Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 16
16 FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. Spumingin Hvaða skoðun hefur þú á launagreiðslum til Guð- jóns B. Ólafssonar? Sveinn V. Sveinsson: Ég fylgist lítiö meö því máli. Laufey Bjarnadóttir: Enga. Guðlaug Guðjónsdóttir: Ég vil ekki tjá mig um það. Þorgeir Jóhannsson: Þaö verður að skoöa launin í viðara samhengi. Hörður Svavarsson: Það væri óskandi að fleiri fengju góð laun í landinu. Björgvin Sigurðsson: Ég tel þetta ekki réttar ásakanir á hann. Lesendur Ríkisrekstur: Ríkisskip og fjárveitingar ísfirðingur skrifar: Ég hef verið að velta því fyrir mér hvers vegna Skipaútgerð ríkis- ins er haldið gangandi ár eftir ár, löngu eftir að séð er aö fjárhags- staða fyrirtækisins er vonlaus og þjónusta þess er nánast svipur hjá sjón frá því sem áður var þegar fólk á landsbyggðinni hafði mun meiri þörf fyrir þessa þjónustu. Hér á árum áður, þegar farþega- skipin Esja og Hekla, ásamt minni skipum, t.d. Skjaldbreið og Herðu- breið, voru í rekstri útgerðarinnar má segja að fólk hafi átt svo til allt undir því að þessi rekstur væri við lýöi því að skipin voru einnig notuð sem samgöngutæki fyrir fólk á landsbyggðinni til að komast milli staða, ekki síst til og frá Reykjavík. í þá daga var talsverð reisn yfir Skipaútgerð ríkisins. Skipin voru vel útbúin fyrir farþega, stóðu er- lendum ferjum og farþegaskipum ekkert að baki hvað aðbúnað varð- aði og viðurgjörning allan. Esja og Hekla voru t.d. fullbókaðar fyrir farþega frá því snemma á vorin og langt fram á haust. Þetta veit ég gjörla því að ég var sjálfur skips- maöur á öðru þessara farþegaskipa um talsverðan tíma. Ég gat nú aldrei skilið ástæðuna fyrir því að þessir farþegaflutning- ar voru aflagðir hjá Skipaútgerð ríkisins og skil hana ekki ennþá. Einhverjir hafa gert því skóna að aðrir rekstraraöilar í samgöngu- málum, svo sem flugmálum og hópferðum, hafi gengiö hart fram í því að fá farþegaflutninga sjóleið- is hér við land og éinnig til og frá landinu, einkum frá Reykjavík, af- lagða með öllu. Nú er það svo að margur er ríkis- reksturinn sem ekki ber sig hér en er samt „látinn“ ganga, ef þá hægt er að tala um „gang“ í því sam- bandi. Stundum er viðkomandi ríkisrekstur þarfur, stundum ekki. En stundum er viðkomandi ríkis- rekstur einnig vinsæll, ef svo má að orði komast, þannig að þótt umtalsvert tap kimni að vera á honum þá vill fólk ógjaman missa þann þátt úr þjóðlífmu. Um slíkan rekstm- má taka sem dæmi Þjóð- leikhúsiö sem fáir myndu vilja leggja niður þótt ekki sé þar að finna ofsagróða fyrir ríkiskassann. - Sama var uppi á teningnum með Skipaútgerð ríkisins á sínum tíma. Hún var rekin með tapi en fólk taldi fyrirtækið ekki beinan ómaga vegna talsverðra vinsælda með hin góðu og vel útbúnu farþegaskip sem sigldu með farþega og vörur kringum landið. Nú gegnir allt öðru máli. Skipaút- gerðin er komin með vanskila- skuldir upp á nokkur hundruð milljónir króna og fyrirtækið veitir enga þjónustu, nema á sviði flutn- inga með ákveönar vörutegundir milli hafna. Ef hins vegar því væri til að dreifa að fyrirtækið héldi einnig uppi farþegaflutningum á sama hátt og áöur væru menn ekki svo mjög að fjargviðrast um erfiða stöðu fyrirtækisins. Mér finnst það því ekki vansa- laust ef áfram á að halda úti fjár- veitingum til Skipaútgerðarinnar á fjárlögum án þess aö þessi skipa- rekstur bjóði þá þjónustu sem vinsælust var og er enn, farþega- þjónustu um borð í skipum sínum. I dag er ekki til eitt skip sem getur boðið farþegáflutninga frá Reykja- vík til landsbyggðarinnar, nema Akrahorgin. Heldur ekki til og frá landinu. Þetta er náttúrlega óverj- andi hjá eyþjóð sem býr við erfiðar og óvissar aðstæður til samgangna á landi og í lofti mikinn hluta árs- ins. ■s\ f Á dögum farþegaskipanna var reisn yfir rekstri Skipaútgerðar ríkisins. - Skipin voru fullbókuð frá því snemma á vorin. - Farþegaskipið Esja sem síðar var selt til Bahamaeyja. íslensk tunga: Þátturinn Daglegt mál Útvarpshlustandi skrifar: hvað væri rétt mál eða rangt. Sagði Mikiö hefur verið rætt og ritað oftast að umburðarlyndi væri gull- um íslenska tungu undanfarnar vægt í þessu eða hinu tilvikinu vikur og mánuði og fólk veriö hvatt til þess að halda vöku sinni. Öllum er vonandi í fersku minni ágæt áminning og hvatning forsetans okkar í síðasta nýársávarpi. Einn elsti og vinsælasti þáttur útvarpsins heitir „Daglegt mál“. Oftast hafa hæfir menn annast hann í tímans rás, og sumir raunar verið frábærir og hlotið hljóða þökk margra hlustenda. Nú á síðustu misserum bregöur svo við að meira og minna van- hæfir menn koma þarna við sögu og er það óbætanleg slysni. Mikinn hluta sl. árs var þarna við stjórn náungi sem annaðhvort sakir van- þekkingar eða ímyndaðs „fjjáls- lyndis“ tók sjaldnast af skarið ura o.s.frv. Venjulega er nú mál annaö- hvort rétt eða rangt og þáttar- stjórnendur eiga að leiöbeina fólki - til þess er þátturinn. Nú hefur algjörlega tekið stein- inn úr. Núverandi stjórnandi - (karlkyns) - viröist enga getu hafa til að annast þáttinn á þann veg að hann megi vera fólki til þess gagns og þeirrar ánægju sem vænta mætti. Ekki er undarlegt þótt tungutaki og málfari svokallaðs langskóla- gengins fólks hraki séu margir kennarar í íslensku á framhalds- skólastiginu ekki hæfari en þetta. - Útvarpið verður að halda betur vöku sinni í þessum efnum. Þiggjum meira þungarokk Þungarokksaðdáendur skrifa: Við viljum hyrja á því aö taka und- ir bréfið sem var birt fyrir skömmu á lesendasíðu ykkar og íjallaði um þungarokk. Eins og þar var sagt er lítið sýnt af þungarokki í sjónvarpi. Það eru margir íslendingar, og það á öllum aldri, sem hafa gaman af þungarokki og vona ég að sjónvarpiö og Stöð 2 hefji sýningu þátta með þeirri tegund tónlistar. í síösta þættinum, Strokki (en það er þungarokksþáttur) á Rás 2, var sagt að einn þáttur væri eftir og þyk- ir okkur það slæmt. Við myndum vilja fá meiri vitneskju frá umsjónar- manni Strokks hvort annar þáttur heíji ekki göngu sína fljótlega. Þungarokkshljómsveitin Iron Maid- en. Bombur og sprengialda: Foreldrar, þið eigið næsta leik Konráð Friðfmnsson skrifar: Heimatilbúnar sprengjur virðast vera í tísku. Alræmt sprengjuæði hefur gengið yfir Hafnarfjörð að und- anfömu. Margar tegundir tólanna tók lögreglan í sína vörslu. Alls 54 stykki. Lögreglan hlaut lítið lof fyrir framtak sitt. Alla vega hjá þeim for- eldrum er hringdu á stöðina og skömmuðust yfir hreinum ofsóknum á hendur blessuöum englunum sín- um. Öll eiga tól þessi það sameiginlegt að vera stórhættuleg. Slíkar bombur geyma alveg ótrúlegt sprengiafl, að sögn fróðra manna, þótt þær séu sak- leysislegar á aö lita og vegi ekki mjög þungt. Þær geta á örskotsstund breyst úr litlu, nettu leikfangi í blóð- ugan, öskrandi veruleika. Því fengu fjögur ógæfusöm ungmenni í Firðin- um að kenna á fyrir skömmu og uppskátt varð í fréttum fjölmiðla. Þar fór betur en á horfðist í fyrstu. En eins og flestum er væntanlega kunnugt eru sprengjurnar búnar til úr litlum jámröram er snittuð hafa verið til endanna sem tappar eru síð- an skrúfaðir á eftir að þau hafa verið fyllt með annaðhvort heimatilbúnu ellegar aðfengnu flugeldapúðri. þá er kveikurinn settur á sinn stað. Að því loknu er hið lífshættulega leik- fang tilbúið. Ég ber ekki mikið skynbragð á gerð né kraft slíkra bomba en frómur maður fjáði mér aö við það eitt að skrúfa síðari tappann á (eftir að txmdrinu hefur verið komið fyrir) geti hæglega myndast neisti sem sprengir allt í höndum viðkomandi. Gerist það er ónauösynlegt að brúka sárabindi, það er ljóst. Og það er einnig ljóst að margnefndar sprengj- ur em miklum mun háskalegri en menn virðast gera sér grein fyrir, því miður. Að lokum vildi ég þetta sagt hafa. Nefnd sprengialda hefur gengið í of langan tíma óáreitt. Nú er mál að linni. Leiknum m.ö.o. lokið. Nú er rétti tíminn til að taka völdin af óvit- unum. Foreldrar í landinu ættu skilyrðislaust að bindast samtökum og leggjast á eitt um það að kveða drauginn í kútinn og snúast á sveif með löggæslunni í málinu, áöur en annað slys hlýst af. Foreldrar, þið eigiö næsta leik. Bíðið ekki eftir dauðslysi. Við skulum líka muna það að bomburnar eru í fómm krakka og unglinga. - Máske þinna, foreldri. Hringið í síma eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.