Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988.
15
Fjárfestmgaveislan
I öllum rekstrarkerfum, hvort sem
það er heimili, fyrirtæki eða þjóð-
félagið sjálft, er ekki hægt að kom-
ast hjá því að hafa ákveðinn hluta
veltunnar í lausu fjármagni.
Þetta finnur hver fjölskylda, hver
stjómandi fyrirtækis, en skilning-
ur á þessari nauðsyn virðist ekki
vera finnanlegur hjá stjómendum
þjóðfélagsins. Þar eru menn of upp-
teknir við að passa stöðu sína inn-
an flokksins til þess að mega vera
að því að fylgjast með lífæöum
þjóðfélagsins.
Ég hef nokkmm sinnum reynt
að ræða af raunsæi við nokkra al-
þingismenn um þau vandamál sem
eru í þjóðfélaginu. Það er sorglegt
að þurfa að segja það, en það em
sárafáir þingmenn sem ég hef fund-
ið hafa skilning (raunverulegan
skilning) á vandamálum okkar.
Þeir geta blaðrað og þvælt um mál-
in en efnisleg tök og yfirsýn á mál-
um em sára sjaldgæf.
Ég ætla að láta fylgja hér dæmi
um eitt samtal við þingmann sem
fram fór fyrir skömmu. Þingmaður
þessi hafði, með mjög alvarlegri
röddu og alvarlegum svip, verið að
ræöa vandamál þjóðlífsins á fundi
sem útvarpað var um allt land.
Eftir fundinn gaf ég mig á tal við
hann og hugðist kynna honum
nokkrar athuganir sem ég hafði
gert á nokkrum burðarþáttum
þjóðlífsins.
Þegar ég sýndi honum útreikn-
inga þessa leit hann snöggt á þá og
spurði um leið með lítilsvirðingu í
málrómnum: „Gerðir þú þetta
sjálfur?" Þegar ég svaraöi því ját-
andi rétti hann mér blaðið aftur án
þess að skoða það og labbaði í burt.
Ég vék þá að honum tveim spurn-
ingum um afar þýðingarmikil at-
riði í rekstri þjóðfélags okkar.
Hann leit þá á mig tærum augum
af skilningsleysi, hló við vand-
ræðalega og labbaði í burt,
áhyggjulaus sem bam í sandkassa.
Kauptu skuldabréf
Á sama tíma og áðumefnd
ábyrgðartilfinning virðist ríkjandi
á Alþingi, sitja slyngir sérhags-
munamenn á skrifstofum út um
allan bæ og spá í hvernig þeir geti
náð til sín sem mestu af því fjár-
magni sem í umferð er. A öðmm
skrifstofum eru menn sem velta
vöngum yfir því hvernig þeir eigi
að fara að því að fjárfesta án þess
að skeröa það htla rekstrarfé sem
þeir hafa aðgang að.
Alhr þessir aðhar virðast sam-
mála um að skynsamlegast sé að
íjárfesta í framtíðinni með sölu
skuldabréfa. Skuldabréf hafa að
vísu einn stóran galla en það er
gjalddagi þeirra, þá verður að
greiða þau. Ekki sést votta fyrir því
í rekstrararðsemi þeirra sem fjár-
festa með þessum hætti að þeir
æth sér aö greiöa þessa fjárfestingu
sem framkvæmd er með skulda-
bréfum.
Reynsla síðustu ára sýnir að þeg-
ar að gjalddaga kemur er gefinn
út nýr flokkur skuldabréfa, nokkru
hærri en sá fyrri, til þess að geta
greitt út gjaldfallin bréf. Þetta er
svo sem ekki stórhættulegt fyrir
þá kynslóð sem komin er á miðjan
aldur eða þar yfir. En hver skyldi
vera áhættan fyrir þá kynslóð sem
er að feta sín fyrstu spor um þessar
mundir?
Martröð framtíðarinnar
Ekki hef ég um það óyggjandi
sannanir þar sem ekki er mér vit-
anlega til neitt heildaryfirht yfir
þessar fjárfestingar í framtíðinni.
En meö hhðsjón af arðsemi rekst-
urs hér á landi sýnist mér að það
geti tekið um það bil tvær kynslóð-
ir að komast út úr núverandi fjár-
festingum í framtíðinni.
Hvað skyldi svo gerast ef fólk
hættir aö hafa trú á þessum skulda-
bréfum? Því er fljótsvarað. Það yrði
efnahagslegt hrun á atvinnusvæði
þeirra fyrirtækja sem þessa iðju
Kjallaiim
Guðbjörn Jónsson
fulltrúi
stunduðu. Það mundi byrja með
gjaldþroti fyrirtækjanna sjálfra og
síðan þeirra einstakhnga sem af
þeim hafa framfæri sitt. En er þetta
eina hættan sem steðjar að þessu
framferði? Nei, því er nú verr að
svo er ekki.
Tekjurnar heim
Mesta hættan sem steðjar að
þessu „braski" er ákveðin sókn
landsbyggðarinnar í að fá fjármagn
sitt beint heim í hérað. Sú bylgja,
sem þar er risin, er það stór að hún
verður ekki kveðin niður. Einungis
er spurning um tíma (trúlega í
mánuðum talið) og samvinnuvilja,
hvenær og hvernig að þessari
breytingu verður staðiö.
Með hliðsjón af því að þetta
„brask“ hefur að meginhluta til
farið fram á því eina landsvæði sem
ekki er efnahagslega sjálfstætt
hvað tekjumyndun varðar, þ.e. höf-
uðborgarsvæðinu, verður þetta
óhjákvæmilega enn alvarlegra. Á
sama tíma og spilaborgin hrynur
eru störf við verðmætasköpun á
þessu svæði innan við 5% af vinnu-
afli á svæðinu.
Á landsbyggðinni er þetta sama
hlutfall frá 22-51% af vinnuafh.
Guðbjörn Jónsson
„Mesta hættan sem steðjar að þessu
„braski“ er ákveðin sókn landsbyggð-
arinnar í að fá Qármagn sitt beint heim
í hérað.“
... Hk-á v>' v > >■
„Reynsla síðustu ára sýnir að þegar að gjalddaga kemur er gefinn út
nýr flokkur skuldabréfa, nokkru hærri en sá fyrri,“ segir greinarhöfund-
ur m.a.
Fastgengi á ..Túlakaffi
Ég var að hlusta á RÚV í hádeginu
laugardaginn fyrir hvítasunnu. Úr
hátalaranum barst rödd íjármála-
ráðherra. Þetta var upptaka, gerð
í Múlakaffi sama dag. Nær væri að
kaha þennan stað Túlakaffi því í
hvert sinn sem fjármálaráðherra
opnar túlann þar hlaupa þeir í RÚV
eins og hræddir hérar til að varpa
þessum ósköpum yfir landsmenn.
Það sem vakti athygli var að ráð-
herra var sleginn blindu svo hann
sá ekki og vissi ekki af hverju hann
hafði samþykkt „fastgengisgengis-
fellinguna".
Fastgengisfelling út í loftið?
í viðtah við DV 20. maí segir Ólaf-
ur Þ. Þórðarson, þingmaður Fram-
sóknar: „Ég er hættur stuðningi
viö stefnu þessarar ríkisstjómar.
KjaHariim
Hreggviður Jónsson
þingmaður Borgaraflokksins
„Og ef marka má orð seðlabankastjóra
var fastgengisfellingin óþörf. En þá er
spurningin, hverjir lögðu til við ríkis-
stjórnina að fella fastgengið um 10 til
13%?“
Ég neita að taka þátt í þeirri stefnu
sem leggur undirstöðuatvinnuveg-
ina í rúst og stefnir að þjóðargjald-
þroti. Ég tilkynnti flokksmönnum
mínum það, þegar stjórnin greiddi
atkvæði um hversu há gengisfeh-
ingin ætti að vera án þess að hafa
nokkur gögn í höndunum um
hvaða áhrif hún hefði á helstu þjóö-
hagsstærðir." Þá segir Jóhannes
Nordal, aðalbankastjóri Seðlá-
bankans, í viðtah viö Tímann 21.
maí, eftir að blaðamaöurinn hefur
„Fjármálaráðherra leitar nú gróðapunga með fastgengisgróða i rassvösum,“
Baldvin Hannibalsson talar i Múlakaffi (myndin er frá árinu 1986).
segir greinarhöfundur. - Jón
spurt hann: „Ríkisstjórnin hefði
sem sagt getað komið sér saman
um að halda genginu fóstu áfram?“
„Já. Og við vorum alveg thbúnir
út af fyrir sig til að reyna það, enda
hefði það veriö okkar stefna.“
Um leið og ég býð Ólaf velkominn
í stjórnarandstöðuna vh ég vekja
athygli á þeim hluta ummæla hans
sem snerta hina vitrænu gjörð rík-
isstjórnarinnar um að ákvarða
fastgengisfellinguna „án þess að
hafa nokkur gögn í höndunum um
hvaða áhrif hún hefði á helstu þjóð-
hagsstærðir". Og seðiabankastjóri
bætir betur um þegar hann segir
„við vorum alveg thbúnir að reyna
það“, þ.e. að halda fastgenginu
áfram? Og nú spyr ég, var fastgeng-
isfellingin gerð út í loftið?
Gróðapungar
fastgengisfellingarinnar
Fjármálaráðherra leitar nú
gróðapunga með fastgengisgróðá í
rassvösum. Leitarljósið beinist að
máttarstólpum þjóðlífsins, sjálfu
bankakerfinu. Ekki hefur honum
tekist þrátt fyrir ítrekaðar thraunir
að fá svar. Þeir í bankakerfinu
segja að ráðherrann kunni ekki á
kerfið. Og ráðherra fær enn ekki
nein svör um 1.400 mhljónir króna
og þó er talið að ríkiö eigi ríkis-
bankana. Það er líka tahð að stjórn-
málaflokkarnir skipi bankaráðs-
menn og ráði hverjir verði banka-
stjórar. Það vakti því ekki nokkra
athygli þegar Sverrir Hermanns-
son varð bankastjóri í vetur. Og
nú vill ráðherra svör. Og eru th
þeir menn sem muna tæpitungu-
laus svör sumra bankastjóra. Það
er alvörumál ef ekki fást skýr svör
viö spurningum ráðherra. Hitt er
svo undrunarefni að ríkisstjómin
skuh ekki hafa fyrirhggjandi þess-
ar upplýsingar og fleiri þegar
ákvörðun er tekin um að gera fast-
gengisfelhngu.
Brjóstvit eða bara ekkert vit
Þegar ráðstafanir ríkisstjórnar-
innar eru skoðaðar sést ekki að
þær séu byggðar á neinu sérstöku.
Brjóstvitið hefur verið látið ráða,
svo gott sem það er á þeim bæ. Þó
er sumt af því sem blessuö stjórnin
ætlar að gera gott eitt sér. Og ef
marka má orð seðlabankastjóra
var fastgengisfelhngin óþörf. En þá
er spurningin, hverjir lögðu th við
ríkisstjómina að feha fastgengið
um 10 th 13%?
Og eftir fastgengisfelhnguna hef-
ur fiskverð verið lækkað í Banda-
ríkjunum og geta menn þá velt fyr-
ir sér hvort hvalveiðistefnan hafi
haft hér áhrif, hvort gæðin hafi
minnkað, hvort SH og SIS hafi ver-
ið búin að sprengja verðið aht of
hátt upp. Og að lokum geta menn
spurt sig: Verður gengið þá feht
aftur í haust eða var fastgengis-
fellingin ónauðsynleg?
Hreggviður Jónsson