Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1988, Side 36
Sviðsljós Ólyginn sagði... Lionel Ritchie - söngstjarnan fræga - á heima í Los Angeles og hann fer öðru hverju í fátækrahverf- in þar, gengur um á milli fátæklinga og gefur þeim nokkra dollara. Þetta þykir af- skaplega vel gert hjá þessum manni og hefur mælst vel fyr- ir enda hafa oft birst myndir af honum í blöðunum við þess iðju sína. Rætnar tungur segja aftur á móti að það sé engin tilviljun að góðverkin séu dregin fram í dagsljósið því það sé Lionel Ritchie sjálf- ur sem hringi i Ijósmyndara fyrir hverja för. Marlon Brando lítur töluvert stórt á sig síðan hann tók hæstu laun sem sög- ur fara af fyrir léik í kvikmynd. Það var í kvikmynd um Super- man þar sem hann fékk yfir einn milljarð króna fyrir. Þegar hann fékk kvikmyndatilboð nýlega fyrir 120 milljónir króna hafnaði hann því á þeim forsendum að hann ynni ekki á verkamannalaunum. Debbie Harry var ein vinsælasta söngkona heims þegar hún var í hljóm- sveitinni Blondie. Hún hefur gefið út sólóplötur en þær hafa þótt lakari en plötur hljómsveitarinnar og smám saman hefur hallað undan fæti hjá henni. Hún gaf þó út lag sem náði nokkrum vin- sældum fyrir nokkru, French Kisses in USA. Til þess að drýgja tekjurnar hefur Debbie tekið að sér að koma fram í franskbrauðsauglýsingum vestanhafs. FÖSTUDAGUR 4. MARS 1988. Hertogahjónin af Jórvík, Sara Ferguson og Andrew prins, sem eru í opinberri heimsókn í Kaliforníu, heimsóttu kvikmyndaver sem sér- hæfir sig í brellum og tækniatriðum. Leikarinn frægi, Dudley Moore, var fylgdarsveinn þeirra og dældi úr sér bröndurum sem Andrew og Fergie kunnu vel að meta. Síðan kynnti hann þau fyrir vélmenninu, Númer 5, sem lék aðalhlutverkið í myndinni Short Circuit. Brellusafn kvikmyndaversins var skoðað og Sara Ferguson fékk meðal annars að stúta flösku á höfðinu á ritara sínum. Sú flaska er af sér- stakri gerð sem notuð er í kvikmynd- um og hægt er að brjóta á höfði hvers sem er, honum að skaðlausu. Andrew fékk einnig að prófa að setj- ast upp í Rollercoaster-sleða sem líkti eftir hreyfingum á kappakstursbraut og var látinn horfa á myndband af útsýni úr sleða á ofsahraða. Það kvað vera allskrítin tilfinning. Andrew og Fergie létu í ljós mikla hrifningu yfir því hversu fiölbreytilegar brellurnar voru. Sara Ferguson og Andrew prins urðu hálfhissa þegar vélmennið, Númer 5, sem lék aðalhlutverkið í myndinni Short Circuit, kom og heilsaði upp á þau í heimsókn þeirra í kvikmyndaver. Simamynd Reuter Söru hefur örugglega þótt gaman að mölva flösku á ritara sínum, Sean O’Dwyer, en hann meiddi sig ekkert því flaskan var af sérstakri gerð sem notuð er í kvikmyndum og er skaðlaus með öllu. Símamynd Reuter Önnu prinsessu, sem er í Mósambik um þessar mundir, er vel gætt á meðan á heimsókn hennar stendur og þarf ekki einu sinni að hafa fyr- ir því að plokka af sér skordýr sem setjast á hana i hitunum þarna í Afríku. Jimmie Howard tókst að léttast um 225 kíló en hann vó áður 315 kíló. En hann á svolítið aukamagn af skinni sem hann hefur ekkert að gera með. Hætt er við að Jimmie vinni ekki fyrstu verðlaunin i líkamsræktar- keppni ef hann hættir sér út i þá sálma. Er það þess virði? Svona var Jimmie áður en hann byrjaði á megruninni og svei mér þá ef hann var ekki álitlegri þannig á sig kominn heldur en nú. Ekki er ósennilegt að margir hætti við megrunarkúrinn sinn þegar þeir lesa um Jimmie Howard og sjá myndir af honum. Hann vó 315 kíló en fór í strangan megrunarkúr þar sem honum tókst að léttast um 225 kíló. í þessum megrunarkúr varð hann fyrir svo miklum áföllum að taka varð úr honum gallblöðruna. Hann var margsinnis lagður á sjúkrahús með ýmiss konar kvilla á borð við næringarskort og stór hluti maga hans var fiarlægður. En hann er afskaplega ánægður þvi nú vegur hann 90 kíló og segist vera í sama þyngdarflokki og Tom Selleck. Ef menn hafa verið að velta fyrir sér hvað verður um skinnið á mjög feitu fólki þegar það fer í megrun- arkúr þá fæst svarið hér á þessum myndurn. Jimmie ráðgerir þó að láta fiarlægja megnið af því með skurðað- gerð. Eftir það ætlar hinn 41 árs gamli Jimmie að leita sér að konu, því hann hefur enga átt hingað til og segist hann sjálfur ekki vera hissa á því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.