Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. 11 Utlönd Yitzhak Rabin, varnarmálaráöherra ísraels, hefur nú hafið viðræður við leiðtoga Palestínumanna á herteknu svæðunum. Simamynd Reuter Rabin svartsýnn á árangur í Moskvu Varnarmálaráðherra ísraels, Yitzhak Rabin, hefur haldið tvo fundi með leiðtogum Palestínu- manna frá herteknu svæðunum. Fleiri fundir eru ráðgerðir, að sögn embættismanna. í gær hitti Rabin fjóra leiðtoga Palestínumanna á skrifstofu sinni í Tel Aviv og snerust umræðurnar um ástandið á yesturbakkanum og Gazasvæðinu. Á fimmtudaginn átti Rabin einnig fundi með leiðtogum Palestínumanna frá borginni Nabl- us á Vesturbakkanum. Samkvæmt heimildarmönnum úr röðum Palestínumanna er Rab- in sagður hafa látið í ljós efasemdir um að Reagan Bandaríkjaforseta og Gorbatsjov Sovétleiðtoga takist að leysa málefni Miðausturlanda á fundi sínum í Moskvu. Rabin er sagður hafa bætt því við að hann byggist ekki viö að Shultz, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, næði árangri er hann heimsækir Mið- austurlönd síöar í þessari viku. Samkvæmt ísraelskum embætt- ismönnum átti Rabin upptökin aö fundunum með leiðtogum Palest- ínumanna en hann hafði lofað að taka upp viðræður við þá um leiö og uppreisnin á herteknu svæðun- um rénaði. Leiðtogarnir eru ekki sagðir vera ánægðir með niðurstöður fundar- ins með varnarmálaráðherranum en hann mun hafa tjáð þeim að uppreisnin skaðaði Palestínumenn sjálfa meir en ísrael og að um tólf þúsund evrópskir verkamenn hefðu komiö í stað Palestínumanna auk þess sem um tíu þúsund aðrir erlendir verkamenn væru væntan- legir til ísraels. Israelskur embættismaöur sagöi Rabin hafa tekið til athugunar beiöni Palestínumanna um að minnka þrýstinginn á ibúana á herteknu svæðunum. í gær missti níu mánaða palestínsk stúlka auga auk þess sem hún hlaut þrjú bein- brot er hún varö fyrir gúmmíkúl- um sem ísraelskir hermenn skutu er þeir voru að dreifa mótmælend- um í flóttamannabúðum á Gaza- svæðinu. Efnt var til mótmælað- gerða í gær til þess að vekja at- hygli leiðtoga stórveldanna á með- an á fundi þeirra í Moskvu stendur. Fytgistap hjá vinstn' mönnum Gizur Helga aon, DV, Uibedc Friedrich Zimmermann, innan- ríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, sagði í fyrrakvöld að þeir stjórnmálaflokkar er væru lengst tíl vinstri í v-þýskri pólitík hefðu tapað verulegu fylgi á síðustu árum. En aftur á móti hefðu stjórnmálaflokkar er væru yst á hægri vængnum eflst. í fyrsta sinn í 15 ár hefði félaga- fjöldinn í v-þýska kommúnista- flokknum hrapað niður fyrir 40 þúsund eða niður í 38 þúsund fé- íaga. Samtímis hefur sprengjuár- ásum í hryðjuverkaskyni, sem vinstri vængurinn hefur lýst ábyrgö á, fækkað úr 318 árið 1986 niður í 177 árið 1987. Zimmer- mann benti um leið á að saman- lagt tjón skemmdarverka væri þó meira í fyrra en áriö þar á undan. Á hægri vængnum er að flnna um 69 mismunandi samtök með um 25 þúsund meðlimi samtals. Þetta eru um 3 þúsund fleiri en árið áður. Nýnasistar hafa þó ekki aukið meðlimafjölda sinn ýkja mikiö, þeir eru nú 1520 en voru 1460 í fyrra. Zimmermann fær þessar upplýsingar hjá stjórnmálalegu rannsóknarráði en þaö sér einnig um athuganir á gagnnjósnum. Auk áðumefndra samtaka, sem eru annaöhvort lengst til hægri eða vinstri í v-þýskum stjóm- málum, er þar að finna um 110 þúsund útlendinga sem taldir em vera í öfgafullum samtökum. En í V-Þýskalandi búa nú um 4,6 milljónir af erlendum uppruna. Það „rauk“ af Gizur Helga aon, DV, Lubedc Stríðið um þaö hvort banna skuli reykingar í neðanjarðar- lestum Rotterdamborgar eður ei hefur nú orsakað blóðsúthelling- ar. Farþegi í neöanjarðarlest einni vildi ólmur fá frið til að reykja sígarettuna sína en með- farþegi hans var ekki á sama máli og endaöi ósamkomulagiö með áflogum. Bindindismaöurinn hafði það af að bíta nefið af reykingamann- inum en læknum á næsta sjúkra- húsi tókst að græða það á aftur. Þó er talið sennilegt að lítíll reyk- ur fari þá leiðina á næstum vik- um. DAIHATSU CHARADE TAKMARKAÐ MAGN FRÁBÆRT VERÐ 3 DYRA 4 GÍRA TS KR. 429.900, ■ STGR. 5 DYRA 4 GÍRA CS KR. 444.900 j" STGR. VERÐ MIÐAST VIÐ BÍLINN KOMINN Á GÖTUNA BRIMBORG H/F ÁRMÚLA 23 - SÍMAR 685870 - 681733

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.