Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Síða 31
FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. 47 Fréttir Jarðgöng á Vestfjörðum innan fimm ára: Áætlaður kostnaður 1 milljarður Reynir Traustason, DV, Flateyri: Fjölmennur fundur um gerö jarö- ganga á Vestíjörðum var haldinn á Hótel Ísafíröi föstudaginn 26. febrú- ar. Til fundarins var boðaö af hálfu Fjórðungssambands Vestfiröinga og voru sveitarstjórnarmenn á norðan- veröum Vestfjörðum sérstaklega boöaöir til fundarins. Hann var ann- ars öllum opinn og meðal þeirra sem þar mættu voru þingmennirnir Sig- hvatur Éjörgvinsson og Ólafur Þórðarson. Til grundvallar umræöum var lögð skýrsla um jarögöng á Vestfjörðum sem Björn Jóhann Björnsson, jarð- og verkfræðingur, gerði fyrir Fjórð- ungssamband Vestfirðinga. í skýrsl- unni er gert ráð fyrir tvíbreiðum jarðgöngum með þremur munnum í Breiðadal í Önundarfirði, .Botnsdal í Súgandafirði og Tungudal í Skutuls- firði. Gangamót verða undir Þver- íjalli og verða göngin samtals átta og hálfur kílómetri að lengd. Kostn- aður er áætlaður um einn milljarður og verktími 30 mánuðir. Ef göngin yrðu hins vegar ein akrein meö út- skotum myndu ekki sparas.t nema 12-15%. Eitt þjónustusvæði Ægir Hafberg, oddviti Flateyrar- hrepps, var einn fundarmanna. Hann sagði í viðtali við DV að það væri lífsspursmál fyrir þessar byggð- ir að jarðgöng yrðu aö veruleika. Ægir benti á sparnað við snjómokst- ur, sparnað vegna viðhalds á raf- magnslínum á íjöllum, fyrir utan allan þann sparnað $em leiðir af því að þessar byggðir, það er Flateyri, Þingeyri, Suöureyri og nærsveitir, tengjast byggðinni við ísafjaröar- djúp. Verða þau eitt þjónustusvæði og vegalengdir milli fjarða verða sem nemur vegalengdinni úr Breiðholti í Reykjavík og vestur í bæ. Ægir sagði að lokum að kostnaður við gerð ganganna væri ekki meiri en sem nemur umframkostnaði viö gerð nýju flugstöðvarinnar eða með öðr- um mælikvarða - hálf Kringlan. Miklar umræður Á fundinum voru haldnar fjölmargar ræður og voru menn á einu máli um fulla nauðsyn þessara framkvæmda sem fyrst. í fundarlok var síðan sam- þykkt eftirfarandi ályktun einróma: Fundur sveitarstjórnarmanna í ísafjarðarsýslum, Éolungarvík og ísafirði, haldinn á ísafirði 26. febrúar 1988, fagnar eftirtöldum skýrslum um jarðgangamál. 1. Önundarfjöröur, Súgandaljörð- ur, ísafjarðardjúp. Frumathugun á jarðfræðilegum aðstæðum viö gerð jarðganga á Vestfjöröum. 2. Skýrsla nefndar um jarðgangaá-. ætlun. 3. Jarðgöng á Vestfjöröum. Það er álit fundarins að skýrslur þessar varpi ljósi á áætlun um um- fang verkefnisins. í einni skýrslunni kom fram aö ekki yrði hægt að tryggja fullnægjandi akvegasam- band milli Skutulsfjarðar annars vegar og Súgandafjarðar og Önund- arfjarðar hins vegar nema meö veggöngum. Fundarmenn líta því svo á að það sé ekki lengur spurning um hvort gera eigi jarðgöng heldur að ljúka nauösynlegum undirbún- ingsrannsóknum og hefjast handa um framkvæmdir. Fundurinn bendir á að á fyrr- greindu svæði eru búsettir nálega tveir af hverj um þremur Vestfiröing- um og með veggangatengingu verði svæðið samfellt atvinnu- og þjón- ustusvæði auk þess sem möguleikar til félagslegra samskipta munu stór- aukast. Fundurinn skorar á alþingi íslend- inga (samgöngumálaráðherra) að taka nú þegar ákvörðun um gerð tvíbreiöra jarðganga milli Skutuls- fjarðar, Súgandafjarðar og Önundar- fjarðar og tryggja jafnframt fjármagn til verksins þannig að því verði lokiö eigi síðar en 1993. °rvarnar Ekíð er Irm a 1 í tilefni opnunarinnar bjóöum við nýja vetrarhjólbarða frá Marshal á einstöku verði. Að auki fá þeir sem kaupa 4 stk - eða fleiri - 60% afslátt af skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu. Verð án afsláttar á dekk: SKIPTIIMG...............KR.135,- UMFELGUIM...............KR. 250,- JAFIMVÆGISSTILLIIMG.....KR. 250,- MARSHAL - VERÐSKRÁ VETRARHJÓLBARÐAR Radial 135x13 kr. 1.835,- Radial 145x13 kr. 1.850,- Radial 155x12 kr. 1.760,- Radial 155x13 Radial 165x15 kr. 2.235,- Radial 175x13 .....kr. 2.100,- Radial 135x14 kr. 2.590,- OPNUN í DAG NÝTT HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI HÖFUM EIIMIMIG FLEIRI GERÐIR AF MARSHAL OG DUIMLOP HJÓLBÖRÐUM. PÓSTKRÖFUÞJÓNUSTA Með kveðju frá verkstjóra okkar, Bjarna Snbjörnssyni, sem áður starfaði í Skeifunni. VIÐ FYRIR YKKUR! HAGBARÐIIIF. HJÓLBARÐAVERKSTÆÐI - ÁRMÚLA 1 QARÐHÆÐ) SIMI 68-73-77 I ~ |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.