Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Side 9
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. 9 Utlönd -perla íslensks skemmtanalífs! Nú mæta allir Mánaklúbbsfélagar og gestir þeirra timanlega því heilmikið er um að vera um helgina. Hinn frábæri Tommy Hunt skemmtir á föstu- dags- og laugardagskvöld. Guðmundur Haukur annast tónlistarflutning föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. í „A LA CARTE" salnum er kominn nýr og spenn- andi matseðill. Munið að panta borð i tíma. L Opnunartímar Mánaklúbbsins: ‘t Fimmtudaga 18.00-01.00 Föstudaga 18.00-03.00 Laugardaga 18.00-03.00 Sunnudaga 18.00-01.00 Brautarholti 20, símar 23333, 23335 og 29098 Danir framselja nýnasista Guimar Kristjánsson, DV, Kaupmannahö&i: Eftir nokkra vikna íhugun hefur Erik Ninn Hansen, dómsmálaráö- herra Danmerkur, ákveöiö að framselja nýnasistann Thies Chri- stophersen til Vestur-Þýskalands. Vestur-Þjóöverjar hafa í um mánaö- artima krafist þess aö fá nýnasistann framseldan því þeir vilja lögsækja hann fyrir yfirlýsingar hans um heimsstyrjöldina síöari. Thies Christophersen er nú stadd- ur í Kanada á ráðstefnu nýnasista þar sem hann meðal annars ætlar aö vitna um aðstæöurnar í þýskum fangabúðunum. Hann heldur því meðal annars fram að engar útrým- ingarbúðir hafi verið í Auschwitz. Thies Christophersen hefur þriggja daga frest til aö kæra ákvörðunina. Ole Espersen, þingmaöur sósíal- demókrata, er mjög ánægöur meö ákvöröun dómsmálaráðherra. Hann telur að Danmörk eigi ekki aö vera griðastaður fyrir erlenda nýnasista. Espersen er einnig þeirrar skoöunar að ákæra eigi danska nýnasista eftir sömu lögum. Dómstóll Evrópubandalagsríkja leggur áherslu á að bandalagsríkin meðhöndli sína eigin þegna á sama hátt og útlendinga, segir Espersen. Borgarstarfsmenn í Panamaborg vinna að hreinsun gatna borgarinnar eftir mótmælaaðgerðir undanfarinna daga. Simamynd Reuter Óttast eigna- upptöku Flugfélagið Air Panama hefur ákveðið að hætta flugrekstri á leið- um til Bandaríkjanna um sinn af ótta viö að bandarísk yfirvöld taki far- þegaþotur þess eignamámi. Banda- rísk stjórnvöld hafa nú ákveðið að beita Panamabúa efnahagslegum þrýstingi sem beinist gegn Manuel Antonio Noriega, yfirmanni hers Panama og raunverulegum stjóm- anda landsins. Bandaríkjamenn hafa ákveðið að koma í veg fyrir að Nori- ega geti tekið fjármuni Panama út úr bandarískum bönkum og er á- kvörðun þessi tekin að beiðni Eric Arturo Delvalle, fyrrverandi forseta Panama, sem settur var af í síðustu viku. Stjórnarandstaða Panama ákvað í gærkvöldi að aflétta allsherjarverk- falli því sem boðað hafði verið til þess að knýja á um afsögn Noriega. Er verkfallinu aflétt vegna ótta um þær efnahagslegu afleiðingar sem þvingunaraðgerðir Bandaríkja- manna kunna að hafa í Panama. Leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði í gær að þessar aðgerðir Bandaríkja- manna hefðu komið sér verulega á óvart. Bæjaifulltrúar kærðir Gunnar Kristjánsson, DV, Kaupmannahöfn: Tólf af bæjarstjórnarmeðlimunum í Ishöj, sem er eitt af úthverfum Kaupmannahafnar, hafa verið kærð- ir til lögreglunnar fyrir kynþáttamis- munun. Ishöj-nefndin gegn útlend- ingahatri stendur að baki ákærunni. A fundi hjá bæjarstjórn á þriðju- dagskvöld greiddu tólf atkvæði gegn tillögu bæjarstjórans um að sækjast eftir því að enn íleira fólk af erlend- um uppruna setjist að í Ishöj. Nefndin telur að með þessu móti hafi bæjarfulltrúar ásamt borgar- stjóranum brotið gegn sáttmála Sameinuöu þjóðanna um afnám kyn- þáttamismunar. Álítur nefndin að hér séu dönsk hegningarlög brotin að sama skapi sem getur þýtt allt frá sekt til sex mánaða fangelsis. Þeir sem eru ákærðir eru bæjarfulltrúar sósíaldemókrata, íhaldsmenn og rót- tækir vinstri menn. í Ishöj eru tuttugu þúsund og fimm hundruð íbúar. Þar af eru 12,4 pró- sent innflytjendur og er það stærsta hlutfall innflytjenda í bæjarfélagi í Danmörku. í Ishöj eru helmingi fleiri innflytjendur en Danir atvinnulaus- ir. Bæjarfulltrúarnir, sem greiddu at- kvæði gegn tillögu bæjarstjórans, halda því fram að Ishöj geti ekki tek- ið á móti fleiri innflytjendum vegna þess að hættan á myndun fátækra- hverfis er yfirvofandi. Fellur stjómin á einni krónu? PáK Viihjálmsson, DV, Osló: Samningar, sem fela í sér einnar krónu launahækkun á tímann, gætu fellt minnihlutastjóm norska Verkamannafiokksins. Með hjálp ríkisstjórnarinnar gerðu alþýðu- sambandið og samtök atvinnurek- enda launasamning nýverið. Til aö greiða fyrir samningunum beitir ríkisstjórnin sér fyrir lagasetningu sem bannar launahækkanir um- fram samninga atvinnurekenda og alþýðusambandsins. Ríkisstjórnin fær stuðning borg- araflokkanna við lagasetninguna. Hægri flokkurinn neitar stuöningi við launalögin nema með því skil- yrði að launþegasamtökum gefist kostur á að senja um allt að fimm prósent launahækkanir. Forysta alþýðusambandsins segir að nái þessi krafa Hægri flokksins ífam að ganga muni sambandiö ekki staðfesta nýgerða launasamninga. Fari svo er grunnurinn að efna- hagsstefnu ríkisstjórnárinnar hruninn og mestar líkur á að minnihlutastjóm Verkamanna- flokksins segi af sér. Á næstu dögum kemur í Ijós hvort krónusamningurinn verður rikisstjóminni að falli. Gott verð. Framúrskarandi gæði Opið allar helgar. TM-HUSGOGN Siðumúla 30 - Sími 68-68-22

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.