Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Qupperneq 21

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Qupperneq 21
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. 37 DV Fram úr fallsæti 1. deildar í handknattleik: 15 maika sigur gegn fallliði Þórs „fýrsti leikurinn í lokabaráttunniu Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þaö má segja aö þetta hafi veriö fyrsti leikurinn hjá okkur í lokabaráttunni og ég er auðvitað ánægður meö sigurinn. Þórsararnir voru afar slakir, en ég er á- nægður meö okkar leik, viö börðumst vel allan leikinn," sagði Atli Hilmarsson eftir að Fram hafði unnið Þór, 35-20, í 1. deild handboltans á Akureyri í gærkvöldi. Allt frá fyrstu til síðustu mínútu var slá- andi munur á liðunum og er sama hvar á leik þeirra er litið. Þórsarar eru greinilega búnir að sætta sig við fallið en menn eru hissa á því að svo virðist sem þeir sætti sig einnig við að falla án þess að hljóta stig í deildinni. Liðið var ákaflega lélegt í gærkvöldi, Framarar gátu labbað út og inn um vörn þeirra að vild, og ef Framarar hefðu ekki verið með hálfgerðar „kúnst- ir“ í sókninni af og til hefðu þeir skorað yfir 40 mörk. Það var strax ljóst hvert stefndi. Fram komst í 2-0 og &-2 og leiddi í hálfleik, 16-8. í síðari hálfleik jókst munurinn jafnt og þétt og flestir voru fegnir þegar leiknum lauk, hann yar lítil skemmtun. Framliðið er greinilega allt of gott lið til að falla og mitt mat er að þeir bjargi sér, enda liðið nú komið úr fallsæti. Liöið var jafnt í gærkvöldi, Atli Hilmarsson góöur og var með mjög góða nýtingu, Birgir Sig- urðsson skoraði mikið þótt hann spilaði ekki síðustu 15 mín. leiksins, Jens ágætur í markinu og sömuleiðis Guðmundur, en þess ber þó að geta að þeir fengu þægileg skot að glíma við. Veikir hlekkir voru ekki í Framliðinu en þeir eiga von á meiri mótspyrnu í næstu leikjum sínum. Sigurpáll Aðalsteinsson var bestur Þórs- ara, ákaflega duglegur við að reyna að skapa sér færi í horninu þrátt fyrir litla aðstoð. Hann skoraði mikið auk þess að' fiska 4 vítaskot. Aðra leikmenn Þórs er ekki ástæða til að nefna. Dómarar voru Kristján Sveinsson og Magnús Pálsson og áttu þokkalegan dag, gerðu sín mistök eins og margir aðrir. Bikarjafntefli ÍR og UMFG í Seljaskóla: Fjögur stig í lokin - Grindvíkingar jöfnuðu og standa vel að vígi Það voru kampakátir Grindvíkingar sem yfirgáfu Seljaskólann í gærkvöldi eft- ir jafntefli - já, jafntefh eru leyfð í bikar- keppni - 63-63, gegn ÍR. Þeir áttu undir högg að sækja allan tímann en jöfnuðu á ævintýralegan hátt með því að skora fjög- ur stig á lokasekúndunum - Guðmundur Bragason jafnaði þegar 5 sek. voru eftir. ÍR-ingar eiga fyrir höndum erfiðan seinni leik í Grindavík á mánudagskvöldið og ef marka má hasarinn í gærkvöldi verður heitt í kolunum þar og mikil barátta. Undir trumbuslætti grindvískra áhorf- enda og lúðraþyt Breiðhyltinga ríkti geysileg spenna allan tímann. ÍR var yfir frá fimmtu mínútu og þar til Guðmundur jafnaði, en forystan fór aldrei yfir tíu stig og var oftast 3-7 stig. Liðin eru áþekk að styrkleika, bæði eiga marga unga og efni- lega leikmenn sem stundum ætla sér um of- taka upp á ævintýralegum sendingum og tilþrifum og keyra upp hraða sem þeir ráða ekki alltaf við. Þetta eru lið framtíð- arinnar og það verður gaman að sjá þau að ári, reynslunni ríkari og sitt með hvorn erlenda burðarásinn. Guðmundur Bragason og Rúnar Árna- son voru öflugastir í jöfnu liði Grindvík- inga. Guömundur er fiölhæfur miðherji, var seinn í gang í sókninnni en náði sér síðan vel á strik og er afburða varnarmað- ur. Rúnar er geysilegt efni en var hvíldur of mikið eftir að hafa fengið þriðju villuna í seinni hálfleik. Hjá ÍR var Karl Guðlaugsson óhemju drjúgur í seinni hálfleik og skoraði falleg- ar körfur. Ragnar Torfason byrjaði vel en missti fljótt flugið og lét dæma á sig fimmtu vfiluna með tæknivíti á fljótfæm- islegan hátt á lokamínútunum. Það kann að hafa verið ÍR-ingum afdrifaríkt. Jón Örn var drjúgur og Jóhannes Sveinsson baráttuglaður. Jón Otti Ólafsson og Ómar Scheving sýndu dómgæslu í háum gæðaflokki. -VS Bikarieikir í Njarðvík: Njarðvíkingar flökuðu Blika á Suðurnesjum Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: Njarðvík vann Breiöablik 96-51 í 8 liða úrslitum bikakeppni KKÍ í gærkvöldi - leikurinn fór fram í íþróttahúsinu í Njarð- vík. Leikurinn markaðist af. einstefnu heimamanna á körfu Blikanna allan tím- ann. Njarðvíkingar, sem tefldu fram hálfgerðu varaliði, þurftu lítið að einbeita sér til að vinna stóran sigur í leiknum, það var helst að einhver mótstaða ríkti í upphafi, en þegar vél Njarðvíkinga fór að mala var þetta engin spurning. Bilið jókst þá smám saman og skildu 20 stig liðin að í hléinu. Heimamenn héldu síðan upp- teknum hætti í síðari hálfleik, höfðu þetta allt í hendi sér og gerðu til að mynda fiórt- án stig á móti' engu Blikanna í upphafi hálfleiksins. Segir það raunar mest um gang í leiknum. Bestir Njarðvíkinga voru Friðrik Ragnarsson og Gunnar Örlygsson, báðir mikil efni. Hjá Breiðabliki stóð Hannes Hjálmarsson upp úr, sá eini sem reyndi að hreyfa sig að ráði. Úthaldið brást hjá gömlu jöxlunum Þá beið B-lið Njarðvíkinga lægri hlut fyrir úrvalsdeildarliði Hauka, einnig í bik- arkeppni KKÍ í gærkvöldi, 51-71. Leikur- inn fór fram í „Ljónagryfjunni" í Njarðvík. Það var aðeins úthaldið sem brást gömlu Suðurnesjajöxlunum en þeir léku svo sannarlega kúnstir og voru erfiöir Hauk- um. Hafnfirðingar gerðu bersýnilega ráð fyrir léttu dagsverki en annað kom á daginn. Pálmar Sigurðsson, þjálfari liðsins og drif- fiöður, hugðist til að mynda hafa það náðugt, byrjaði á bekknum en sá sig snemma um hönd. Það var svo í síðari hálfleiknum sem úthaldið fór að b'regðast hjá B-liði Njarðvíkur og Haukarnir gengu á lagið. Pálmar gerði þá flórar þriggja stiga körfur og Henning var drjúgur, baráttan geislaði af honum. Hjá B-liði Njarðvíkur var Þorsteinn Bjarnason hittinn og sterkur í vörn, hélt til að mynda stjörnum Hafnfirðinganna niðri lengst af. Þá var Gunnar Þorvarðar- son sprækur á sama hátt og félagi hans, Stefán Bjarkason. íþróttir • Birgir Sigurðsson skoraði 12 mörk fyrir Fram á Akureyri i gærkvöldi. Handbolti i gærkvöldi 1. deild karla: ÞÓR-FRAM 20-35 (8-16) Mörk Þórs: SígurpáU Aðafsteinsson 814, Erlendur Hermarmsson 3, Gunnar Gunnarsson 2, Jóhann Samúelsson 2, Sieurður Pálsson 1, tngólfur Samúelsson 1, Hörður Signrharðarson l, Sævar Ámason 1, Kristján Krístjánsson 1. Mörk Pram: Birgir Sigurðsson 12, Atli Hiimarsson 9, Hannes Leifeson 6/4, Júl- ius Gunnarsson 2, Sigurður Rúnarsson 2, iigiU Jólmnnesson 2, Ragnar Hihnars- son 1, Hermann Björnsson 1. Áhorfendun 150. FH.........15 12 3 0 423-327 27 Valur......14 10 4 0 306-232 24 Víkingur....l4 9 0 5 655-315 18 UBK.......-14 8 1 5 304-308 17 Stjaman....15 7 2 6 350-365 16 KR..........14 6 1 7 304-314 13 Fram........15 5 1 9 350-369 11 KA..........15 3 4 8 309-333 10 ÍR.........15 4 2 9 321-357 10 Þór........15 0 0 15 289-391 0 Körfubolti í gærkvöldi Bikarkeppni karla 8-liða úrslit fyrri leikir: ÍR-UMFG 63-63 (33-27) Stig ÍR: Karl Guðlaugsson 19, Jón Öm Guðmundsson 16, Ragnar Torfason 13, Bjöm Steffensen 8, Jóhannes Sveinsson 5, Vignir HUmarsson 2. átig UMFG: Guðmundur Bragason 16, Rúnar Ámason 15, Eyjólfur Guölaugs- son 10, Hjálmar HaUgrímsson 6, Steinþór Helgason 5, Jón Páll Haraldsson 5, Ólaf- ur Jóhannsson 4, Guðlaugur Jónsson 2. Áhorfendur: 140. UMFN a-UBK 96-51 (47-27) Stig UMFN a: Valur Ingimundarson 16, Teitur Örlygsson 14, Helgi Rafnsson 12, Árni Lárusson 12, EUert Magnússon 10, Sturla Örlygsson 9, Hreiðar Hreiðars- son 8, Friðrik Ragnarsson 7, Gunnar Öriygsson 6, Jóhann Sigurðsson 2. Stig UBK: Hannes Hjálmarsson 17, Guðbrandur Stefánsson 10, Kristján Rafnsson 8, Ótafur Adolfsson 6, Sigurður Bjaraason 4, Óskar Baldursson 4, Krist- irrn Albertsson 2. Áhorfendur: 57 UMFN b-HAUKAR 51-71 (27-33) Stig UMFN h: Þorsteinn Bjarnason 22, Július Valgcirsson 7, Stefán Bjarkason 6, Brynjar Sigmundsson 5, Gunnar Guð- mundsson 4, Gunnar Þorvarðarson 4. Guðsteinn Ingimarsson 3. . Stife Hauka: Henning Henningsson 20, ívar Ásgrimsson 15, Pálmar Sigurðsson 12, Skarphéðinn Eiriksson 9, Tryggvi Jónsson 6, Rúnar Guöjónsson 4, Sveinn Steinsson 3, Ingimar Jónsson 2. Áhorlendur: 100 1. deild kvenna: Haukar-KR......'.......59-44 ÍR.............14 11 3 792-645 22 ÍBK............13 10 3 764-578 20 ÍS.............14 10 4 665-572 20 Haukar.........14 7 7 708-702 14 UMFG...........14 5 9 511-661 10 UJMFN.........14 3 11 523-614 6 KR.............15 3 12 615-806 6 Lausar stöður HJÚKRUNARFRÆÐINGA í HEILSUGÆSLUNNI Lausar eru tíl umsóknar eftirtaldar stöður hjúkrunar- fræðinga í heilsgæslunni: 1. Egilsstaðir H2, staða hjúkrunarforstjóra frá 1. apríl 1988. 2. Fáskrúðsfjörður H1, hálf staða hjúkrunarfræðings frá 1. júní 1988. Stöðvarfjörður H1, hálf staða hjúkrunarfræðings frá 1. júní 1988. Umsóknir ásamt ítarler um upplýsingum um hjúkr- unarmenntun og hjúkrunarstörf sendist ráðuneytinu fyrir 29. mars nk. Nánari upplýsingar veitir ráðuneytið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið Laugavegi 116, 150 Reykjavík. 29. febrúar 1988. LAUSAR STÖÐUR HEILSUGÆSLULÆKNA Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöóur heilsu- gæslulækna: 1. Seltjarnarnes H2, ein staða frá 1. júní 1988. 2. Búðardalur H2, ein staða frá 1. september 1988. 3. Patreksfjörður H2, ein staða frá 1. júní 1988. 4. Blönduós H2, ein staða frá 1. janúar 1989. 5. Vestmannaeyjar H2, ein staða frá 1. júlí 1988. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um læknis-, menntun og læknisstörf, sendist ráðuneytinu á sérstökum eyðublöðum, sem fást þar og hjá land- lækni, fyrir 1. apríl nk. í umsókn skal koma fram hvenær umsækjandi getur hafið störf. Nánari upplýsingar veita ráðuneytið og landlæknir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, 29. febrúar 1988. Starfsmenn og aöstoðarmenn óskast Kópavogshæli. Starfsmenn óskast sem fyrst, helst' í fullt starf. Um er að ræða vaktavinnu. Starfið felst í umönnun og þátttöku í þjálfun og meðferð heimilismanna. Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja reynslu af störfum með þroskaheftu fólki. Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri eða yfir þroskaþjálfi Kópavogshælis, sími 41 500. Starfsmaður óskast í 40% vinnu við ræstingar á Kópavogshæli. Vinnutími eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur ræstingastjóri, sími 41500. Starfsmenn vantar í borðstofu Kópavogshælis. Vinnutími er frá kl. 8.00-16.00. Hlutavinna kemur til greina. Upplýsingar um starfið gefur Þuríður Hermanns- dóttir, yfirmatráöskona eldhúss Vífilsstaðaspítala í síma 42800. RÍKISSPÍTAIAR STARFSMANNAHALD

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.