Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 28. MARS 1988. Fréttir Kúrekaleikur í Víðidal Attræður hestamaður á flótta undan hrossaþjófum Haraldur Stefánsson ásamt hesti sínum sem hann bjargaði úr klóm hrossaþjófa rétt í þann mund er selja átti hestinn úr landi. DV-mynd S Maður á attræðisaldri, Haraldur Stefánsson að nafni, varö fyrir því nú á dögunum að hesti hans var stol- ið og mátti litlu muna að hann missti hann úr landi en þjófamir hugðust selja hann í Þýskalandi. „Ég kom upp í hesthús á fimmtu- daginn og sá þá að hesturinn var löðursveittur. Menn sögöu að þeir hefðu séö einhvern á harðastökki á hestinum þá um daginn. Á fóstudaginn kom ég í hesthúsið um fjögurleytið og þá var hesturinn horfinn. Þjófamir höfðu dregið nagl- ana úr hespunni og þannig gátu þeir opnað húsið. Þeir skildu eftir miða á hurðinni um aö þeir hefðu fengið hestinn að láni. Nú, ég fór upp í hús til þeirra og var enginn þar. Ég vissi ekki mitt rjúkandi ráð og fór heim. Ég hringdi í lögregluna og fór hún að leita hests- ins. Á föstudagskvöldið fór ég aftur upp að hesthúsi þjófanna við annan mann. Við komumst inn um gluggann og fundum minn hest þar og var þá búið að draga undan hon- um járnin og merkja hann til útflutn- ings en hesta verður að flytja út skeifulausa. Ég tók hestinn í taum og gekk með hann allt ofan úr Víði- dal, meðfram Elliðavatni, og fór niður í Breiðholt við Rjúpnahæð. Allt þetta gekk ég í svartamyrkri og kom sér vel að hafa verið í smala- mennsku í gamla daga og kunna að ganga í myrkri. Hestinn faldi ég svo í Breiðholti þá um nóttina. Og það mátti ekki tæpara standa. Lögreglan kom upp í Víöidal hálf- tíma eftir að ég teymdi hestinn burt og voru þeir þá búnir að setja alla hesta, sem í húsinu voru, í bíla og voru komnir langleiðina suður á flugvöll. Hestinn heföi ég aldrei séð aftur ef ég hefði beðið. Lögreglan talaði við þjófinn og sagðist hann hafa tekið hestinn af því að ég skuldaði sér peninga. Og það var svo sem engin stórskuld. Ég haföi sett hestinn í tamningu hjá þessum manni í fyrra og borgaö hon- um 25 þúsund krónur fyrir. Hann vildi helst ekki taka við peningunum en falaðist eftir hestinum sem er bróðir einhvers mesta töltara lands- ins, Snjalls frá Gerðum. Maöurinn hefur komið til mín tvisvar ásamt bróður sínum til aö fala hestinn og segja þeir að ég hafi ekkert með svona hest að gera, svona gamall maður hafi nóg með hina tvo hestana sem ég á. Mér skilst að tamninga- menn taki 40 þúsund krónur fyrir að temja þannig að skuldin hefur hljóðað upp á fimmtán þúsund krón- ur.“ Heimildarmenn DV í hesta- mennsku segja að ekki sé fjarri lagi að meta slíkan hest á 300 þúsund krónur þannig að taxtmn er hár hjá þessum tamningamanni. En hvert verður framhaldið hjá Haraldi? Ætla aö kæra „Mér finnst að allir séu að ganga eftir því við mig að ég láti þetta ekki kyrrt liggja þannig að ég fer til lög- reglunnar strax á morgun og legg fram kæru því það er greinifegt að þjófurinn er ekkert á því að hætta. Hann kom í gærkvöldi á bíl að hest- húsinu, þar sem ég geymi hestana mína, og lýsti það upp með bílljósum tíi að athuga hvort hesturinn væri geymdur þar inni.“ Til gamans má geta þess að blaða- maður og ljósmyndari DV óku leið- ina, sem Haraldur gekk með ójámaðan hestinn í svartamyrkri á föstudagsnóttina, og reyndist hún um sex kílómetra löng. -PLP Stöðumælar afhausaðir Lögregluþjónn með þýfið, fjölda stöðumæla sem piltarnir höfðu af- hausað með rörskera. DV-mynd S Lögreglan í Reykjavík handtók um helgina þrjá pilta er þeir voru staðnir að verki þar sem þeir voru að afhausa stöðumæla með rör- skera. Voru þeir þá búnir aö skera fjölda stöðumæla af röranum sem þeir era festir á og hugðust fara með þá á aMkinn staö til aö bijóta þá upp. Að sögn lögreglunnar var þetta algeng iðja fyrir nokkru, en lítið hefur borið á slíku undanfarið. Nú er hins vegar gull að sækja í greip- ar stöðumæla þvi farið er að borga með 50 króna mynt Taldi því lög- reglan ekki ólíklegt að þetta færi í vöxt. -PLP Akranes: Vinnustaðafundir um tilboð vinnuveitenda Sigrún Clausen, formaður kvennadeildar Verkalýðsfélags Akraness, mun í dag kynna á vinnustöðum tilboð vinnuveitenda frá samningafundunum á Akur- eyri. Sigrún sagöi að verkalýðs- félögin heföu frest til 12. apríl að afgreiða málið. „Ástæðan fyrir því aö ég skrifaði eklci undir þetta tilboð er sú að á þingi Verkamannasambandsins í haust og í ræðu og riti manna eftir það var sagt að ekki kæmi til greina að semja um minna en 40 þúsund krónur á mánuöi sem lágmarks- laun. Þess vegna lögðum við fram launakröfur sem miðuðust við þetta. Þar var gert ráð fyrir að hæstu laun yrðu 42.446 krónur á mánuöi fyrir fólk með 10 ára starfs- reynslu og fullt námskeiðsálag. Svar vinnuveitenda var að hæstu laun yrðu 38.350 krónur á mánuði. Undir þetta gat ég alls ekki skrifað en mun kynna tilboðið á vinnu- staðafundum," sagði Sigrún í samtali við DV. Hún sagði að ýmislegt í þessu til- boöi væri viðunandi og að búið væri að laga ýmislegt frá þeim samningum sem Verkamannasam- bandið gerði en kauptölumar væru algerlega óaðgengilegar aö sínum dómi. -S.dór Lömuð ríkisstjóm er tilgangslaus - segir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjnm; „Veikleiki þriggja flokka stjórn- ar hefur komið skýrt fram í þessu stjómarsamstarfi,“ sagöi Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra á aukaþingi Sambands ungra sjálf- stæðismanna sem haldið var í Vestmannaeyjum nú um helgina. Þó sagði Þorsteinn að þessari ríkis- stjóm heföi tekist að koma í gegn umfangsmeiri efnahagsaögerðum og á skemmri tíma en flestum öðr- um ríkisstjórnum heföi auðnast. „Það er nauðsynlegt ef þessi rík- isstjórn á að geta sýnt þann trúnað sem sérhver ríkisstjórn verður að gera að menn komi í veg fyrir fram- hald á þeim deilum sem verið hafa undanfarið. Það er ábyrgðarhluti að sitja í ríkisstjóm og efna til deilna um aukaatriði þegar viö stöndum frammi fyrir miklum og alvarlegum verkefnum sem lúta að hagsmunum okkar allra. Það er ábyrgðarhluti að draga okkur inn í deilur annarra þjóða þegar við þurfum að nota allt okkar afl til að leysa okkar eigin vandamál. Þorsteinn var að því spurður hvort hann væri með þessum orð- um að hóta stjórnarslitum. „Ef menn koma sér ekki að því að vinna af fullum trúnaði þá hefur það engan tilgang að sitja með lam- aða ríkisstjórn. Eg er ekki að segja að þessi ríkisstjórn sé það en hún hefur verið veikt allt of mikið upp á síðkastið og meira en svo að það sé ásættanlegt," svaraði Þorsteinn. Lýst eftir ungum manni: Árangurslaus leit á Álftanesi í nótt Leit hefur staðið í nótt og í morgun að 27 ára gömlum manni sem síðast sást til aðfaranótt sunnudagsins 27. mars kl. 2.30 viö Garðaholt á Álfta- nesi. Lögreglan lýsir nú eftir manninum sem heitir Steinþór Stefánsson til heimilis að Vatnsendabletti 90, Kópa- vogi. Steinþór er um 180 cm hár, grannvaxinn og skolhærður. Hann er klæddur í mittissíöan leðurjakka og gallabuxur og er í svörtum kú- rekastígvélum. Hann er einnig með eymalokka í báðum eyrum. Þeir sem orðið hafa varir við Steinþór Stefáns- son síðan aðfaranótt sunnudagsins eru beðnir að hafa samband viö lög- regluna í Hafnarfirði eða Kópavogi. Björgunarsveitir hafa leitað árang- urslaust á Álftanessvæðinu með aðstoð sporhunds í nótt en þegar blaðið fór í prentun í morgun var áætlað að þyrla Landhelgisgæslunn- ar færi i loftið og héldi leit áfram ásamt björgunarsveitum. -JBj Lögreglan lýsir eftir Steinþóri Stef- ánssyni sem ekkert hefur sést til síðan aðfaranótt siðastliðins sunnu- dags.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.