Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Síða 18
18
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988.
INNRITUN í FRAMHALDSSKÓLA
í REYKJAVÍK
Tekið verður á móti umsóknum um námsvist í fram-
haldsskóla í Reykjavík dagana 1. og 2. júní næstkom-
andi í Miðbæjarskólanum í Reykjavík, Fríkirkjuvegi
1, kl. 9.00-18.00 báða dagana. Umsókn skal fylgja
Ijósrit eða staðfest afrit af prófskírteini. I Mióbæjar-
skólanum verða jafnframt veittar upplýsingar um þá
framhaldskóla sem sækja á um þar, en þeir eru:
Ármúlaskóli
Fjölbrautaskólinn í Breiðholti
Iðnskólinn í Reykjavík
Kvennaskólinn í Reykjavík
Menntaskólinn við Hamrahlíð
Menntaskólinn í Reykjavík
Menntaskólinn við Sund
Réttarholtsskóli (fornám)
Verslunarskóli íslands
Þeir sem ætla að sæja um námsvist í ofangreinda
framhaldsskóla eru því hvattir til að leggja inn um-
sókn sína í Miðbæjarskólann 1. og 2. júní næstkom-
andi.
»ú
Vinningstölurnar 28. maí 1988.
Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.413.192,-
1. vinningur var kr. 2.208.360,- og skiptist hann á milli 3ja vinmngshafa, kr 736.120,-
á mann
2. vinningur var kr. 662.286,- og skiptist hann á 302 vinningshafa, kr 2 193, • á mann
3. vinningur var kr. 1.542.546,- og skiptisl hann á 7 242 vinningshafa, sem fá 21 3 krón
ur hver.
Milljónir á hverjum laugardegi! Upplýsingasími: 685111
Sölustaðirnir eru opnir frá
mánudegi til laugardags
og loka ekki fyrr en 15 mínútum
fyrir útdrátt.
Varðaðhætta
vegna
sjúkdóms
Hin danska Renée Toft Simonsen,
sem er aðeins 22ja ára gömul, er ein
eftirsóttasta ljósmyndafyrirsæta
heims í dag. En nýlega bárust þær
fregnir af henni að hún hefði þurft
að hætta öllum fyrirsætustörfum
vegna lifrarsjúkdóms sem hefur háð
henni mjög. Læknar standa ráöþrota
gagnvart sjúkdómi hennar sem gerir
hana óvinnufæra.
Hún dvelst nú í íbúð sinni í París
og systir hennar hefur tekið að sér
þann starfa að gegna hlutverki
hjúkrunarkonu fyrir hana. Hún hef-
ur áður þurft að gera hlé á störfum
sínum vegna sjúkdómsins, en nú
hefur hún aflýst öllum störfum sem
húnVar búin að taka að sér.
Sviðsljós
Renée hefur prýtt forsíður margra þekktari tískutímarita heims.
Renée Toft Simonsen vann fyrir sæta heims. Fljótlega eftir að henni
tveimur árum keppnina Face of the skaut upp á stjörnuhimininn tók hún
Eighties á vegum Eileen Ford og hef- saman viö hljómlistarmanninn John
ur síðan verið ein hæstlaunaða fyrir- Taylor sem þá var í hljómsveitinni
Renée Toft Simonsen þykir vera
óvenjufögur og er því ein eftir-
sóttasta fyrirsæta heims.
Duran Duran. Hann hefur verið
henni stoð og stytta í veikindunum
og er hjá henni í París eins oft og
honum er mögulegt.
Renée er strax farin að sjá fram á
fjárhagsáhyggjur vegna þess að hún
getur ekki unnið og hefur því sett
íbúð, sem hún á í New York, á sölu
því hún hefur ekki efni á að halda
tvær íbúðir án þess að tekjumar
streymi inn. Vonandi á þessi geð-
þekka, danska stúlka eftir að ná sér
af þessum sjúkdómi svo hún geti
hafið störf að nýju.
Lið umferðardeildarinnar sem sigraði í deildakeppninni i boðsundi innan lögreglunnar. Með þeim á myndinni eru
Magnús Einarsson aðstoðaryfirlögregluþjónn tii vinstri, og til hægri Bjarki Eliasson yfirlögregluþjónn og Arnþór
Ingólfsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. DV-myndir KAE
Lögreglumenn þurfa alltaf aö halda
sér í formi og stunda því ýmsar
íþróttir sér til heilsubótar. Þess
vegna hefur það meðal annars veriö
siður hjá lögreglunni í Reykjavík aö
halda sundkeppni milli vakta og
deilda á hverju ári í maímánuði sem
nýtur mikilla vinsælda innan stofn-
unarinnar.
Umferðardeildin gerði sér lítið fyr-
ir í ár og sigraði í keppni milli deilda
í boðsundi. í björgunarsundi keppa
einstaklingar um sætin og þar urðu
þrír þeir fyrstu Jón Otti Gíslason,
Sigurður Steingrímsson og Aðal-
steinn Bernharðsson. Tveir fyrr-
nefndu mennimir eru báðir úr um-
ferðardeildinni þannig að óhætt er
að segja að hún hafl komið séð og
sigrað í sundkeppni lögreglunnar í
ár.
Fræknir sundgarpar
Þessir þrir fræknu sundmenn urðu efstir í björgunarsundinu, Sigurður Stein-
grimsson, Jón Otti Gíslason og Aðalsteinn Bernharðsson. Þeim til halds
og trausts eru Magnús Einarsson, Bjarki Elíasson og Arnþór Ingólfsson.