacturing hf. t.d. með sölu vörubirgða og trygg- ingu viðskiptavilda. Þessi fyrirtæki eru sjálfstæð fyrirtæki og eru Óli Anton og hans fjölskylda stærstu hluthafarnir. Nú er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við það að bústjóri athugi tengsl hins gjaldþrota fyrirtækis og þeirra ný- stofnuðu - það mun yfirleitt tíðkast. Athugað er í því sambandi hvort við- unandi verð er greitt fyrir eignir og viðskiptavild. Nesco á Laugavegi keypti rekstur- inn hér heima á 20 milljónir kr. en Nesco-Xenon keypti erlenda rekstur- inn á 12 milljónir. Óvissa með hlutafé í upphafi var hlutafé Nesco Manufacturing 25 milljónir gamalla króna. í upphafi árs 1986 var eina hlutafjáraukning félagsins þegar nýtt hlutafé upp á 38 milljónir kr. var skráð í sjóði félagsins. Einhver óvissa viröist vera með þessa hlutafjáraukningu, að sögn Gests Jónssonar bústjóra. Undir það tók skiptaráðandi, Ragnar Hall hjá borgarfógeta. Samkvæmt heimildum blaðsins mun óvissan stafa af því að á bak við hlutafjáraukninguna var skuldabréf til 10 ára með heldur ótryggar íjárskuldbindingar á bak við sig. Er talið öruggt að þetta bréf standi ekki undir þeirri hluta- íjáraukningu sem átti sér stað. Eigið fé lagt undir Það kom fram í máli Óla Antons Bieltvedt að hann verður fyrir gífur- legu persónulegu tjóni vegna gjald- þrotsins. Sagði hann að fasteignir í eigu fiölskyldu hans myndu ganga upp í gjaldþrotið enda hefðu þær ó- spart veriö notaöar sem veð fyrir skuldum fyrirtækisins. Undir þetta tók Sigurjón Ragnarsson, sem átti 'A í Nesco Manufacturing. Sagðist hann þurfa að ráðast í miklar eignabreyt- ingar vegna gjaldþrotsins. Hann mun ekki lengur vera hluthafi í neinu Nesco fyrirtækjanna. „Ég hygg að aldrei hafi einkaaðilar orðið fyrir jafnmiklu tjóni vegna falls eins fyrirtækis," sagði Óli Anton Bi- eltvedt um leiö og hann tók fram að eigendur fyrirtækisins hefðu aldrei skýlt sér bak við hlutafélagsformið. Þess má geta aö að helmingur Nesco-hússins við Laugaveg var seldur á nauðungaruppboði 3. nóv- ember og keypti Útvegsbankinn þá húsið á 9,5 milljónir kr. en bankinn var aðalkröfuhafmn. Mun bankinn vera að leggja drög að því að kaupa hinn helming húsins af Sigurjóni Ragnarssyni. Nesco Laugavegi hefur verið í þessu húsi sem löngum hefur verið tákn fyrirtækisins en að sögn Óla Antons hefur fyrirtækið hugsað sér til hreyfings. Verðgildi vörubirgða Vörubirgðir Nesco Manufacturing munú vera helsta trygging fyrir skuldum félagsins. Mikil óvissa ríkir um verðgildi þessara vörubirgða. Óli Anton Bieltvedt kvað þær vera um 150 milljóna kr. virði en samkvæmt öðrum heimildum blaðsins þá mun það vera mjög ofáætlað. Vörur eins og þær sem Nesco seldi og framleiddi hafa almennt séð stutt- an líftíma og falla skjótt í veröi. Þá mun samsetning vörulagersins ekki vera sem heppilegust og yfirhöfuð óvíst hve vel gengur að selja hann. Þetta munu vera tæki sem framleidd eru undir nafni Nesco sem gerir það að verkum að fullkomlega óvíst er um hvort nokkur tekur að sér hluti eins og varahlutaþjónustu. Að sögn bústjóra vantar gífurlega mikið upp á að lagerinn standi á móti veðum. Reyndar mætti þakka fyrir ef hann stæði undir fram- leiðslukostnaðarverði. Vörulager þessi er í Kaupmannahöfn og að sögn Óla Antons er hann að verða upp- seldur. Ætti því söluverð hans aö geta legið fyrir fljótlega. Útvegsbankinn enn einu sinni Þaö er ljóst aö það er Útvegsbank- inn gamli sem situr í súpunni og þykir víst mörgum nóg um sein- heppni bankans með viðskiptavini sína. Þetta styður reyndar þá skoðun að til bankans hafi þeir helst leitað sem enga fyrirgreiðslu hafi fengið annars staðar. 90% skulda Nescp Manufacturing eru gagnvart Útvegsbankanum gamla en hann sagði upp viöskiptum sínum við Nesco 1985 en þjónaði fyr- irtækinu fram tfi 1986. Engin við- skipti munu vera við Útvegsbankann hf. en hann mun þó hafa yfirtekiö eitthvað af skuldum Nesco við gamla Útvegsbankann. Einhver viðskipti mun Nesco eiga í Búnaðarbankanum en að sögn Stef- áns Valgeirssonar, stjórnarfor- manns bankans, munu trygg veð vera fyrir öllum þeim viðskiptum. Að sögn Óla Bieltvedt eru erlendar skuldir fyrirtækisins engar en það er þó ljóst áð hluti af þeim skuldum sem fyrirtækið skilur eftir sig hjá Útvegsbankanum eru tilkomnar vegna erlendra lána sem Útvegs- bankinn sá um. Enn hefur lítið af erlendum kröfum borist til bústjóra sem er ekki óeðlilegt því kröfufrestur er til 29. mars. Þá má geta þess að Nesco-Xenon, sem tók viö viðskiptum Nesco Manufacturing erlendis, hefur fengið inni í dönskum banka, Privatbanken. -SMJ Hin árlega útsala Teppalands hefst á Nú er einstakt tækifæri því verslunin grásteinn og skífur, parket, parket- laugardaginn. Það hefur aldrei verið er full af útsölu-gólfefnum, s.s. gólf- afgangar, gólfkorkur og veggdúkur. eins auðvelt að gera eins góð kaup á teppum, stökum teppum, mottum, gólfefnum á stórlækkuðu verði. dreglum, bútum, teppaafgöngum, Við höfum lækkað verðið um allt að gúmmímottum, gólfdúk og gólfdúkar- 50% - það munar um minna. bútum. Einnig fyrsta flokks flísar, Það vilja allir spara - nú er tækifærið. Opi<§ frá kL 10:00 — 14:00 laugardag. Teppaland • Dúkaland Grensásvegi 13, sími 83577 og 83430, Rvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.