Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 28. MARS 1988. 15 Borgaraflokkurinn og húsnæðismálin Enda þótt seinustu ríkisstjóm hafi auönast aö koma á samningum á milli lífeyrissjóðanna og hús- næöislánakerfisins til fjármögnun- ar á því síðarnefnda þá var kerfið samt að hruni komið við myndun núverandi ríkisstjómar - a.m.k. að sögn núverandi félagsmálaráð- herra. Tvær tilraunir hafa síöan verið gerðar af stjómvalda háifu til úr- bóta. Hin fyrri með breytingum á húsnæðislöggjöfinni í desember sL og hin seinni með kaupleigufram- varpinu svonefnda. Báðar hafa þessar tiiraunir geng- ið nærri stjómarsamstarfinu - en verið hins vegar víðs fjarri því sem meginmáh skiptir - að leysa að ein- hveiju vanda húshyggjenda. Biðraðimar lengjast jafnt og þétt - og að sama skapi tími lánsloforð- anna - sem nú er í áram talinn - og jafnvel svo að þeir, sem í sár- ustum vanda standa og fylla því forgangshóp, mega fyrst vænta úr- lausnar að tveim árum liðn- um. Allir vita þó að eigi er fjár vant í þessu landi - þegar hvort tveggja er, að fáeinir einstaklingar ellegar fulltrúar einna fjölmennustu al- mannasamtaka í landinu vildu óðir KjáUarinn Óii Þ. Guðbjartsson þingmaður fyrir Borgaraflokkinn og uppvægir og töldu sig báðir prýöilega í stakk búna til að kaupa einn virðulegasta banka þjóðarinn- ar - aö auki kenndan við einn aðalundirstöðuatvinnuveginn - en fékk að vísu hvorugur vegna inn- gróinnar afbrýði á stjómarheimil- inu. Stefna Borgaraflokksins skýr í þessu efni er stefna Borgara- flokksins skýr og afdráttarlaus. Hún kemur annars vegar fram í frumvarpi til laga um húsbanka o.fl. sem Júlíus Sólnes og Guð- mundur Ágústsson flytja í efri deild Alþingis og hins vegar í fmmvarpi til laga um Húsnæðisstofnun, sem við hin, þingmenn Borgaraflokks- ins í neðri deild Alþingis, flytjum .undir forystu Inga Bjöms Alberts- „Fátt skiptir húsbyggjendur meira máli en losna undan þeim ókjörum og viðjum sem lögin um lánskjaravísitölu binda menn í.“ „Húsnæðisstofnun sjái einungis um ián til fyrstu íbúðar og félagslegra ibúða - hvaða form sem þar yrði annars um að ræða,“ segir bér-m.a. sonar, þ.e. Albert, Aðalheiður, Hreggviður og undirritaður. Merkasta nýmælið Kjama þessa máls má draga sam- an í eftirfarandi fáar setningar: 1. Borgaraflokkurinn teiur að lausn húsnæðismálanna verði best fundin með því að skipta verkefninu í tvennt - annars vegar sjái Húsnæðisstofnun einungis um lán til fyrstu íbúð- ar og félagslegra íbúða - hvaða form sem þar yrði annars um að ræða. Eins og sakir standa eru þessi verkefni talin um 40% þess sem fyrir dymm stendur hér á landi. 2. Einn sérstakur banki - hús- banki - sæi um fjármögnun til annarra húsbygginga í landinu - líkt og gert hefur verið í flest- um nágrannalöndum. Miklu máh skiptir að menn átti sig á því að almenna banka- kerfinu er ahs ekki ætlað þetta hlutverk. Það mun eftir sem áður hafa nóg með að fjár- magna atvinnuhf og aðrar þarfir þjóðfélagsins. 3. Merkasta nýmæhð í tillögum Borgaraflokksins em þó tihög- umar um vaxtaaðlögunarlán- in - sem sjálfkrafa gengju af lánskjaravísitölunni dauðri ef upp væru tekin. Fátt skiptir húsbyggjendur meira máh en losna undan þeim ókjömm og viðjum sem lögin um lánskjaravísitölu binda menn í, þar sem lánin hækka stööugt á allt öðr- um forsendum en þeim sem breyta verðgildi á viðkomandi veðum eða húseignum. Óli Þ. Guðbjartsson I tilefni leiðara „Frá því að kennarar fengu verkfalls- rétt hefur Kennarasamband íslands tvisvar gripið til verkfallsaðgerða.“ Frá samstöðufundi kennara á veitingahúsinu Broadway. Undanfarnar vikur hafa orðið nokkrar umræður um kjör kenn- arastéttarinnar. Ástæðan er sú að kennarar hafa átt í samningaviö- ræðum við viðsemjendur sína þar sem hvorki hefur gengið né rekiö og greiddu kennarar því atkvæði síðastliðinn miðvikudag og fimmtudag um það hvort veita bæri stjórn félagsins heimhd th að lýsa yfir verkfalh ef allt annað þryti. Þeir sem lagt hafa orð í þennan belg hafa vafalaust gert það af margvíslegum hvötum og haft mismikla þekkingu á kjömm og starfsaðstöðu kennara eins og eðli- legt er. Hugljómun ritstjórans Ein þessara greina vakti þó sér- staka athygli lesenda fyrir skýra framsetningu og frumleg efnistök. Hér á ég við leiðara Dagblaðsins frá 17. mars þar sem Jónas Kristjáns- son vakti rétthega athygli þjóðar- innar á þvi að ábyrgðin væri kennara. í upphafi þessa gagnmerka leið- ara sýndi höfundur fram á aö á sama hátt og Hitler hefði borið ábyrgð á innrásinni í Póhand bæm kennarar ábyrgö á þeim verkfoll- um sem þeir efndu tíl. Þessi hugljómun ritstjórans varpar vitanlega alveg nýju ljósi á þá kjaradeilu sem kennarar eiga nú í - eða hvað? Smámunasamir menn og óinn- vígðir í leyndardóma samanburð- arfræðinnar gætu freistast til þess að velta vöngum yfir því hvemig unnt sé að bera saman annars veg- ar þá ákvörðun stórveldis að ráðast með vopnum að smáþjóð, hins veg- ar þá ákvörðun launþega að vilja ekki vinna ákveðið starf fyrir þau kjör sem þar em í boði. Hér mættí sem hægast segja sem svo að ríkið beri fulla ábyrgð á þeim kjörum sem það skammtar starfsmönnum sínum og fáist enginn til að sæta þeim kjörum er ábyrgðin á ný kom- in th fóðurhúsanna. Það er svo með langsótta saman- burðarfræði af þessu tagi að með henni má sanna eða afsanna nán- ast hvað sem er, eins og marghátt- Kjállariim Ásgeir Árnason kennari í Keflavík uð lýðskrumsdæmi sanna. En hvað er það þá sem fær Jónas Kristjánsson tíl þess að taka upp svo óhrjálegan og smekklausan samanburð? Hvað er þaö sem kennarastéttín hefur í hans augum unnið sér tíl óhelgi í þeim mæh að hún skuh yfirleitt nefnd í þessu sambandi? Glæpur hennar er að mati Jónasar Kristjánssonar sá að „hún er verkfahsfiknasta stétt landsins" og því telur ritstjórinn að ríkið eigi að neita öllum samn- ingum þar tíl í haust. I þessari stórmerku ritsmíð kem- ur hvergi fram neitt raunhæft mát á kröfum kennara. Þær virðast því vera þessu máli með öllu óviðkom- andi. Kjarni málsins er sá að ríkinu ber, að matí ritstjórans, skylda th þess að sýna fram á að „stjórnlítíl verkallsfíkn leiði ekki til árang- urs“. Efnahagslegt „lebensraum“ Lággi skólastarf niðri frá páskum og fram á haust, eins og Jónas legg- ur th, er það ekki fyrst og fremst hugsað sem höfnun á ósanngjöm- um kröfum, heldur er þetta raunar læknisaöferð th að lækna kenn- ara af stjómlíthli verkfallafíkn sinni. Undirritaður hefur verið kennari í rúma tvo áratugi. AUan þann tíma hafa kennarar verið heldur laklega launaðir en íleytt sér á óhóflegri aukavinnu, eins og þorri launþega í þessu landi. Það hefur því aha tíö verið ljóst að þeir einstakhngar sem hafa tahð sig þurfa efnahags- legt „lebensraum", svo farið sé í samanburðarfræðina enn, hafa haslað sér annan vöh. Þeir sem stunda þetta starf hafa Uklega litið svo á að það að kenna bömum aö lesa og skrifa sé fremur þarfleg iöja þótt þeir yrðu þá að sæta því að þiggja laun í samræmi við það mat. Undirritaður verður að vísu að gera þá játningu að þegar hann las margumræddan leiðara hvörfluöu að honum vissar efasemdir um gagnsemi áðurnefndrar iðju. Þótt laun kennara hafi lengst af verið heldur dapurleg hafa þau vissulega nokkuð lagast undanfar- in ár, en um leið hefur óánægja kennara með kjör sín fariö vax- andi. Fyrir þessari þversögn eru vafalaust margar ástæður. Ein helsta ástæðan er líklega sú að á undanförnum árum, einkum frá 1970, hafa orðið gríðarlegar breytingar á kennarastarfinu. Kröfur th kennara hafa vaxið í þeim mæh aö sú aðferð launþega í þessu landi að bæta sér upp léleg kjör með aukinni yfirvinnu hefur orðið kennurum afar ógreiðfær, svo ekki sé meira sagt. Ekki skottulækningar Kennari, sem kennir fast að 40 stundir á viku í blönduðum bekk þar sem nemendur geta verið aht að 29, hefur hvorki tíma né þrek til að veita öhum þessum nemenda- fjölda þá þjónustu sem nauðsynleg er. Hér eru raunar ekki nein ný sannindi á ferð. Kennurum og flest- um foreldrum hefur lengi verið mætavel ljóst að þegar kennarar fara fram með kröfur um fækkun nemenda í bekkjardehdum, lækk- aða kennsluskyldu og hækkuð grunnlaun eru þeir vissulega að krefjast bættra kjara. En ekki síður er þetta krafa um betri skóla og betri námsaðstööu nemenda og þegar slíkum kröfum er hafnað er það vegna skammsýni forystu- manna en. ekki skottulækninga á þessum dularfuha sjúkdómi sem ritstjórinn telur sig hafa greint. Frá því að kennarar fengu verk- fallsrétt hefur Kennarasamband íslands tvisvar gripiö til verkfalls- aðgerða. Sé það rétt mat hjá Jónasi Krisfjánssyni að kennarar séu verkfallsfíknasta stétt landsins er ekki hægt annað en dást að því hve vel þeir hafa þó hamið þessa fíkn sína gegnum árin. En það er vissulega rétt hjá Jón- asi ritstjóra að ábyrgðin er kenn- ara. Þegar kennarar standa fram eftír vetri við að fjósrita kennslubækur af því aö Náms- gagnastofnun er í svelti, þegar þeir horfa upp á getuhtla nemendur missa alla fótfestu í nátpi af því tímar th sérkennslu og hjálpar- kennslu eru of fáir, þegar vinnu- dagur nemenda í tvísetnum skólum er ómanneskjulegur, þegar fjöldi nemenda í hverri bekkjar- deild er slikur að það er engin leið að sinna hverjum einstökum, þá er þetta ófremdarástand vissulega á ábyrgö kennarastéttarinnar og vonandi ber hún gæfu til þess að snúast við því með öhum ráðum, jafnvel þeim sem gleiðmynntír lýð- skrumarar telja sér henta aö nefna verkfahsfíkn. Ásgeir Árnason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.