Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Page 19
ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. 19 Sviðsljós Torsótt leiðin á toppinn Allir þessir leikarar eiga það sameiginlegt að það tók þá yfir tíu ár að öðlast frægð á hvita tjaldinu, Daniei J. Travanti, Cybill Shepherd, Telly Savalas og Ted Danson. Margir þeir sem fylgjast með leikurum telja að þeir, sem ná því að verða stjömur, hafi aðeins dottið í lukkupottinn og verið réttir menn á rétt- um stað. Aðrir halda aö hæfileikar góðra leikara séu augljósir og því slái þeir strax í gegn sem hæfileika hafa. Þessu er alls ekki svo farið í reyndinni. Margar af frægustu stjörnum tjaldsins böröust mörg ár fyrir frægðinni, og sumir meira en tíu ár, jafnvel tuttugu, áður en þeir slógu í gegn. Einn leikari öðmm fremur barðist lengi fyrir frægðinni, en það er Daniel J. Travanti sem leik- ur lögreglustjórann í þáttunum „Hill Street Blu- es“ sem fengu heitið „Verðir laganna" þegar þeir voru sýndir í ríkissjónvarpinu. Hann var'búinn að taka aö sér ótal smáhlutverk í 20 ár áður en frægðarsól hans fór að rísa. Önnur fræg stjarna, Telly Savalas, rembdist í ein tíu ár við að ná frægö, en fékk iðulega ein- hver lítil skúrkahlutverk áður en hann varö þekkur sem Kojak. Önnur öllu frægari stjarna er Don Johnson sem skaut snögglega upp á stjömuhimininn í þáttunum Miami Vice sem leynilögreglumaðurinn Sonny Crockett. Þá var liann 35 ára og var búinn að taka að sér smáhlut- verk frá þvi hann var tvítugur. Ted Danson úr „Staupasteini“ og „Three men and a baby“ hefur svipaðan feril og Telly Savalas að baki, hann lék skúrka í smáhlutverkum í ein Skólaslit í Eyjum Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum; Framhaldsskólanum í Vestmanna- eyjum var slitið fyrir skömmu við hátíðlega athöfn í Félagsheimilinu að viðstöddu fjölmenni. Lauk þar með níunda starfsári skólans og er þetta fimmta árið sem stúdentar út- skrifast, en þeir vom sjö talsins í ár. Sex þeirra útskrifast af náttúru- fræðibraut og einn af viðskiptafræði- braut. Fyrir bestan námsárangur hlaut Sigurjón Aðalsteinsson verðlaun sem Endurskoðun Sigurðar Stefáns- sonar gaf. Ólyginn sagði... Soffía drottning af Spáni hefur algerlega failið fy r- ir nýju áhugamáli sem tekur all- an hennar tíma. Áhugamálið er að spila póker upp á peninga, og þykir hún orðin nokkuð fær í list- inni. Hún fékk vin sinn, leikar- ann Anthony Quinn sem er kunnur pókerspilari, til þess að kenna sér íþróttina, og Quinn segir að hún sé orðin svo fær, að hann geti ekkert meira kennt henni. Fjölbreytt dansatriði, sem sýnd voru á meðan dómnefnd sat að störfum, þóttu sérlega glæsileg. DV-myndir GVA Kjör fegurðardrottningar íslands virtist koma Lindu Pétursdóttur á óvart en fögnuður hennar var mikill er úrslitin voru tilkynnt. Búningar þjóna við at- höfnina vöktu athygli en þeir voru í iburðarmiklum 18. aldar stil. Stórsjarmörinn Don Johnson rembdist eins og rjúpan við staurinn að ná vinsældum í ein fimmt- án ár áður en fór að rofa til hjá honum. tíu ár þar tíl hann fékk tækifæri í Staupasteini. Svipað er ástatt um eina skærustu kvenstjörn- una, Cybill Shepherd sem byrjaði sinn feril sem ljósmyndafyrirsæta. Hún var nokkuð vel launuð sem slík en ákvað frekar að verða leikkona. Lengi vel leit út fyrir að það tækist henni ekki, eða í yfir 10 ár. Síðan varð hún stjarna á einni nóttu er hún fékk tækifæri í spennumyndaflokknum „Hasarleik“ þar sem hún leikur á móti Bruce Wilhs. Því skyldi enginn vera haldinn þeim misskiln- ingi að leiðin á toppinn í -kvikmyndum sé greið fyrir flestar stjörnur. Alls útskrifuðust 7 stúdentar úr Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á þessu ári. DV-mynd Ómar Don Johnson sem lengi hefur gengiö með gra- sið í skónum á eftir söngkonunni Whitney Houston, hefur nú tekist að fá hana til þess að leika í mynd með sér. Whitney Houston hefur ekkert á móti því að reyna fyrir sér sem leikkona, svo hún tók að sér hlutverkið. En hún tilkynntí líka Niro aö honum væri best að halda lúkunum í hæfilegri fjar- lægð, því annars myndi hún hætta við allt saman. hefur aUa tíð staðið fast á því að taka aldrei að sér hlutverk þar sem hann þarf að vera léttklædd- ur. En í nýjustu kvikmynd sinni, Sweethearts dance, verður breyt- ing þar á. Þar á hann að koma berrassaöur fram og þóttí furðu sæta að Don skyldi samþykkja að taka að sér hlutverkið. Don var alveg sama í þetta skiptíð, en hitt þykir honum verra að fram- leiðendur myndarinnar hamra mikið á þvi er þeir auglýsa mynd- ina að Don Johnson komi létt- klæddur fram í henni. Robert De Niro íburðarmikil skrautsýning Það var mikið fjölmenni saman- komið á Hótel íslandi er kjör fegurð- ardrottningar íslands 1988 fór fram. Eins og flestir íslendingar vita var Linda Pétursdóttir kosin fegurðar- drottning íslands en hún var fulltrúi Austurlands í keppninni. Fjölbreytt dansatriði, sem sýnd voru á meðan dómnefndin kom sam- an, vöktu athygU og þóttu sérlega glæsileg. Einnig vöktu búningar „þjóna“ fegurðardrottninganna at- hygU en þeir voru í íburðarmiklum 18. aldar stíl með viðeigandi hárkoll- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.