Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 28. MARS 1988. Uflönd Felldu sjö manns í fyrirsát Lik eins hinna föllnu dregið út úr bifreið á tilræðisstaðnum. Sjö féllu í fyrirs- átinni sem talið er að skæruliðar kommúnista hafi staðið að. Simamynd Reuter Talið er að skæruliðar úr fylking- um kommúnista hafi staðið að fyrir- sát sem borgarstjóra einnar af útborgum Manila, höfuðborgar Filippseyja, var gerð í morgun. Sjö aðstoðarmenn borgarstjórans voru felldir í fyrirsátinni, en borgarstjór- inn sjálfur komst undan, sem og einn af aðstoðarmönnum hans. Talið er fullvíst að tilræðismenn- irnir hafi verið kommúnistar þar sem aðgerðin bar öll einkenni að- ferða morðsveita þeirra á Filippseyj- um. Þetta er blóðugasta aðgerð sem þeir hafa efnt til í höfuðborginni sjálfri til þessa. Á morgun halda kommúnistar upp á nitján ára afmæli stofnunar skæru- liðahers síns á Filippseyjum, Nýja Alþýðuhersins. Að sögn lögreglunnar særðist borg- arstjórinn, Prospero Oreta, í árásinni í gær. Meðal þeirra sem létu lífiö í árásinni á bifreið borgarstjórans voru tveir hermenn, lögreglumaður, einn náinn aðstoðarmaður borgar- stjórans og bifreiðarstjóri hans. Talsmenn lögreglunnar segja að árásin hafi verið mjög nákvæmlega skipulögð. Sjónarvottar segja að sex menn hafi tekið þátt í henni og að þeir hafi beitt sjálfvirkum vopnum. Á síðustu íimmtán mánuðum hafa launmorðingjar kommúnista myrt' meir en eitt hundrað lögreglumenn og embættismenn í Manila. Lögreglan i Moskvu lokaði í gær öllum hliðum armenska kirkjugarðsins í Moskvu til þess að koma í veg fyrir mótmælaaðgerðir þar. Símamynd Reuter Armenar efna til verkfalla Armenar í Nagorno-Karabakh í Sovétríkjunum hafa nú efnt til verkfalla í mótmælaskyni viö þá ákvörðun stjórnvalda í Moskvu að heimila þeim ekki að snúa aftur til Armeníu. Að sögn sovéskra fjöl- miðla hafa verkföllin stöðvað starfsemi flestra fyrirtækja í Step- anakert, höfuðborg héraðsins, og er aðeins hægt að halda mikilvæg- ustu fyrirtækjum og þjónustu gangandi. Að sögn talsmanna andófsmanna hafa staðið mótmælaaðgerðir í borginni alla helgina en verkfóllin þar hófust á fóstudag. Fjölmiðlar segja hins vegar að allt sé með kyrrum kjörum þar þótt spenna ríki og fjölmennt lögreglulið fari í eftirlitsferðir um borgina. Yfirvöld í Yerevan, höfuðborg Armeníu, báðu í gær almenning um að taka ekki þátt í mótmæla- göngu sem ætlunin var að halda þar. Var þeim sem efna vildu til slíkra aðgeröa gert að tilkynna þær til yfirvalda með tíu daga fyrirvara. Yfirvöld í Moskvu höfðu einnig nokkurn viðbúnað vegna mótmæla Armena um helgina. Meðal annars var öllum hliðum armenska kirkjugarðsins í Moskvu lokað af ótta við að draga myndi til mót- mæla og átaka við hann. Honda Civic arg. 1986, 3ja dyra, ek. 30 þús., sjáifsk. Verð 400.000 mm Talbot Horizson arg. 1982, ek 42 þús. Verð 150.000 Chevrolet Citation arg. 1980. Verð 100.000. m m Saab 900 GL árg. 1982, 3ja dyra, ekinn 60.000. Verð 275.000. Ágætt ástand. I - ,.o' Peugeot 505 SR árg. 1982, ek. 50 þús., vökvast., sjálfsk. Verð 350.000 Skoda 120 LS árg. 1986, hvit ur, ek. 30 þús. Verð 140.000 MMC Sapporo GLS 2,0 arg. 1983, beinsk., vökvast., ekinn JOFUR HF Nýbýlavegi 2. Sími 42600. Galant-2,0 árg. 1980, sjálfsk ek. 100 þús. Verð 115.000 78.000 km. Verð 350.000 Opið laugardaga 1-5. Opið virka daga 9-6 Sér tilboð Mitsubishi Coit árg. 1983, ek. 58 þús., 3ja dyra. Verð 215.000 Toyota Tercel 4x4 station arg. 1985, bíll í sérflokki, ekinn 41.000 km. Verð 500.000. Alfa Romeo 33 Giardinetta 4x4 st. árg. 1987, ekinn 25.000. Verð 630.000. Skoda 130 L árg. 1986, topp- luga, sportfelgur. Verð 170.000 Mazda 323 GLX árg. 1986, ekinn 27.000 km, rauður, fal- legur bill, sjálfsk., létt stýri. Verð 480.000. Volvo 244 DL árg. 1982, rauð ur, ek. 90 þús. Verð 345.000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.