Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Qupperneq 2
26
MÁNUDAGUR 14. MARS 1988.
íþróttir
Muggur á mánudegi: >
Valsmenn
sluppu
lýrirhom
Knattspymusambandið steig í
vetur stórt skref í þá átt að koma
í veg fyrir skort á dómurum. Fé-
lögum var gert skylt að útvega
einn dómara fyrir hvem flokk
sem sendur væri í íslandsmótið.
Tækist það ekki yrði viðkomandi
félag að draga einn flokk út úr
mótinu fyrir hvem dómara - og
byrja á meistaraflokki! Ég hef
frétt að víöa hafi oröið handa-
gangur í öskjunni - og hvergi
meiri en hjá sjálfum íslands-
meistumnum, Valsmönnum.
Þeir stóðu frammi fyrir þvi að
eiga ekki nógu marga dómara og
þá hefðu þeir ekki fengiö aö senda
liö sitt í 1. deildina næsta sumar!
Eftir talsveröan taugatitring var
málinu bjargaö fyrir hom og Val-
ur fær að verja meistaratitil-
inn.
Einn kom
á leikinn í
Digranesi
Körfuknattleikslið Breiðabliks
á ekki miklu tylgi að fagna þó það
• Eini áhorfandinn i Digranesi
klappar fyrir sinu iiði.
DV-mynd G.Bender
leiki í úrvalsdeildinni og svo virö-
ist sem Kópavogsbúar hafi litinn
áhuga á körfuboltaíþróttinni.
Breiöablik fékk fyrir skömmu
sjálfa íslandsmeistarana, Njarö-
víkinga, i heimsókn í bikar-
keppninni, en ekki var aðdráttar-
afl þeirra né heimaliðsins mikið.
Einn einasti áhorfandi lét sig hafa
þaö að mæta og sitja á áhorf-
endapöllunum - en ekki fer
sögum af stemmningunni.
Sviptingar
í máli
Websters
Sviptingamar í máli ívars
Websters körfuboltamanns hafa
verið harla einkennilegar. Fyrst
var hann einungis víttur af hér-
aðsdómstóii, síðan dæmdur í 7
vikna bann af dómstóli KKÍ og
aö lokum leystur úr því banni af
dómstóli íþróttasambandsins.
Sem betur fer er ekki hægt að
koma fyrir fleiri dómsstigum og
málið ætti því að vera úr sögunni
- nema því verði næst skotið til
Alþjóðadómstólsins í Haag. . .
Atli steig
bylHan
stríðsdans
Þó oft hafi sigri verið fagnað
gifurlega í Laugardalshöllinni
hafa fáir stigið jafntrylltan dans
og Atli Hilmarsson, landsliðs-
maður úr Fram, gerði á laugar-
daginn, eftir að hann hafði skorað
sigurmark Fram gegn ÍR í 1.
deildinni í handbolta á síðustu
sekúndunni (eða síðar). Hallar-
gólfið sjálft dugöi ekki Atla, hann
tók á rás upp um áhorfendabekk-
ina með ailt Framliðið á hælun-
um - enda ætti þaö nú að vera
að mestu laust úr fallhættunni
sem hefur þjakaö það svo mjög í
vetur. Og ég get auðveldlega sett
mig í spor Atla. Hann lenti með
liandlegginn í gifs strax eftir
fyrsta leik íslandsmótsins í haust,
Framliðið hefur verið á eða við
botninn í deildinni til skamms
tíma - og i ÍR-leiknum hafði Atla
mistekist í fimm tilraunum í röð
að koma boltanum framhjá
Hrafni ÍR-markveröi. Þar til skot-
ið góða rataöi rétta leiö á örlaga-
stundu.
L_ mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm mmm rnmm bJ
Körfuknattleikur - NBA-deildin:
Liði San Antonio
tvívegis skellt
um helgina
Lið San Antonio Spurs tapaði.tvívegis um helgina, fyrst gegn Cav-
aliers, 117-107, og síðan gegn Chicago Bulls, 112-92. Fyrri leikurinn
var tvísýnn og vel leikinn en Cavaliers náði að knýja fram sigur
með frábærri vítanýtingu í síðasta íjóröungnum. Pétur lék með í 16
mínútur í þeim leiknum og gerði 6 stig. Gegn Chicago náði Pétur
sér hins vegar aldrei á strik fremur en San Antonio liðið í heild sinni:
„Ég var í byrjunarliðinu en þetta var samt einn af þeim dögum
sem maður sér litla ástæðu til að geyma sér í minni. Ég lenti strax
í villuvandræðum og fór snemma á bekkinn, gerði þó tvö stig áður
en að því kom,“ sagði Pétur í samtali við DV í gær. -JÖG
• Stúdentar búa sig undir að verjast KA-smassi í leiknum á Akureyri á föstudagskvöldið. ÍS náði að sigra, 3-2,
og eftir tap Þróttara fyrir HK í gær geta þrjú lið orðið jöfn og efst í karlafiokki, ÍS, Þróttur og HK.
DV-mynd Gylfi Kristjánsson
Úrslitakeppni íslandsmótsins í blaki:
HK stöðvaði Þrött
- sigraði 3-1 í Digranesi. Úrslit milli Víkings og UBK í kvennaflokki
HK-menn komu í veg fyrir að Þrótt-
arar tryggðu sér íslandsmeistaratit-
ilinn í gærkvöldi með sigri í
Digranesi, 3-1. HK-menn byrjuðu þó
ekki vel og misstu þeir Skjöld Vatnar
út af vegna meiðsla strax í fyrstu
hrinu og kom hann ekki meira inn á
í leiknum. Þetta hafði vond áhrif á
liðið sem fann sig ekki í fyrstu hrin-
unni og fór hún 15-5 fyrir Þróttara.
Þeir komu hins vegar mun ákveðn-
ari til leiks í þeirri næstu og komust
í 10-2. Þeir voru svo yfir, 14-9, en
gekk illa að fá síðasta stigið og voru
Þróttarar komnir með 13 stig þegar
það loksins tókst. Þriðja hrina var
svo mjög jöfn þó svo að Þróttarar
væru alltaf örlítið yfir. Þeir komust
í 14-12 en þá skoraði HK ijögur næstu
stig og tryggði sér sigur í hrinunni,
16-14, og átti Vignir Hlööversson þá
góöan kafla. Við þetta virtust Þrótt-
arar brotna niður og HK vann næstu
hrinu nokkuð auðveldlega, 15-8.
Kristján Arason átti góðan leik fyrir
HK en Þróttararnir voru allir frekar
daufir og áttu HK-menn sigurinn
fyllilega skilinn.
• Eftir leiki helgarinnar er ljóst
að það verða hreinir úrslitaleikir
milli Vikings og Breiðabliks um ís-
landsmeistaratitilinn í kvennaflokki.
Sá fyrri er á miðvikudaginn og sá
seinni á sunnudaginn. Þessi hð unnu
bæði báða sína leiki um helgina og
eru með átta stig eftir fjóra leiki. A
laugardaginn lenti Breiðablik j
miklu basli með ÍS. ÍS-stúlkurnar
sigruðu í fyrstu tveimur hrinunum,
15-10 og 15—4, og leit allt út fyrir ör-
uggan sigur hjá þeim. Þær komust
meira að segja í 14-12 í þeirri þriðju
en náðu ekki að gera út um hrinuna
og sigraði Breiðablik í henni 17-15.
Við þetta misstu ÍS-ingar móðinn og
Breiðablik sigraði í leiknum með því
að vinna næstu tvær hrinur 15-7 og
15-8.
• Víkingur sigraði hins vegar
Þrótt nokkuð auðveldlega í þremur
hrinum. Þær fóru 15-10,15-4 og 15-9.
• í gær lék svo Víkingur við ÍS.
Víkingar byijuðu leikinn mjög vel
og sigruðu í fyrstu hrinunni, 15-1.
Eftir það jafnaðist leikurinn og fór
næsta hrina 15-11 fyrir Víking. Þá
vann ÍS næstu tvær hrinur, 15-13 og
15-11. í úrslitahrinunni voru Víking-
ar aftur mun ákveðnari og sigruðu í
henni, 15-5.
• Breiðablik vann svo Þrótt auð-
veldlega í þremur hrinum og hafa
stúlkurnar í Þrótti tapað öllum leikj-
um sínum í úrslitakeppninni.
Hrinumar fóru 15-10,15-9 og 15-2.
• Staðan í karlaflokki er þannig:
Þróttur.............5 4 1 13-9 8
ÍS..................5 3 2 13-10 6
HK..................5 3 2 11-10 6
KA..................5 0 5 7-15 0
v* Staðan í kvennaflokki er þannig:
UBK.................4 4 0 12^ 8
Víkingur............4 4 0 12-5 8
ÍS..................5 1 4 10-14 2
Þróttur.............5 0 5 4-15 0
B
„Klaufar að tapa“
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Við vorum klaufar að tapa þess-
um leik, menn þoldu ekki spennuna
í síðustu hrinunni og létu einnig
dómgæsluna fara í taugarnar á sér í
stað þess að einbeita sér að leikn-
um,“ sagði Haukur Valtýsson, þjálf-
ari og leikmaður blakliðs KA, eftir
að KA hafði tapað 2-3 fyrir ÍS í úrsli-
takeppninni á Akureyri um helgina.
Leikur liðanna var ágætlega leik-
inn og spennandi. ÍS sigraði í fyrstu
hrinunni með 15-9, KA með sömu
tölum í 2. hrinu og ÍS í þeirri 3. með
sömu tölum. KA vann síðan 4. hrinu
15-8 og því þurfti 5. hrinuna til að fá
úrslit.
í þeirri hrinu virtust KA-menn
vera að gera út um leikinn, komust
í 11-8 en síðan ekki söguna meir. ÍS
skoraði 7 síöustu stigin og vann því
hrinuna 15-11 og leikinn þar með 3-2.
Haukur sagðist vera bjartsýnn á
framhaldið hjá KA þrátt fyrir að lið-
ið væri nú úr leik í úrslitakeppninni.
Liðið þyrfti að fá sér góðan þjálfara
fyrir næsta vetur en sjálfur sagðist
Haukur ætla að hvíla sig á þjálfun-
inni þótt hann yrði leikmaður áfram.
_ Hollandsför íslenska OL-liðsins:
Islenska OL-landsliðið lagði
áhugamannalið SDW Amsterdam
- Halldór Áskelsson skoraði sigurmark íslands
íslenska ólympíulandsliðið vann
sigur á áhugamannaliðinu hol-
lenska, SDW Amsterdam, í gær, 2-1.
íslendingar urðu fyrri til að $kora
í leiknum og var Þorvaldur Örlygs-
son þar aö verki. Hollendingarnir
náðu að jafna metin en Halldór
Áskelsson gerði sigurmark íslend-
inga nokkru síðar.
„Leikurinn bar þess merki að
keppnistímabilið er langt frá því haf-
ið á íslandi. Menn eru ekki í neinu
leikformi enda hafa þeir aöeins
stundað úthaldsæfingar og einhverja
knattspyrnu á gervigrasi sem mjög
er frábrugðin hinni sem leikin er á
eðlilegum velli," sagði Sigfried Held,
landsliðsþjálfari íslands, í spjalli við
DV í nótt.
„íslenska liðið var engu að síður
betra en það hollenska en það má
ljóst vera að vinna er framundan hjá
leikmönnum ætli þeir aö ná þeim
styrk og því leikformi sem til þarf
ef leggja á sterkari andstæðinga. ís-
lenska liðiö er nú í engri leikþjálfun
og það er vandinn sem við er að
glíma. Markmið ferðarinnar er að
láta strákana spila á grasi og öðlast
leikæfingu jafnhliða því. Við eigum
erfiða leiki framundan við Holland
og A-Þýskaland, báða í endaðan
apríl. Ferðin er liður í undirbúningi
fyrir þá leiki,“ sagði Sigfried Held.
-JÖG