Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. 15 Aronska Alþýðuflokksins m.a. að Nigeriustjórn verði úthlutað aðstöðu i Loðmundartirði fyrir fastan skreiðarsamning. - Frá Loðmundarfirði. Mikið fjaðrafok varð meðal ráða- manna þegar Jón Baldvin Hanni- balsson fjármálaráðherra hélt ræðu á Norræna kratafundinum á dögunum og bauð hernaðarveldum Evrópu landið til sölu gegn við- skiptaívilnunum. Reiði samráðherra hans stafaöi þó ekki af því að verið væri að blanda saman hernaðarbrölti og viðskiptahagsmunum heldur af því að Jón talaði opinskátt um það sem velsæmisins vegna átti að hafa lágt um. Því auðvitað eru allir kerfis- flokkarnir á kafi í hernaðarprang- inu fyrir skjólstæðinga sína. í „ástandinu" Sagt var um léttlyndar meyjar á stríðsárunum, sem höfðu ákveðinn hag af veru hersins, að þær væru í „ástandinu". Segja má að ríkis- stjómir nú og fyrr hafi gefið þessu hugtaki nýja merkingu. Nú er hins vegar skjálfti í liðinu því upp hafa komist þessi ósæmilegu samskipti hersins og ríkisstjórnarinnar. En það er nú svo í þessari elstu starfs- grein, að þar er farið mismunandi pent í hlutina. Það er opinbert leyndarmál að lendingarleyfi Loftleiða í Banda- ríkjunum á sínum tíma var nátengt veru hersins hér. Ekki þarf heldur að fjölyrða um hagsmuni íslenskra aðalverktaka og varnarliðsins, en SÍS á stóran hlut í þeim samtökum. Auk þess hefur Olíufélagið, dóttur- fyrirtæki SÍS, haft mikinn hagnað af viðskiptum sínum við Banda- ríkjaher. Milligöngumennirnir Kerfisflokkamir eru milligöngu- menn um þessi vafasömu viðskipti fyrir skjólstæðinga sína sem í stað- KjaUarinn Júlíus K. Valdimarsson í landsráði Flokks mannsins inn hjálpa þeim til þess að standa undir glansmyndaherferðum þeirra í kosningum með meiru. Alþýðubandalagiö skipar þó al- veg sérstakan sess í þessum umræðum. Alþýðubandalagsmenn hegða sér eins og dætur næturinn- ar sem ekki vilja kannast við köllun sína. Alþýðubandalagið hef- ur rakað saman atkvæðum út á að látast vera á móti hersetunni, en vill ekki fyrir nokkurn mun að herinn hverfi héðan brott. Þetta kom mjög greinilega fram í glans- myndaherferð núverandi for- manns flokksins fyrir síðustu kosningar í Reykjaneskjördæmi. Þar var ekki minnst einu orði á hersetuna. Ekki veit ég þó hver kostaði þennan glansmyndabækl- ing fyrir hinn ágæta formann og friðarleiðtoga.. Alþýðuflokkurinn hefur hins vegar verið eins og Öskubuska i ævintýrinu, alltaf útundan. En nú ætlar Jón Baldvin að tryggja að koma Öskubusku í veisluna með gylliboðum sínum til Efnahags- bandalagsins. Ættum við að selja landið allt? En fyrst menn eru nú í þessum bransa á annað borð því ekki að lyfta pilsinu til fulls. Því ekki að bjóða Rússum Langanes fyrir nokkra skriðdreka gegn öruggum ullarsamningum eða úthluta Níg- eríustjórn aðstöðu í Loðmundar- firði fyrir fastan skreiðarsamning. Eða öllu heldur - því að vera selja nokkra smáskika fyrir tollaíviln- anir og örugga samninga. Því ekki að vera almennilega stórtækir og rýma landið allt fyrir hernaðar- bröltið, leggja atvinnuvegina niður og taka myndarlegt gjald fyrir. Þá gætu íslendingar hfað góðu lífi á prósentum erlendis. Þetta gerðu íbúar Bikinieyja á sínum tíma. Þeir fluttu úr landi og seldu Bandaríkja- mönnum eyjarnar sínar til þess að þeir gætu sprengt þær í loft upp. Bisness-stefna Þetta er nú gott og blessað og sett fram til þess að sjá spaugilegu hlið- ina á þeirri hræsnisfullu stefnu sem við búum við í varnarmálum. En framreikningur þessarar stefnu leiðir einmitt til fáránlegrar niður- stöður eins og yið sáum forsmekk- inn af í hinu fræga útspili Jóns Baldvins á dögunum. Jón Baldvin fletti einfaldlega ofan af því fyrir alþjóð svo ekki verður um villst að hér hefur ekki verið fylgt neinni varnarstefnu í gegnum tíðina held- ur hreinni „bisniss“-stefnu. Varnarstefna Flokkur mannsins hafnar algjör- lega þessari bisniss-stefnu og hefur sett fram raunverulega varnar- stefnu sem við köllum „Friölýsing íslands'1. Þessi stefna gerir ráð fyr- ir því aö ríkisstjórnin og Alþingi beiti sér fyrir því gagnvart stór- veldum að þau geri með sér gagnkvæman samning. Rússar fari með kafbáta sína frá ströndum landsins, Bandaríkjamenn hverfl á brott með her sinn frá landinu og ísland gangi úr NATO. ísland verði þannig herlaust og utan hernaðar- bandalaga og stórveldin tryggi hlutleysi landsins. Þetta yrði raunverulegt skref til heims án vopna og tryggði að ís- lendingar gætu komið fram óháðir á erlendum vettvangi. Þessi stefna á góðan hljómgrunn meðal okkar íslendinga. Ég hvet alla landsmenn til að hafna „bisniss“-stefnunni og sameinast um stefnu okkar í Flokki mannsins sem er eina raunveru- lega varnarstefnan sem við getum verið stolt af. Júlíus K. Valdimarsson „Alþýðubandalagið skipar þó alveg sérstakan sess 1 þessum umræðum. Alþýðubandalagsmenn hegða sér eins og dætur næturinnar sem ekki vilja kannast við köllun sína.“ Til íslenskra neytenda: Febrúar 1988 Hinn 10. febrúar sá ég mér til ánægju grein eftir Sigríði Haralds- dóttur í DV. Heiti greinarinnar var „Rannsókn í þágu neytenda". Sig- ríður skrifaði þá að hún hefði athugað þrjár skýrslur sem komu út á vegum Norrænu embættis- mannanefndarinnar um neytenda- málefni (Nordiska Ámbetsmanna- kommittén fór Konsumentsfrágor - NÁK). Ég var ánægð enda höfum við hér ekki fengið neinar upplýs- ingar um eða frá NÁK í nokkur ár. Lausleg athugun mín sýndi að svo sem engir, ekki einu sinni kennarar, vissu eitt eða neitt um NÁK; verkefni nefndarinnar né hverjir eru í NÁK fyrir íslands hönd. Norræn samvinna á öllum svið- um er mjög nauðsynleg fyrir íslendinga og samvinna Norður- landa sem heildar er mikilvæg fyrir þau. Stjórnir Danmerkur, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar stofnuðu til samvinnu í neytenda- málum (Nordisk Komité fór Konsumentspörsmál) í janúar 1959, eftir tillögum Norðurlandaráðs. ís- land kom inn 1962. Á nokkrum Norðurlöndum, þó ekki öllum, voru neytendamál í höndum ríkisstofnana og því nafn- inu breytt í NÁK. Þetta er ekki sérstaklega hentugt, síst fyrir ís- land, enda neytendamál hér í höndum neytendasamtaka sem fá fjárhagsaðstoð en eru ekki ríkis- stofnun. Vinna í neytendamálum er í höndum undirnefnda (utskott, á sænsku) og eru þær fjórar núna, að sögn Sigríðar. 1. Undersökningssamordning (og produktionformation) - sam- ræming rannsókna og upplýs- ingar um framleiðsluvörur. 2. Informationsfrágor - upplýsing- ar. 3. Konsumentrátt - réttur neyt- enda. Kjallarinn Eiríka A. Friðriksdóttir hagfræðingur 4. Almánna konsumentfrágor - al- menn neytendamál. Á íslandi eiga þrír menn sæti í nefndinni, eins og í hinum löndun- um: Sveinn Björnsson, skrifstofu- stjóri viðskiptaráðuneytisins, formaður nefndarinnar, Sigríður Haraldsdóttir, deildarstjóri í Verð- lagsstofnun, ritari og tengiliður, Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, síðan haustið 1987, en fulltrúar NS hafa yfirleitt ekki haft tækifæri til að sitja fundi NÁK erlendis síðustu árin. Aðeins þrjár undirnefndir (ut- skott) eru starfandi hér. Sveinn Björnsson ákvað í maí 1985 að taka formann nefndar um rannsóknir og öryggi neytenda úr norrænni samvinnu og öllum rannsóknum í neytendamálunum var hætt þá um sinn. Öryggi fannst Sveini að kæmi neytendamálum ekki við. Sveinn er formaður nefnda 3 og 4 og Sigríð- ur nefndar 2. Sérfræðingar voru ekki tilnefndir enda ekki titlaðir opinberir starfsmenn. Rannsóknum á íslandi er hægt að skipta í tvo flokka: A. Tæknilegar rannsóknir á heimilistækjum o.þ.h. sem ekki er hægt að framkvæma vegna kostn- aðar (verðs) tækja. Uþplýsingar, þ.e.a.s. niðurstöður rannsókna, gætu komið íslenskum neytendum að gagni á einfaldan hátt. Sigríður, sem formaður nefndar 2, fengi frá innflytjendum upplýsingar um vörumerki og framleiðslunúmer og athugaði hvort vélar þessar væru til sölu hérlendis. Samkvæmt munnlegu tilboði hennar gætu allir tilvonandi kaupendur fengið ná- kvæmar upplýsingar hjá henni í síma (símanúmer Verðlagsstofn- unarinnar er 91-2 74 22) og einnig væri æskilegt að fá ljósritaðar upp- lýsingar. Að vísu hefði verið hægt að óska eftir rannsókn á vélunum, sem hér eru til sölu, en, sem sagt, nefnd um samræmingu rannsókna er ekki lengur til á íslandi og getur því ekki lengur beðið um ákveöin verk. B. Rannsóknir þar sem upplýs- ingar eru fengnar frá sjúkrahúsum (eins og í hinum löndunum) og úr könnunum. Þessar aðferðir voru notaðar með góðum árangri, eins og skýrslur, sem NÁK gaf út, sýna. Rétt er að benda á að rannsóknir, sem ísland tekur þátt í, eru okkur að mestu að kostnaðarlausu. Aðeins ein flug- ferð á ári, til vinnunefndar, er greidd af íslendingum. Laun og annar kostnaður er greiddur af NÁK. Manneskjur eru ekki róbótar og ein sýning hættulegs efnis og stutt kennsla í 7.-9. bekk er ekki nóg. Endurtekning, sérstaklega í sjón- varpi, myndi hjálpa að mun. Sigríð- ur athugaði skýrslu, „Bekládnings textilier och brand“ (fataefni og bruni). Eins og vitað er er bruna- hætta tengd þremur atriðum: 1. Efninu, 2. Vefnaði, 3. Sniði. í eldri skýrslu, „Brannfarhge tekstiler“, sem var birt í Noregi í ágúst 1980, er skýrt frá því að létt baðmullar- efni sé mjög eldfimt. í meðfylgjandi töflu eru nokkur dæmi (bls. 29). Þaö er hægt að draga úr eldfimi fataefna og í nokkrum löndum eru lög sem skylda slíka meðhöndlun efnis í náttfatnað barna en hún er dýr. Þar sem ísland var ekki með í skýrslunni frá NÁK kom ekki fram að slys vegna bruna á fatnaði í heimahúsum höfðu ekki orðið hér á landi. í skýrslu, sem landlæknis- embættið og heilbrigðisráðuneytið gáfu út 1987, „Heimaslys. Rann- sókn á 7562 slysum, byggö á gögnum slysadeildar Borgarspítal- ans, árið 1979“ var ekki eitt einasta tilfelli um bruna á fatnaði. Hins vegar voru afleiðingar bruna í stoppuöum húsgögnum mjög sláandi. Bruni í þeim veldur dauða margra á ári hverju. Vindl- ingar o.þ.h. valda oft slíkum bruna sem leiðir af sér gaseitrun. Brunaskýrslur í Englandi sýna að 10-13% af öllum dauðsfóllum við bruna í íbúðum stafa af bruna í stoppuðum húsgögnum. Náttúrleg áklæöi, sem glóandi vindlingur kemst í snertingu við, fuðra ekki upp heldur brenna hæg- um bruna en gerviefni leysast upp. Fylhngarefni komast því í sam- band við glóð og byrja að brenna. Fyllingarefnin viðhalda þannig brunanum. Því er áríðandi að kenna neytendum (börn meðtalin) að bruni í húsgögnum er það hættulegasta sem getur borið við í heimahúsum. Eiríka A. Friðriksdóttir Nafn efnis Verslunarnafn Brunahætta Baðmull Eldfim, eldurinn breiðist hratt út. Fataefnið verður að ösku. Ull Prótínefni, tregbrennanleg. Triacetat Arnel, Tricel Eldfimt, þó ekki eins og baðmull. Bráðnar og drýpur. Nylon Nylon, perlon Bráðnar áður en það byrjar að brenna. Brennur varla eitt sér. Akrýl Dralon, orlon Brennur, bráðnar, drýpur. Eldfimasta efnið. Modakrýl og polyvinylklorid Dynel, rhovyl o.fl. Minnst eldfimt. Bráðnar og dregursig frá eldinum, ekki eldnærandi. „Manneskjur eru ekki róbótar og ein sýning hættulegs efnis og stutt kennsla í 7.-9. bekk er ekki nóg. Endurtekning, sérstaklega í sjónvarpi, myndi hjálpa að mun.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.