Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI11, SÍMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr. Verð I lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr. Glæfrar í vaxtakukH Fát og fum er ekki traustvekjandi, allra sízt þegar það er öllum sýnilegt. Endurteknar tilraunir ríkisstjórn- arinnar til bráðabirgðalaga hljóta að efla fyrri kröfur um, að hún segi af sér, þar sem fólki er ljóst, að hún gerði sér litla grein fyrir afleiðingum gerða sinna. Forsætisráðherra tók af skarið hér í blaðinu á fóstu- daginn og sagði öllum ráðherrum það mátt vera ljóst, að ákvæði laganna um afnám verðtryggingar átti að gilda bæði um innlán og útlán. Enda er ekki auðvelt að sjá, að unnt sé að verðtryggja bara aðra áttina. í þessu tilviki er meiri ástæða til að trúa forsætisráð- herra en utanríkisráðherra, sem gerði sér upp fákænsku eins og stundum áður, þegar hann hefur sagt sig gabbað- an og komizt upp með það. Ófært er, að hann geri sér tilbúna einfeldni hvað eftir annað að skálkaskjóli. Ekki er góð lykt af fullyrðingu utanríkisráðherra um, að Framsóknarflokkurinn hafi alls ekki lagt til, að verð- trygging yrði afnumin strax. Allt fikt ríkisstjórnarinnar við afnám verðtryggingar er upprunnið hjá hinum póh- tíska armi Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Framsóknarflokkurinn hefur þann megintilgang í líf- inu að vernda Sambandið og fyrirtæki þess, svo og land- búnaðinn og nokkra fleiri skuldara, sem eiga erfitt með að standa undir vöxtum. Þessir aðilar eru góðu vanir og heimta alhr, að þjóðin borgi fyrir þá vextina. Allt frá 1982 hefur verið reynt að koma á raunvöxtum í landinu. í fyrra náðist svo góður árangur, að spariinn- lán voru ekki með nema tæpt 1% í öfuga vexti. Þetta hefur aukið sparnað í landinu frá 1982 úr sem svarar 50% af landsframleiðslu í sem svarar 80% af henni. Vaxtabjörgun Sambandsins og annarra gæludýra Framsóknarflokksins hefði dregið á nýjan leik úr sparn- aði þjóðarinnar, minnkað framboð á lánsfé á innlendum vettvangi og bundið þjóðarhag í hnút. Bankamenn sáu fram á hrun hinna margauglýstu sparireikninga. Athyglisverður og ömurlegur er þáttur hagfræðings- ins, sem Alþýðuflokkurinn hefur gert að bankaráðherra ríkisstjórnarinnar. Hann lét hinn pólitíska arm Sam- bandsins vaða á skítugum skónum yfir sig og málaflokk- inn, þar sem hann ber hina stjórnarskrárlegu ábyrgð. Þegar allt kerfi fjármálastofnana og hagfræðikunn- áttu í þjóðfélaginu rak upp ramakvein, faldi bankaráð- herrann sig í tæpa viku. Þegar hornsteinn peningamál- anna var að molna, fannst hvergi ráðherra þeirra mála og hafði ekkert um máhð að segja í tæpa viku. Einnig er slæmur þáttur forsætisráðherra, sem hefur látið meira en aðrir shkir undan þeirri þróun, að starf hans verði valdalítið embætti fundarstjóra, er reyni að bræða saman einhverja niðurstöðu, sama hverja, úr þverstæðum kröfum sérkónganna í ráðherrastólum. Ekki er málinu lokið, þótt samin hafi verið ný bráða- birgðalög til að afnema hluta hinna fyrri. Eftir lagfær- inguna er komið hið sérkennilega ástand, að fjárskuld- bindingar eru verðtryggðar inn, en ekki út. Lítih hag- fræðhjómi er af því skyni skroppna ráðalagi. Misræmið milh peningahreyfmga út og inn mun leita jafnvægis í hækkuðum nafnvöxtum útlána. Sambandið og önnur gæludýr munu þá reka sig á, að til skamms tíma er þyngra að búa við háa nafnvexti en verðtrygg- ingu. Framsókn mun því fljótt ókyrrast á nýjan leik. Komið hefur i ljós, að ríkisstjórnin er skipuð ábyrgð- arlitlum kuklurum, sem hneigjast th glæfra í fjármálum og ættu að hætta, áður en þeir hafa bakað meira tjón. Jónas Kristjánsson Milliþinga nefnd II (( Húsnæðismálin eru komin í gam- alkunnan farveg. Tími hinna stóru nefnda sem ætlað er að finna alls- herjarlausn á húsnæðismálunum er runninn upp á ný. Fyrir réttum 3 árum skipaði félagsmálaráðherra „milliþinganefnd" sem ætlað var að skila tillögum að lausn hús- næðisvandans fyrir upphaf næsta þings. Þessi nefnd hefur nú verið endurvakin í örlítið breyttu formi. Milliþinganefnd 1988 Félagsmálaráðherra hefur ný- verið skipað nefnd. í henni eiga sæti fulltrúar allra stjómmála- flokka sem sæti eiga á Alþingi ásamt fulltrúum ASf og VSÍ. Nefndinni er falið að gera tillögur um framtíðarlausn húsnæðisvand- ans. Niöurstöður hennar á aö KjaJlarinn Stefán Ingólfsson verkfræðingur „Innan árs frá því að „nýja“ húsnæðislánakerfið var samþykkt á Al- þingi var það sprungið“, segir hér m.a. leggja til gnmdvallar við lagasetn- ingu. Félagsmálaráðherra stefnir að því að fá ný húsnæðislög sam- þykkt fyrir árslok. Með tilkomu þessarar nýju nefndar eru húsnæðismálin enn á ný komin í gamalkunnan farveg. Sú aðferð að leita með þessum hætti víðtækrar samstöðu um „allsherjarlausnir" í húsnæðis- málum hefur hingað til ekki skilað árangri. Fyrrverandi félagsmála- ráðherra, Alexander Stefánsson, setti niður nefndir í sama tilgangi. Tvær þeirra eru ótrúlega hkar þeirri nefnd sem núverandi félags- málaráðherra hefur fahð að útbúa fyrir sig tillögur. Milliþinganefnd 1985 Vorið 1985 skipaði Alexander svonefnda „milhþinganefnd" um húsnæöismál. í henni áttu sæti fuhtrúar ahra stjómmálaflokka sem áttu sæti á Alþingi. Milhþinga- nefndin átti að starfa um sumarið og skila tillögum til ráöherrans fyr- ir haustið. Með skipan nefndarinn- ar var leitað eftir breiðri póhtískri samstöðu um leiðir í húsnæðismál- um. Árin 1983, 1984 og 1985 var hörö umræða um húsnæðismáhn. Misgengi lánskjara og launa hafði skapað mikinn vanda. Einnig hafði söluverð íbúðarhúsnæðis lækkað mikið. Húsnæðiskaupendur sem lentu í vanskilum neyddust oft til að selja eignir sínar. Margir töpuðu aleig- unni. Einnig hækkuðu vextir af húsnæðislánum mikið. AUir þessir þættir höfðu valdið húseigendum miklum erfiðleikum. Ráðamönn- um var legið á hálsi fyrir að hafa ekki lausnir á reiðum höndum. í áratugi höfðu íslendingar ekki kynnst hliðstæðum vandamálum. Ráðamönnum gekk iha aö átta sig á vandanum og höfðu ekki lausnir handbærar. Framlag úr ríkissjóöi var stóraukið tíl húsnæðismála. Það hefur ekki verið hærra um Útreikningar nefndarinnar sýndu að húsnæðiskerfið gengi upp fjár- hagslega og mundi leysa húsnæðis- vandann á fáum árum. Að fengnum þessum niðurstöðum vann nefndin drög að breytingum á húsnæðislög- um. Á Alþingi náðist góð samstaða um keríið. Það var samþykkt með þorra atkvæða vorið 1986. Mestu mistökin Innan árs frá því að „nýja“ hús-, næðislánakerfið var samþykkt á Alþingi var það sprungið. Menn eru nú sammála um að það hafi skapað ný vandamál í húsnæðis- málum án þess að leysa þau sem því var ætlaö. Senrúlega er „nýja“ húsnæðiskerfið mestu mistök sem gerð hafa verið í húsnæðismálum frá stríðslokum. Eins og áður segir náðist þó víötæk póhtísk samstaða um það. Við undirbúning þess var leitað til helstu efnahagsstofnana landsins. Sérfræðingar frá Seðla- bankanum, Húsnæðisstofnun og Hagstofunni framkvæmdu út- reikninga á ýmsum þáttum þess. Hagfræðingar ASÍ og VSÍ höfðu einnig metið þau áhrif sem það mundi hafa. Þegar allt er talið mun nálægt því heill tugur „sérfræð- inga“ hafa lagt hönd á plóginn við undirbúning „nýja“ húsnæðislána- kerfisins. Ekki er vitað til að neinn þeirra hafi varað við þeim vankönt- um sem urðu því að aldurtila á að- eins hálfu ári. „Sérfræóinganefnd“ 1988 Reynslan hefur sýnt að hinar opinberu hagfræðistofnanir ráða ekki yfir nægilega mikilh þekkingu á húsnæðismálum. Þáttur þeirra við undirbúning þess húsnæöi- skerfis sem nú er gjaldþrota sýnir þaö einna gleggst. Fyrir hinni ný- skipuðu nefnd félagsmálaráðherra hggja nú tiUögur sérfræðinga- nefndar sem fahð var í janúar að gera tillögur um „þá kosti sem fyr- ir hendi eru um framtíðarskipan almenna húsnæðislánakerfisins". Væntanlega munu umræöurnar snúast að mestu um tiUögur sér- fræðinganefndarinnar. í henni sátu fimm menn auk þess aö deUd- arstjóri í félagsmálaráðuneytinu „Það er ekki líklegt, að víðtæk sam- staða náist um þessar hugmyndir frek- ar en milliþinganefndinni 1985 tókst að leysa húsnæðisvandann.“ langt árabfi. Allt kom þó fyrir ekki. Viðþessaraðstæðurskipaðifélags- • málaráðherra miUiþinganefndina. í henni sátu fuUtrúar sömu stjórn- málaafla og nú. Nefnd útbýr nýja húsnæðis- lánakerfið 1986 í samningum VSÍ og ASÍ í mars 1986 komu fram hugmyndir aö því húsnæðiskerfi sem við búum nú við. „AðUar vinnumarkaðarins" lögðu þá fyrir ríkisstjórnina hug- mynd aö nýju og gjörbreyttu hús- næðiskerfi. „Nýja“ kerfið var einn meginþáttur kjarasamninganna. TU þess aö þeir gætu orðið aö veru- leika varð ríkisstjórnin að sjá tU þess að húsnæðiskerfinu væri breytt samkvæmt forskrift VSÍ og ASI. TU að útfæra hugmyndimar skipaði félagsmálaráðherra nefnd. í henni áttu enn sæti fuUtrúar sömu stjómmálaafla. Þáverandi stjómmálaflokkar, VSÍ og ASÍ áttu fuíltrúa í nefndinni ásamt nokkrum sérfræðingum. Hún laut forystu hagstofustjóra. starfaði með henni. Af þessum sex sérfræðingum eru þrír reyndar þekktir að öðm en sérþekkingu á húsnæðismálum. Aðrir tveir unnu að undirbúningi þess húsnæðis- lánakerfis sem nú er dæmt ónýtt. í fljótu bragði virðist þessi sér- fræðingahópur ekki frábmgöinn þeim sérfræðingum sem áður hafa lagt mat á húsnæðismáhn. Þeir gera nú tiUögur um vaxtahækkun. Einnig að forgangur þeirra sem em að kaupa sína fyrstu eign verði feUdur niður. Sem framtíðarlausn leggja þeir tíl að hætt verði að veita lán til notaðra íbúða. í stað þess verði kaupendum vísað á verð- bréfamarkaðinn með ríkistryggð skiptibréf. Það er ekki líklegt að víðtæk samstaða náist um þessar hugmyndir frekar en milliþinga- nefndinni 1985 tókst að leysa hús- næðisvandann. Skipun stórra samráðsnefnda hefur oftast borið vott um úrræöa- leysi þegar húsnæðismál eiga í hlut. Vonandi verður annaö uppi á teningnum að þessu sinni. Stefán Ingólfsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.