Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Side 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. Spumingin Ætlar þú að sjá eitthvað á Listahátíð? Einar Már Júlíusson: Nei, ég ætla ekki að sjá neitt á Listahátíð. Guðrún Bryndís Karlsdóttir: Já, ég fer á eins mikið og ég kemst. Halla Próðadóttir: Nei, ég er að fara til útlanda og missi því af Listahátíð. Snorri Hreggviðsson: Ég verð bara ekki á landinu en hafði mikinn áhuga á Chagall og Grappelli. Björn Eiriksson: Ég held að ekkert á Listahátíð höfði til mín. Þóranna Sverrisdóttir: Nei, ég hef lítið spáð í hana enn. Lesendur________________ Umferðin ergir mig G.G. hringdi: Nú eru komin ný lög um umferðar- mál og þar á meðal eru lög um að hafa ökuljósin kveikt aUan sólar- hringinn. Enn er þó mikið af bifreið- arstjórum, sem ekki hafa kveikt ljós- in, þótt lögin kveði á um það. Og tals- vert er um það að menn aki yfir gat- namót á móti rauðu ljósi. Þetta verð- ur maður allt var við í umferðinni. Og ekki spenna nærri því allir sætis- beltin, þótt það sé skylda, en það sér maður nú ekki svo gjörla, þegar maður er. í miðri umferðinni. Einnig vil ég minnast á annað og það er hve menn eru kærulausir er þeir leggja bílum sínum upp á gang- stéttir. Hér í Hlíðunum í Reykjavík er þetta algeng sjón, því miður. Stefnuljósin eru heldur ekki notuð sem skyldi og eru leigubfistjórar ekki barnanna bestir í því tfihti. Nú sjást ekki gangandi lögreglu- þjónar lengur, heldur ekki lögreglu- þjónar á mótorhjólum í líkingu við það sem áður var. Bílar líða framhjá manni með tveimur lögregluþjónum siljandi í framsætunum og trúi ég varla að slíkt eftirht gagni að neinu marki. Ég vfi aö yfirmenn lögreglunnar fari út í umferðina til að kynna sér betur hvar skórinn kreppir í þeim málum sem ég hef bent á hér og end- urskipuleggi síðan löggæsluna á göt- unum, t.d með þvi að hafa fleiri lög- reglumenn í umferðinni, og þá gang- andi eöa á bifhjólum, líka inni í íbúð- arhverfunum „Lögregla á mótorhjólum er sjald- séðari I umferðinni en áður var,“ segir hér. Margir þeirra nú gengnir i „bisnissbjörg" eða farnir Herstöðvarandstæðingar á Lækjartorgi árið 1976. - að „pluma sig“ i einkavæðingunni," segir hér m.a. Herstöðvarandstæðingar: Samtökin skreppa saman Sigtryggur B. hringdi: Eg var að horfa á frétt í Sjón- varpinu frá fundi Samtaka her- stöðvarandstæðinga á Lækjartorgi í gær (26. maí). Þunnur er nú hóp- urinn orðinn og nöturlegt að sjá tvo alþingismenn Alþýðubandalagsins standa þarna hálfafskipta af öðrum fundarmönnum og vegfarendum. Ég held að þessi samtök séu nú búin að syngja sitt síðasta fyrir fullt og aUt. Hvaða fundarefni buðu samtökin t.d. upp á þarna á Lækjartorgi? Jú, baráttuna gegn vigbúnaöi í höfun- um. Hver getur haft áhrif á hana? Þeir í samtökunum segja að þessi barátta sé gífurlegt hagsmunamál verkafólks og sjómanna í sjávar- plássum um aUt land. Ekki flykkt- ust samt verkamenn á þennan fund, heldur ekki sjómenn. Og ekki bárust skeyti á fundinn frá þessum verkalýðsstéttum, þótt fundurinn hafi verið auglýstur vel í Þjóðvilj- anum sama dag. - Eða lesa svona fáir Þjóðviljann núorðið? En hvers vegna eru Samtök her- stöðvarandstæðinga að lognast út af? Ég held.að það sé vegna þess að sú kynslóð sem stofnaði þessi samtök er nú farin að reskjast og nennir þessu ekki lengur, og svo hitt, að margir þeirra eru gengnir í „bissnisbjörg“ eða farnir að „pluma sig“ fjárhagslega í einka- væðingunni, nú eöa komnir á fast hjá hinu opinbera og vilja ekki vera með „nein læti“ lengur. Aðalástæðan fyrir fylgisfækkun herstöðvarandstæðinga er kannski nafnið sjálft. Flestir landsmenn vita sem er að hér er engin herstöð og hefur aldrei verið. Hér á landi er jú staösett varnarUð frá einni sterkustu bandalagsþjóð okkar, Bandaríkjamönnum, og þeirri sem helst studdi okkur íslendinga í því að ná viðurkenningu á sjálfstæði okkar árið 1944, þegar engin þjóð þorði eða vildi vera fyrst til að færa hamingjuóskir þjóð, sem sögð var hafa svikist aftan að Dönum og rif- ið sig lausa meðan þessi fyrrver- andi herraþjóð átti hvað erfiðast vegna hernáms nasista. - Svona einfalt er þetta. IAMI m I//Í1H LJOSV nKlilI * pilli UTr Björn Guðmundsson hringdi: ' Það hefur talsvert borið á því í les- endabréfum og víðar, aö fólk sakni þess að hafa ekki lengur útvarpsstöð sem sendir út létta og þægilega dæg- ur- eða afþreyingartónlist eins pg útvarpsstööin Ljósvakinn gerði. Ég er einn þeirra sem hlustaði oft á þessa stöð og ég er sammála þeim sem segjast sakna svona útvarps- stöðvar. En það hefur raunverulega ekki verið mikið fjallað um það, hvers vegna ekki er hægt að reka svona stöð eða þá t.d. meðfram annarri starfsemi hinna útvarpsstöövanna, eins og virðist hafa veriö gert hjá þeim á útvarpsstöð Bylgjunnar. Var hér einfaldlega um skort á auglýs- ingatekjum að ræða eða töldu menn margumrædda „hlustun" ekki vera næga? Og ef svo er, hafði það þá ver- ið kannað nógu vel hvort grundvöll- ur var ekki fyrir hendi með þetta hvort tveggja? Eöa getur hugsanleg skýring verið sú, sem gaukað var að mér, að vísu sem hugmynd, en þó... - að þessi útvarpsstöð, Ljósvakinn, hefði hreinlega verið „keypt“ út af markaönum fyrir gott verð þar sem hún stóð annarri hlustun fyrir þrif- um, og þá af einhverjum sam- keppnis aðfianum, t.d. Ríkisútvarp- inu fyrir hönd Rásar 2? Þetta finnst mér nokkuð frökk hug- mynd en hugsanlega gæti verið um einhveija álíka skýringu aö ræða á skyndilegu brotthvarfi Ljósvakans, sem vitað var að var vinsæl útvarps- stöð og vinsældirnar fóru vaxandi. Á þessu fæst vonandi einhver skýring og eins á því hvort einhveijir aöilar muni ekki endurtaka framtakið með léttu tónhstina fyrir þá mörgu lands- menn sem vilja einmitt þessa tegund tónlistar. Lesendasíðan hafði samband viö Pál Þorsteinsson, framkvæmdastjóra hjá Bylgjunni, og bar efni bréfsins undir hann, einkum með tilliti til þeirrar hugmyndar hvort Ljósvak- inn hefði hreinlega verið „keyptur“ út. - „Það er fáránleg hugmynd,“ sagði Páll. „Það kom bara í ljós að Ljósvakinn var það sérhæfð útvarps- stöð að hún hreinlega gekk ekki fjár- hagslega." Páll sagði einnig að Ljósvakinn hefði þurft, eins og önnur fyrirtæki, að lúta lögmálum markaðarins og tfi þess hefði hann ekki haft bolmagn. Rekstrartekjur stöðvarinnar voru ekki sóttar tfi skattgreiöenda heldur til auglýsenda og markaðurinn hefði ekki verið fyrir hendi. Það hefði könnun sýnt. - Hvað framtíðina varðaði væri ekki á döfinni hjá Bylgj- unni að gera aðra tfiraun af þessu tagi. Miðaverð og veitíngastaðir dvínandi og geta veitingamenn sjálf- um sér um kennt. Vissulega kostar að hafa skemmtiatriði, en 700 króna aðgangur - OKUR! Það er vitað, að sum húsin eru hálftóm á fóstudagskvöldum, en áður var alltaf fullt þau kvöld. Hver heil- vita maður sér hvert stefnir og nú þegar fólk fer í sumarfrí, fer það út á land eða til útlanda. Þá minnkar aðsókn, það er öruggt. Ég skora á veitingamenn að lækka þetta miðaverð í 200-300 krónur og þiö muniö örugglega fá aukna að- sókn og aukna sölu á veitingum. Ég var fyrir stuttu í Kaupmannahöfn. Þar auglýsti einn veitingastaðurinn; Ókeypis inn fyrir dömur! - Vonandi lækkar verð aðgöngumiða og von- andi fyllast húsin. „Minnkandi aðsókn vegna miðaverðs," segir bréfritari. - „Frítt fyrir döm- ur!“ Er það ráðið? Kristinn Sigurðsson skrifar: Það kostar hjón milli 1400 og 2000 krónur að fara á veitingastað, ef leigubíll er reiknaður með. Að vísu er hægt að fara á staði, þar sem inn- gangur er 600-650 kr. og lánsamir eru þeir sem eiga heima stutt frá veit- ingastöðunum. En það er staðreynd að það kostar 700 krónur per mann að fara inn á staðina allflesta og.það kalla ég óheyrilegt okur og til smán- ar fyrir veitingamenn. Nú fer aðsókn Hringiö í síraa 27022 railH kl. 13 og 15, eða skrifið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.