Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Síða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 31.05.1988, Síða 34
34 LífsstíIL ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 1988. 13 V n Má ekki verða of fallegur... 44 Garðeigendur í Mosfellsbæ í stórframkvæmdum Vorverkin eru nú komin á fullan skrið hjá garðeigendum landsins. í Mosfellsbæ er mikið um fallega og vel hirta garöa. Á dögunum fóru DV menn í smáleiðangur um þennan yngsta kaupstað landsins. Þrátt fyrir að þetta væri á virkum degi og kom- ið fram að kvöldmat voru margir að vinna í görðum sínum og slógu ekki af þrátt fyrir að langur vinnudagur lægi að baki. Garðkamína með grilli í hverri götu voru einhverjar stór- framkvæmdir á döfinni. Mátti sjá gangstéttarhellur, sandhrúgur og möl viö þriðja hvert hús, eða allt að því. Þar sem okkur bar fyrst að voru hjónin Sigurlaug Óskarsdóttir og Hjörtur Grímsson í óðaönn aö grafa fyrir hellulagðri verönd í bakgarðin- um. „Þetta á að verða sæmilega stór verönd svo að borð, stólar og sól- bekkir komist fyrir. Síðan ætlum við að hafa tveggja metra háa garðkam- ínu úr steini við endann á verönd- inni. Þar verður hægt að grilla og orna sér við eld á svölum sumar- kvöldum," sagði Hjörtur um leið og hann ýtti hjólbörum fuUum af mold af staö. Moldinni var síðan sturtað í kerru þar sem flytja átti hana í garð ættingja sem einnig fá túnþökumar úr garðinum til að gera sína lóð í stand. í næsta garði var nágranninn Tíðarandi Sigurlaug og Hjörtur undirbúa hellulagða verönd I bakgarðinum. Guðmundur hylur hitalögnina með sandi. Sævar ætlar að losa sig við mölina úr innkeyrslunni og leggja hellur. að íjarlægja yfir þriggja metra háar aspir sem voru famar aö skyggja á garðinn. Þessar aspir voru einnig fluttar á kerra til nýrra heimkynna. Neðar í götunni stóð Sævar Magnús- son í innkeyrslu sinni og rakaði möl saman. „Ég er að losa mig við mölina og ætla í staöinn að setja hellulagða innkeyrslu með blómabeði viö end- ann. Þetta verður mun snyrtilegra þannig." sagði Sævar þar sem hann mundaði hrífuna af mikilli elju. Blátt ferlíki Fyrir utan raöhús í næstu götu var greinilega mikið um aö vera. Stór sandbingur var við hliðið og strákur að moka upp í hjólbörur. Ljósblátt ferlíki úr plasti stóð á kerru við hlið- ina á stráknum. Guðmundur Guð- mundsson eigandi hússins var inni í Það munaði um hann Helga Þór sem mokaði sandi í hjólbörur. Við hlið hans á kerrunni er heiti potturinn. DV-myndir KAE. garðinum að leggja heitavatnslögn undir stétt. Síðan átti að koma heita pottinum fyrir, og þar kom skýringin á bláa ferlíkinu. Snæbjöm Stefáns- son mágur hans sprautaði vatni á sandinn sem settur var ofan á hita- lögnina um leið og Guðmundur rak- aði sandinum yfir. Helgi Þór, sonur Snæbjamar, brunaði inn eftir gang- stignum frá hliðinu með fullar börur af sandi. Þetta virtist ganga fljótt fyr- ir sig enda samvinnan í fyrirrúmi hjá mönnunum þrem. Við töfðum ekki lengi því þeim var greinilega í mun að klára þennan áfanga verks- ins fyrir nóttina. Hafa vart undan Að sögn eins helluframleiðanda hafa þeir vart undan við að framleiöa þessa dagana. Fólk virðist fara óvenju snemma af stað í görðunum að þessu sinni. Áhugi fyrir fogrum og skemmtilegum görðum hefur aukist til muna á undanfomum árum og eru nú margir sem setja upp heita potta, gróðurskála og hlaðin útgrill í görðum sínum. Þetta era yfirleitt fremur kostnaðarsamar og tímafrekar framkvæmdir. En þær gefa eigendunum mikið í staðinn. Að sögn þeirra er koma sér upp slíkri aðstöðu er ánægjan ekki síst fólgin í því að koma þessu öllu upp og fegra umhverfið með blómum og tijám. Fallegur garður er stolt hvers hús- eiganda. En böggull fylgir hveiju skammrifi eins og kom í Ijós í orðum eins viðmælenda okkar. „Við stefnum að þvi að gera þetta að mjög fallegum garði, en hann má ekki verða of fallegur þvi þá gætum við fengið viðurkenningu. Skiltið sem bæjaryfirvöld láta í té í viöur- kenningarskyni er svo Ijótt að óprýði yrði að í garðinum." En þetta var nú meira sagt í gamni en alvöru. -gh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.