Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1988, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 28. MARS 1988. Sandkom SigríðurStef- ánsdótör „kastaöi sprengju“á bæjarstjórnar- tVmdi á Akur- eyriádógunum erhúngerði málefni íþróttahallar- innaráAkur- eyriað umtalsefhi. Sigriður gagn- rýndiíallar áttir,m.a. stjómunog viðhaldhúss- in8,enþaðsem vakti mesta athy gli var aö hún sagöi að mikill óþrifnaður væri í húsinu. Starfsfólk hallarinnar tók þetta mjög alvarlega að vonum enda fengu starfsmennimir eftir þetta að heyra glósur úr öllura áttum og vora þá jafnan kallaöir „sóðar“ ogfleiri nöfn- um þótt ekki væri alvara á bak við þauuppnefhi. Ingimar hvað? Ogaðsjálf- sögðueraillar tungurkomnar á kreik. I>ær segjaaðekki liggi nema ein ástæöaaðbaki ásakana Sigríð- arumslæma framgöngu starfsfólkshaU- arinnarvið skúringarnar. Húnviljikoma ákveönum manniþarinn semyfirmanni, segjaþessar illutungurog eiga við dr. Ingimar Jónsson, íþrótta- og félagsmálaMltrúa á Dal vik, sem er flokksbróðir Sigríðar. Sandkom bara heyröi þetta og ekki orð um það meir. Þóm tókstþað * Þóra Hjalta- dóttir.formað- urAlþýðusam- bands Norðurlands, hefurveriðí forsvarifyrir verkalýðsarm- innásamn- ingafundunum áAkureyri.Það hefurgustaðaf Mrasemhefur gengiðvask- legaframog stjórnaösínu fólkiaffestu. Einnafreynd- arisamninga- mðnnum verkafólksins sagöi að Þóra væri búin að standa sigmjög vel og það 9em meira væri um vert, henni virtist hafa tekist að sameina Verka- mannasambandshópinn sem væri meira en ýmsum ööram hefði tekist Meðallt í athugun JónÓttar Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Stöövar2,vará beinnilínuá fimmtudags- kvöld Aðvenju vaktifram- gangahans athygliogþá ekkisístþaö hversuvel hanntók áhendingum fólks urn nýtt efni. Efgóöorö hansgangaeft- ir má telja fullvistaðdag- skrá stöövarinnar eigi eftir að lengj- ast nsúögá næstunni því ekki hefur verið rætt um að „kasta neinu út“ i staðinn íyrir alltnýjaefnið. Umsjón: Gyltt Krlstjónsson Fréttir Var hótað sljómarslitum vegna PLO-málsins? Það gekk nú ekki svo langt en þeir titmðu - segir Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins Því er haldið fram að reiði þing- manna Sjálfstæðisflokksins vegna viðræðna Steingríms Hermanns- sonar utanríkisráðherra við full- trúa PLO í Stokkhólmi hafi verið svo mikil að rætt hafi veriö um stjómarslit. „Nei, það gekk nú ekki svo langt að ég held, en þeir titruðu mikiö og voru reiðir," sagði Páll Péturs- son, formaður þingflokks Fram- sóknarflokksins, aðspurður um þetta mál. Páll bar fram þá tillögu þegar mest gekk á að menn settu niður deilur og biðu þess að utan- ríkisráðherra kæmi heim svo hægt væri að ræða málið og urðu menn við þeim tilmælum. „Nei, stjómarslit vom aldrei rædd, en það var mikil reiði í mönnum á þingflokksfundinum og þessu máli var þunglega tekið. Það sem ég ræddi við framsóknarmenn um málið var að biðja Jón Helga- son, sem gegndi starfi utanríkis- ráðherra í fjarveru Steingríms, um að útvega greinargerð frá viðræð- um Steingríms og fulltrúa PLO,“ sagði Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra í samtali við DV. Þorsteinn sagði að eflaust gætu einhverjir litið svo á aö viðræður við PLO væm hafnar eftir þessar viðræður Steingríms við PLO full- trúann í Stokkhólmi. Aftur á móti mætti alltaf deila um það hvenær formlegar viðræður hæfust. Þor- steinn benti á að hann hefði á laugardag átt viðræður við norsk- an ráðherra en samt væru engar viðræður í gangi milli íslands og Noregs. Þorsteinn sagðist ekki eiga von á því að þetta PLO mál hefði einhver eftirköst. Páll Pétursson sagöist heldur ekki eiga von á eftirköstum. Stein- grímur Hermannsson stæði alveg klár á sínu, hann hefði gegnt starfi utanríkisráðherra með mikilli prýði og styrkt stöðu sína verulega sem stjórnmálamaður. „Það er ekki um annað að ræða fyrir sjálfstæðismenn en að kyngja þessu og þótt Mogginn sé með eitt- hvert harðlífi út af málinu þá er það ekkert nýtt. Mogginn hélt áfram að beijast í Víetnam löngu eftir að Bandaríkjamenn voru fam- ir þaðan. Ég held að ef þessi ríkis- stjórn springur þá verði það ekki vegna þessa máls heldur út af efna- hagsmálum," sagði Páll Pétursson. -S.dór Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra og formaður Alþýðuflokksins, í ræðustól á flokkstjórnarfundi Alþýðuflokksins. DV-mynd KAE Flokkstjómarfiindur Alþýðuflokksins: Ólga í sveitar- stjómarmönnum Um helgina var haldinn flokks- stjómarfundur Alþýðuflokksins. Á fundinum flutti Jón Baldvin Hanni- balsson fjármálaráðherra framsögu- erindi um sljómmálin í dag og fjallaði þar meðal annars um ríkis- rekstur og fjármál. Jón sagði að aöhaldi yrði að beita og stjómendum ríkisfyrirtækja og stofnana yrði ekki látið haldast uppi að líta á fjárlög sem meiningarlausa viljayfirlýsingu. Einnig sagði Jón Baldvin að kaup- leigufmmvarpið yrði að fara í gegn á þessu þingi. Og stuðla yrði aö því að útborgunarhlutfall í fasteignavið- skiptum lækkaði. Sveitarstjórnarmál voru ofarlega á baugi á fundinum, einkum tvö mál: breytt verkaskipting ríkis og sveitar- félaga og tekjustofnar sveitarfélag- anna. „Það hefur orðið trúnaðarbrestur a milli ríkis og sveitarfélaga og þann trúnaðarbrest þarf að uppræta,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra. Að sögn Jóhönnu varð ekki nein sérstök niðurstaða af fundinum. Það er mikil ólga meðal sveitarstjómar- manna vegna minnkandi tekna sveitarfélaganna þar sem þau geta ekki lengur ráðiö útsvarsálagningai-- prósentunni sjálf í kjölfar laga um staðgreiðslu skatta. Ég hef lagt fram frumvarp á alþingi sem hefur það að meginmarkmiði að flylja ákvörðun um innheimtuhlutfall útsvara til sveitarfélaganna sjálfra en sam- kvæmt núgildandi lagaákvæðum er innheimtuhlutfall útsvars í stað- greiðslu ákveðið í reglugerð sem félagsmálaráðherra setur, sagöi Jó- hanna. -J.Mar Kynnum tilboð vinnu- veitenda á félags- fundi annað kvöld - segir Vilboig Þorsteinsdóttir, formaður Snótar „Það var ákveðið á trúnaðar- mannaráðsfundi í dag að efna til almenns félagsfundar þar sem við munum kynna félögum okkar stöö- una og það tilboð sem vinnuveitend- ur geröu okkur á Akureyri," sagði Vilborg Þorsteinsdóttir, formaður Verkakvennafélagsins Snótar í Vest- mannaeyjum, í samtali við DV í gær. Hún sagðist búast við því að fund- urinn mundi meta hvort halda bæri áfram samningum á grundvelli til- boðs atvinnurekenda, sem væri ekki nema 2% hærra en samningar Verkamannasambandsins sem felld- ir voru, eða hvort greitt yrði atkvæði um þaö að taka tilboðinu eða hafna því. Hún sagði að mikili baráttuhugur væri enn í Snótarkonum og þær væru allt annað en hressar með þetta tilboð. „En það verður fundurinn annað kvöld sem hefur síðasta orðið um það hvað gert verður," sagði Vilborg Þor- steinsdóttir. -S.dór Deila mjólkurfræð- inga til sáttasemjara í dag klukkan 14.00 hefur verið boðaður sáttafundur í deilu mjólkur- fræðinga og viðsemjenda þeirra hjá Guðlaugi Þorvaldssyni ríkissátta- semjara en deilunni hefur verið vísað til hans. Guölaugur sagði í samtali við DV að kjaradeila lang- ferðabifreiðarstjóra væri líka hjá sér og mundi hann ræða við aðila í dag og þá yrði væntanlega tekin ákvörð- un um næsta fund. Verslunarmenn hafa ekki boðaö verkfall en ætla þess í stað að reyna fyrir sér í viðræðum við vinnuveit- endur. Magnús L. Sveinsson sagöi í viðtali við DV, eftir að verslunarfólk haíði fellt samningana á dögunum, að reynt yrði að ná fram breytingum á samningnum í beinum viðræðum við vinnuveitemdur áður en til verk- fallsboðunar yrði gripið. Ef verslunarmenn boöa hins vegar verkfall fer deilan sjálfkrafa til sátta- semjara. Sömuieiðis fer kjaradeila kennara í Kennarasambandi íslands til sáttasemjara eftir að búið er aö boða verkfall. Kæra ríkisins á verk- fallsboðunina getur þó sett strik í reikninginn en það ætti að skýrast næstu daga hvert framhaldið verður. -S.dór Kennarasamband Islands: Leitar úrskurðar félagsdóms um réttmæti verkfallsboðunar - viljum vita nákvæmlega um réttavstéðu okkar, segir Svanhildur Kaaber, foimaður sambandsins „Þar sem upp er komin deila um hvort löglega hafi verið staðið aö verkfallboðun Kennarasambands íslands höfum við ákveðið að leita staðfestingar hjá félagsdómi á að löglega hafi verið að verkfalls- boðuninni staðið. Við teljum sjálf að svo sé og viljum með þessu fá þaö staðfest. Eins viljum við að fé- lagar okkar viti nákvæmlega um réttarstöðu sína í málinu,“ sagði Svanhildur Kaaber, formaður Kennarasambandsins, í samtali við DV. Indriði H. Þorláksson, formaður samninganefndar ríkisins, hefur látið hafa það eftir sér að hann telji verkfallsboðun Kennarasam- bandsins ólöglega þar sem hún hafi ekki verið borin undir at- kvæðagreiðslu í sambandinu. Svanhildur Kaaber sagði að á síð- asta samningafundi, sem haldinn var á fóstudaginn var, hefði sáralít- ið miðað. Annar samningafundur hefur ekki verið boðaður en Svan- hildur tók fram að kennarar væru fullir vilja til að halda áfram samn- ingaviðræðum og vildu vinna af krafti, eins og þeir hefðu gert hing- að til. Verkfall kennara hefst 11. apríl næstkomandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.