Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. Útlönd_______________________ Sviplitlir fbrsetafram- bjóðendur á ferðinni George Bush, varaforseti Bandarikjanna, er í dag talinn líklegastur til þess að hljóta útnefningu repúblikana, þrátt fyrir tilraunir Robert Dole til að hnekkja framboði hans. Símamynd Reuter Undirbúningur forsetakosning- anna, sem fara eiga fram í Banda- ríkjunum í nóvembermánuði næstkomandi, er nú á fullri ferð. Forkosningar stóru flokkanna tveggja, demókrata og repúblikana, hófust fyrir nokkru og þegar hefur verið kosið i nokkrum fylkjum. Framundan er nú „þriðjudagurinn mikh“, eða super-tuesday, eins og þarlendir nefna hann, en þá verður gengið til forkosninga í einum tutt- ugu fylkjum. Má segja að athygli flestra þeirra Bandaríkjamanna, sem á annað borð hafa áhuga á stjórnmálum, beinist nú að þeim degi, enda líklegt aö þá ráðist örlög flestra þeirra sem vonast eftir út- nefningu sem forsetaefni flokk- anna tveggja. Frambjóðendur sjálflr eru mikið á ferðinni og reyna nú að tryggja sér sem flest at- kvæði, þótt óneitanlega virðist tilraunir þeirra fremur tilþrifalitl- ar enn sem komið er. Úrslit nær ráðin Segja má að í raun séu úrslit for- vals flokkanna tveggja nær ráðin nú þegar. Hjá hvorum flokki fyrir sig virðast aðeins tveir menn koma til greina og baráttan því orðin að tveim einvígjum sem væntanlega verða útkljáð í næstu viku. Hjá repúblikönuin stendur slag- urinn milli þeirra George Bush, varaforseta Bandaríkjanna, og Ro- bert Dole, leiðtoga repúblikana i öldungadeild bandaríska þingsins. Óneitanlega virðist Bush þar sigur- stranglegri þegar þetta er skrifað, en Dole hefur þó nægan styrk til þess að verði hann ofan á næst- komandi þriðjudag telst óvist að Bush nái sér á strik að nýju. Meðal demókrata stendur styr- inn hins vegar milli þeirra Richard Gephardt fulltrúadeildarþing- manns og Mikhael Dukakis fylkis- stjóra. Mjótt virðist á mununum milli þeirra tveggja en þeir sem vitið hafa fullyrða þó að Gephardt sé öllu líklegri til að hljóta tilnefn- ingu sem forsetaefni demó- kratanna. Væntanlega munu úrslitin á þriðjudag gefa nær afger- andi vísbendingu um vilja demó- krata í þetta sinn, jafnt sem repúblikananna. Þriðju mennirnir í báðum flokkum er þó að finna „þriðja manninn“ sem gæti haft veruleg áhrif á endanlegt val fram- bjóðanda og þá stefnumörkun sem fara á fram á flokksþingunum í sumar. Þótt þessir aðilar eigi nær enga möguleika til þess að hljóta útnefningu sem forsetaefni virðast þeir hklegir til þess að sópa að sér nægilega mörgum kjörmönnum í forkosningum til þess að verða í oddaaðstöðu á flokksþingunum. Trúboði Hjá repúblikönum er þessi odda- maður Pat Robertson - sjónvarps- prédikari, sem undanfarin ár hefur byggt upp sterkan bakhjarl meðal trúaðra Bandaríkjamanna, en hef- ur nú lagt af boðun guðstrúar á skjánum um sinn til þess að láta reyna á möguleika sína í stjórn- málum. Robertson hefur komið nokkuð á óvart í forkosningum þeim sem þegar hafa farið fram og hefur þar jafnvel skotið sér upp á milli aðalframbjóðendanna tveggja, Bush og Dole. Talið er fuhvíst að þegar talið hefur verið eftir forkosningamar á þriðjudag muni annaðhvort Bush eða Dole skipa efsta sætið meðal repúblikana. Líklegt er einnig að hinn „stórkarhnn“ skipi annað sætið og ef tiltölulega lítið at- kvæðamagn skilur á mihi haldi barátta þeirra áfram. Mögulegt er þó að Robertson skjótist upp í ann- að sætið og með þvi myndi hann gera út um vonir þess sem yrði að sætta sig viö þriðja sætið. Hvorki Bush né Dole gætu risið aftur úr þeirri öskustó. Meðal þeirra fylkja, sem kosið er í á þriðjudag, em mörg suðurfylkjanna og þar á Ro- bertson, líkt og aðrir sjónvarps- prédikarar, einna mestu fylgi að fagna, enda þar að finna hið svo- nefnda biblíubelti. Jafnvel þótt Robertson takist ekki að krækja í annað af efstu sætunum á þriðjudag em enn tölu- verðar hkur th þess að hvorki Bush né Dole mæti til flokksþings repú- blikana með þann meirihluta kjörmanna sem þarf til að hljóta útnefningu. Robertson gæti þá haft úrslitavald um það hvor þeirra hreppir hnossið og víst er að hann mun selja þann stuðning dýrt. Jackson Oddamaöur demókrata er hins vegar Jesse Jackson, þeldökkur fyrrverandi prédikari, sem um nokkurt árabil hefur verið meðal leiðtoga jafnréttisbaráttu svert- ingja í Bandaríkjunum. Jackson hefur áður keppt að út- nefningu sem forsetaefni demó- krata. Svo gæti virst sem hann tæki þátt af einhvers konar þrá- hyggju, ætli að verða fastur liður á dagskrá forvals demókrata um ókomna tíð. í raun er þó Jackson einfaldlega að ryðja veginn, líkt og John F. Kennedy og Geraldine Ferraro á sínum tíma. Kennedy var fyrsti kaþóhkkinn sem kjörinn var for- seti Bandaríkjanna. Geraldine Ferraro var fyrsta konan sem boð- in var fram sem varaforsetaefni í forsetakosningum. Þótt Jackson verði ef th vhl hvorki forseta- né varaforsetaefni kemur að því að grundvöhur skapast fyrir framboði htaðs aðha og þá hefur Jackson þegar skapað honum farveg. Frammistaða Jackson í forkosn- ingum th þessa hefur enda verið slík að hugsanlega mætir hann til flokksþings demókrata með nægi- legan stuðning th að knýja fram ýmis af áhugamálum sínum. Gæti hann haft veruleg áhrif á þá stefnu sem forsetaefni demókrata fer með sem veganesti inn í kosningabar- áttuna sjálfa. Er ekki ólíklegt að Jackson hyggi á ýmislegt í jafnrétt- ismálum og menntamálum í þeim efnum, svo eitthvað sé nefnt. Hinn möguleikinn er svo auðvit- að fyrir hendi, þótt óneitanlega virðist hann fjarstæðukenndur í dag, að Jackson krefjist þess að verða varaforsetaefni demókrata, í krafti þeirra kjörmanna sem hann mun ráða yfir. Svipleysi Ef til vUl er orsaka þess að flokk- amir virðast báöir ætla að steðja á flokksþing án þess að forkosningar þeirra hafi ákvarðað frambjóðanda fyrst og fremst að leita í svipleysi þeirra sem gefa kost á sér. Meðal þeirra fjögurra sem nú eru taldir eiga möguleika til útnefning- ar er í raun enginn sem hefur skipað sér afgerandi sess í hugum Bandaríkjamanna. Enginn þeirra hefur unrnð nein afrek í stjórn- málum, enginn þeirra er skörung- legur í framkomu, afgerandi í afstöðu sinni til mála eða hefur annað það tU að bera sem gæti gert hann að raunverulegum leiðtoga. í raun er hópur sá sem nú berst um atkvæði í forkosningum föheitur og tilþrifalítill og það meira að segja svo að kappræður þeirra á mihi í sjónvarpi líkjast meir þægi- legri kvöldstund í vinahópi heldur en orrahríð mihi andstæðinga. Haldi svo áfram sem nú horfir lendir kosningabaráttan árið 1988 ef th vill á spjöldum sögunnar sem hin leiðinlegasta frá upphafi. Bush og Dole Þótt George Bush skipi nú emb- ætti varaforseta Bandaríkjanna hefur hann verið fremur thþrifaht- U1 í stjómmálum. Hann var kjörinn fuUtrúadeUdarþingmaður fyrst árið 1966 og svo endurkjörinn 1968, en tapaði kosningum um sæti í öld- ungadeUd þingsins bæði 1964 og 1970. Bush hefur þótt fremur af- skiptalítUl og þykir ekki líklegur tíl þess að verða athafnasamur for- seti, enda maðurinn nægilega Utlaus til þess að gegna gagnrýnis- lítið einhverju af umdeUdustu embættum Bandaríkjanna. Dole er í raun mun svipmeiri sem stjómmálamaður heldur en Ge- orge Bush. Hann er nú leiðtogi repúblikana í öldungadeUd banda- ríska þingsins og þótt hann hafi ekki verið verulega hávær hefur hann á stundum reynst Reagan for- seta þungur í taumi. Dole hefur haft forystu um ýmis mál sem demókratar telja fremur tilheyra sér en repúblikönum, þeirra á með- al ýmislegt sem tengist jafnréttis- málum og aðstoð við bændur. Hann er þó engan veginn jafnfijálslyndur og demókrötum hættir til að trúa, því íhaldssemin býr undir niðri og er fljót að sýna sig ef honum þykir fuUlangt gengið. Hann hefur hins vegar neyðst tíl þess að milda af- stöðu sína í ýmsum málum, meðal annars vegna þess að í heimafylki hans, Kansas, þurfa repúblikanar að biðla til mjög breiðrar fylkingar kjósenda og þá ekki síður verka- manna og bænda heldur en auðugra kaupahéðna. Dole er jafnframt hinn eini af frambjóðendunum fjórum sem í dag ber mörk þess að hafa barist fyrir Bandaríkin. Hann særðist illa í síðari heimsstyijöldinni, er lam- aður á hægri handlegg, hefur oft miklar kvaUr og á í erfiðleikum með að klæða sig. Gephardt og Dukakis Richard Gephardt hefur um nokkurt skeið verið talinn líklegur tU þess að skipa sér sess meðal helstu leiðtoga demókrata í Banda- ríkjunum. Þótt hann hafi ekki verið kjörinn á þing, í fulltrúadeildina, fyrr en 1976, og eigi þar af leiðandi ekki nema tólf ára þjónustu að baki þar, hefur hann þegar sýnt merki þess aö í honum sé að finna leið- togaefni. . Líkt og Dole hefur Gephardt ekki sýnt sig mikið út á við enn sem komið er. Hann hefur með starfi sínu að afmörkuðum málefnum á þingi byggt undir sig grundvöll sem greinUegt er aö hann ætlar að nota til að klifra hátt í framtíðinni. Það er ef til vUl táknrænt fyrir feril Gephardts að fyrir tveim árum var litið á það sem kjánaskap að orða hann við forsetaframboð. í dag er hann líklegastur demókrata tU þess að verða tilnefndur forseta- efni flokksins. Michael Dukakis á í raun enn styttri feril að baki. Hann var kjör- inn fylkisstjóri Massachusetts árið 1982 og hefur í raun ekki unnið önnur afrek í stjórnmálum. Frammistaða hans í forkosningum hefur komið ýmsum á óvart, en minna verður á að tU þessa hefur ekki verið kosið í mörgum fylkjum og sum þeirra hafa verið nærri heimafylki Dukakis og því hag- stæðari honum en önnur. Dole og Gephardt Önnur skýring á þeirri deyfð, sem verið hefur yfir frambjóðend- um í forkosningum flokkanna, er sú að þeir hafi ekki viljað beita sér af afli enn. Gætu þeir enn vonast eftir sigri án þess að þurfa að beita aðferðum sem skapað gætu klofn- ing innan flokkanna, að þeir vilji ekki valda sárum sem ekki yrðu gróin þegar út í sjálfar forsetakosn- ingarnar er gengið í haust. Margir telja því hugsanlegt að kosningabaráttan gætí átt eftir að verða mjög skemmtileg, einkum ef Robert Dole verður frambjóðandi repúblikana og Richard Gephardt frambjóðandi demókrata. Þar myndu eigast við tveir aðilar sem hafa til að bera hörku, þótt þeir hafi ekki sýnt hana enn í verki. AJlar spár um slíkt eru þó næsta fánýtar á þessu stigi. Óvíst er enn hveijir frambjóöendur verða og þótt línur geti skýrst nokkuð í þeim efnum í komandi viku verður end- anleg ákvöröun ekki tekin fyrr en á flokksþingunum í sumar, Richard Gephardt er i dag af mörgum talinn líklegastur til þess að verða útnefndur forsetaefni demókrata. Hugsanlegt er þó að Dukakis takist að verða ofan á ef Gephardt gengur illa í næstu viku. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.