Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Qupperneq 3
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988.
3
Fréttir
Flugleiðir:
Enn er starfsmönnum
skákað til í stjórnun
- tuttugu og fjórar stöðubreytingar kynntar
I^rQytingar á stööuskipan starfs-
manria Flugleiöa halda áfram eftir
’ umfangsmiklar breytingar sem
. gerðar voru á yfirstjórn fyrirtækis-
irís í síöasta mánuði. í gær voru
' ttfkynntar 24 stööubreytingar hjá
. starfsriiönnum í trúnaðar- og
stjórnunarstörfum. Virðist svo
vera aðsumir eldri starfsmenn víki
úr yílrmannastöðum sínum og þeir
ungú taki við.
•. Meðal eldri starfsmanna Flug-
leiða, sem nú eru færðir til, eru
Davíð Vilhelmsson, forstöðumaður
austursvæðis Flugleiða, sem nú
’ verður sölustjóri í V-Þýskalandi,
Jóhann D. Jónsson, sölustjóri í
London, sem nú verður fulltrúi í
markaðsdeild. Sigurður Matthias-
son, forstöðumaður Bílaleigu Flug-
leiða, sem nú verður forstöðumað-
ur auglýsingaeftirlits. Einar Helga-
son, forstöðumaður flutningadeild-
ar á markaðssviði, sem t'ekur við
nýju starfi á þróunarsviði. Páll
Þorsteinsson aðalféhirðir sem tek-
ur við stöðu forstöðumanns skrif-
stofuþjónustu. Grétar Br. Krist-
jánsson, forstööumaður stjórnun-
arþjónustu, sem nú verður for-
stöðumaður bílaleigunnar. Vil-
hjálmur Guðmundsson, svæðis:
stjóri NV-svæðis, verður aðalfé-
hirðir.
Steinn Logi Björnsson, fulitrúi
forstjóra, sagði í samtali við DV að
breytingarnar kæmu i framhaldi
af breytingum sem gerðar voru í
fimm framkvæmdastjórastöðum í
síðasta mánuði. Hann sagði að eftir
þessar tilfærslur mætti búast við
að breytingar yrðu ekki jafnör'ar
og veriö hefur undanfarið!
Sigurður Helgason, forstjóri
Flugleiða, segir megintilgang
skipulagsbreytinganna að aðlaga'
fyrirtækið breyttum áhersl.um . í
rekstrinum og búa það undir að
takast á við þau verkefni sem fram-
undan eru, t.d. verkefni á sviði
stundvísi og tekjustýringar og nýtt
upplýsinga- og bókunarkerfi. Auk
þess segir hann ljóst að töluverðar
áherslubreytingar verði á mark-
aðsstarfseminni með minna vægi
N-Atlantshafsflugsins og aukinni
samkeppni í Evrópuflugi.
En auk þess er Sigurður að fram-
fylgja þeirri stefnu sem hann
;markaði í upphafi: að færa menn
reglulega til í starfi til að koma í
veg- fyrir áð menn staöni.
Með breytingunum er einnig skil-
ið betur milli rekstrareininga sem
auðveldar aö leggja sjálfstætt arð-
semismat á ýmsa hluti fyrirtækis-
ins. Má þar nefna að stofnað er
sérstakt auglýsingaeftirlit og hótel-
og veitingarekstur er skilinn frá
-flugrekstrinum.
Meðal annarra stöðubreytinga
má nefna að Steinn Logi Björnsson
tekúr við starfi forstöðumanns
austursvæðis með aðsetur í Frank-
furt. Einar Gústafsson verður for-
stöðumaður söludeildar á íslandi.
Árni Sigurðsson mun hafa umsjón
með-uppsetningu nýs bókunar- og
upplýsingakerfis, Amadeus. Mar-
inó Einarsson tekur við nýrri deild,
tekjustýringu.' Og Jón Karl Ólafs-
son tekur-við sfarfi-forstöðumanns
hagdeildar.
Gert er ráö'fyrir áð breytíngarnar
taki gildi um mánaðamót eða svo
fljótt sem auðið er. -JBj
Á leið til Rómar
- Sigrúnu Eyfjörð, bestu Ijósmyndafýrirsætunni, boðið til Ítalíu
„Þetta kom skemmtilega á óvart
og ég hlakka til að læra ítölskuna,"
sagöi Sigrún Eyfjörö í samtali við
DV. Sigrún var, eins og fléstir muna„-
kosin besta ljósmyndafyrirsgBtaíM'
fégúrðarsamkeppni íslatykrffdögun-
úm og nú er^vo komið að hún er á
leið til Rómar að læra ítölsku. Það
er ' -ítalska menningarstofnunin
Mondo Italiano sem býður Sigrúnu
ménaðardvöl þar syðra og hyggst
hún fara utan í ágúst.
- En hvers vegna var henni veitt
þessi viðurkenning?
„Mér var sagt að þau hjá menning-
arstofnuninni heföu verið búin að
velja sér stúlku til að fara á þetta
námskeið áður en sjálf keppnin fór
fram. Sú stúlka reyndist vera ég.
Þetta kemur sér mjög vel fyrir mig
því ég hafði einmitt ráðgert að reyna
fyrir mér í fyrirsætustörfum á Ital-
íu."
- Af hverju á Ítalíu?
„Mér hefur verið ráðlagt að byrja
þar því ég hafl það útlit sem þarlend-
ir ljósmyndarar sækjast eftir. Ég
stefni á Mílanó í haust eftir að hafa
verið á tungumálanámskeiðinu.
Reyndar er ég að bíða eftir svari frá-
umboðsskrifstofunni The Look þar í
borg en hjá þeim hef ég fengið góðar
vonir um starf." -Ró. G
500 manns á Lionsþingi á Húsavík:
Varð rauð fjöður í hatt
húsvískra Lions-manna
Jóhannes Siguijónsson, DV, Húsavflc
Þrítugasta og þriðja Lionsþing
íjölumdæmis 109 var haldið á Húsa-
vík á fóstudag og laugardag. Um 500
gestir frá öllum landshornum sóttu
þingið og settu mikinn svip á sýsluna
þingdagana. Allt tiltækt gistirými
var fullnýtt og stöðugar rútuferðir á
jhifli gististaða víðs vegar í sýslunni
og Húsávíkur. Nokkrir erlendir gest-
ir sátu þingið, þeir Rui Tavera frá
Portúgal, Harald Holmoy frá Noregi
og Peter Bröndahl frá Danmörku.
Á meðan þingfulltrúar réðu ráðum
sínum á laugardag var fariö í skoð-
unarferö með maka þingfulltrúa og
erlenda gesti. Farið var í Laxárvirkj-
un og boðiö upp á léttar veitingar í
göngum inni í berginu.
Lionsklúbbur Húsavíkur sá um
framkvæmd og undirbúning Lions-
þingsins og lögöu félagar nótt við dag
síðustu dagana til þess aö þingið færi
sem best fram. Meðal annars þurfti
að breyta íþróttahöllinni í matsal
fyrir 470 manns með tilheyrandi bör-
um en þar fór lokahófið fram á laug-
ardagskvöld,
Þingfulltrúar, sem DV ræddi við,
voru mjög ánægðir með alla aðstöðu
og viðurgjörning heimamanna og
töldu framkvæmd þingsins til fyrir-
myndar. Sannkölluð „rauð“ fjöður í
hatt húsvískra Lionsmanna.
Rui Tavera frá Portúgal ávarpar þingið. Á miðri mynd er Ingi Ingimundarson fjölumdæmisstjori sem setti þing-
ið. Næstur honum er Svavar Gests. DV-mynd JS.
ítalska menningarstofnunin Mondo Italiano hefur boðið Sigrúnu Eyfjörð
mánaðardvöl i Róm i sumar. Þar fær hún gott tækifæri til að læra itölsku
en hún hyggst spreyta sig fyrir framan myndavélarnar á Ítalíu næsta vet-
ur. Eins og flestum er kunnugt var Sigrún kjörin besta Ijósmyndafyrirsætan
í fegurðarsamkeppni íslands fyrir skömmu. DV-mynd KAE
Þorsteini boðið til Finnlands:
Ráðherrar á
férð og flugi
; Forsætisráðherra, Þorsteihn Páls-
son, fór á sunnudaginn til New York
þar sem hann mun sitja 3. aukaalls-
herjarþing Sameinuðu þjóðanna um
afvopnunarmál. Heldur Þorsteinn
ræðu á þinginu 2. júní.
Þá hafa Þorsteinn og kona hans,
Ingibjörg Rafnar, þegið boð Harri
Holkeri, forsætisráðherra Finn-
lands, um að koma í opinbera heim-
sókn til Finnlands 9.-10. júní næst-
komandi.
Það eru reyndar ekki margir ráð-
herrar á landinu um þessar mundir.
Þorsteinn er í New York, Birgir
ísleifur Gunnarsson suður í Grikk-
landi, Friðrik Sophusson í Kína, Jón
Baldvin Hannibalsson fór til Kaup-
mannahafnar og víöar en lengst allra
fór Halldór Ásgrímsson, eða alla leið
til Nýja-Sjálands.
í morgun sátu því ekki nema sex
ráðherrar ríkisstjómarfund. -SMJ