Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Side 6
30
MÁNUDAGUR 14. MARS 1988.
Iþróttir
„Sé aðeins eftir því að
hafa fomað skólagöngunni"
- segir Jón Óðinn Óðinsson sem hehir unnið einstakt þrekvirki í júdóþjálfun unglinga á Akureyri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
A Islandsmóti unglinga
og kvenna, sem fram fór
á Akureyri um síðustu
helgi, unnu keppendur
frá KA til 13 gullverð-
launa af 21 gullverðlaun-
um sem keppt var um.
Keppendur KA á þessu
móti voru 36 talsins og
þeir unnu til 35 verðlauna
á mótinu. Þetta er vægast
sagt stórkostlegur árang-
ur. Maðurinn á bak við
þennan árangur og önn-
ur afrek Akureyringa í
júdó á undanfórnum
árum heitir Jón Óðinn
Óðinsson og er 24 ára
gamall. Það sem hann
hefur gert er sennilega
einsdæmi í íþróttum hér
á landi og þótt víðar væri
leitað, það sjáum við hér
á eftir.
„Þá kunni ég ekkert“
„Ég fór að æfa júdó árið 1982, aðal-
lega vegna þess að tveir kunningjar
mínir, sem æfðu júdó, notuðu mig
oft sem æfingabrúðu. Þetta kom því
til af illri nauðsyn," segir Jón Oð-
inn. En hvemig kom það til að
hann var farinn að þjálfa þá yngri
eftir að hafa sjálfur aðeins stundað
júdó í 2 mánuði?
„Ég fór að aðstoða hollenskan
þjálfara sem þjálfaði hér á Akur-
eyri. Hann átti oft erfitt með að
komast á æfingar og þá hljóp ég í
skarðið. .Auðvitað kunni ég ekki
neitt þá en ég fékk strax geysilegan
áhuga á þjálfun og fór að lesa mér
til. Eg er því algjörlega sjálfmennt-
aður, mest af bókum.“
Á nýjar slóðir
En tímarnir liðu og strákunum
íjölgaöi sífellt sem æíðu undir
stióm Jóns Óöins. Þar kom að þeir
ákváðu að halda til keppni í
Reykjavík, á íslandsmót unghnga
1985.
„Ég hafði þá aldrei séð keppni í
júdó utan Akureyrar. Ég vissi því
htið út í hvað ég var að fara með
strákana en vissi að þetta yrði próf-
steinn á það sem ég hafði verið að
kenna þeim, hvort það væri rétt.
Fyrstu kynni mín af forustu-
mönnum í júdó þarna voru ekki
beint uppörvandi. Ég hitti einn
þeirra á mótsstað og sagði honum
að ég væri kominn með hóp Akur-
eyringa á mótið eins og talað hafði
verið um. Hann spurði mig hver
væri þjálfari hópsins og þegar ég
sagði honum að ég væri þjálfarinn
sagði hann: „Nú, þið eigið við þjálf-
aravandamál að stríða fyrir
norðan." En hvaö sem til var í því
þá unnum við 6 af 8 guhverðlaun-
um á mótinu og sveitir frá KA urðu
einnig í tveimur efstu sætunum í
sveitakeppninni.“
Ljón í veginum
Þaö voru ekki allir thbúnir að við-
urkenna Jón Óðin sem þjálfara á
þessum árum, ungling að norðan
sem sjálfur hafði aðeins hvítt belti
í íþróttinni. „Þaö áttu margir bágt
með að sætta sig viö það að einhver
strákhvolpur að noröan, sem ekk-
ert kynni, kæmi með hóp sem stæði
sig svona vel. Jú, þetta voru menn
í forustunni. Þetta viðhorf var
einnig til fyrir norðan og þegar við
komum heim með gullverðlaunin
sagði t.d. einn forustumaður í
íþróttalífi á Akureyri viö mig: „Ég
hélt að þið kynnuð ekki neitt í þess-
ari íþrótt.“
Vandræði með „gráða-
reglur“
„Við hér fyrir norðan sömdum sér-
stakar gráðareglur sem voru
miðaðar við að iðkendur væru allt
niður í 5 ára aldur. Þeir fyrir sunn-
an byrja hins vegar ekki með
stráka í júdó fyrr en þeir eru orðn-
ir 10 ára og þeir vildu ekkert með
þessar reglur okkar gera þótt þær
hefðu verið samþykktar á ársþingi
júdómanna. Viðkvæðið var að þeir
hefðu ekkert með reglur að gera
sem samdar væru af strákum úti á
landi, þeir sem væru búnir að vera
í 10 ár í júdó.
Svo fór að þessar reglur voru
felldar niður og það hefur skapað
vandræði. Sem dæmi um það get
ég nefnt að ég er með 7 ára stráka
sem eru komnir með appelsínugult
belti (3. gráðu) og svo gæti fariö að
þeir yrðu komnir með brúnt belti
(næstefstu gráðu) 10 ára. Að sjálf-
sögðu er þetta vandamál.
Margfaldir meistarar
Afreksmannahópurinn hans Jóns
Óðins er oröinn stór þótt hann hafi
ekki þjálfað mjög lengi. Auðveldast
er að benda á tvo úr hópnum, þá
Frey Gauta Sigmundsson og Auð-
jón Guðmundsson sem eru 16 ára
en samt margfaldir íslandsmeistar-
ar.
„Ég er í dag með 18 stráka á aldr-
inum 14-19 ára sem hafa þegar náð
mjög langt og eru allir margfaldir
meistarar. Fleiri yngri eru á leið-
inni og í þeim hópi eru margir mjög
efnilegir sem eiga eftir að ná langt
og þá er ég að tala um að þeir eigi
eftir að standa sig vel á alþjóðlegum
vettvangi.
Margir þessara stráka hafa orðið
íslandsmeistarar undanfarin ár og
eru famir aö setja svip sitt á mót
fullorðinna þótt þeir séu ungir að
árum. Við erum því farnir að hta
• Jón Óðlnn Oöinsson, þjálfari júdómanna á Akureyri, hefur gert kraftaverk nyrðra.
hefur verið meðal júdómanna fyrir norðan og þeir eru jafnan sigursælir á mótum.
Gífurlegur uppgangur
DV-mynd GK/Akureyri
til útlanda og sl. vor fór ég með hóp
á alþjóðlegt mót í Svíþjóð fyrir
14—18 ára. Þar fengum við einn 14
ára á verðlaunapall. Við förum aft-
ur á þetta mót í vor, þá með stærri
hóp, og ég sé ekkert því til fyrir-
stöðu að strákarnir fari að líta á
þaö sem raunhæft markmið að
sigra á mótum erlendis.“
Alltaf þjálfað kauplaust
„Nei, ég 'hef aldrei fengið kaup fyr-
ir að þjálfa," segir Jón Óðinn. Til
að gera grein fyrir því hverju hann
hefur fórnað má nefna að eitt árið
gerði hann ekkert annað en að
þjálfa júdómenn og lesa sér til um
íþróttina. Hann hefur einn byggt
upp stórveldi í íþróttinni á Akur-
eyri og núna eyðir hann á bhinu
40-60 klukkustundum við þjálfun í
júdó.
„Ég sé ekki eftir þessum tíma.
Það eina sem ég sé eftir er að hafa
ekki getað klárað mitt nám. Ég var
í Menntaskólanum á Akureyri, fór
síðan í Verkmenntaskólann og ætl-
aði aö klára þar mitt nám. Þá vann
ég einnig sem dyravörður á veit-
ingastað og var á kafi í júdóinu og
dæmið gekk ekki upp. Þegar ég
hafði eitt sinn vakað í 4 sólarhringa
varð eitthvað að gefa eftir og ég
lamaðist í andhtinu. Þá varð eitt-
hvað að gera og ég ákvað að gefa
náminu frí.
En erfiöleikamir eru léttvægir
miðað við ánægjuna sem þetta hef-
ur veitt mér. Eg hef fengiö mjög
mikið út úr þessu starfi og á meðan
ég finn að ég er að bæta mig sem
þjálfari er ég ekkert á þeim buxun-
um að hætta.“
Heragi á æfingum
„Agi í íþróttum er mjög mikilvæg-
ur og reyndar grundvallaratriði að
mínu mati. Eg legg því mikla
áherslu á það atriöi. Fimm ára
strákarnir þurfa t.d. að geta fleira
en glímt þegar þeir taka sitt fyrsta
próf. Ég hef áhrif á mataræði þeirra
og þeir skila mér kvittun frá foreld-
rum sínum um að þeir taki lýsi.
Einnig verða þeir að geta þagað í
klukkustund. Það er sjálfsagt erfitt
fyrir stráka á þessum aldri en þeir
láta sig hafa það.
Annars byggi ég þjálfunina að
mjög miklu leyti á tækniæfingum
og þeir fá lítið að glíma fyrstu árin.
Ég lít svo á aö ánn frá 5-14 ára séu
þau ár sem á aö nota til að byggja
strákana upp tæknilega, að þeir
öðhst alhliða tækni. Þetta er lykill-
inn að þeim árangri sem ég hef náð.
Fær loks aðstoð
Lengst af hefur Jón Óðinn mátt
reka júdó á Akureyri einsamah og
ganga í öll verk. Mikil breyting
varð hinsvegar á þegar júdódeild
var stofnuð hjá KA á siðasta ári og
nú greiðir félagið t.d. alla æfinga-
tíma. Þá hefur verið stofnað félag
foreldra sem eiga stráka í júdó og
Jón Óöinn bindur miklar vonir við
það félag.
„Þaö starf á eftir að aukast og
skila sér betur í framtíðinni. Mér
fannst hins vegar að ég gæti ekki
farið fram á mikla aðstoö frá öörum
fyrr en ég væri búinn að sanna mig
sem þjálfara," segir Jón Óðinn.
Tölurnar varðandi það segja aht
sem segja þarf. í fjórum síðustu
íslandsmótum hafa keppendur frá
Akureyri unnið 44 gullverðlaun.
Segir það ekki aht sem segja þarí?