Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 21
-L MÁNUDAGUR 28. MARS 1988. 21 Kvikmyndir Bíóborgin/„Nuts“: Umhugsun um matt sannleikans „Nuts“, Bandarísk frá Warner Bros. Framleiðendi: Barbara Streisand Leikstjóri: Martin Ritt Handrit: Tom Topor, Darryl Ponican og Alvin Sargent Kvikmyndataka: Andrzej Bartkowiak Aðalhlutverk: Barbra Streisand, Richard Dreyfuss, Maureen Stapleton, Eli Webber, James Whitmore og Karl Malden Barbra Streisand er mjög færleik- kona og gefur flestum sínum hlut- verkum eftirminnilegan tón. Hennar farvegur liggur einkum í gegnum hlutverk óstýrilátra kvenna sem hafa sterkan karakter, þar er hún upp á sitt besta. „Nuts“ er átakanleg mynd um mik- iö umbrotatímabil í ævi Claudiu Draper (Barbra Streisand) sem er sökuö um manndráp af 1. gráðu. Hún gegnur undir geðrannsókn og er sögð „ekki eins og fólk er flest“ vegna óstýrilátrar hegðunar og stólpa- kjafts. Og er send á geðveikrarhæli. Til að úrskurða hana geðveika þarf réttarhöld til, en hennar baráttumál er að verða dæmd fyrir glæp sinn eins og annað fólk. Henni gengur heldur illa að halda í lögfræðinga sína, uns Aaron Levinsky (Richard Dreyfuss) kemur auga á ýmsa þætti málsins sem áður höfðu legið í láginni. Myndin fer að mestu fram í réttar- sölum með upprifjunum úr lífi hennar. Svo virðist sem foreldrar hennar hafi reynst henni vel, hún hafi átt góða æsku. Hún hafði verið 10 ár í ágætu hjónabandi og síðustu árin hafði hún stundað svokallað yfirstéttarvændi, svo eitthvaö sé nefnt. En hatur hennar á foreldrum sínum virðist sér enga stoð eiga í upptöldum æviþáttum, einhvers staðar er pottur brotinn. Þegar upp kemst að stjúpfaðir hennar hafi vilj- að baða hana fram eftir aldri fara ýmsir þættir málsins að skýrast. Efni myndarinnar hittir beint í mark (umtalið um kynferðisglæpi), og er sem fyrr segir mjög átakanlegt. Ef þolinmæði manna væri jafnmikil gagnvart slíkum málum, eins og fram kemur í kvikmyndinni „Nuts“, væri eflaust hægt að upplýsa marga glæpi. Hún er vægast sagt. stórkost- leg út frá sjónarhóli réttvísinnar og vekur fólk tvímælalaust til umhugs- unar um mátt sannleikans. myndinni, Þremur karlmönnum og þess virði að sjá hana yfir hátíðina. „Nuts“ hefur nú vikiö fyrir páska- barni, en engu að síður er hún vel -GKr Barbra Streisand og Richard Dreyfuss þinga í réttarsalnum. ALTERNATORAR fyrir báta ★ 12 volt í stærðum 63 og 108 Amp ★ 24 volt í stærðum 40-65-80 og 100 Amp ★ Frá USA ★ Allir einangraðir (fljótandi pólar) ★ Allir með innb. spennustilli ★ Frábær verð og gæði Einnig startarar fyrir margar bátavélar. Varahluta og viðgerðaþjónusta. Bílaraf hf. Borgartúni 19 - sími 24700 Eitt umslag ..engin biö! Starfsfólk Útvegsbankans segir biðröðum stríð á hendur! Þú færð þér umslag og lætur reikningana þína í það. Þú skilar umslaginu í næstu afgreiðslu bankans. Við greiðum og miilifærum samdægurs. Þú færð síðan kvittanirnar sendar heim í pósti. Komdu og kynntu þér málið. Sóaðu ekki lengur tíma þínum í biðraðir. Þú getur gengið frá umslaginu heima. Það borgar sig að skipta við Útvegsbankann! S m m i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.