Dagblaðið Vísir - DV - 14.03.1988, Side 12
36
MÁNUDAGUR 14. MARS 1988.
Auglýsing
Fjármálaráðuneytið óskar eftir að ráða fólk til starfa.
í boði eru fjölbreytileg störf sem snerta m.a. eftirtalin
viðfangsefni ráðuneytisins:
Skattamál
Tollamál
Kjara- og launamál
Starfsmannamál
Skýrslugerð og tölfræði
Áætlanagerð
Rekstrareftirlit
Lífeyrismál
Menntun í lögfræði, hagfræði eða skyldum greinum
er æskileg.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknum skal komið til fjármálaráðuneytisins, Arn-
arhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 28. mars nk.
Fjármálaráðuneytið
Sjúkraliðar
ósKast tíl starfa
Barnaspítali Hringsins.
Sjúkraliðar óskast á barnadeildir nú þegar eða eftir
samkomulagi.
Litlar, þægilegar deildir og góð vinnuaðstaða. Góður
aðlögunartími. Fjölbreytt og áhugavert starf. Sveigj-
anlegur vinnutínji.
Einnig óskast sjúkraliðar til sumarafleysinga.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, Hertha W. Jónsdóttir, sími 29000-285.
Landspítalinn, kvennadeild.
Sjúkraliðar óskast á meðgöngudeild 23-B frá 1. maí
nk. Vaktavinna, allar vaktir 60% starf og næturvaktir
50-60% starf.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarframkvæmda-
stjóri, María Björnsdóttir, sími 29000-509.
RÍKISSPÍTAIAR
STARFSMANNAHALD
oskast til starfa
Handlækningadeild, Landspítala.
Læknaritari óskast í fullt starf á handlækningadeild
Landspítalans. Vinnutími 8.00-16.00.
Starfið felst í ritun sjúkraskráa, læknabréfa og að-
gerðalýsinga (allt unnið af segulbanai), auk ýmissa
almennra skrifstofustarfa.
Umsækjendur þurfa að hafa stúdentspróf eða hlið-
stæða menntun.
Umsóknir sendist til skrifstofustjóra handlækninga-
deildar Landspítalans eigi síðar en 24. mars nk.
Nánari upplýsingar gefur Guðrún Ingimundardóttir
skrifstofustjóri eða Katrín Þórðardóttir læknafulltrúi,
sími 29000-350.
Geðdeild Landspítalans að Kleppi.
Óskum að ráða fulltrúa í fullt starf á skrifstofu Berg-
iðjunnar að Kleppi. Vinnutími frá 8.00-16.00.
Fulltrúinn sér um launaútreikninga og útborgun auk
almennra skrifstofustarfa.
Nánari upplýsingar gefur forstöðumaður, Jóhannes
Sigurðsson, sími 38160-93 eða 37.
RÍKISSPÍTALAR
STARFSMANNAHALD
fþróttir
Elkjær var ekki svona hress i vikunni sem leið en þá gekk hann af velli
fýldur mjög og lét reiði sína bitna á hverjum þeim sem á vegi hans varð.
Preben Elkjær í eins leiks bann:
Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi;
Preben Elkjær, danski sóknarmað-
urinn hjá Verona á Ítalíu, hefur verið
dæmdur í eins leiks bann í Evrópu-
keppni og missir því af seinni leikn-
um gegn Werder Bremen næsta
miðvikudag. Ástæðan er allskrautleg
framkoma hans eftir tapið í fyrri
leiknum í síðustu viku.
Þegar leiknum lauk byijaði Elkjær
á að segja nokkur vel valin orð við
annan línuvörðinn. Síðan tók hann
bolta og henti í Otto Rehhagel, þjálf-
ara Bremen. Á leið sinni í lyfjapróf
rétt á eftir ýtti hann harkalega við
Lemke, framkvæmdastjóra Bremen,
með þessum orðum: „Þið Þjóðveijar
eruð hræðilegt fólk og hafið ekkert
lært af seinni heimsstyijöldinni!“
Eftirhtsmaður frá UEFA varð vitni
aö öllum þessum ósköpum og sagði
að ekki væri hægt að leiða hjá sér
svona framkomu. Sennilega eins gott
fyrir Elkjær að láta ekki sjá sig í
Þýskalandi á næstunni!
Knattspyma:
Olsen kyrr
hjá Köln
Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi:
Morten Olsen, danski landsliðs-
fyrirliðinn, komst í fyrrakvöld að
samkomulagi við Köln um að leika
með félaginu eitt ár í viðbót. Hann
er 38 ára gamall og Köln hafði ekki
viljað ganga að fjárhagskröfum hans
nema utanaðkomandi aðilar hlypu
undir bagga og það gekk upp í fyrra-
dag. Áður hafði verið leitt getum að
því að Olsen tæki við sem landslið-
seinvaldur Dana að lokinni Evrópu-
keppninni í sumar.
ítalir öruggir?
ítalir tryggðu enn betur stöðu sína
í forkeppni ólympíuleikanna í knatt-
spyrnu með því að vinna sigur á
Hollendingum á útivelli, 0-1. Liðin
leika í sama riðh og íslendingar.
Knattspyma er í verulegri framfór á
Ítalíu eftir nokkra lægð í kjölfar sig-
urs í heimsmeistarakeppni árið 1982.
Vera má að með komu Maradona og
annarra snihinga hafi knattspyrnan
risið á nýjan leik þar í landi.
Preben Elkjær Larsen.
Morten Olsen.
Það er uppsveifla í italska boltanum.
Skrautieg fram-
koma efdr tapið
gegn Bremen
DV
Erlendir
frétta-
stúfar
e Hagnaður af vetrarólympíu-
leikunum í Calgary mun vera um
30 milljónir dohara. Annað og
betra hjá Kanadamönnum en
árið 1976 þegar þeir töpuðu stórfé
á sumarleikunum í Montreal en
dropi í hafíð miðað við hagnað
bandarískra af sumarleikunum í
Los Angeles 1984 sem var um 235
milljónir dohara!
# Gestgjafar heimsmeistara-
keppninnar í knattspymu árið
1994 veröa útnefndir þann 4. júh
í sumar. Með þeirri dagsetningu
telja margir einsýnt aö Alþjóða
knattspymusambandið, FIFA,
ætíi Bandaríkjamönnum þá
keppni því 4. júlí er þeirra þjóð-
hátíðardagur. Brasiha, Marokkó
og Bandaríkin berjast um að
hreppa hnossið.
eGlynis Nunn frá Ástralíu,
ólympíumeistari í sjöþraut
kvenna 1984, getur ekki varið titil
sinn á leikunum í Seoul í haust.
Hún meiddist hla í bílslysi fyrir
hálfum mánuði og á ekki mögu-
leika á að taka þátt í úrtöku-
keppni fyrir leikana sem fram fer
síðar í þessum mánuöi.
# Ben Crenshaw tryggði sér
sigur í Doral Open golfmótinu,
sem lauk í Miami, Florida, á
sunnudaginn, með glæshegu sex
metra pútti. Hann lék síðasta
hringinn á 66 höggum og var með
274 högg samtals. Chip Beck og
Mark McCumber voru á hælum
hans með 275 högg og Raymond
Floyd lék á 276 höggum.
# Roswitha Steiner, frá Aust-
urriki, tryggði sér á sunnudaginn
heirasbikarinn í svigi kvenna
með því að sigra á lokamótinu í
Aspen í Coloradofylki í Banda-
ríkjunum. Hún fékk 87 stig í
sviginu, Vreni Schneider frá
Sviss 80 og Anita Wachter frá
Austurríki 75 stig. Þetta var sæt-
ur sigur fyrir hina 24 ára gömlu
Roswithu því hún haföi ákveðið
að hætta keppni aö þessu tima-
bih loknu.
e Christine Meier, frá Vestur-
Þýskalandi, sigraði í stórsvigi
kvenna í Aspen á mánudaginn.
Blanca Femandez-Ochoa frá
Spáni varð önnur og Ulrike Mai-
er, frá Austurríki, þriðja. Þetta
breytti ekki mjög stöðu efstu
kvenna í stigakeppni stórsvigs-
ins, Catherine Quittet frá Frakk-
landi er fyrst með 78 stig, Vreni
Schneider frá Sviss önnur meö
76 og Mateja Svet frá Júgóslavíu
þriðja með 62 stig.
t Brigitte Oertli frá Sviss er
með forystu i stigakeppni heims-
bikarsins eftir síðustu helgi. Hún
er með 202 stig en síðan koma
löndur hennar, Michela Figini
með 194 stig og Vreni Schneider
með 185.
# Fornfræg félög raða sér f
toppsæti ensku 4. deildarinnar í
knattspymu þessa dagana. Wol-
ves er efst, Cardiff í öðra sæti,
Bolton í þriðja og Burnley í
fjórða. Einhvern tíma hefði þetta
getað verið staða efstu höa 1.
deildar en þessi fjögur lið mega
svo sannarlega muna sinn fífil
fegri! í efstu sætura 3. deildar eru
líka tvö af rötgrónustu félögum
efstu knattspymunnar, Sunder-
land og Notts County.
e Maurice Evans, fram-
kvæmdastjóri Oxford, sagði starfi
sínu lausu á þriðjudaginn en
féllst á að vera við stjómvölinn
iar til eftírmaður hans fyndist.
Oxford hefur ekki unnið leik í 1.
deild ensku knattspyrnunnar sið-
an í nóvember.
e Manchester City vann góðan
útisigur á Sheffield United, 2-1, í
2. deild ensku knattspymunnar á
iriðjudag. Bamsley vann Bo-
umemouth 2-1 og Birmingham
tapaði 0-1 fyrir W.B.A. Grimsby
vann Rotherham, 2-1, í 3. deiid.