Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 35
MÁNUDAGUR 28. MARS 1988.
51
Sigurður Þór Guðjónsson:
Leiðrétting
Fimmtudaginn 17. mars birtist
grein í DV sem mér var eignuð. Hún
bar yfirkriftina „Hin nýríka stétt".
En hún var ekki eftir mig. Ég skrif-
aði að vísu grein með sama nafni í
blaðið, en þegar ég las hana var þar
komin önnur grein, þó nafn mitt
væri undir og mynd af mér til
skrauts. Blaðamaður nokkur á DV
hafði tekið sér fyrir hendur að breyta
ritsmíðinni án samráðs við höfund-
inn. Taldi ég einar níu „lagfæringar"
á textanum.
Ég fór fram á þaö við DV að upp-
runalega greinin yrði prentuð aftur
af þessum sökum. En við það var
ekki'komandi. Og varð ég að láta
mér það lynda. Hins vegar lofaði rit-
stjórinn að ábyrgjast persónulega að
greinar mínar hér eftir birtust
óskaddaðar í blaðinu.
En þetta er ekki í fyrsta sinn sem
skrifum undirritaðs er breytt í reyk-
viskum dagblöðum. Og kvarta fleiri
greinahöfundar um þetta sama í mín
eyru. Er þetta auðvitað óþolandi
gjörræði. Ef ritsmíðar nafngreindra
höfunda þykja ekki birtingarhæfar
er blöðunum í lófa lagið að vísa þeim
á bug. En breytingar á samþykktum
greinum að höfundunum forspurð-
um er hrein ritskoðun. Lítilsvirðing
og frekja. Það er að grípa framfyrir
hugsun annarra manna. En kannski
er blindan á karakter og svipmót í
stíl andstyggilegust í þessu sam-
bandi. Margir sem vinna við blöðin
virðast ekki sjá neinn mun á góðum
og vondum texta.
Umrædd grein var annars um laun
forstjóranna, en sér í lagi hin fleygu
orð Ragnars Halldórssonar við
spumingu blaðamanns, hvort hinn
mikh launamismunur á íslandi væri
eðlilegur. Stórvirkustu breytingam-
ar á orðalagi vom þar sem ég ræddi
yfirgang hinna nýríku guðjóna í fjöl-
miðlum. Og er nauðsynlegt að birta
þann kafla í heild eftir handriti mínu
og til samanburðar þaö sem lesa
mátti í DV 17. mars. Á þessu geta
lesendur séð hve hugsun greinahöf-
undarins er svipt persónuleika
sínum. Og er þetta þó ekki nema hluti
þeirrar endurskoðunar sem framin
var á grein minni. Breytingar DV eru
feitletraðar í báðum gerðum. Fyrst
texti blaðsins: „Dag eftir dag vaöa
þeir uppi með dylgjur og skammir í
garð hver annars og ég veit ekki
hverra, uns þjóðinni verður óglatt
að sjá á þeim smettið.
En ekki skortir yfirborðskurteisi
og örgustu hræsnina. „Við viljum
ekki nefna nein nöfn“. En inni í sér
ískra þeir af heift og hatri. Og þá er
æran og samviskan ekkert smáræöi.
Hún er svo gríðarleg að hún rúmast
með engu móti á sjónvarpsskermin-
um. Þar sjást aðeins lithr karlar í
ljótum leik. Og þótt þeir státi af auðu
sakavottorði eru þeir ærulaus peð í
augum ahs þorra þjóðarinnar. Svar
þessa „álskalla“ endurspeglar með
frumstæðum hætti það ástand sem
ríkir með þjóðinni. Það er vaxin upp
sannköhuð forréttindastétt sem í
krafti peninga og valda fer sínu''
Talaðu við
ofefeur um
eldhústæfei
fram.“ Og þá kemur sama klausa
eins og ég skrifaði hana: „Dag eftir
dag vaða þeir uppi með dylgjur og
skammir í garð hver annars og ég
veit ekki hverra, uns þjóðinni verður
óglatt að sjá á þeim déskotans smett-
ið.
En ekki skortir yfirborðskurteisi
og örgustu hræsnina. „Viö viljum
ekki nefna nein nöfn“. En inni í sér
ískra þeir af illsku og hatri. Og þá
er æran og samviskan ekkert smá-
ræði. Hún er svo gríðarleg aö hún
rúmast með engu móti á sjónvarps-
skerminum. Þar sjást aðeins litlir
karlar í ljótmn leik. Og þótt þeir státi
af auðu sakavottorði eru þeir æru-
laus ræksni í augum alls þorra
þjóðarinnar. Svar þessa álskaha-
skratta endurspeglar með frumstæð-
um hætti það ástand sem ríkir með
þjóðinni. Það er vaxin upp sannköll-
uð forréttindastétt sem í krafti
peninga og valda fer sínu frarn."
Nær þetta nokkurri átt?
Sigurður Þór Guðjónsson
MÁLEFNI FATLAÐRA, AUSTURLANDI.
ÞROSKAÞJÁLFI
óskast til starfa á sambýlið Stekkjartröð 1 frá 1. maí
næstkomandi eða eftir nánari samkomulagi.
Um er að ræða kvöld- og helgarvinnu.
Nánari upplýsingar hjá forstöðumanni í síma
97-11877 milli kl. 9 og 12 eða á skrifstofu svæðis-
stjórnar í síma 97-11833 milli kl. 13 og 17.
Ef þú erl í vafa um
hvaða ávöxtunarleið
er hagstæðusi sparifé
þínu, kynntu þér þá
kosti spariskírteina
ríkissjóðs
innlent lánsfé og draga því úr erlendri
skuldasöfnun. Þetta gerir spariskírt-
eini ríkissjóðs að enn betri fjárfest-
ingu.
Tek ég
einhverja áhæftu með
Ávöxtun sparifjár með spariskírtein-
um ríkissjóðs fylgir engin áhætta. Að
baki þeim stendur öll þjóðin og ríkis-
sjóður tryggir fulla endurgreiðslu á
gjalddaga. Slíkt öryggi býður enginn
annar en ríkissjóður.
Hvernig ávaxta ég
sparifé mitt, svo það
beri háa vexfi umfram
verðtryggingu?
Með spariskírteinum ríkissjóðs getur
þú ávaxtað sparifé þitt með allt að
.«í'í g r k. m
ili
8,5% ársvöxtum umfram verðtrygg-
ingu. Ríkissjóður býður nú til sölu
þrjá flokka verðtryggðra spariskírt-
eina:
1« Söfnunarskírteini sem greiðast
eftir 2 ár með 8,5% ársvöxtum.
2* Söfnunarskírteini sem greiðast
eftir 3 ár með 8,5% ársvöxtum.
3« Hefðbundin spariskírteini með
7,2% ársvöxtum. Binditíminn
er 6 ár en lánstíminn allt að 10
ár. Að binditíma liðnum eru
skírteinin innleysanleg af þinni
hálfu og er ríkissjóði einnig
heimilt að segja þeim upp. Segi
hvorugur skírteinunum upp
bera þau áfram 7,2% ársvexti út
lánstímann, sem getur lengst
orðið 10 ár.
Verðtryggð spariskírteini til sölu núna:
llokkur Lánstimi Ávöxtun Gjalddagi
I. fl. D 2 ár 8,5% 1. fcb '90
l.fl.D 3 ár 8,5% l.feb '91
l.fl.A 6/10 ár 7,2% 1. feb '94—'98
Hvað með tekju- og
eignaskatt?
Spariskírteini ríkissjóðs eru tekju- og
eignaskattsfrjáls eins og sparifé
bönkum. Að auki eru spariskírteini
Spariskírteini rikissjóðs fást í Seðla-
banka íslands og hjá löggiltum verð-
bréfasölum, sem m. a. eru viðskipta-
bankarnir, ýmsir sparisjóðir, pósthús
um land allt og aðrir verðbréfamiðlar-
ar. Einnig er hægt að panta skírteinin
með því að hringja í Seðlabankann í
síma 91-699863, greiða með C-gíró-
seðli og fá þau síðan send í ábyrgðar-
pósti.
RIKISSJOÐUR ISLANDS
SUNDABORG 1 S. 6885 88 -6885 89