Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 39
MÁNUDAGUR 28. MARS 1988.
55
Eitt og sama fyrirtækið
„Þetta hefur gengiö frábærlega vel
í alla staöi, bæöi hér úti og á skrifstof-
um fyrirtækjanna heima. Viö
vinnum aö þessu eins og þetta sé eitt
og sama fyrirtækiö, það gerist bara
af sjálfu sér,“ sagði Kjartan.
„Við erum hér fjórir fararstjórar
frá þessum tveimur fyrirtækjum, ég
og María Perello frá Samvinnuferð-
um og hjónin Juan Marques og Terry
Wdowiak frá Útsýn, og viö erum bara
hjá einu fyrirtæki í vinnu okkar hér.
Farþegarnir átta sig strax á því að
þetta er eitt og sama fyrirtækið hér
á Kanarí, sama hvort þeir hafa keypt
sína ferð hjá Útsýn eöa Samvinnu-
ferðum heima, og það eru allir
ánægðir með það. Við tökum hér á
móti 170 manns á þriggja vikna fresti,
og þaö hefur alltaf verið fullt hjá
okkur síðan fyrir jól og þær ferðir,
sem eftir eru, eru einnig uppseldar.
Mikið um að vera
Við ákváöum strax að bjóða upp á
aðra og meiri þjónustu en hér hefur
verið. Farþegamir fá mikið af upp-
lýsingum á íslensku um leið og þeir
koma. Við erum hér með ýmsa
íþróttakennslu, eins og mini-golf,
tennis og golf á alvöruvöllum sem
eru hér mjög góðir.
Við erum einnig með mikið af ferð-
um fyrir farþegana, einar 12 ferðir
fyrir hvem hóp. Þar eru ýmsar nýjar
ferðir, eins og til Marraces í Marokkó
og til Gambíu í svörtustu Afríku og
einnig má nefna helgarferðir með
farþegaskipi þar sem við heimsækj-
Kjartan L. Pálsson fararstjóri:
milli fararstjóra þeirra og okkar. Það
er nú samt svona og svona að þurfa
aö versla við aðalkeppinautinn á
staðnum, en það þurfum við að gera
hvað varðar flugiö hingaö. Til þessa
hafa Flugleiðir þó aðeins einu sinni
seinkað ílugi hjá okkur og þetta er
betri útkoma en ég reiknaði með fyr-
irfram".
- Hefur ekki veðrið leikið við ykkur
í vetur?
„Veörið hefur verið ágætt, sól og
blíöa, nema hluta af desember og í
febrúar, en þá rigndi hér og var skýj-
að. Eyjarskeggjar voru alsælir með
það, en á slíkum dögum er oft eríitt
að vera fararstjóri. Okkur er oft
kennt um það hvernig veðrið er, án
þess að það sé þó meint í alvöru.
Fólk sem kemur hingað „hefur keypt
sól“ og þegar hana vantar er eitthvaö
að.
Annars er oft skrítið að vera hér í
hitanum og hlusta á fréttir í útvarp-
inu að heiman, þar sem sagt er frá
frosti, snjókomu og kulda, og að
menn séu að skjóta ísbimi. Það er
allt of fjarlægt til að vera trúlegt þeg-
ar maður dvelst í 25 stiga hita og sól“.
MILLTEX innimálning meó7eöa20%gljáa-BETT vatnsþynnt plastlakk
meó 20 eóa35% gljáa - VITRETEX plast- og mynsturmálning -
HEMPELS lakkmálningogþynnir- CUPRINOLíúavarnarefni, gólf-og
húsgagnalökk, málningaruppleysir ofl. - ALCRO servalakk og spartl -
MARMOFLOR gólfmálning - BREPLASTA spartl og fylliefni - Allar
stærðir og geróir afpenslum, rúllum, bökkum, límböndum ofl.ofl.
Kynniö ykkur veröiö og fáió góó ráó í kaupbæti.
venttcí oq, viðkzlcí eiy*ta,
Litaval
SÍÐUMÚLA 32 SÍMI 68 96 56
KYOLIC
Lyktarlausi hvítlaukurinn kominn aftur. 20 mánaða kæli-
tæknivinnsla gerir KYOLIC algerlega jafngildi hráhvítlauks.
Engin sambærileg hvítlauksræktun eða framleiðsla fyrir-
fínnst í veröldinni. IÍYOLIC, líkami þinn finnur fljótt muninn.
Fréttir
segir Kjartan L. Pálsson fararstjóri um samvinnu Samvinnuferða og Utsýnar á Kanaríeyjum
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
_______t______________________________
Þegar „risarnir" í ferðaþjón-
ustunni hér á landi, Samvinmíferð-
ir-Landsýn og Útsýn, ákváðu að slá
sér saman um Kanaríeyjaflug sl.
haust, voru þeir margir sem spáðu
því að sú samvinna gæti ekki gengið
upp.
Ekki bætti úr skák að sá aðili sem
þessi fyrirtæki versla við með flug,
það er að sgja Flugleiðir, ákvað að
veröa áfram á markaðnum með ferð-
ir til Kanaríeyja í samvinnu við aðrar
minni ferðaskrifstofur. Því var þá
haldið fram að markaðurinn hér og
áhuginn á Kanaríeyjaferöum væri
ekki það mikill að þetta gæti gengið
upp. Kanaríklúbburinn, sem Flug-
leiðir höföu rekið undanfarin ár í
samvinnu við Samvinnuferðir og
Útsýn, sýndi 8 milljóna króna tap á
síðasta ári. Þetta mikla tap varð m.a.
til þess að Samvinnuferðir og Útsýn
sögðu sig úr Kanaríklúbbnum og
ákváðu að fara saman út í ferðir til
Kanarí í vetur.
En hvemig hefur þetta samstarf
svo gengið á sjálfum „vígvellinum",
Kanaríeyjum. Við ræddum við Kjart-
an L. Pálsson, fararstjóra Samvinnu-
ferða, en hann hefur starfað sem
fararstjóri hjá „Samsýn“, eins og
hann kallar sjálfur samstarf fyrir-
tækjanna á Kanaríeyjum, síðan í
nóvember.
um tvær eyjar hér, Tenerife og La
Palma. MikÚ þátttaka hefur verið í
þessum ferðum, sérstaklega þeim
nýju. Hingað kemur sama fólkið ár
eftir ár, sumir jafnvel í 10. eða 12.
skipti, og þetta fólk fær ferðir sem
ekki hafa verið á boðstólum áður.
Við höfum ekki heyrt neitt nema
ánægjuraddir frá fólkinu þegar það
hefur kvatt okkur.
Um fjárhagshliðna á þessu er mér
ekki kunnugt. Hún ætti þó að vera í
lagi, því forstjórar Samvinnuferða
og Útsýnar, Helgi Jóhannsson og
Helgi Magnússon, voru hér á dögun-
um að skoða nýja gistimöguleika og
fleira fyrir næsta vetur og varla
væru þeir að því ef útkoman í vétur
hefði verið mjög slæm.
- Hvemig hefur samstarfið við Flug-
leiðir gengið?
„Það er í sjálfu sér ósköp lítið sam-
starf, en ekki nein vonska eða læti á
- Verðið þið fararstjórarnir áfram
við störf á Kanarí í sumar?
Vilja annað á sumrin
„Nei, það hefur ekki gengið að selja
íslendingum ferðir hingað á sumrin.
Þeir vilja líklega meiri sól og hita en
hér er, en hér verður aldrei meir en
27 stiga hiti á sumrin. Hingað sækir
þá fólk frá meginlandi Spánar, Ítalíu,
Portugal og víðar sem er að flýja hit-
ann heima hjá sér. En ég held að það
sé vel þess virði að bjóða íslending-
um Kanaríeyjaferðir á sumrin. Það
er gott að vera hér á hvaða árstíma
sem er.
Við, fararstjórarnir hjá Samvinnu-
ferðum og Útsýn, fórum flest annaö
í vinnu í sumar. Þau hin fara yfir á
Mallorca eða Costa del Sol. Ég fer
yfir til Mallorca um páskana og verð
þar með golfhópa og fleira. Svo liggur
leiðin heim til Islands og ég tek mér
að mestu frí frá fararstjóm í sumar.
Það yrði þá fyrsta sumarið í fimm
ár sem ég yrði heima.
Það má svo vel vera að við verðum
hér öll næsta vetur, en um það hefur
ekki verið rætt enn. Hér hefur verið
gott að vera og það er gaman að taka
þátt í þessu samstarfi sem margir
reiknuðu með að myndi ekki ganga,“
sagði Kjartan L. Pálsson að lokum.
„Hefur gengið frábær-
lega vel í alla staði“