Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1988, Blaðsíða 35
MIÐVIKUDAGUR 9. MARS 1988. 35 r>v Fólk í Fréttum Sigurðarson Jón Jón Sigurðarson, forstjóri Ála- foss hf., hefur verið í fréttum DV vegna sölusamninga Álafoss við sovéska samvinnusambandið á ull- arvörum. Jón er fæddur 12. mars 1952 í Rvík og lauk prófi í efnaverk- fræði frá Danmarks Ingeniöraka- demi 1977. Hann var framkvæmda- stjóri Plasteinangrunar á Akureyri 1977-1980, aðstoðarframkvæmda- stjóri skinnaverksmiðjunnar Iðunnar á Akureyri 1980-1981 og framkvæmdastjóri 1981-1985. Hann var bæjarfulltrúi á Akureyri 1982-1986 og framkvæmdastjóri Iðnaðardeildar SÍS á Akureyri 1985-1988. Jón hefur verið í stjórn Fjórðungssjúkrahússins á Akur- eyri frá 1982 og formaður frá 1986. Hann hefur verið stjórnarformað- ur Plasteinangrunar frá 1985 og í stjórn Kaffibrennslu Akureyrar frá 1985. Jón hefur verið í stjórn Þró- unarfélags íslands frá 1986 og í stjóm Útflutningsráðs íslands frá 1986. Jón hefur verið í stjórn ís- lensks markaðar frá 1986 og for- stjóri Álafoss frá 1. janúar 1988. Jón kvæntist 19. júlí 1976 Sigríði Svönu Pétursdóttur, f. 26. septemb- er 1952. Foreldrar hennar eru Pétur Pétursson, hagfræðingur í Rvík, og kona hans, Erla Tryggvadóttir. Börn Jóns og Sigríðar eru Sigurður Bjarni, f. 9. janúar 1976, Guðrún Erla, f. 24. janúar 1979, og Pétur Már, f. 17. apríl 1980. Systkini Jóns eru Regína, f. 2. október 1953, gift Þorkatli Björns- syni, mjólkurfræðingi á Húsavík, Helga, f. 11. desember 1954, gift Benedikt Sigurðssyni, skólastjóra Barnaskóla Akureyrar, Bjami, f. 7. júní 1959, d. 20. ágúst 1979, og Erla, f. 17. desember 1964, nemi í hótelstjórn í Bandaríkjunum. Foreldrar Jóns eru Sigurður Jónsson, b. og kennari á Ystafelli, og kona hans, Kolbrún Bjamadótt- ir kennari. Föðurbróðir Jóns er Jónas búnaðarmálastjóri. Faðir Sigurðar var Jón, b. og rithöfundur á Ystafelli, Sigurðssonar, b. og ráð- herra á Ystafelli, Jónssonar, b. á Litluströnd við Mývatn, Árnason- ar, b. á Sveinsströnd viö Mývatn, Arasonar, b. á Skútustöðum við Mývatn, Ólafssonar, föður Kristj- önu, móður Jóns Sigurðssonar á Gautlöndum. Móðir Sigurðar ráð- herra var Þuríður Helgadóttir, b. á Skútustöðum, Ásmundssonar, ætt- fóður Skútustaðaættarinnar. Móðir Jóns á Ystafelli var Krist- björg Marteinsdóttir, b. á Hofsstöð- um Við Mývatn, Halldórssonar, b. á Bjamastöðum í Bárðardal, Þor- grímssonar. Móðir Marteins var Vigdís Hallgrímsdóttir, b. í Hraun- koti í Aðaldal, Helgasonar, ætt- föður Hraunkotsættarinnar. Móðir Kristbjargar var Kristín Jónsdótt- ir, þjóðfundarmanns á Lundar- brekku, Jónssonar, prests í Reykjahlíð, Þorsteinssonar, ætt- fóður Reykjahlíðarættarinnar. Móðir Kristínar var Kristbjörg Kristjánsdóttir, b. og dbrm. á 111- ugastöðum í Kinn, Jónssonar, föður Sigurðar, langafa Bjama Benediktssonar forsætisráðherra. Móðir Sigurðar var Helga Frið- geirsdóttir, b. á Þóroddsstöðum í Kinn, Kristjánssonar, fóður Hildar, ömmu Jóns A. Baldvinssonar sendiráðsprests. Kolbrún er dóttir Bjarna læknis í Rvík, Bjarnasonar, b. á Geita- bergi, Bjarnasonar, b. á Stórabotni, Helgasonar, b. á Stórabotni, Erl- Jón Sigurðarson. ingssonar, bróður Erlings, langafa Þórmundar, fóður Jónatans pró- fessors. Helgi var einnig bróðir Sveins, langafa Guðríðar, móður Margrétar Guðnadóttur prófess- ors. Móðir Bjarna læknis var Sigríður, systir Beinteins, föður Sveinbjarnar skálds. Sigríður var dóttir Einars, b. í Litlabotni, Ólafs- sonar. Móðir Einars var Ragnhild- ur Beinteinsdóttir, lögréttumanns á Breiðabólstað í Ölfusi, Ingimund- arsonar, b. í Hólum í Stokkseyrar- hreppi, Bergssonar, b. í Brattholti, Sturlaugssonar, ættföður Bergs- ættarinnar. Móðir Kolbrúnar var Regína leikkona, systir Sigurðar tónskálds, föður Þóröar, forstöðu- manns Reiknistofu bankanna. Regína var dóttir Þórðar, kaup- manns í Rvík, bróður Ragnheiðar, móður Jóns Leifs tónskálds. Þórð- ur var bróðir Böðvars, afa Ragnars Bjarnasonar söngvara. Þórður var sonur Bjarna, b. á Reykhólum, Þórðarsonar, bróður Gísla, langafa Klemenzar Jónssonar leikara. Móðir Þórðar var Þórey Pálsdóttir, b. á Reykhólum, Guðmundssonar, bróður Þorbjargar, langömmu Ól- afs Thors forsætisráðherra. Móðir Þóreyjar var Jóhanna Þórðardótt- ir, systir Jóns Thoroddsens skálds. Móðir Reginu var Hansína Linnet, hálfsystir Axels, afa Ásmundar Vilhjálmssonar, framkvæmda- stjóra Vinnumálanefndar ríkisins. Hansína var dóttir Hans Linnets, bókhaldara í Hafnarfirði, Hansson- ar Linnets, kaupmanns í Hafnar- firði, bróður Christiane, ömmu Regínu, ömmu Gunnars Bjarna- sonar ráðunautar og langömmu Jónasar Kristjánssonar, ritstjóra DV. ' Afmæli Jóhannes Stefánsson Jóhannes Stefánsson, fyrrv. framkvæmdastjóri á Neskaupstað, er sjötíu og fimm ára í dag. Jóhann- es fæddist á Nesi í Norðfirði. Hann var var framkvæmdastjóri Sam- vinnufélags útgérðarmanna og Olíusamlags útvegsmanna í Nes- kaupstað 1953-81. Hann var jafn- framt um tveggja ára skeið framkvæmdastjóri Síldarvinnsl- unnar hf. og Nesútgerðar hf. Þá var hann framkvæmdastjóri Söltunar- félagsins Áss 1960-68. Jóhannes sat í stjórn Síldarvinnslunnar frá stofnun hennar 1957 til 1985 og var formaður hennar lengst af. Jó- hannes var bæjarfulltrúi í Nes- kaupstað 1938-74 og forseti bæjarstjórnar 1958-74. Þá var hann í stjórn Sparisjóðs No.rðfjarðar, í skólanefnd, fræðsluráði 1942-62 og formaður fræðsluráðs í tólf ár. Hann var formaður Byggingafélags alþýöu 1943-61 og bókavörður í Neskaupstað í nokkur ár. Jóhann- es var í framboði í alþingiskosning- um fyrir Sósíalistaflokkinn og Alþýðubandalagið 1942-59. Hann var formaður Verkalýðsfélags Norðijarðar og íþróttafélagsins Þróttar um margra ára skeið og í stjórn sambandsráðs ÍSÍ um skeið. Þá sat hann í stjórn Sambands austílrskra sveitarfélaga og form- aður þar 1974. Kona Jóhannesar er Soffia handavinnukennari, f. 10.2. 1921, dóttir Björgúlfs, verkamanns í Nes- kaupstað, Gunnlaugssonar og konu hans, Ólafar Guðmundsdótt- ur. Jóhannes og Soffia eiga tvo syni: Valgarður sjómaður, f. 1942, kvæntur Nawast Margarian og Ól- Jóhannes Stefánsson. afur, kennari og blaðamaður á Morgunblaðinu, f. 1948, kvæntur Þórdísi Stephenssen, en þau eiga þrjá syni. Systkini Jóhannesar: Helga, f. 1911, gift Finni Magnússyni, kaup- manni á ísafirði; Ólöf, f. 1915, en hún býr á Svalbarði í Neskaupstað og stundaði lengst af verslunar- störf; Sveinbjörg, f. 1916, húsmóðir í Reykjavík, gift Birni Bjarman rit- höfundi; Karl, f. 1919, er látinn, en hann var lengi verslunarmaður hjá Sambandinu og var kvæntur Heiði Aðalsteinsdóttur; Garðar, f. 1924, er látinn, en hann var skrifstofu- maður hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað; Auðbjörg, f. 1925, gift Hallgrími Þórarinssyni, yfirvél- stjóra hjá Síldarvinnslunni í Neskaupstað; Hreinn, f. 1929, mál- ari í Neskaupstað, ekkjumaður eftir Elísabetu Guðnadóttur. Foreldrar Jóhannesar voru Stef- án Guðmundsson, íshúsvörður í Neskaupstað, f. 1881, d. 1955, og kona hans, Sesselja Jóhannesdótt- ir, f. 1889, d. 1974. Systir Sesselju v'ar Auður, móðir Matthíasar Bjarnasonar ráöherra. Foreldrar Sesselju voru Jóhannes, b. á Nolli, Guðmundsson og kona hans, Guð- björg Björnsdóttir, b. í Pálsgerði, Loftssonar, b. í Litlagerði, Bessa- sonar. Systir Guðbjargar var Guðrún, móðir Hákarla-Jörundar sem var afi þeirra systkina Bjarna Pálssonar, fóður Jónasar, forseta NLFÍ, Hreins, óperusöngvara og forstjóra Olís, Gests leikara, Guö- rúnar, konu Héðins Valdimarsson- ar og móður Bríetar leikkonu, og Gunnars, skrifstofustjóra hjá H. Benediktssyni. Jóhannes á Nolli var sonur Guðmundar, b. á Nolli, Stefánssonar, b. í Fagrabæ, Eyjólfs- sonar, b. í Fagrabæ, Arnfinnsson- ar. Föðurafi Jóhannesar var Guð- mundur í Fannardal, Magnússon, b. á Kirkjubóli í Norðfirði. Bróðir Magnúsar var Jón, afi Jóns Ólafs- sonar, ritsjóra og skálds. Faðir Magnúsar var Guðmundur, b. á Bessastöðum í Fljótsdal, þ.e. Lyga- Gvendur er sagði skröksögur í anda Munchausens, Magnússon, b. á Kollstöðum, Högnasonar, bróð- ur Guðrúnar, langömmu Boelar, langömmu Geirs Hallgrímssonar. Guðrún var einnig langamma Þor- bjargar, langömmu Arnþórs, fóður Vals, stjórnarformanns SÍS. Þá var Guðrún amma Páls á Sléttu, afa Páls, afa Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðis- ílokksins, og Harðar Einarssonar, forstjóra Frjálsrar íjölmiðlunar. 75 ára Jónína Þorgrímsdóttir, Illugagötu 23, Vestmannaeyjum, er sjötíu og fimm ára í dag. 40 ára Auður Gústafsdóttir, Jöldugróf 8, Reykjavík, er fertug í dag. Gunnar H. Loftsson, Suðurhólum 26, Reykjavík, er fertugur í dag. Kristín Bjarnadóttir, Eyktarási 4, Reykjavík, er fertug í dag. Margrét Kolbeinsdóttir, Miðvangi 87, Hafnarflrði, er fertug í dag. Guðjón Hauksson, Hjallavegi 1 L, Njarðvík, er fertugur í dag. Soffia Daníelsdóttir, Ártúni 7, Sauðárkróki, er fertug í dag. Tilmæli til afmælisbarna Blaðið hvetur afmælisböm og aðstandendur þeirra til að senda því myndir og upplýsingar um frændgarð og starfssögu þeirra. Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi tveimur dögum fyrir afmælið. Munið að senda okkur myndir. Sigurður Skúlason Sigurður Skúlason bifreiöastjóri, Oddabraut 16, Þorlákshöfn, er sex- tugur í dag. Sigurður fæddist í Reykjavík og fluttist að Kirkjuferju í Ölfusi tólf ára með foreldrum sín- um. Hann byrjaði ungur að aka hjá Mjölni í Hveragerði en ekur nú fyr- ir Ölfushrepp. Kona Sigurðar er Gréta Sigfúsdóttir. Foreldrar henn- ar eru Sigfús Jónsson á Akureyri, sem nú er látinn, og kona hans, Brynhildur Þorláksdóttir. Börn Sigurðar og Grétu eru Skúli, býr á Eskifirði, kvæntur Hjördísi Svav- arsdóttur, Halldór, býr í Kópavogi, kvæntur Guðnýju Kúld, og Svan- hildur, býr i Þoríákshöfn, gift Sævari Sigursteinssyni. Systkini Sigurðar voru fimm og eru þau öll látin. Foreldrar Sigurðar eru Skúli Sigurðsson, f. 1889, bifreiðastjóri hjá Þrótti í Rvík og b. á Kirkju- ferju, og kona hans, Svanlaug Einarsdóttir, f. 1908. Þau Sigurður og Gréta verða að heiman í dag. Steinar Sigurjónsson Steinar Sigurjónsson rithöfund- ur er sextugur í dag. Steinar fæddist á Hellissandi. Hann hóf prentnám í Hrappseyjarprenti 1946 og starfaði þar í eitt ár en vann síð- an við Prentverk Akraness og lauk þaðan prófi 1950. Steinar fór til Akureyrar og dvaldist þar um skeið en starfaði síðan við prent- verk hjá Hólum og Víkingsprenti en hætti þá prentverki og sneri sér að ritstörfum. Steinar dvaldist svo erlendis um skeið og vann þá m.a. við prentverk í Svíþjóð, á Irlandi, í Þýskalandi og í Danmörku. Helstu skáldverk hans: Hér erum við, 1955; Ástarsaga, 1958; Ham- ingjuskipti, 1964; Fellur að, (dul- nefni Bugði Beygluson), ljóð, 1966; Skipin sigla, ’ (dulnefni. Bugði Beygluson), 1966; Blandað í svartan dauðann, 1967; Brotabrot, 1968; Farðu burt skuggi, skáldsaga, 1971. Steinar gaf út tímarit um bók- menntir og menningarmál er hann nefndi Óreglu. Steinar á tvær dætur. Þær eru Elísabet Harpa, húsmóðir í Reykja- vík, f. 13.1. 1949, gift Ástþóri Ragnarssyni smið, og Sigríður, meinatæknir og húsmóðir í Sví- þjóð, f. 9.4. 1952, gift Einari Þór- hallssyni lækni. •Foreldrar Steinars: Sigurjón Kristjánsson skipstjóri, f. 25.8.1902, og kona hans, Sigríður Vilhelmína Ólafsdóttir, f. 6.5. 1904. Föðurfor- eldrar Steinars voru Kristján Kristjánsson á Bíldudal og kona hans, Stefanía Stefánsdóttir. Móð- urforeldrar Steinars voru Ólafur, Steinar Sigurjónsson. b. á Fossi utan Ennis, Magnússon, sjómaður og bóndi, og kona hans, Oddný, systir Guðrúnar, lang- ömmu Guðrúnar, móður Sigurðar Guðmundssonar, forstjóra Hús- næðisstofnunar ríkisins. Oddný var dóttir Björns Gestssonar, b. á Þorkelshóli í Víðidal, og konu hans, Halldóru Sigfúsdóttur. Ólafur var sonur Brokeyjar-Magnúsar Guð- mundssonar og konu hans, Ing- veldar Gísladóttur. Halldóra var dóttir Sigfúsar Bergmann, b. og hreppstjóra á Þorkelshóli, ættfóður húnversku Bergmannsættarinnar, fóður Guðrúnar, ömmu Guðmund- ar Björnssonar landlæknis og langömmu Bjarna, afa Ingimundar Sigfússonar, forstjóra Heklu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.