Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Qupperneq 9
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. 9 Utlönd Stórsigur George Bush Ólafur Amarson, DV, New Yorlc Ekkert nema undur og stórmerki virðist nú geta komið í veg fyrir að George Bush, varaforseti Bandaríkj- anna, verði frambjóðandi Repúblik- anaflokksins í forsetakosningunum í haust. Bush vann í gær sigur í for- kosningunum í sextán af þeim sautján ríkjum sem kosið var í. Það var aðeins í tveimur ríkjum sem Robert Dole veitti Bush einhveija keppni, Oklahoma og Missouri. í nótt var BuSh síðan einnig úrskurð- aður sigurvegari þar. Yfirburðir Bush voru gífurlegir. Þegar htið er á samanlögð atkvæði frambjóðenda í ríkjunum sautján, þegar mikill meirihlutj atkvæða hafði verið talinn, hafði Bush hlotið rúmlega tvær milljónir atkvæða eða 56 prósent. Dole hafði hlotiö níu hundruð og fimmtíu þúsund atkvæði eða 24 prósent og Pat Robertson hafði hlotið tæplega fimm hundruð þús- und atkvæði eða um 13 prósent: Þessi úrsht færa Bush 571 fulltrúa á flokksþing repúblikana sem haldið verður í New Orleans í sumar. Dole fær 100 fulltrúa og Robertson 10. Hefur Bush nú fengið 697 fulltrúa aUs, Dole 164, Jack Kemp 35 og Pat Robertson 18. Til að hljóta útnefning- una þarf 1139 fuUtrúa. . í sumum ríkjum er fyrirkomulagið shkt hjá repúblikönum að sigurveg- ari hlýtur alla fuUtrúa þess ríkis. Prósentutölur segja því ekki aUa sög- una. í stóru ríkjunum tveimur, Texas og Flórída, fékk Bush alla fulltrúana og Dole sat eftir með sárt ennið. Bush var að vonum ánægður méð sigur sinn í gær. Sagði hann sigurinn hafa farið fram úr sínum björtustu Robert Dole getur nú liklega gefið allar vonir sinar um útnefningu sem forsetaefni repúblikana upp á bátinn. Símamynd Reuter George Bush sigurreifur þegar fyrstu tölur fóru að berast úr forkosningunum í gær. Símamynd Reuter vonum og lýsti því yfir að hann yröi næsti forseti Bandaríkjanna. Robert Dole játaði sig sigraðan í biU. Hann bindur nú vonir við að vinna sigur í IlUnois eftir viku. Dole var bitur í gærkvöldi og sagði að þrátt fyrir ósigur sinn sýndu kann- anir aö hann væri sá maður sem Uklegastur væri tU að sigra fram- bjóðanda demókrata í forsetakosn- ingunum í haust. Stjórnmálaskýr- endur telja þó að eftir þennan ósigur í gær eigi Dole enga möguleika, Bush sé einfaldlega kominn með of mikið forskot. Pat Robertson viðurkenndi í gær- kvöldi að hann hefði beðið nokkurn hnekki. Svartsýni virðist hins vegar ekki hamla Robertson því hann seg- ist viss um að hann verði valinn frambjóðandi repúblikana fyrir kosningarnar í haust. Jack Kemp beið afhroð í gær og búist er við að hann tUkynni á morg- un að hann dragi sig í hlé. Pat Robertson hlaut ákaflega litinn stuðning í forkosningunum, mun minni en hann hafði gert sér vonir um. Simamynd Reuter heldur einungis í hlutfalU við at- kvæöatölu sína. Ef litið er á heildaratkvæði fram- bjóðenda úr ríkjunum tuttugu sigr- aði Albert Gore með 27 prósent atkvæða. Dukakis og Jackson hlutu 26 prósent en Gephardt rak lestina með 13 prósent. Ef fulltrúatalan er skoðuð hlaut Dukakis 365 fuUtrúa í gær, Jackson 352, Gore 319 og Gep- hardt 94. Staðan er sú að samtals hefur Michael Dukakis hlotið 436 fulltrúa, Jackson 381 og Gore 337. Baráttan er greinilega hörð hjá demókrötum og á pappímum virðist aUt geta gerst. Stjórnmálaskýrendur telja þó að Michael Dukakis eigi nú langmesta möguleika á útnefningu. Ástæöan er sú að hann hefur nú sýnt fram á að hann á stuðning í öUum hlutum Bandaríkjanna. Menn telja að Albert Gore verði nú að gera það upp við sig hvort hann vill fara í hatramma baráttu við Dukakis um plássiö eða hvort hann er tilbúinn að sætta sig við að vera varaforsetaefni í þetta sinn og bíða sjálfur betri tíma. Almennt er tahð að Jesse Jackson eigi ekki möguleika á útnefningunni en hann viröist hins vegar hafa svo mikinn stuðning að á flokksþingi demókrata í sumar gæti farið svo að Jackson verði í oddaaðstöðu og geti ráðið hver frambjóðandi flokksins verður. Þetta getur gerst ef enginn einn frambjóðandi fær yfir 50 pró- sent fuUtrúa. Ólafur Amarson, DV, New York: Michael Dukakis, Alhert Gore og Jesse Jackson skiptu sigrum í for- kosningum demókrata í gær bróður- lega á mUU sín. Richard Gephardt beið hins vegar mikinn ósigur og er talið að hann eigi sér varla viðreisn- ar von eftir útreiðina í gær. Demókratar héldu í gær forkosn- ingar í tuttugu ríkjum. í nótt höfðu Dukakis og Gore verið úrskurðaðir sigurvegarar í sex ríkjum hvor en Jackson í fimm. Gephardt sigraði einungis í heimaríki sínu, Missouri. Það var Dukakis sem sigraði í stóru ríkjunum tveimur, Texas og Flórída, en þar sem reglur eru öðruvísi hjá demókrötum en repúbUkönum hlaut hann ekki aUa fulltrúa þessara ríkja Afhroð Richards Gephardt kom nokkuð á óvart. Líklegt er taUð að peningaleysi hans hafi þar ráðið mestu. Mótframbjóðendur hans sameinuðust gegn honum og Gep- hardt hafði hreinlega ekki nægilega peninga til að svara árásum sem beint var gegn honum. Af öðrum frambjóðendum demókrata má nefna að Paul Simon var að forminu til þátttakandi en hann lagði enga áherslu á að auglýsa sig upp enda auralaus með öllu. Árangur hans var í samræmi við það. Gary Hart rak alls staðar lestina. Eitt virðist ljóst. Á næstu vikum stefnir í skemmtilega og spennandi baráttu miUi Dukakis, Jacksons og Gores sem nú virðast alUr hnífjafn- ir. Jesse Jackson fagnar hér sigri í fimm fylkjum. Simamynd Reuter Mikhael Dukakis varð sigurvegari í sex fylkjum. Símamynd Reuter Gephardt beið afhroð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.