Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Qupperneq 13

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. 13 Útlönd - Portúgalskur bóndi hugar að tómatarækt sinni. Simamynd Reuter Tæknivæðing land- búnaðarins eifiðust Ríkisstjóm Portúgal er nú aö hefja glímu við það verkefni sem erfiðast er talið á verkefnaskrá hennar en það er að tæknivæða og færa til nútímahátta landbúnað í landinu. Þótt um fiórðungur alls vinnuafls í Portúgal sé bundinn í landbúnaði gefur hann ekki af sér nema um níu prósent af þjóðarframleiðsl- unni og framleiðni í sumum grein-. um er aðeins um einn fimmti af því sem gerist í sömu greinum í þeim Evrópulöndum sem hafa tamið sér nútímalega vinnuhætti. Verulegar úrbætur í landbúnað- inum eru eiyi mikilvægari en ella' fyrir þá sök að stjómvöld búa nii landið undir fulla samræmingu við Evrópubandalagið á næsta áratug. Upphaflega áttu Portúgalar að laga sig að Evrópubandalagslönd- um í landbúnaöarmálum fyrir árið 1992. Þeir hafa hins vegar fengið fjögurra ára frest á því, enda Ijóst að þeir geta engan veginn orðið samkeppnishæfir á aðeins fjórum árum. Flestir bænda Portúgals eru smá- bændur sem rækta að meðaltah um sex hektara lands. í Evrópubanda- lagsríkjum er meðalstærð býla hins vegar þrettán hektarar. Þessar smáu einingar em Portúgölum ákaflega óhagstæðar þar sem fæstir bændanna hafa peningaráð til að vélvæðast og ux- ar, múldýr og hestar, sem draga tréplóga, eru enn helstu vinnu- vélamar. Vegna lítillar framleiðni í land- búnaöi verða Portúgalar að flytja inn nær sjötíu prósent komþarfar sinnar og þarf ríkið að tryggja bændum sínum um fjörutíu pró- sent hærra verð fyrir framleiðslu þeirra en tíðkast innan Evrópu- bandalagsins. Porfúgalar þurfa bæði að fækka vérulega þeim sem starfa við land- búnað og fmná leiðir til að auka framleiðni og verðmæti framleiðsl- unnar. Ætlunin er að reyna hið síðaStnefnda með því að sérhæfa landbúnað í framleiðslu afurða sein óvíða er boðið upp á, svo sem hitabeltisávaxta af ýmsu tagi. Hvort stjórnvöldum tekst þetta ætlunarverk sitt fyrir 1996 er eftir að sjá. Tilraunir til þess verða að hluta fjármagnaðar af Evrópu- bandalaginu sem lagt hefur fram sem nemur um þrjátíu og fimm milljörðum íslenskra króna til þessarar þróimar. Smygl á tamílum afhjúpað í Hambovg Gizur Helgason, DV, Liibedc Lögreglan í Hamborg hefur af- hjúpað tilraun til stórfelldra ólög- legra mannaflutninga. Hér var um 269 tamíla að ræða sem smygla átti til Kanada með strandferðaskipi en það hefði á engan hátt getað flutt tamílana á mannsæmandi hátt yfir Atlantshafið. Tamílarnir fundust um helgina í húsi einu í bænum Hittfeld suður af Hamborg. Þeir höfðu þegar greitt fyrir flutninginn vestur um haf frá 3000 til 5000 þýskum mörkum. Talið er sennilegt að flytja hafi átt tamilana yfir í kanadísk skip við strendur Kanada. Skipstjóri vestur-þýska skipsins er nú í umsjá kanadísku lögreglunnar en tamílamir í umsjá vestur-þýska Rauða krossins. um morð Eögreglan á ítalíu hefur hand- tekið meðlimi trúarsafnaðar nokk- urs og sakað þá um að hafa myrt konu eina en lík hennar fannst varðyeitt í herbergi í húsi þar sem söfnuðurinn ástundaði trúarat- hafnir sínar. Þijátíu og fjórir safn- aðarmeðlimir hafa verið hand- teknir en grunur leikur á að söfn- uðurinn kunni einnig að tengjast mannránum, bankaráni og hugs- anlega mafíunni. I samkomuhúsi safnaðarins fundust, auk konulíksins, vopn og Leiðtogi safnaðarins, Lidia Nac- um einn milljarður ítalskra líra. carato. simamynd Reuter Söfnuður sakaður Úr einu herbergi hússins þar sem söfnuðurinn geymdi Ifk konunnar. Slmamynd Reuter MIÐVIKUDAGINN1. JÚNÍ KL. 10 -18 Á HOLIDAYINN Viljirðu fylgjast með nýjungunum - komdu þá og kynntu þér öflugasamsetningu DIGITAL VAX tölvukerfa og hugbúnaðar. Ásýningunniverðurm.a.: 4 Vél- og hugbúnaður frá Digital Equipment Corporation 4 Tölvunet 4 VAXstation 8000 4 Tölvustudd hönnun með búnaði frá DEC, McDonnell Douglas og CalComþ 4 AII-in-1 skrifstofukerfifráDEC 4 Fjórðukynslóðarmál 4 Gagnagrunnskerfi . 4 Tölfræði- og grafíkhugbúnaður frá SAS Institute fyrirVAXogPC 4 WordPerfect ritvinnsla á VAX Öflug samsetning tölvubúnaðar færir þér endalauSa möguleika á - nýjungúm, hraða og tækni. Þannig kemur Digital þér allfaf að góðumnoturn! * . ' • Úrvals þjónusta fagfólks -hröð, alhliða, alltaf. Ekristján ó. SKAGFJÖRÐ HF. Tölvudeild Hólmaslóð4,sími24120

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.