Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Side 17
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAl 1988.
17
Lesendur
Lrfbmi ríkisstjómarinnar:
Mannskapurinn
virðist ánægður
Einar Skúlason skrifar:
Allt frá því að núverandi ríkis-
stjóm var mynduð hafa einstaka
meni) verið að tala inn að hún ætti
ekki langt líf framundan. Og enn er
verið að ýja að því að nú sé hún að
falla - eða hljóti að falia, og era þá
týnd til hin og þessi atriði sem eiga
aö verða þess valdandi.
Ég var t.d. að lesa eitt vikublaðið
núna (HP) og þar er viðtal við einn
hagfræðing af mörgum um bann við
verðtryggingu á vexti, vísitölunefnd-
ina og annað í þeim dúr. í greininni
er spurt sem svo, hvort niðurstaða
vísitölunefndarinnar ráði lífi ríkis-
stjómarinnar. Hagfræðingurinn
svarar því til, sem eðlilegt má telj-
ast, að það sé ólíklegt, að líf stjómar-
innar velti á starfi þessarar nefndar,
enda sé þaö ekki nema að litlu leyti
verkefni hennar að samræma stefnu
ríkisstjómarinnar.
Það era sumir sem vilja ríkis-
stjórnina feiga og af ýmsum ástæð-
um, en þó flestum persónulegum.
Þar eru lánskjörin sem koma til,
skattamir, staögreiöslukerfið, jafn-
vel bráðabirgðalögin. - En fáir minn-
ast á þjóðhagslegan ávinning, allir á
hinn persónulega!
Staðreyndin er nefnilega sú, að
þessi ríkisstjórn hefur verið að tak-
ast á við vanda, sem fáar ríkisstjóm-
ir hafa viljað fást viö, en margar
„stefnt að“, o.s.frv., o.s.frv. - Ef hins
vegar einhveijir halda.að þeir gömlu
„góðu“ tímar komi aftur, þegar lán
vom „styrkir", þá held ég því fram,
að þeir timar komi aldrei aftur hér
á landi. Sem betur fer.
Ég held einnig að staðreyndin sé
sú að mannskapurinn í landinu sé
yfirleitt ánægður með þessa ríkis-
stjóm og að henni verði lífdaga auöið
allt til loka kjörtímabilsins. Það
verða þó alltaf einhveijir sem leggja
munu ofurkapp á að efna til kosninga
sem fyrst. En það er borin von með
slíka samsteypustjóm sem þessa,
með þijá sterkustu stjórnmálaflokk-
ana innanborðs, og þar með þijá
sterkustu stjómmálamennina, sem
við eigum dag, hina „þijá stóru“.
Þótt ég sé einn af landsbyggðarbú-
um, sé ég ekkert sem gæti bætt stöðu
okkar mála með því að þessi ríkis-
stjóm færi frá. Og hvað fengjum við
í staöinn? Breytingin yrði engin, því
sennilega myndu tveir þessara
flokka, eða kannski þeti allir, eiga
aðild að næstu stjórn. Ég held því,
þegar öllu er til skila haldið, að líftími
þessarar ríkisstjómar sé gulltryggð-
ur.
Hinir „þrír stóru“. - Steingrimur Hermannsson, Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson, eftir myndun
ríkisstjórnar, 1987.
ORÐSENDING TIL VIÐSKIPTAVINA
G/obuse
Nú stenguryfirflutningurá ollum varahlutalagerfyrir-
tækisins að Lágmúla 7 (bakhúsið).
Meðan á þessum flutningum stendur má gera ráð
fyrir ýmsum óþægindum og afgreiðslutöfum á vara-
hlutum í allar þær vélar og bíla sem Globus flytur
inn. Okkar vaska fólk mun þó reyna að annast af-
greiðslu varahluta eins fljótt og unnt er og varahluta-
deildin mun verða opin allan tímann. Vonumst til
að hlutir verði komnir í lag eftir 2-3 vikur og biðjum
viðskiptavini okkar afsökunar á óþægindum.
Globus hf.
SÍMASKRÁIN
1988
Afhending simaskrárinnar 1988 til símnotenda er
hafin. í Reykjavík er símaskráin afgreidd á eftirtöldum
afgreiðslustöðum Pósts og síma: Arnarbakka 2, Ár-
múla 25, Eiðistorgi 15, Hraunbæ 102, Kleppsvegi
152, Kringlunni, Laugavegi 120, Lóuhólum 2-6 og
Pósthússtræti 5.
Afgreiðsiutími virka daga (mánud. - föstud.) kl. 8.30
- 16.30, nema fimmtudaga kl. 8.30 - 18.00.
í Kringlunni er opið alla virka daga frá kl. 8.30 -18.00.
Á Seltjarnarnesi er skráin afhent á Póst- og símstöð-
inni Eiðistorgi 1 5.
í Garðabæ á póst- og símstöðinni við Garðatorg.
I Hafnarfirði á póst- og símstöðinni, Strandgötu 24.
í Kópavogi á póst- og símstöðinni, Digranesi.9.
i Mosfellsbæ á póst- og símstöðinni að Varmá.
Utan höfuðborgarsvæðisins er símaskráin afhent á
viðkomandi póst- og símstöð.
Símaskráin verður afhent gegn afhendingarseðlum,
sem póstlagðir hafa verið til símnotenda.
Athygli símnotenda er vakin á því að þær símanúm-
erabreytingar, á svæðum 98 og 99, sem fyrirhugaðar
eru í tengslum við útgáfu símaskrárinnar verða sem
hér segir:
í Vestmannaeyjum verða breytingar úr 4 stafa í 5
stafa númer gerðar 4. júní.
Á 99 svæði verða breytingar úr 4 stafa i 5 stafa núm-
er og breytingar á svæðisnúmeri í 98 gerðar 10. -
20. júní.
Þessar breytingar verða auglýstar nánar þegar að
þeim kemur. Þar til þær hafa farið fram gilda gömlu
símanúmerin.
Að öðru leyti tekur símaskráin gildi sunnudaginn 6.
júní nk.
Póst- og símamálastofnunin
'a
rvwtwJzAAcbwL
I Lífsstíl á
morgun verða
garðhúsgögn
kynnt. At-
hyglisvert er
að íslensk
framleiðsla á
því sviði hefur
fengið byr
undir báða
vængi. Berg-
iðjan, sem er
verndaður
vinnustaður, framleiðir margar tegundir garðhúsgagna úr
furu. Þessi húsgögn er öll hægt að leggja saman svo lítið
fari fyrir þeim yfir veturinn. Og verðið? - Það kom á óvart.
„Það má teljast þjóðlegasti siður, þetta
að pota útsæðinu niður..." Nú er kom-
inn tími til að setja niður kartöflur. Að
undanförnu hefurmáttsjá margan
áhugasaman kartöfluræktandann bogra
yfir garði sínum. Að sögn margra er þetta
nú að mestu gert fyrir ánægjuna, hreina
loftið og sveitasæluna. Nýlega hitti DV
að máli nokkra hressa borgarbúa við
Korpúlfsstaði. Þar leigja þeir sér garða
og rækta flestir kartöflur af mikilli list.
Þar eru það jarðeplin sem eiga hug og
hjörtú manna. I Lífsstíl á morgun.
Nú er rétti tíminn til að
setja niðursumarblóm.
Garðplöntustöðvar hafa
um 40 tegundir sumar-
blóma á boðstólum. Á
morgun kynnir DV helstu
tegundir sem í boði eru.
Helstu garðplöntustöðv-
ar verða kynntar og verð
gefið upp á höfuðborgar-
svæðinu og í blómabæn-
um Hveragerði.