Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Page 19
Cruyff hættur við Barcelona Hollenska knattspyrnugoð- sögnin Johan Cruyff tilkynnti í gær að hann yrði ekki næsti þjálfari spænska félagsins Barcelona. Hann fylgdist með liðinu leika gegn Leverkusen í Evrópukeppninni í fyrra- kvöld og það var talið ásamt öðru sem á undan var gengið merki um að samningur við Spánveijana væri á næsta leiti. Cruyff sagði einnig'að ekkert annað félag væri inni í myndinni hjá sér í augna- blikinu. í síðasta mánuði sagðist hann í blaðaviðtali reikna með að starfa hjá Barcelona til vorsins og skrifa þá jafnvel undir samning við félagið. -VS Napoli úr leik Napoli féll í fyrrakvöld út úr ítölsku bikarkeppninni í knattspyrnu við 2-3 tap á heimavelli gegn Torino. Liðin höfðu áður skilið jöfn, 1-1, í Torino. Napoli vann bikarinn :,í fyrra, auk ítalska meistara- titilsins, og getur því einbeitt sér að þeim síðarnefnda það sem eftir er vetrar. Inter MOano, Juventus og Samp- doria eru komin í undanúrslit ásamt Torino. -VS Stórmót hjá fötluðum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hið árlega „Hængsmót" sem er eitt af stærstu íþrótta- mótum fyrir fatlaða ár hvert, verður haldið í íþróttahöll- inni á Akureyri á morgun og hefst kl. 9. í þessu móti er keppt í bocc- ia, borðtennis, lyftingum og bogfimi. Nú eru skráðir um 100 keppendur til mótsins frá 8 íþróttaféJögum víðsvegar af landinu. Ómar Ragnarsson verður heiðursgestur mótsins að þessu sinni og hyggst kappinn bregða á leik skömmu eftir hádegið og sprella eins og honum einum er lagið. Það eru Lionsldúbbúrinn Hængur og íþróttafélag fatlaðra á Ak- ureyri sem sjá um mótið. Púttaðí goHskála í kvöld gengst Golfklúbbur Suðurnesja fyrir óvenjulegu púttmóti í golfi. Púttað verður í golfskálanum hjá GS og hefst keppnin klukkan átta. Kylf- ingar eru hvattir til að mæta með pútterinn. Lið Steinars og Snorra í norsku 1. deildina: „Kærkomin tímamót - segir Steinar Birgisson, leikmaður og varaþjálfari Runar „Markinu er náð, við erum komnir í fyrstu deildina," sagði Steinar Birgisson handknattleiks- kempa í spjalli við DV.Hann hefur verið einn burðarása í norska ann- arrar deildarliðinu Runar í vetur, Steinar hefur átt einn stærstan þátt í að koma liðinu í fyrstu deild, ásamt félaga sínum Snorra Leifs- syni sem einnig leikur meö félag- inu. „Leikurinn sem kom okkur upp var gegn einu botnliðinu, AK 28, og unnum við auðveldan sigur 40-25. Þegar sigurinn var í höfn hljóp galsi í mannskapinn, eins og tölumar gefa sjálfsagt til kynna. Viö vorum farnir aö fagna snemma. Þetta voru amtars kær- komin tímamót þjá Runar-liðinu. Félagið er búið að berjast á toppn- um í annarri deildinni undanfarin ár en alltaf hefur eitthvert ólán staöið í veginum... - og þá helst á allra síðustu stundu." Er ekkert endilega í þessu handboltans vegna „Ég stefni á að leika í norsku fyrstu deildinni að ári en vitanlega • Steinar Birgisson stefnir að því að leika i norsku 1. deildinni næsta vetur. er allt óráðið enn,“ sagöi Steinar aðspurður um framhaldið í hand- knattleikhum. „Ég er ekkert endi- lega í þessu handboltans vegna, það má segja að ég notfæri mér boltann til að hasla mér völl á öðrum svið- um. En engu að síður gef ég mig allan i verkefnin með liðinu enda dugir ekkert annað, Með Runar hef ég leikið undir stjórn norska lands- liðsþjálfarans, Harald Madsen. Ég hef hlaupið í skarðiö fyrir Harald þegar hann hefur þurft aö sinna málefnum landsliðsins - í þeim til- fellum hef ég stjómað æfingum liösins." Runar er miklu jafnara lið en Kristiansand „Nei, ég hef ekki skorað jafn- grimmt og f fyrra," sagði Steinar, aðspurður um hvort hamfarirnar væm eitthvaö svipaðar því sem gerðist hjá honum á síðasta leikári en þá varð hann markakóngur með Kristiansand. „Runar er miklu jafnara liö en Kristiansand og mörkin dreifast þvi á fleiri aðila. Við höfum til að mynda mjög beittan mann á hægri vængnum sem hefur veriö afkasta- mikill í vetur. Þá hef ég oft verið tekinn úr umferð og hef þá einbeitt mér að því að opna fyrir aöra í lið- inu,“ sagði Steinar. -JÖG Markakeppni 1. deildarinnar í handknattteik: Hafhfirðingarnir eru jafnir og markahæstir - Héðinn, Þorgils Óttar og Sigurpáll upp fyrir Sigurð og Hans • Héðinn Gilsson, 83 mörk. FH-ingarnir Héðinn Gilsson og Þorgils Óttar Mathiesen eru marka- hæstu leikmenn 1. deildarinnar þegar þremur leikjum er lokið af fimm í 15. umferðinni. Þeir skoruðu grimmt gegn KA í fyrrakvöld, Héö- inn 8 mörk og Þorgils Óttar. 6, og renndu sér uppfyrir Sigurð Gunn- arsson. Það gerði einnig Sigurpáll Aðalsteinsson í gærkvöldi þegar hann skoraði 8 mörk fyrir Þórsara gegn Fram á Akureyri. Siguröur og Hans Guðmundsson, sem voru í tveimur efstu sætunum eftir 14. umferð, eiga báðir eftir að leika í 15. umferðinni en lið þeirra, Víkingur og Breiðablik, mætast næsta miðvikudagskvöld. Þá leika einnig KR og Valur. Staöan í markakeppninni er þann- ig, mörk skoruð í 15. umferð í svigum: Héðinn Gilsson, FH........(8) 83/0 Þorgils Óttar Mathiesen, FH (6) 83/0 Sigurpáll Aðalsteinss., Þór ...(8) 82/40 Sigurður Gunnarsson, Vík.....80/22 Félagaskipti í knattspyrnu: Jón Oddsson kom- inn til Víkings Jón Oddsson, sóknarmaöur frá ísafirði, er genginn til liðs við Vík- inga og hyggst leika með þeim í 1. deildinni í sumar. Jón er þrítugur og hefur leikið í 1. deild með KR, ís- firðingum, Breiðabliki, og síðast með Fram sumarið 1987. Hann lék einn landsleik á árinu 1987. Jón hefur ver- iö óheppinn með meiðsli undanfarin ár en nái hann sér á strik styrkir hann eílaust lið nýliðanna. • Grétar Jónasson, sem hefur leik- iö með Völsungi á Húsavík síöustu tvö árin, er genginn í Fram. Þar er Hans Guðmundsson, UBK.........78/21 Valdimar Grímsson, Val........74/4 Stefán Kristjánsson, KR.......74/19 Konráð Olavsson, KR..........72/12 Birgir Sigurösson, Fram (12) 72/0 Skúli Gunnsteinsson, Stj..(4) 72/0 Allt bendir til þess að fimm eða jafnvel fleiri leikmenn beijist um markakóngstitilinn fram í síðustu umferð og sú keppni verður ef til vill jafntvísýn og baráttan um sjálfan íslandsmeistaratitilinn. -VS • Þorgils Ottar Mathiesen, 83 mörk. hann reyndar uppalinn en fór til Völsunga-að loknum 2. ílokki. • Þróttur má enn sjá á bak sterk- um leikmönnum og tveir til viðbótar hafa farið síðustu daga. Varnarmað- urinn Ottó Hreinsson hyggst leika með Gróttu í 3. deild í sumar og Eg- ill Örn Einarsson, fyrirliði unglinga- landsliðsins, með Stjörnunni í sömu deild. • Magnús Magnússon, sem spilaði með Val í 1. deildinni árið 1986, leik- ur með Skotfélagi Reykjavíkur í 4. deild í sumar. -VS Ólympíuliðið til Hollands: Óvíst að Frið- rik veiði með Óvíst er hvort Friðrik Frið- riksson markvörður geti leikið með ólympíulandsliðinu í knattspyrnu í æfingaferð þess til Hollands síöar í þessum mánuði. Friðrik, sem leikur í ár með B 1909 í Danmörku, er í erfiðu námi í Óðinsvéum og á ekki gott með að fara. Ólympíuliðið leikur þijá leiki í Hollandi, gegn áhugamanna- liði þann 13. mars, en síðan við tvö úrvalsdeildarlið, Sparta Rotterdam og Haarlem. Þetta er undirbúningur fyrir leikina í vor í forkeppni ólympíulei- kanna en þá mætir ísland Hollandi og Austur-Þýskalandi ytra í lok apríl og Portúgal og Ítalíu hér heima í lok maí. -VS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.