Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 40
56 MÁNUDAGUR 28. MARS 1988. Friður á okkar tímum? Góð teikn eru á lofti í alþjóðamál- um: Þar virðist ríkja meiri friðar- vilji og samhugur en hefur þekkst síðustu áratugi. Til marks um það eru samningar risaveldanna um gagnkvæma fækkun kjamorkueld- flauga, samvinnuvilji Evrópuríkja austan jámtjalds í formi Evrópu- bandalagsins, og áhugi fólks á að gera upp reikningana við glæpa- menn síðasta heimsstríðs. Ekki er ljóst hversu lengi þetta varir eða hvers vegna en þar eð það ástand hefur þegar firrt menn kaldastríðshrolh í rúmt ár er ærið tilefni til að reyna að skoða það mál nánar. Reyndar má bæta við að góðæri okkar íslendinga í kjaramálum, svo og veðursæld, hefur trúlega enn aukið á vellíðan okkar mör- landa. Kjallariiin Tryggvi V. Líndal þjóðfélagsfræðingur lífsins nú vegna þess að það hefur í fór með sér einokun ríkisins á tölvum og ljósritunarvélum. En smáfyrirtæki þeirra þurfa tölvur til að geta keppt við erlend fyrir- tæki í vömþróun. En tfl þess að það geti orðið þarf ríkið að gera upplýs- ingastreymið frjálst og það þýðir aö eitt helsta miðstýringartæki rík- isins hverfur. Jafnframt þýðir það að virða verður rétt smærri hópa til að nýta sér upplýsingar en slíkt ferst ekki vel úr hendi nema með lýðræði. Út á við hefur þetta þau áhrif að ekki dugir lengur fyrir Sovétríkin að reyna að halda í við Vesturlönd með því að flytja inn tækni og upp- lýsingar í stykkjatah heldur þarf að taka þátt í þróun vara heima fyrir í litlum fyrirtækjum með al- Sovét og upplýsingaöldin Ég held að undirrót þessara breytinga í alþjóðamálum sé sú samvinna mihi þjóða sem hefur orðið vegna þarfa hátækninnar fyrir friðvænleg samskipti á víðari svæðum en innan þjóðríkja. Dæmi: Erfiðara er fyrir Sovétrík- in að halda miðstýringu atvinnu- „Sovétríkin verða því að reyna að taka þátt í lýðræðislegum Qölþjóðabanda- lögum líkt og er að gerast í Evrópu- bandalaginu.“ „Landvinningastríð, eins og þau gerðust í síðustu heimsstyrjöld, eru orðin óhagkvæm lausn i iðnþróunarlöndum," segir m.a. í greininni. þjóðlegu upplýsingastreymi tfl að dragast ekki aftur úr í þróun há- tækni og líftækni. Sovétríkin verða því að reyna að taka þátt í lýðræðislegum íjölþjóða- bandalögum líkt og er að gerast í Evrópubandalaginu. Landvinningastríðið úrelt? Hvað stríð snertir hefur þetta þau áhrif að landvinningastríð, eins og gerðust í síðustu í síðustu heims- styijöld, eru orðin óhagkvæm lausn í iðnþróunarlöndum. Áður var hægt að stela námuhéruðum náungans eða verksmiðjum og um leið samningsaðstöðu hans á mörk- uðunum. En nú eru náttúrlegar auðlindir enn minna hlutfall af þróunarkostnaði en áður, en upp- lýsingar og rannsóknir við þróun og fullvinnslu vöru eru mikflvæg- ari en áður. En shk þekking er ekki jafnsvæðisbundin og auðhnd- ir og erfiðara að stela henni eða eyðileggja. Betra er að nota samn- inga og samvinnu. Eg held að „stjörnustríðsáætlun" Bandaríkjaforseta endurspegh þetta óbeint: Hún er tflraun tfl að gera hemaðarbrölt áhtlegra með því að tengja það vísindastarfsemi í rannsóknarstofum í stað þess að leiða huga skattborgarans að manndrápum og landvinningum, sem virðast æ úreltari kostir. Samvinna Frakka og V-Þjóðverja í hernaðarmálum er nýtt dæmi um að þjóðemishyggja fær ekki lengur að ráða ferðinni. Áhugi Evrópubandalagslanda á að sækja gamla stríðsglæpamenn til saka, svo og svipaðar hræringar í Japan, benda í sömu átt: Uppgjör við landvinningastríðsfortíðina til aö greiða fyrir tímum aukinnar samvinnu. Á Norðurlöndum virðist sam- norrænt samstarf um vamarmál, atvinnumál og vísindi vera dæmi, svo og efasemdimar um gildi Nató. Því er von til að við getum ahð upp böm okkar í friði í okkar heimshluta og jafnvel að við mun- um kemba hærur okkar á elliheim- ilum í stað þess að vænta gjöreyðingarstríðs. Tryggvi V. Líndal SKKIBSOKDS STOIAR Margar gerðir, fjöldi lita. /VIIKI.IG4RDUR MIKIÐ FYRIR LÍTID Meiming_________________ Platan er rispuð Björn Garðarsson: Hlustir Eigin útgáfa, 33 Ijóð. Þetta er fyrsta bók höfundar. Hann beitir stundum einni líkingu sem gengur í gegnum heilt ljóð, eins og að tala um sálarástand í formúlum veðurfregna. Nú er fljót- séð margt sameiginlegt þessu tvennu og Bjöm eykur það með orðahliðstæðum; depressjón þýðir bæði þunglyndi og lægð, hér er hugskeyti sett í stað veðurskeyti, sálarhorfur í stað veðurhorfur, og setningabyggingin er eins og í veð- urlýsingum. Þó er bilið á mihi þessara tveggja sviða það breitt að ímyndunarafl lesenda fær töluvert verkefni við að brúa það: Depressjón á veðurstofunni Sálarástand klukkan átján: Þunglyndið. Svartsýni algjör. Hugskeyti hafa ekki borist frá vinum eða vandamönnum. Sálarhorfur næsta sólarhring: Hugarvíl fyrri hluta dags. Buhandi hjartsláttur síðdegis. Svefnlyf með kvöldinu. Enn breiðara bil er á mflh þess sem um er talað og hins sem því er líkt við í eftirfarandi ljóði, íjallað er um samfarir eins og einmana ferðalangur væri að hrekjast úti í hríð! Þetta myndi þó flestum þykja fuhkomnar andstæður. Tengslin em þá helst hvítar bjúghnur úti sem inni, og að hríöin gnauðar á glugganum. Betur að gáð lýsir tal- andinn helstu kennileitum kven- líkamans sem leiðarvörðum sínum og skjóh í hríðinni, jafnframt því sem hvitur konuhkaminn er eins og hríðin og fónnin, þ.e. hættan. Hér fer Ijóðið að verða spennandi og gera lesendum ljósar andstæðar kenndir karla gagnvart konum, og e.t.v. fleira. Vetrarmynd það skefur á gluggann: bogadregin lína skaflsins brött teiknar fjall ég fikra mig áfram eftir leiðarvörðum kúptum brjóstum þínum gref mig í fónn læra þinna það skefur á gluggann þú hylur mig með hvítu hörundi þínu Bókmenntir Örn Ólafsson Ekki tekst alltaf svona vel til, a. m.k. finn ég ekkert í sumum textunum, en kannski einhver les- andi sjái það þá frekar í ljóði eins og þessu: Afturganga að sönnu æviskeið okkar er stutt því undarlegra að mér finnst ég MUNA Skaftárelda Ahmörg ljóðanna sýnast mér ámóta veikburða, en stundum tekst reglulega vel tfl, einkum í ljóði sem nú skal að lokum htið á, en þar ber mest á persónugervingum (talað um hluti eins og þeir væru fólk) og að í lýsingunni er stiklað á ein- stökum myndrænum atriöum, á mjög markvissan hátt. Hér er þannig lýst drykkju í lúgar, hún endar með átökum. Sérkennilegt er upphaf.og lok ljóðsins, andstæð- ur hvíts og rauðs htar. Fyrst er þetta myndræn fegurð hversdags- legra hluta, en í lokin er fegurðin horfin úr því. En eftir upphafið kemur í 1. erindi áhersla á venju- bundna hluti við drykkju, platan er rispuð, þar sem Rolling Stones flytja sitt alkunna lag: „I can’t get no Satisfaction" (ég fæ ekki full- nægingu). Mér finnst vel valdir saman drættir í mynd 2. erindis, þeir eru ahir í kringum munninn á mönnunum á meðan átökin eru enn í orðum; en síðan fáum við tfl- finningu fyrir þrengslunum við blóðug átök: loftið fyllt holdi, og með persónugervingum: herbergið kjökrar, sviti og þvag yfirþyrmandi þarna inni. Samþjöppun tekst hér vel. After Shave hvít froða rauðum taumum í hvítum vaski - fallegt blóðghtrandi hreistur gefið í glösin og póker en rispaðir stóns I can’t get no frá gönflum Telefunken skrafhreif reykjarsvælan hóstar svæsnu spaugi er sá með hökuskeggið gerir sigg - gróið áhlaup og brotin bokka ristir loftið fyht holdi herbergið kjökrar andvarpar svita og þvagi hvít skyrtan sáraband sveipað örmum blóðugt klósett

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.